Morgunblaðið - 22.05.1975, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 22.05.1975, Qupperneq 1
32 SIÐUR 112. tbl. 62. árg. FIMMTUDAGUR 22. MAl 1975 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Kissinger í V-Berlín: Borgin lifandi sönnun þess að Bandaríkjamenn standa við fyrirheit sín Ankara, Berlin, 21. maí Reuter — AP. DR. HENRY Kissinger, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, kom i dag til Ankara i Tyrklandi, þar sem hann tekur þátt í tveggja daga fundi utanrikisráðherra aðildarrfkja CENTO og heldur áfram tilraunum sfnum tii að leysa Kýpurdeiluna. Til Ankara kom ráðherrann frá Vestur-Berlfn, þar sem hann hélt ræðu á þjóðþingi borgarinnar og lýsti þvl yfir, að borgin væri lifandi sönnun þess, að Banda- rfkjamenn stæðu við þau heit, er þeir gæfu bandamönnum sínum. Hann talaði jafnframt um, að Vestur-Berlfn væri prófsteinn á detente-stefnuna. „Þvf aðeins að Berlín blómgist, mun detente-stefnan blómgast," sagði hann. „Þvi aðeins að öryggi ykkar sé tryggt, verður öryggi Evrópu tryggt. Þessi hefur verið stefna Bandarfkjanna f 30 ár og hún hefur ekki breytzt.“ Hann kvaðst vilja svara þeim sem drægju í efa hernaðarlegt hlutverk Bandaríkjanna i Evrópu með því að visa til orða Johns F. Kennedys, fyrrum forseta Banda- ríkjanna, er hann sagði í Berlin 1963: „Látum þá koma til Berlinar . ...“ Kissinger dvaldist i Bonn i nótt, en þangað hafði hann komið á þriðjudagskvöld eftir viðræður sinar í Genf við Andrei Gromyko, utanrikisráðherra Sovétríkjanna. Hraða flutningi Banda- ríkjamanna frá Laos Washington, 21. mai REUTER. UPPLÝST var af hálfu bandaríska utanríkisráðu- neytisins í dag, að flýtt yrði brottflutningi allra banda- rískra borgara frá Laos vegna árása andófsmanna á bandarísku hjálparstofn- unina í Vientiane og um- sáturs um bandaríska borg- ara í bænum Savannakhet. Um eitt þúsund Banda- ríkjamenn voru í Laos áður en brottflutningar þaðan hófust. Ringulreið í Portúgal: gott af mat og drykk, sem þar var að finna. Var haft eftir sjónar- votti, að hann hefði séð þá drekka bandarískan bjór og snæða niður- soðinn mat — og tók sá hinn sami fram, að þeir hefðu sýnilega verið afar hrifnir af kexi, sem þeir fundu. Talsmaður bandaríska utanrikisráðuneytisins sagði, er hann var i dag spurður um stjórn- málaástandið i Laos, að þar væri enn við lýði einskonar samsteypu- stjórn, en áhrif og ítök Pathet Lao innan hennar færu dagvaxandi. KISSINGER I VESTUR-BERLIN: — Mynd þessi var tekin i gær, þegar Henry Kissinger, utanríkisráðherra Bandarikjanna, hélt ræðu á borgarþingi Vestur-Berlínar, en þar stóð hann við í fjórar stundir, áður en hann hélt áfram til Ankara. Kissinger sagði í ræðu sinni m.a. að V-Berlín væri prófsteinn á detente-stefnu Austurs og Vesturs. Að baki ráðherrans, sem er I ræðustólnum, situr Peter Lorenz, sem nú er forseti borgarþingsins. Framlengja dvöl gæzlu- liðs S.Þ. í Golanhæðum Sameinuðu þjóðunum, 21. maí — Reuter STJÓRNIR Sýrlands og Israels hafa fallizt á að framlengja um sex mánuði — eða til nóvember- loka nk. — dvöl gæzluliðs Sameinuðu þjóðanna f Golan- hæðum, að því er áreiðanlegar heimildir í aðalstöðvum Sameinuðu þjóðanna herma i dag. Búizt er við, að Öryggisráðið komi saman til fundar i næstu viku til að fjalla um umboð liðs- ins. Til þessa hefur verið talið, að Sýrlendingar myndu ekki fallast á að framlengja dvöl liðsins leng- ur en til júlíloka, þegar dvalar- leyfi gæzluliðsins á Sinai rennur út. Giscard til Briissel að hitta F ord París, 21. maí — Reuter. VALERY Giseard d'Estaing, for- seti Frakklands, sagði á fundi með fréttamönnum í dag, að enda þótt hann hygðist ekki sitja leið- togafund aðildarrfkja Atlants- hafsbandalagsins sem fyrirhugað- ur er í Briissel í lok þcssa mánað- ar, mundi hann fara þangað til þess að ræða við Gerald Ford, forseta Bandaríkjanna, meðan hann hefur þar viðdvöl. Kvaðst hann ætla að sitja kvöldverðar- veizlu Balvins Belgíukonungs fyrir þjóðaleiðtogana, sem koma til Briissel. Jean Sauvagnargues, utanrfkisráðhcrra, verður full- Framhald á bls. 31 Sósíaldemókratar hóta að hætta stjórnarsamstarfinu Segja Cunhal nýjan einræðisherra í landinu og hvetja til almennra mótmæla gegn útgáfustöðvun „Republica” Bandaríski sendiráðsritarinn í Vientiane, Christian Chapman, gekk í dag á fund Souvanna Phouma, forsætisráðherra, og utanríkisráðherrans Phoumi Vongvichits, sem er frá Pathet Lao, og mótmælti framkomu stúdenta, sem réðust inn í banda- riskar skrifstofur í gær, sagði þá hafa rænt og ruplað og eyðilagt skjöl. Fékk hann þau svör, að málið yrði leyst og i dag var her- vörður við aðalstöðvar Banda- rikjamanna í borginni, sem hafð- ist þó ekkert sérstakt að annað en að fylgjast með mannaferðum. Stúdentarnir voru enn í tveimur byggingum, sem þeir komust inn i i gærkveldi í skjóli náttmyrkurs. Höfðu þeir valdið þar talsverðum skemmdum og jafnframt gert sér Stuttgart, V-Þýzkalandi, 21. maí — REUTER. ÞEGAR réttarhöldin í máli fjögurra forystumanna Baader- Meinhof samtakanna höfðu staðið í sjö klukkustundir aðcins var Lissabon, 21. mai — REUTER — AP • FORYSTUMENN portú- galskra sósfaldemókrata óskuðu í dag eftir því, að haldinn yrði fundur þeirra og byltingarráðs þeim frestað til 30. maf nk. án þess að ákæruskjalið á licndur þcim, sem er upp á 354 blaðsíður, væri Iesið fyrir réttinum. Astæðan fyrir frestinum var deila milli dómara annarsvegar og landsins til þess að ræða ástandið f Portúgölskum stjórnmálum, stöðvun útgáfu málgagns þeirra, „Republica", og hótanir þeirra um að hætta þátttöku í stjórn landsins og sveitarstjórnum. verjanda sakborninganna og ákæruvaldsins hinsvegar um það, hvort hægt væri sjálfkrafa, að meina þremur af verjendunt Andreas Baaders að taka þátt f Framhald á bls. 31 Jafnframt hafa þeir hvatt tii al- mennra mótmæla á morgun gegn útgáfustöðvun blaðsins, sem upp- lýsingamálaráðherra Portúgals, Jorge Correia Jesuino, fyrirskip- aði eftir að prentaiar, sem vildu taka fyrir gagnrýni blaðsins á kommúnistaflokk landsins, höfðu tekið stjórnina þar í sínar hend- ur. 0 I gærkvcldi héldu um eitt þús- und sósfaldemókratar, sem saman voru komnir úti fyrir ritstjórnar- skrifstofu „Republica", uppi hrópum gcgn lciðtoga portú- galskra kommúnista, Alvaro Cun- hal, og staðhæfingum um, að hann væri orðinn einræðisherra í Portúgal. Hrópuðu þeir in.a: „Republica (Lýðveldi) tilheyrir þjóðinni, ekki Moskvu." Að sögn talsmanna sósialdemó- krata lögðu ráðherrar flokksins, þeir Mario Soares, ráðherra án ráðuneytis, og Francisco Salgado Zenha, dómsmálaráðherra, fram þau skilyrði, sem þeir setja fyrir áframhaldandi stjórnarsamstarfi, þegar þeir hittu forseta iandsins, Francisco Gosta Gomez, sem snöggvast að máli í gærkveldi. Eru helztu skiiyrði þeirra þau, að Republica fái að konta út eins og áður, að kommúnistar sleppi því kverkataki, sem þeir nú hafa á fjölmiðlum landsins. að efnt verði til leynilegra kosninga innan verkalýðsfélaga i landinu og til sveitarstjórna, sem hvor tveggja eru að mestu í liöndum kommún- ista. Talsmenn PPD (Popular Demo- crats) sem ei annar stærsti flokk- ur landsins á eftir sóstaldemó- krötum (hlaut 26% atkvæða i Framhald á bls. 31 Baader-Meinhof réttarhöld- unum frestað til 30. maí nk.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.