Morgunblaðið - 06.05.1975, Qupperneq 22
22
TVÖ MÖRK TAYLORS FÆRÐU
WEST HAM UIMTED BIKARENN
Alan Taylor hinn 21 árs leik-
maður West Ham United tryggði
liði sínu sigurinn I ensku bikar-
keppninni í knattspyrnu, er það
mætti 2. deildar liðinu Fulham
á þáttsetnum Wembley-
leikvanginum í Lundúnum á
laugardaginn. Kftir rösklega
klukkustund án marka skoraði
Taylor tvö mörk fyrir West Ham
með aðeins fjögurra mfnútna
millibili, — það var of mikið fyrir
Fulhamliðið sem harist hafði
hetjulega allt fram til þcss að
mörkin komu, og undir lokin
mátti liðið þakka fyrir að fá ekki
á sig fleiri mörk.
Gífurlega stemmning var á
Wembley-leikvanginum á laugar-
daginn eins og jafnan er á úrslita-
leikjum í bikarnum. Spenningur-
inn er þó jafnan meiri þegar það
er 2. deildar lið sem kemst i úrslit
eins og þessu sinni, og auk þess
komu þarna fram á vellinum leik-
menn sem Englendingar hafa dáð
í áraraðir eins og Bobby More og
Alan Mullery sem báðir hafa leik-
ið lengi með enska landsliðinu.
Töldu margir að reynsla þeirra
sem fleytt hafði Fulham i úrslitin
kynni að nægja til þess að lið
þeirra, Fulham, tækist einnig að
stiga yfir lokaþröskuldinn. Þó var
meira veðjað á West Ham, enda
var þar frábært lið á ferðinni,
sem jafnan hefur harðnað við
hverja raun.
Til að byrja með hélzt leikurinn
í algjöru jafnvægi, og var fremur
tilþrifalítill. Liðin lögðu mikið
upp úr vörninni, og knötturinn
var mest á vallarmiðjunni, þar
sem hann gekk á milli manna.
Einhvern veginn var það þó svo
að leikmenn West Ham virtust
fljótari og áræðnari í sóknum sín-
um, en Moore stjórnaði hins veg-
ar sinum mönnum sem herforingi
og Fulham tókst að brjóta allar
West Ham sóknirnar á bak aftur,
án þess að mikil hætta skapaðist
við mark þeirra.
Hið sama kom svo upp á ten-
ingnum í byrjun seinni hálfleiks.
Liðin sóttu á víxl, en sóknirnar
sköpuðu ekki mikla hættu. Marg-
ir voru því farnir að búast við
markalausum leik og framleng-
ingu, er Alan Taylor, leikmaður
sem var óþekktur er yfirstand-
andi keppnistímabil hófst, tók til
sinna ráða. Eftir sókn West Ham
átti Bill Jennings skot að marki
West Ham, sem markvörður Ful-
ham, Peter Mellor virtist ætla að
ráða við. En greinilegt var að
hann misreiknaði sig og missti
knöttinn frá sér. Aldrei þessu
vant var vörn Fulham of sein til,
og Taylor tókst að smeygja sér
inn, ná knettinum og skora án
mikillar f.vrirhafnar. Var fögnuð-
ur West Ham manna óstjórn-
legur þegar markið hafði verið
skorað, enda líklegt að það myndi
nægja til sigurs í leiknum.
En Fulhamliðið hafði alls ekki
jafnað sig eftir þetta áfall er West
Ham náði aftur sókn sem lauk
með skoti frá Graham Padon. Aft-
ur mistókst Mellor vörnin, missti
knöttinn frá sér og enn var Taylor
vel staðséttur og tókst að skora og
innsigla sigurinn.
Eftir mörkin tvö gerðist svo
fremur fátt sögulegt í leiknum.
West Ham lagði áherzlu á að
halda unnum feng, og Billy Bonds
sýndi oft stórkostlegan leik á
miðjunni og á honum strönduðu
flestar sóknartilraunir Fulham.
15 mínútum fyrir leikslok fékk
Fulham þó sitt bezta tækifæri f
leiknum, er John Mitchell tókst
að snúa á vörn West Ham og
komast í skotfæri, en hinn 19 ára
gamli markvörður West Ham,
Mervyn Day, bjargaði þá
meistaralega með úthlaupi.
Alan Tayior, sá er skoraði mörk
West Ham i þessum leik, var
keyptur til liðsins frá 4. deildar
liðinu Rochdale fyrir hálfu ári.
Kaupverðið var 40.000 pund og
þótti mörgum sem West Ham
eyddi miklum peningum fyrir
litið. En annað átti eftir að koma á
daginn. Taylor hefur verið einn
bezti maður liðsins I vetur og í
bikarleikjum West Ham hefur
hann skorað fjögur mörk. Eru nú
flestir á þvi að með því að kaupa
hann hafi West Ham gert beztu
kaup sem áttu sér stað í Englandi
á árinu.
Þetta var i annað skiptið i sögu
bikarkeppninnar sem West Ham
sigraði. Aður vann liðið bikarinn
árið 1964 og var þá Bobby Moore
fyrirliði liðsins.
Eftir leikinn á laugardaginn
sagðist Bobby Moore hafa verið
mjög ánægður með frammistöðu
Fulhamiiðsins í fyrri hálfleik, en
eftir hléið hefði West Ham náð
betri tökum á vallarmiðjunni og
þar með á leiknum. — Úrslit
leiksins urðu mér mikil von-
brigði, en hins vegar get ég ekki
annað en verið ánægður með
frammistöðu Fulham í keppninni,
þegar á heildina er litið, sagði
Moore.
Alan Mullery, fyrirliði Fulham,
sem verið hefur atvinnuknatt-
spyrnumaður í 17 ár, sagði að
leikur þessi hefði verið mjög jafn
allt fram til þess tíma að West
Ham, hefði „skorað heppnismörk
sin.“
Billy Bonds, fyrirliði West
Ham, sagði eftir leikinn að Ful-
ham-liðið hefði leikið miklu betur
i fyrri hálfieik, en hann hefði átt
von á. — En auðvitað átti Fulham
enga möguleika i þessum leik,
sagði Bonds, — og eftir að við
skoruðum var allur vindur úr Ful-
ham-blöðrunni.
Ehn Lydali, framkvæmdastjóri
West Ham, sagði að sinir menn
hefðu sýnt góðan leik, og þó eng-
inn eins og Alan Taylor. — Undir
lokin lék West Ham liðið stórkost-
lega vel, sagði Lydall.
Hetja úrslitaleiksins, Alan Taylor á leið inn f búningsherbergi West Ham United eftir leikinn á
laugardaginn. Frank Lampard (t.v.) horfir á bikarinn, en til hægri sézt Billy Bonds klappa Pat Holland á
kinnina.
Billy Bonds, fyrirliði West Ham liðsins átti frábæran leik áWembley á
laugardaginn, og sézt þarna keppa um knöttinn við John Lacy,
leikmann Fulham. Það var mál manna að Bonds hefði verið bezti
maður vallarins f þessum leik, ásamt sfnum gamla félaga, Bobby
Moore, sem nú leikur með WestHam.
Knattspyrnuúrsllt
- -
1. DEILD SVISS: Winterthur — Lausanne 1:2
Servette — Chenois 3:0 Vevey — Lugano 2:1
Lucerne — Grasshoppers 1:2 Young Boys— St. Gallen 9:0
Sion — Neuchatel 3:2 Zúrich — Basel 1:2
PUMA
Fótboltaskór
10 gerðir
Verðfrá kr. 2.725
Eftir 21 umferð er staða efstu lið-
anna sú. að Zurich hefur hlotið 31
stig. Grasshoppers 27 stig, Sion 25
stig og Winerthur, Basel og Servette
eru með 24 stig.
1 DEILD TYRKLANDI:
Trabzonspor—Giresunspor 2:2
Bursaspor—Fenerbahce 0:1
Boluspor—Goztepe 1:0
Adanaspor—Samsunspor 1:1
Ankaragucu — Kayserispor 0:0
Altay—Eskisehirspor 0:0
Galatasaray — Adanadspor 4:2
Zonguldakspor—Besiktas 2:1
1. DEILD ITALÍU
Bologna — Ascoli 1:1
Cagliari—Cesena 2:2
Internazionele — Vicenza 0:0
Lazio — Fiorentina 1:0
Sampdoria — Roma 0:0
Ternana — Juventus 0:2
Torino—Napoli 1:1
Varese — Milan 0:1
Eftir 28 umferðir er staða efstu
liðanna sú, að Juventus hefur hlotið
41 stig, Napoli 37 stig, Roma 35
stig, Torino og Lazio 34 stig og
Milan 33 stig.
1. DEILD HOLLANDI:
PSV Eindhoven —
FC Amsterdam 3:0
Celtic bikarmeist-
ari í 24, sinn
Roda — FC Twente 2:1
Feyenoord — Telstar 4:1
Go Ahead — Wageninger 5:1
FC Ulrecht — Breda 0:1
Haarlem — Excelsior 1:0
Alkmaar— Sparta 0:0
de Graafschap —
MW Maastricht 3:1
Ajax — FC de Haag 3:1
Eftir 33 umferðir er staðan sú að
PSV Einhoven er efst með 53 stig,
Feyenoord er með 52 stig. Ajax með
48 stig.
1. DEILD BELGfU:
Anderlecht — Waregem 2:2
Cercle — Lokeren 0:0
Antwerpen — FC Liege 1:0
Lierse—Diexst 2:1
Olympic — Beerschot 0:3
Ostend — Charleroi 1:1
Beringen — Malinois 1:0
Standar Liege —
Winterslag 0:0
Beveren — Club Briigge 1:0
Berchem — Molenbeek 2:3
Staða efstu liðanna er nú sú að
Molenbeek er með 59 stig, Ander-
lecht er með 52 stig. Antwerpen
með 50 stig, Club Brúgge með 47
stig, Beerschot með 45 stig,
Standard Liege með 44 stig og
Lierse með 42 stig.
1. DEILD AUSTURRfKI
Austria Klagenfurt — Sk Rapid 1:1
Austria WAC —
Einsenstadt 1:2
Innsbruck — Voeest Linz 1:2
Admira — Austria Salzburg 2:1
Linzer—Sturm Graz 3:0
Innsbruck hefur forystu með 40
stig. Rapid er I öðru sæti með 33 stig
og Linz í þriðja með 30 stig.
CELTIC átti ekki f erfiðleikum
með að tryggja sér sigur í skozku
bikarkeppninni, er liðið lék til
úrslita við Airdrieonians á
Hampden Park f Glasgow á
iaugardaginn. 3—1 fyrir Celtic
urðu úrslit leiksins, og liðið hlaut
nú bikarmeistaratign f 24. sinn.
Airdrieonians-liðið sem er i
bland skipað atvinnu- og áhuga-
mönnum, átti undir högg að
sækja þegar frá upphafi, en leik-
menn liðsins börðust mjög vel, og
fengu byr undir báða vængi er
þeim tókst að jafna 1—1, undir
lok fyrri hálfleiksins. Fyrsta
markið í leiknum hafði Paul Wil-
son skorað fyrir Celtic á 14. mín-
útu,,en það var David McCann
sem jafnaði fyrir Airdrieonians
þegar 3 mínútur voru til loka hálf-
leiksins.
En í seinni hálfleiknum sýndi
Celtic svo tennurnar fyrir alvöru
og þeir Vilson og MacCluskey
skoruðu tvívegis snemma i hálf-
leiknum. Celtic átti svo nokkur
dauðafæri undir lok leiksins sem
ekki tókst að nýta.
Aidrieonians hefur aðeins einu
sinni unnið skozku bikarkeppn-
ina, fyrir 51 ári, en Celtic hefur
leikið alls 39 sinnum úrslitaleik i
keppninni. Fyrirliði liðsins, Billy
McNeill lék nú sinn 16t bikarúr-
slitaleik, og tilkynnti eftir leikinn
að hann væri nú hættur knatt-
spyrnuiðkunum.
íþróttatöskur
10 gerðir
Verð frá kr. 930.