Morgunblaðið - 22.05.1975, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. MAl 1975 \ 7
Heliri Hálfdanarson;
Paradís þjófanna
hald á, því lagt var lögbann við
í
FYRIR fáum árum kom út
skáldsagan Þjófur í Paradfs
eftir Indriöa G. Þorsteinsson.
Þar er gripið á örlögum fátæks
kotbónda, sem komst i kast við
eignarréttinn og það vald, sem
sett er til að gæta hans. Saga
þessi er logandi vel skrifuð,
eins og Indriða var von og visa,
myndirnar einfaldar og skýrar,
frásögnin hröð og markvís. Að
vísu finnst mér höfundur gera
sér öþarflega hægt um vik,
þegar kemur að kjarna málsins,
því sem stundum er kallað
auðna, og fyrir bragðið verður
sagan með nokkrum reyfara-
blæ.
Hit't er þó megin-ávirðing
þessarar sögu, að þar er fjallað
af opinskáu hispursleysi um til-
tekið dómsmál, sem upp kom í
Skagafirði fyrir nokkrum
árum, þar sem vel þekktur
sveitungi okkar reyndist valdur
að sauðahvarfi. Að sjálfsögðu
verður ekkert að því fundið, að
persónur í skáldsögu eigi sér
raunsannar fyrirmyndir, lifs
eða liðnar, þegár fram er farið
með allri gát. Svo er um flestar
persónur góðra skáldverka með
einhverjum hætti. Jafnvel
verða breytt nöfn og atvik
óþörf, þegar tíminn hefur
fengið ráðrúm til að skipa svo
málum, að vandamenn sögu-
persónanna verði þjóðin ,011.
Þar gegnir vitaskuld öðru máli,
þegar fjallað er um samtima-
menn. En svo berorð er saga
Indriða af máli Tómasar í
Elvogum, að dulnefni reynast
einungis til málamynda.
Eins og að líkum lætur, varð
saga þessi mörgum til hneyksl-
unar, þegar hún birtist. Tómas
var þá látinn, en kona hans og
börn eru á lifi, og má nærri
geta, hvernig rit þetta hefur
komið við sár þeirra. Þó kusu
þau fremur að láta kyrrt liggja
en að kvarta og vekja með því
aukna athygli á vanda sínum.
En nú gerist það fyrir
skemmstu, að ríkisútvarpið
velur sögu þessa til flutnings,
og verður höfundur sjálfur til
þess að hefja lesturinn. Eins og
kunnugt er, varð þar ekki fram-
frekari flutningi að kröfu
þeirra, sem töldu nærri sér
höggvið. Þótt svo eigi að heita,
að breytt sé að nokkru nöfnum
í sögunni, má það kallast furðu
napurt andsvar höfundar að
signa sig frammi fyrir alþjóð og
segja sér ekki koma við, þó ein-
hver þykist sjá likingu ein-
hvers, því hann hafi samið
skáldsögu!
Auðvitað er skáldsagnahöf-
undi í lófa lagið að haga svo
gangi mála, að engan geti sært
að þarflausu. 1 persónum góðs
höfundar má einatt þekkja ótal
menn og þó engan sérstakan
öðrum fremur. Þess vegna
furðar mig stórum, hvernig svo
ágætur höfundur sem I. G. Þ.
heldur á þessu viðkvæma máli.
Honum nægir ekki að fylgja
gangi þess svo náið, að engum
getur dulizt, hvar borið er
niður. Jafnvel tilbúin nöfn sög-
unnar þurfa einnig með nokkr-
um hætti að þjóna sannleikan-
um. Bæjarnafnið I Elvogum er
sérkennilegt og ekki víða til.
Það hefði varla spillt skáldlegu
gildi verksins, þótt þar hefði i
staðinn komið nafn svo ólikt, að
ekki gæti á það minnt. Því
verður manni spurn: Hvers
vegna velur höfundur sögu-
hetju sinni bæjarnafnið í Sval-
vogum? Og enn má spyrja:
Hvers végna þurfa nágrannar
Svalvogabónda endilega að búa
á Svarðbæli, Dunki og
Hámundarstöðum, þegar bæir i
grennd við Elvoga heita á
Marbæli, Dúki og Geirmundar-
stöðum? Mikill örlagavaldur
Svalvogabónda er í sögunni
nefndur Skila-Mangi, sökum
þess hve minnugur og glöggur
hann er á fjármörk. Hann er
furðu nákvæm eftirmynd al-
þekkts manns, sem mjög kom
við sögu Tómasar í Elvogum, og
var nefndur Marka-Leifi, því
bændur höfðu hann fyrir lif-
andi markaskrá i fjallskilum.
Ekki munu margar verzlanir á
landinu bera heitið Bræðrabúð.
En á Sauðárkróki var til
skamms tima vel þekkt verzlun
með því nafni. Og hvers vegna
þurfti Svalvogabóndinn endi-
lega að verzla einmitt í
Bræðrabúð, þegar hann fór i
kaupstað? Var nauðsynlegt að
taka af skarið, að hann byggi i
grennd við Sauðárkrók? Margt
fleira mætti nefna af þessu
tagi. Og þá fer sú spurning að
gerast áleitin, hvers vegna höf-
undi sé svo umhugað að benda
án tvímæia á Tómas i Elvogum.
Hvað getur honum gengið til?
Varla er það af listrænni nauð-
syn!
Þess hefur verið getið í skrif-
um um þetta mál, að fyrir
nokkrum áratugum henti það
annan mann úr Skagafirði að
setja saman ævisögu sína, sem
einnig olli nokkrum leiðindum,
því ekki þótti kunnugum allt
við hæfi i því riti. Ég man, að
þar gat að líta bæði skens og
fáránlegan tilbúning um látna
menn á Sauðárkróki, fyrrver-
andi nábúa höfundar, gamla
vini mína frá barnæsku. Ein-
hverjir-fóru i mál við karlang-
ann, en aðrir létu sér nægja aó
brosa að þessu og hrista höf-
uðið. Þarna munaði því, að eng-
um nöfnum var haggað, en dug-
lega skáldað, þegar þurfa þótti.
Hins vegar hafði þessi maður
þá afsökun, sem Indríði G.
Þorsteinsson hefur ekki, að
hann þurfti að hefna sin á
mönnum, sem höfðu strítt
honum sárlega á þvi sem þeir
töldu ljóð á hans ráði.
Sökum þess hve eindregið
bók Indriða bendir á tiltekna
menn, en ristir hins vegar
grunnt i viðfangsefnió, ber hún
það ekki með sér, hvort hún á
að vera tilraun til að ná skáld-
legum tökum á þjóðfélagsleg-
um og sálrænum vanda, eða
hún er rituð með hugarfari
Skila-Manga, sem í sögunni „rís
á fætur við fjárhúsvegginn,
þegar hann hefur heyrt sýslu-
mann segja frá játningu gæzlu-
fangans, og hugsar sér til hreyf-
ings á næstu bæi til að segja
fréttir."
Um flutningsbannið á sögu
þessari hefur ýmislegt verið
rætt og ritað að undanförnu, og
ekki allt sem snotrast. Gengið
hefur maður undir manns hönd
að verja ritverkið og flutning
þess i útvarp; er þá gert hróp að
vandamönnum Tómasar Jóns-
sonar fyrir að láta sér loks vera
nóg boðið. Menn hafa dillað sér
yfir því, að bannið verði til þess
eins að vekja á sögunni meiri
athygli en ella, og jöfnum hönd-
um átalið það langlundargeð að
þegja við bókinni, þegar hún
kom út. Þetta er furðu ósvífin
storkun. Sá sem felldur er í
fjötra, hefur hægt um sig, ef
hann veit, að hver stuna kallar
á svipuhögg; en þegar hann er
samt brenndur glójárnum,
kann að vera að hann kveinki
sér þrátt fyrir allt.
Endursögn I. G. Þ. á harm-
sögu Tómasar Jónssonar hefur
verið „afsökuð" með þvi, að
hún sé rakin með „sarnúð"
þegar á allt sé litið, maðurinn
sé jafnvel sagður barngóður og
hjálpsamur. Það verð ég þó að
segja, að ekki fæ ég glýju af
samúð þessarar bókar; og það
hefði ekki vantað annað á en að
þar væru burtu máðir þeir
drættir i mynd söguhetjunnar,
sem hvað helzt verða minnis-
stæðir þeim er til þekktu.
Ég hygg, að Tómas Jónsson
hafi borið hvorki meiri né
minni virðingu fyrir eignarrétti
en gengur og gerist í þeirri
þjófa-Paradís, sem kölluð er
íslenzkt þjóðfélag. Hann mun
aldrei hafa neitt af neinum
haft, sem honum var verr sett-
ur, hafi einhver verið það. Hitt
er alkunna, að á Islandi stela
háttvirtir skattborgarar árlega
stórfé af ailri þjóðinni og mest
frá þeim sem snauðastir eru.
Hvað hafa margir þeirra verið
dæmdir í tugthús? Hafi þessi
maður eignað sér meira af gjöf-
um sinnar fósturjaróar en með
réttu kom í hans hlut, þá var
honum ótæplega fyrir það
refsað af þeirri réttvísi, sem
hundeltir, fangelsar og svívirð-
ir snauðan smáhnuplara, en
verndar og heiðrar fríða fylk-
ingu af virðulegum fjárkúgur-
um og milljónaþjófum. Hefðu
forlögin álpazt til að búa Tóm-
asi Jónssyni mannsæmandi
kjör frá fæðingu, þá væri
honum við brugðið fyrir góð-
vild og hjartahlýju. Það veit ég,
þvi ég þekkti manninn.
Það vantar svosem ekki, að
komið hafi á daginn, hversu
háskalegt er að bera hönd fyrir
höfuð sér i máli sem þessu.
Glósur og skætingur ganga
fjöllunum hærra. Sjálfur hefur
höfundur svarað banninu opin-
berlega með þeirri kuldalegu
fyndni, að næst verði sett lög-
bann á andrúmsloftið! Ut yfir
tekur þó, þegar samtök rithöf-
unda þjóta upp og fordæma
bannið i nafni ritfrelsis. Já,
frelsisástin hefur löngum
hreiðrað um sig í hjörtum
skáldanna, og aldrei fór það
svo, að hún drattaðist ekki á
flug. Nú skal ekki að öðru
hokra en óskoruðu frelsi til að
móðga og kvelja náunga sinn i
nafni listarinnar og sannleik-
ans.
Vist er það hastarlegt, að upp
geti komið mál sem þetta, að
þurfa skuli lögfest bönn til að
vernda viðkvæmustu svið
mannhelginnar, þar sem
almennt velsæmi ætti að vera
nægileg vörn. Ætli það væri
ekki snyrtilegra verkefni fyrir
samtök rithöfunda að rækta
slikt almenningsálit en að berj-
ast með gorgeir og ólátum fyrir
öðru eins hneyksli og útvarps-
flutningi Þjófs í Paradís.
Að endingu: Þó að mér þyki
sagan Þjófur i Paradis um
marga hluti vel skrifuð, er hún
í mínum augum sorglegt áfall
fyrir svo góóan höfund sem
Indriða G. Þorsteinsson. Þar
hefur honum þvi miöur orðið
fótaskortur á vegi háttvisinnar,
og sagan fyrir bragðið gloprazt
niður i fen kjaftasagna, i bland
við allt það frumstæða raus,
sem á Islandi er talið til bók-
mennta. Og hafi það öðru frem-
ur fyrir honum vakað að fjalla í
alvöru um þjóf, þá stóðu honum
vissulega til boða mikilvægari
fyrirmyndir i Paradís þjófanna
en Tómas vinur minn í Elvog-
um.
Or. St efán Aðalstein á A 1 sson:
m. íöiva ILU LLct J LÖlcUIU
Þessa dagana dynja á okkur
miskunnarlausar tölur veru-
leikans.
Verðbóla síðastliðins árs var
rúm 50%, gjaldþol þjóðarbús-
ins út á við er á þrotum, og
efnahagssjálfstæði landsins er í
hættu.
Það hlýtur því að vekja ugg
og furðu, þegar því er haldið að
þjóðinni, að því er virðist í
fullri alvöru, að gengið skuli
milli bols og höfuðs á einum
atvinnuvegi þjóðarinnar,
landbúnaðinum.
Áður hafa heyrst svipaðar
raddir, en þær hafa venjulega
hljóðnað tiltölulega fljótt, þeg-
ar málin hafa verið rædd með
rökum.
En nú bregður svo við, að rök
virðast ekki duga til.
Eitt dagbiaðanna i Reykjavik,
„Visir“, hefur hvað eftir annað
farið hamförum gegn land-
búnaðinum upp á síðkastið.
Þessi skrif hófúst á s.l. ári og
var þá svarað með mörgum rök-
um, sem færó voru fram fyrir
tilverurétti landbúnaðarins og
nauðsyn hans sem matvæla-
framleiðanda fyrir þjóðina og
atvinnugjafa fyrir þéttbýlis-
fólk.
Efnahagsþróunin undan-
farna mánuði undirstrikar enn
betur en áður gildi þess að búa
að sínu í framleiðslu land-
búnaðarmatvæla og þurfa ekki
að auka enn á úlfakreppu okk-
ar í gjaldeyrismálum með því
að vera háð innflutningi á bú-
vörum.
En þessi rök bíta ekki á rit-
stjóra „Vísis“.
1 þessum samanburði eru
niðurgreiðslur á búvörum tald-
ar styrkur til bænda.
Fyrir þvi hafa margsinnis
verið færð glögg rök, að niður-
greiðslur á búvörum eru
hagstjórnartæki, sem beitt hef-
Stefán Aðalsteinsson
1. grein
Sextánföld
byrði Vísisritstjórans
Fyrstu dagana i maí en enn
hert sóknin gegn landbúnaðin-
um, og þar virðist einskis svif-
ist til að ófrægja atvinnuveg-
inn. Erfitt er að sjá, hvaða til-
gangi slíkt þjónar, og verður
það látið liggja milli hluta.
En röksemdafærslu ritstjór-
ans er ekki hægt að láta liggja
milli hluta.
Hér verða tilfærð nokkur
dæmi úr ritstjórnargrein
„Vísis“ föstudaginn 9. maí s.l.,
sem heitir „Sextánföld byrði“:
„Skattbyrðin af völdum land-
búnaðar er þvi ekki aðeins fjór-
um sinnum hærri en í Bret-
landi, heldur sextán sinnum
hærri.“
ur verið óspart í sambandi við
kjaramál. Er þar skemmst að
minnast aukninganna á niður-
greiðslum vorið 1974. Þær voru
liður í efnahagsráðstöfunum og
komu til mótvægis við bindingu
kaupgjalds. Og til munu vera
dæmi um það, að búvöruniður-
greiðslur hafa verið auknar,
þegar verðhækkanir hafa orðið
á fiski, til þess að framfærslu-
vísitalan hækkaði ekki. Niður-
greiðslurnar eru samt styrkur
til bænda, segir ritstjóri
„Vísis".
Þá segir ennfremur i um-
ræddri ritstjörnargrein:
„Benda sumir talsmenn auk-
ins landbúnaðar á gjaldeyris-
öflun greinarinnar og gjald-
eyrissparnað. Fyrra atriðið er
algrangt, því að gjaldeyrisöflun
og notkun landbúnaðarins
stendur í járnum.“
Þetta hefði ritstjórinn getað
orðað á þann veg, að 80—90%
af búvöruframleiðsiunni fara
til sölu og neyslu á innlendum
markaði. Þau 10—20%, sem út
eru flutt ásamt iðnvarningi úr
ull og gærum, afla nægilega
mikils gjaldeyris til að standa
undir allri gjaldeyrisnotkun-
inni við framleiðslu þeirrar
búvöru, sem neytt er i landinu
sjálfu.
Atvinnugreinin aflar þvi
sjálf alls gjaldeyris til eigin
nota og sparar þjóðarbúinu þar
að auki öll gjaldeyrisútgjöld til
búvörukaupa. Það má telja all-
nokkuð, þegar gjaldeyrisskort-
ur er eitt af aðalvandamálum
þjóðarbúsins. En það dugir
greinilega ritstjóra „Visis"
skammt.
Af sama toga er tilvitnunin
hér aó framan er eftirfarandi
setning i sama leiðara:
„Staðreyndin er nefnilegasú,
að okkar landbúnaður tekur
meira matarígildi frá útlöndum
í formi áburðar og fóðurbætis
heldur en hann skilar til baka í
niðurgreiddum matvælaút-
flutningi.“
Þetta orðalag á að færa
mönnum heim sanninn um það,
að illa sé varið fjármunum, sem
fara til innflutnings á áburði og
kjarnfóðri, því að útfluttu land-
búnaðarmatvælin vegi ekki
upp á móti þessum innflutningi
i matarigildi.
Ritstjórinn lætur bara hjá
líða að geta þess, að þessi inn-
flutti áburður og fóðurbætir,
sem hann talar um, fer lika í
það að framleiða allar þær bú-
vörur, sem Islendingar þurfa á
borð sin.
Það er tæplega von, að dæmið
gangi upp, þegar þeim lið er
sleppt.
Þegar ritstjórinn ræðir um
matvælaöryggi þjóðarinnar, er
málflutningurinn þannig:
„Landbúnaðartækin mundu
fljótlega stöðvast, þegar flutn-
ingar til landsins stöðvast.
Matarforðabúr þjóðarinnar eru
hins vegar hinar
vatnsaflsknúnu frystigeymslur
fiskverkunarstöðvanna. Þannig
Framhald á bls. 21