Morgunblaðið - 22.05.1975, Síða 2

Morgunblaðið - 22.05.1975, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. MAl 1975 Allt að 33% lækk- un á þorskanetum VEIÐARFÆRI hafa verið í gcysi háu verði að undanförnu og hafa margir útgerðarmenn átt f erfiðleikum með að Ieysa út veiðarfæri á sfðustu mánuðum. Nú hafa þær fréttir borizt, að veiðarfæri muni lækka í sumar um allt að 33%, en ekki er talið að þessi lækkun vari lengi. Ævar Guðmundsson hjá Seif h.f. sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær, að lækkunin væri mest á vissum tegundum þorska- netja eða allt að 33%, og ef menn ætluðu að ná þessari lækkun þyrftu þeir að staðfesta pantanir snemma, þar sem sölumenn teldu að verð á veiðarfærum ætti eftir að hækka á ný með haustinu. Þorskanetjabrúk var með minna móti i vetur og talið er að 40—50 þúsund net séu til i land- inu, en að öllu venjulegu eru til 10—20 þús. net i lok vertiðar. Verkfallið í ríkisverksmiðjunum: SAMNINGAFUND- UR FRAM Á NÓTT SAMNINGAFUNDUR með deilu- aðilum I kjaradcilu 19 stéttarfé- lága og ríkisverksmiðjanna þriggja, Sementsverksmiðju, Aburðarverksmiðju og Kísiliðju hófst í gær klukkan 16 og I gær- kvcldi var gert hlé á viðræðunum á meðan samningamenn fcngu sér kvöldverð, en siðan átti að halda áfram viðræðum fram cftir nöttu. Atti að reyna til hins ítr- asta á ná samkomulagi. Agreiningurinn stendur um starfsmat i verksmiðjunum. Verk- efni samningamannanna er að samræma 22 gilda kjarasamn- inga, sem gerðir hafa verið við verksmiðjurnar af þessum 19 stéttarfélögum og búa til úr þeim einn heildarkjarasamning. Sam- tals er verið að semja fyrir um 400 manns, en starfsmatið hefur verið í undirbúningi frá því sum- arið 1973 er varðal’ Áburðarverk- smiðjuna, en um áramótin 1973—1974 óskuðu Sementsverk- smiðja og Kísiliðja eftir að gerast aðilar að starfsmatinu. Verkfallið í verksmiðjunum þremur kom til framkvæmda 12. mai og hefur því slaðið i 10 daga. Er það farið að hafa hin alvarlegustu áhrif, eink- um í byggingariðnaðinum. Kristján Siggeirsson látinn KRISTJAN Siggeirsson forstjóri er lálinn í Reykjavík. Hann stofnaði húsgagnaverzlun í Reykjavík 1919 og var forstjóri hennar óslitið síðan. Kristján gegndi fjölda trúnaðarstarfa i félagsmálum. Hann var m.a. einn af stofnendum Húsgagnameist- arafélags Reykjavíkur, i stjórn Vinnuveitendasambands Islands, í stjórn Slippfélagsins í Reykja- vík, Hamars, Almennra trygginga og fleira. Hann var kvæntur Ragnhildi Hjaltadóttur. ítörf hafa gengiö erfiðlega /íða til sveita vegna hins <alda vors. Þetta fé á Hall- lór bóndi, kennari og lista- naður i Miðhúsum á Egils- itöðum. Myndin var tekin ím sl. helgi. Ljósm. Mbl. Friðþjófur. Vorstörfin 2-4 vikum fyrra seinni nu en 1 Sauðburður gengur víða erfiðlega „VORIÐ hefur verið bændum ákaflega erfitt og eru vorstörfin 2—4 vikum seinni nú en í fyrra," sagði Gfsli Kristjánsson hjá Búnaðarfélagi tslands er Mbl. ræddi við hann í gær. Þá sagði Gísli að sauðburður gengi erfið- lega þar sem hafa þyrfti fé á húsi og vaka yfir því allan sólarhring- inn. „Þetta vor hefur verið dæma- laust kalt og votviðrasamt og alveg ólíkt vorinu í fyrra sem var mjög hagstætt, sólríkt og stillt,“ sagði Gísli Kristjánsson. Hann bætti því við, að lömb þrifust ekki Stöðvarhús byggt við Kröflu 130 manna vinnubúðir reistar á nœstunni Formanni Kröfluncfndar, Jóni G. Sólnes alþingismanni, hefur verið falið að ganga frá samning- um við Miðfell h.f. um byggingu stöðvarhúss fyrir vænlanlega virkjun í Kröflu og munu fram- kva*mdir hefjast nú þegar. Verið er að byggja vinnubúðir vegna framkva*mdanna fyrir 128 menn og eru þa*r smíðaðar á Húsavik. Framkva*mdin við byggingu stöðvarhússins er talin vera upp á 200—300millj. kr. inn hluta af framkvæmd við bygg- ingu virkjunarinnar einnig." Eftirfarandi fréttatilkynning barst Morgúnblaðinu í gær frá Kröflunefnd: „Kröflunefnd hefur á fundi sín- um 17. maí sl. einróma ákveðið að fela fotmanni nefndarinnar að ganga frá samningum við MIÐ- FELL H/F um byggingu stöðvar- húss fyrir væntanlega virkjun við KRÖFLU í samræmi við tillögu ráðgjafarverkfræðinga nefndar- innar, sem eru Verkfræðiskrif- stofa Sigurðar Thoroddsen SF, o.fl. Aherzla var lögð á það af hálfu nefndarinnar, að til verksins fengist traustur og reyndur verk- taki, en vegna nauðsynjar þess að hraða framkvæmdum sem fram- ast er unnt í samræmi við gerðar Framhald á bls. 31 í þessum kulda og því yrði að hafa féð í húsi enn sem komið væri. Það útheimti mjög mikla heygjöf auk þess sem vaka þyrfti yfir fénu allan sólarhringinn nú þegar sauðburður stæði yfir. Yrði að gefa ánum 2—3 falda gjöf svo Fengu 5 laxa í fyrstu vitjun FYRSTU laxarnir á þessu sumri bárust á land í gærmorgun, en þá fengust 5 laxar úr fyrstu vitjun f Hvítá í Borgarfirði. Menn þar segja að þetta lofi góðu um sum- arið, þar sem árnar séu enn mjög kaldar. Kristján Fjeldsted i Ferjukoti sagði þegar Mbl. ræddi við hann í gær, að sjálfur hefði hann lagt 3 net í fyrradag og fengið 2 laxa i fystu vitjun. Hvítárvallamenn höfðu lagt 4 net og fengið 3 Iaxa. Allir voru laxarnir vænir eða 8— 10 pund, en þetta er algeng stærð á þessu svæði allt fram í júnimán- uð. Að sögn Kristjáns er Hvitá nú ákaflega köld og fyrrihluta dags er áin eins og bergvatnsá, en skol- ast svo örlítið er líða tekur á dag- inn. Menn reikna með að árnar verði sæmilega vatnsmiklar í sumar þar sem mikill snjór er enn til fjalla, og ætti því nægur lax að vera i ánum, er líður á sumarið. þær mjólkuðu nægilega mikið ef þær væru tví- eða þrilembdar. Bættist þetta við mjög gjafa- frekan vetur og væri því víða orðið heylitið en reynt væri eftir föngum að miðla heyi milli bæja. Sagði Gisli, að það hefði komið sér vel að mikil hey hefðu verið til eftir tvö hagstæð sumur og bænd- ur því byrgir fyrir þennan ein- dæma langa og erfiða vetur. Þegar Gisli var að því spurður hvort verkfallið i Áburðarverk- smiðjunni væri byrjað að hafa áhrif á vorstörf bænda svaraði hann því til að svo væri ekki, enda myndi líða nokkur tími þar til unnt væri að hefja dreifingu áburðar. Auk þess væri þegar búið að flytja mikið magn áburðartil bænda. Kvikmyndaeftir- lit skoðar ekki fyrir sjónvarpið VEGNA ummæla í Morgun- blaðinu í gær skal það tekið fram um skoðun kvikmyndarinnar Lénharður fógeti, að Kvikmynda- eftirlit ríkisins hefur ekki af- skipti af skoðun kvikmynda, sem sýndar eru i sjónvarpi, heldur aðeins þeim, sem sýndar eru i kvikmyndahúsum gegn aðgangs- Kvikmyndaeftirlit rfkisins. Morgunblaðið hafði samband víð Jón Ingólfsson formann Fé- lags byggingaverktaka á Húsavík og í Suður-Þingeyjarsýslu, en þeir eru undirverktakar hjá Miðfelli á smíði vinnubúðanha. Smíða þeir svefnskála og annað slikt nema mötuneyti. „Við þetta verk vinna nú rúmlega 20 smiðir og verkið tekur tvo mánuði,“ sagði Jón Ing- ólfsson, „en það var farið að þrengjast á vinnumarkaðinum hjá okkur, svo þetta verk kemur sér mjög vel og gefur töluverða vínnu. Við smíðum 74 skála, þ.e. 64 svefnskála fyrir 2 menn hvern skála og 12 snyrtiskála. Þetta er verk upp á 12—15 mjlljónir króna, en Miðfell leggur efnið til. Þá vonumst við einnig tíl þess að geta samið við Miðfell um ákveð- Frá afhendingu yfirlýsingar til fjármálaráðherra í fjármálaráðuneyt- inu. 120 háskólamenn heim- sóttu fjármálaráðherra 120 félagar í Bandalagi háskóla- manna komu I fjármálaráðuneyt- ið f gær og afhentu fjármálaráð- herra eftirfarandi yfirlýsingu: „Eins og yður er kunnugt, var BHM veittur samningsréttur sam- kvæmt heimild í lögum nr. 46/ 1973. Fyrsta gerð aðalkjarasamn- ings átti að fara fram síðari hluta árs 1973. Reyndin varð sú að eng- ar samningsviðræður áttu sér stað og málið var dæmt f Kjaradómi vegna þess að ríkisstjórnin neit- aði að reyna samningaleiðina. Samkvæmt sömu lögum hefur BHM rétt til að óska endurskoð- unar aðalkjarasamnings ef al- mennar og verulegar kaupbreyt- ingar verða á samningstímabil- inu. Þá heimild notaði BHM 16. aprfl s.l. Einnig að þcssu sinni hefur reyndin orðið sú að engar raun- hæfar samningaviðræður hafa farið fram. Augljóst virðist því að ríkisstjórnin ætli sér aö láta þetta mál fyrir Kjaradóm án þess að Framhald á bls. 31 íkveikja hjá slökkvi- tækjasölu TVlVEGIS f gær var kveikt í tóm- um trékössum og pappa en dót þetta var geymt f porti fyrirtækis- ins I. Pálmason við Vesturgötu, en það fyrirtæki hefur sérhæft sig I meðferð slökkvitækja. Starfsmenn fyrirtækisins brugðu að vonum hart við í fyrra skiptið og höfðu að mestu slökkt eldinn þegar slökkviliðið kom á staðinn en f seinna skiptið voru þeir farn- ir og sá slökkviliðið þá um slökkvistörfin. Kassarnir munu reyndar hafa verið utan af slökkvitækjum. Ikveikjurnar eru báðar óupplýstar en þær áttu sér stað klukkan 12.30 og 18. 3AUÐBURÐUR — Vor-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.