Morgunblaðið - 22.05.1975, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 22.05.1975, Qupperneq 10
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. MAI 1975 Á SUMARDEGI Erlendur Jónsson Tímarit á fertugsaldri „EKKI munu allir á einu máli um það hvernig skuli gera tíma- rit úr garði, né hvaða aðferðir henli bezt við að setja þau saman," segir Sigfús Daðason í „eftirmála 35. árgangs" í síðasla hefti Timarits Máls og menningar. Sigfús segir enn- fremur „að ágæti tímarits hlýtur að fara eftir ágæti þeirra höfunda sem í það rita.“ Mikið rétt! Og síðar segir hann: „Timarit Máls og menningar hefur átt að stríða við margan sama vandann og önnur íslenzk tímarit; og stundum hefur það átt góða daga en stundum mið- ur góða." Er ekki keimur af trega i þessum orðum likt og ritstjór- inn sé að skrifa — ekki aðeins „eftirmála" — heldur jafn- framt eflirmæli? Vist hafa menn verið ösam- ináltt ttm áhrif (göð eða slæm), gildi og verðleika Tímarits Máls og menningar þau þrjá- tiu og fimm ár sem það er búið að konia úl (Sigfús telur ekki með litlu neitin;. Engu að siður liefur það skipað sæti sitt í islensku menningarlífi og það æði stolts- lega framan af. Kristinn E. Andrésson var ekki aðeins bók- menntafræðingur og rit- skýrandi af fyrstu gráðu og brennandi í andanum að berjast fyrir sinni pólitísku hugsjön, hann hafði líka lag á að safna að sér mönnum. Meðan Laxness og Þörbergur ásamt mörgum öðrum lögðu til efni i hvern árgang limaritsins var að minnsta kosti ekki daufheyrsl við rödd þess svo ekki sé meira sagt. Þar sem svo áhrifamiklir menn settu svip á höpinn hlaut líka að vekja eftirtekt hvaða aórir meiri háttar höfundar voru þar ekki. Tímaritið var málgagn samfylkingar sem lét á timabili meira til sín taka i íslensku menningarlífi en ‘ nokkur önnur, var raunar eini samstæði hópur íslenskra rithöf- unda um þær mundir þvi himr, sem á móti töldust, skipuðu sér ekki saman í sveit og áttu sér ekki sameiginlegan vettvang. Sigfús Daðason er kannski eins vel menntaður í bók- menntum og Kristinn og þar að auki skáld gott en hann skrifar ekki mikið í ritið sjálfur, lætur minna til sín taka en Kristinn og hefur ekki í viðlika mæli hyllst til að safna að sér áhrifa- mönnum. Tímaritið er orðinn samastaður minni spámanna sem eru að visu göðir fyrir sinn hatt, sumir hverjir aö minnsta kosti, en hvað um þaó? Stóru trompin vantar! Nú orðið er veigamest í ritinu ýmiss konar þýtt efni og ber þar mest á greinum um bökmenntir og þjóðfélagsmál (saman) eða þjóöfélagsmál (eingöngu). Er það allt á vinstri kantinum, stefna ritsins hefur alltaf verið afdráttarlaus að því leyti og er það enn. Mikiö af þessu þýdda efni hefur verið allt of „fræðilegt" fyrir venjulegan lesanda og naumast fyrir aðra en áhuga- menn um teóretiskan sósíal- isma. Til undantekninga tel ég ágæta grein í siðasta hefti sem heitir Skammdegið i Tékkósló- vakíu 1974, höfundur Jirí Pelíkán. Þýðandi er Hjalti Kristgeirsson og segir hann að höfundurinn, „áður sjónvarps- stjóri í Prag, nú útlagi í Róm, lýsi þjóðfélagsskoðunum sinum, vorinu í Prag 1968, orsökum innrásarinnar og haustmyrkrinu sem lagðist að í kjölfar sovésku hersveitanna.“ Pelikán er að sjálfsögðu vinstri sinni, annars væri grein hans tæpast að finna í ritinu, en boðskapur hans er nú samt sá að „við innrásina í Tékkósló- vakíu varð sósíalisminn fyrir miklu áfalli.“ „Ég held,“ seg- ir hann siðar, „það séu engar ýkjur að fullyrða að 80 - 65% þjóðarinnar eru á móti nú- verandi stjórnarháttum. Þeir sem hafa valdið í sínum hönd- um eru ásamt hjálparkokkum sínum í mesta lagi 10—15%. Virkrar andstöðu gætir hjá 20—30% þjóðarinnar." Þetta eru harla athyglis- verðar upplýsingar ef jafn- framt er haft i huga að frá þessu landi heyrist aldrei neitt í daglegum fréttum. Af þögn heimspressunnar að dæma er frelsisbarátta Tékka gersam- lega gleymd og grafin. „Sá sem yfir einhvern er settur,“ segir Pelíkán, „skal heimta varajátn- ingu af hverjum undirmanna sinna að viðlögðum brott- rekstri. Þetta sama fólk á kannske börn sem ætlað er að ganga menntaveginn. En sá vegur stendur ekki opinn i sam- ræmi við fyrri árangur í námi heldur er dæmt eftir stigum sem gefin eru samkvæmt „félagslegum uppruna,, eða pólitískri hegðan foreldranna. Þá er kennurum uppálagt að leggja eyrun við skrafi barn- anna.“ Ég tek þetta dæmi um skóla- málin upp úr greininni vegna þess að mér virðist það að ýmsu leyti athyglisverðast þó annað sé í sama dúr. Og hér er gengið hreint tii verks og talað um- búðalaust. Tékkar hafa mikið til heims- menningarinnar lagt og töldust fyrir stríð til best menntuðu þjóða Evrópu. Svo mótsagna- kennt sem það nú hljómar mega þeir nú gjalda þess en eigi njóta. Sigfús Daðason segir i eftir- mála sinum: „Að leitast við að ná fræðilegum tökum á veru leíkanum er fáum keppikefli." Vafalaust er hann að tala hér til einhverra lesenda rits síns og það af einhverju gefnu til- efni þvi fá islensk timarit hafa verið „fræðilegri“ en einmitt Tímarit Máls og menningar. Af því kann að stafa að áðurgreind grein Pelíkáns er prentuð með smáu letri; hún er ekki „fræði- leg“. Ennfremur er augljóst, sé litið yfir þrjátíu og fimm ára sögu ritsins (ég tala nú ekki um ef fimm árum er bætt við og Rauðir pennar teknir með), að teóretísk-pólitiski þátturinn hefur aukist með árunum í sama mæli og dregið hefur úr vægi íslenskra bókmennta og fræða. Og hér skal enn og aftur vitnað til ritstjórans sem endar afmælisgrein sína á þessum orðum. „En hafi Timarit Máls og menningar verið einhvers virði fyrir íslenskan almenning þá er það fyrst og fremst af því að það hefur jafnan átt vísan stuðning ágætra höfunda; en ef til vill líka vegna þess að ritstjórninni hefur ekki verið mjög hugleikið að gera svo öllum liki, hefur ekki kært sig sérstaklega um að forðast áhættu, og hefur öllu heldur með starfsemi sinni gert sér far um að reyna nokkuð á það sem einusinni var kallað „islenzkt lesþol“. Hér tengir ritstjórinn saman tvennt ólikt. Timarit Máls og menningar komst á laggirnar og lifði sitt blómaskeið vegna hins fyrr talda, vegna þess að það átti löngum „visan stuðn- ing ágætra höfunda“ en hefur svo þraukað í þrjátiu og fimm ár þrátt fyrir hið siðar talda. Hafi einhvern tima þurft að treysta á „islenskt lesþol“ er ég hræddur um að Timarit Máls og menningar þurfi þess nú við og við. Hitt er svo annað mál að fólk heldur lengi tryggð við sín rit eins og annað sem telst til dag- legs lífs og vissulega hefur eins konar æviáskrift lengt lif margra íslenskra timarita fyrr og síðar; maður segir ekki upp tímariti, sem hann á komplet i hillunum, fyrr en það hefur borið langa leið frá upphaflegri stefnu og er fallið niður í neðstu gæðaflokka. Erlendur Jónsson. Saga Islands II Annað bindi af hinni nýju ís- landssögu nær yfir tímabilið frá 1100 og fram til loka þjóöveldis. Og þó öllu betur, þar sem þrjár siðustu greinar þessa bindis fjalla um myndlist, tönmennt og þjóð- hætti á landnáms- og þjóðveldis- öld. Fyrsta ritgerð þessa bindis er eftir Gunnar Karlsson og ber heit- ið: „Frá þjóðveldi til konungs- ríkis". Þessi ritgerð er mjög greinargóð og vel skrífuð en ef til vill helzti stutt. Höfundur rekur fyrst efnahags-, atvinnu- og verzlunarsögu Islands á siðari hluta þjóðveldisald^ og ræðir síðan stjörnmálasögu þessa um- brotatímabils. Hann reynir að skýra ýmis vandasöm og flókin atriði, en vafalaust eru ekki allir á einu máli um þær skýringar, enda hefur þetta tímabil löngum verið eitt af uppáhalds viðfangs- efnum áhugamanna um íslenzk fræði. Þar hafa margir verið kallaðir en fáir útvaldir. Ýmis atriði lætur Gunnar Karlsson þó óskýrð og má þar nefna það, sem rnargir hafa velt fyrir sér: Hvers vegna tóku islenzkir höfðingjar 13. aldar, t.d. Þórður kakali eða Gizur Þorvaldsson sér aldrei konungsnafn? Hefðu þeir getað það? Eða mátu þeir konungsholl- ustuna og hirðmannaeiðinn ætíð meira? Næst kemur ritgerð eftir Magnús Stefánsson lektor i Björg- vin og ber hún yfirskriftina „Kírkjuvald eflist". Heiti rit- gerðarinnar er ef til vill eilítið villandi, en í henni er fjallað um sögu og þróun íslenzku kirkjunn- ar frá 1100 til 1262. Magnús hefur dregið saman mikinn fróðleik um viðfangsefni sitt og skýrir mörg atriði út frá sjónarmiði hinnar almennu kaþólsku miöaldakirkju. Kemur þar ýmislegt fram, sem íslenzkir sagnaritarar hafa lítinn gaum gefið fram til þessa. Helzti gallinn á ritgerðinni er sá, að höfundur gerist helzti margorður á köflum og hættir við endur- tekningum. Bókmenntlr eftir JÓN Þ. ÞÓR Þessu næst tekur Jónas Kristjánsson við og ritar bók- menntasögu. Ritgerð hans hefst á eddukvæðunum og lýkur með samtímasögum 13. aldar. 1 rit- gerðinni, sem er hin skemmti- legasta og fróðlegasta fjallar Jónas um rit veraldlegs og and- legs eðlis jafnt sem „bókmennt- ir“. Ritgerð Jónasar er öll samin á mjög lipru og skemmtilegu máli og hvergi verður vart ónauðsyn- legra endurtekninga né málskrúðs. Á eftir Jónasi tekur Björn Th. Björnsson við og ritar um íslenzka myndlist á landnáms- og þjóðveldisöld. Höfundur fjallar urri efnið af nærgætni og mikilli þekkingu. Þeir eru margir, sem vaða í þeirri villu að halda að Sigurður málari hafi verið fyrsti íslenzki myndlístarmaðurinn og fornmenn hafi enga aðra list þekkt en list orðsins og hernaðar- ins. Sennilega stafar þetta að nokkru af því, að í sögukennslu- bókum hefur íslenzkri list fyrri alda verið harla lítill gaumur gef- inn. Björn Th. Björnsson sýnir fram á hið gagnstæða og er öll ritgerð hans hin ágætasta. Á eftir þætti Björns kemur ör- stutt grein eftir Hallgrím Helga- son, sem ber heitið „Tónmennta- saga“. Þar ræðir höfundur nokk- uð um tvö forn islenzk lög og greinir þau niður, en spjallar ann- ars á sundurlausan hátt um goða- fræði. Litið mun vitað um íslenzka tónmennt á fyrstu öldum Islands- byggðar, en sitthvaó meira hefði þó mátt segja, viðfangsefninu að skaðlausu. Og nú hljótum við að spyrja: Hvernig tónlist var við- höfð i kirkjum til forna? Hvernig fluttu menn eóa kváða man- söngva þá er Jón biskup helgi bannaði? Hvað um rímur? Og hvað um Þorlákstíðir? Er ekki allt þetta einmitt tónmenntasaga? Siðasta ritgerð bókarinnar er eftir Árna Björnsson og fjallar um almenna þjóðhætti. Um þá ritgerð nægir að segja, að hún er afar fróðleg og skemmtileg. Allar þrjár síðasttöldu rit- gerðirnar fjalla um efni, sem ekki hefur verið mikill gaumur gefinn í íslenzkri söguritun til þessa og er því tvímælalaust mikill fengur að þeim. Vonandi verður þetta fordæmi til þess að listasaga og þjóðhættir fái meira rúm í sögu- kennslubókum framtíðarinnar en hingað til hefur tíðkast. í bókarlok fylgir svo lögsögu- manna- og biskupatal. Nú hafa komið út tvö bindi af hinni nýju Islandssögu og er þá ekki úr vegi að hyggja að þvi, hvernig til hefur tekizt. Báðar er bækurnar allstórar um sig og í þeim er mikill fróðleikur saman- kominn. i grein hér i blaðinu um fyrsta bindi var þess getið, að þar væri litið um nýjar fræðikenn- ingar. Hið sama gildir um annað bindi. I þessu viðfangi ber þó þess að gæta, að rit þessi munu ekki hafa verið hugsuð sem fræðirit í strangasta skilningi. Hér er um að Nú i vikunni vakti það athygli vegfarenda, að reist var plasttjald á mótum Austur- strætis og Lækjargötu. Við tókum Gest Ólafsson skipulagsfræðing, sem þarna var að verki, taii og spurðum hvað væri um að vera. 1 ljós kom að þarna var verið að at- huga hvar bezt mætti koma fyrir gamla söluturninum, sem lengst af var við Arnarhól. Turninn var upphaflega á Lækjartorgi, og eins og fram ræða samantekt á þvi sem við vitum sannast og réttast um sögu íslands á þvi herrans ári 1974. Þetta sjónarmið á fullan rétt á sér, og sem slíkar eru bækurnar ágætar. Frágangur beggja bind- anna er góður og þær eru skemmtilega upp settar. Ýmsir hafa fundið að þvi formi, sem viðhaft er í bókunum, að frásögn- inni er allri skipt upp í ritgerðir. Erfitt er þó að benda á mikið betra form. Einn maður hefði aldrei getað skrifað þetta allt og hefðu margir farið að semja hvern kafla er hætt við því að ýmislegt hefði farið í handaskol- um. Ber því að þakka þeim sem að útgáfunni standa fyrir ágætlega unnið verk. kom í fréttum i fyrravor lagði Elin Pálmadóttir borgarfulltrúi til, að turninn yrði fluttur ofan úr Árbæ, þar sem hann hefur verið undanfarin ár, og settur niður á Lækjartorgi eða í göngugötunni Austurstræti. Éins og sjá má tæki turninn æði mikið rúm yrði hann settur nið- ur þar sem tjaldið er á mynd- inni, en þvermál turnsins er 3 metrar. Enn hefur ekki verið afráðið hvar turninn verður, en nokkrir staðir koma til greina.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.