Morgunblaðið - 22.05.1975, Page 18

Morgunblaðið - 22.05.1975, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. MAl 1975 Viðbótarritlaun: Endurskoðun á störfum út- hlutunarnefndar ekki sinnt „Á þingsíðu Morgunblaðsins, ekki alls fyrir löngu, var gerð grein fyrir frumvarpi um Launa- sjóð rithöfunda, sem var athyglis- verð nýjung í lögum. Hins vegar hefur dregist að gera grein fyrir fyrirspurn Sigurlaugar Bjarna- dóttur (S) til menntamálaráð- herra um endurskoðun á störfum úthlutunarnefndar á viðhótarrit- launum 1973 og 1974. Fyrirspurn- in var svohljóðandi: 1. Hver hafa orðiö viðbrögö menntamálaráðherra við áskorun sextán rithöfunda til Alþingis og ráðherrans 10. mars s. 1. um endurskoðun á störfum úthlut- unarnefndar viðhótarritlauna 1973 og 1974, og hvers má vænta af hálfu ráðherra sem andsvars við beiðni sextánmenninganna um Ieiðréttingu mála sinna? 2. Hvaða leið er fær til leiðrétt- ingar? 3. Dugir ákvæði í væntanlegri reglugerð um úthlutun fjárins, t. d. að úthlutunin i ár megi ná til verka útgefinna 1970—1974, eða þarf til að koma breyting á fjár- lögum? I greinargerð með fyrirspurn- inni visaði Sigurlaugtil erindis 16 rithöfunda til Alþingis, þar sem farið er fram á slíka endurskoðun á störfum nefndarinnar og það fullyrt, „að framkvæmd á út- hlutun viðbótarritlauna nefnd ár hafi orðið með öðrum hætti en löggjafinn ætlaðist til með fjár- veitingunni." Sigurlaug sagði: „Ég ætla mér ekki hér að leggja neinn döm á réttlæti eða ranglæti, sem viðhaft hafi verið í úthlutun umræddra viðbótarritlauna. . . .“ — „Hitt finnst mér augljóst, að þegar svo stór hópur þekktra og velvirtra listamanna leitar áheyrnar hæst- virts Alþingis um leiðréttingu á ranglæti, sem þeir telja sig beitta, þá er það þingmönnum litt sæm- andi, að láta ábendingar þeirra sem vind um eyru þjóta.“ — „Ég vil leggja á það áherzlu, að þessi viðbótarritlaun eru í eðli sínu hvorki verðlaun né viðurkenning, hliðstæð hinum almennu lista- mannalaunum, heldur einfald- iega lögboðin eign þeirra höf- unda, sem samkvæmt ákvörðun Alþingis áttu rétt á að fá endur- greiddan söluskatt af bókum, sem seldar voru á ákveðnu tímabili." SVAR MENNTAMALARAÐ- HERRA „1. Ráðuneytið hefir ekki ákveðið að láta fara fram endur- mat á þessari tilgreindu úthlutun. Hins vegar hefir ráðuneytið skipað nefnd til að gera ,,úttekt“ á stöðu lista og lístafólks i þjóðfé- laginu. Mun sú nefnd ljúka störf- um innan eins árs. Hlutverk hennar er m.a. að leitast við að upplýsa hver er hlutur listanna og listafólksins í þjóðartekjunum, hver er hlutur einstakra list- greina og hvernig háttað hefir verið úthlutun þeirra styrkja, sem bundnir eru við ákveðnar persónur. Þessari nefnd er ekki ætlað að gera tillögur heldur kanna stöðuna. Menntamálaráðu- neytið mun síðan í samráði við listafólkið íhuga þær niðurstöður og gera tillögur til breytinga ef ástæða þykir til. 2. Að leita réttlætis almennt, að setja ljös ákvæði i reglugerð og veita almennt aðhald, þeim er starfa að úthlutun hverju sinni. 3. I gær voru afgreidd á Alþingi lög um launasjóð rithöfunda. Reglugerð hefir að sjálfsögðu ekki verið sett um framkvæmd þeirra og þarf að undirbúa hana vandlega. Treysti ég mér ekki á þessu stigi að tjá mig nánar um hugsanleg ákvæði tilvonandi reglugerðar." ÓANÆGÐ með svarið Sigurlaug þakkaði ráðherra svörin, sem og frumkvæði rikis- stjórnarinnar um setningu laga um Launasjóð rithöfunda, sem hún sagðist vona að hefðu í för með sér batnandi tíð fyrir is- lenzka rithöfunda og rítmennt i landinu. Hins vegar sagðist hún óánægð með það inntak svars ráð- herra, að málaleitan viðkomandi rithöfundayrði ekki betursinnt. Tveir stjórnarandstöðuþingmenn, sunnan og norðan, Garðar Sigurðsson og Stefán Jónsson, hvíla lúin bein í þinghléi. Fiskveiðar og fiskvinnsla: Nánara samstarf víð Færeyinga íliugunareíni ER SAMKOMULAG við Færey- inga um fiskveiðar hér við land var til umræðu og staðfestingar hjá Alþingi, vakti Eyjólfur Konráð Jónsson athygli á hug- mynd, sem hann vildi láta skoða vel, um frekara samstarf við Fær- eyinga um fiskveiði- og fisk- vinnslumál. Hann sagði m.a.: Nú í sumar hlýtur að því að koma, að á ný verði teknar ’upp viðræður milli landsstjórnar Fær- eyja og íslenzku rikisstj. um áframhaldandi fiskveiðiréttindi, og ég hygg, að þess vegna sé eðli- • legt, aö þessi till. komi fram, en hún er á þann veg, að við íslend- ingar göngum jafnvel ekki skem- ur en það í tilboðum okkar til Færeyinga um fiskveiðiréttindi i nánustu framtíð — og jafnvel um alla framtíð, að fiskveiðilögsaga þessara tveggja ríkja yrði ein og hin sama. Ég vil a.m.k. hreyfa þeirri hugmynd, að þetta mál fái skoðun. Ég legg á það mikla áherzlu, að samskipti milli þessara tveggja þjóða verði stór- um aukin. Hér var á Alþ. fyrir nokkrum árum samþ. einróma Menn t am álar áðherr a: Aðild Íslands að Háskóla Sameinuðu þjóðanna VILHJÁLMUR Hjálmarsson menntamálaráðherra svaraði skömmu fyrir þinglok fyrirspurn frá Sigurði Blöndal, þess efnis, hver myndi verða aðild tslands að háskóla Sameinuðu þjóðanna og hvaða háskóladeildir hér eða rannsóknastofnanir kæmu helzt til greina í slíku samstarfi. Svar ráðherra fer hér á eftir: „Samkvæmt stofnskrá Háskóla Sameinuðu þjóðanna er samþykkt var á 28. allsherjarþingi árið 1973 er skipulag hans þannig hugsað, að starfsemin fari fram við vís- inda- og kennslustofnanir víðs vegar um heim, tengdar háskólan- um með mismunandi hætti. Háskólanum er ætlað að sinna viðfangsefnum, er miklu varða örlög, þróun og veiferð mann- kyns, og er gert ráð fyrir, að starf- semi hans beinist ekki sist að vandamálum hinna svonefndu þróunarlanda. Skipulag, verksvið og starfshættir stofnunarinnar eru enn mjög í mótun, og sitt hvað óljóst um hvernig þeim málum verði háttað í framkvæmd. Fjár til starfseminnar er ráðgert að afla með frjálsum framlögum- aðildarríkja og annarra aðila. Háskólaráð, skipað 24 fulltrúum, hefur verið sett á laggirnar og rektor skipaður, en það er dr. James Hester, núverandi rektor New York-háskóla. Akveðið er, að höfuðstöðvar háskóla Sameinuðu þjóðanna verði í Tókíó í Japan, en að öðru leyti er óákveðið hvar starfsemi háskólans fari fram, þ.e. hvaða stofnanir verði við hann tengdar. Muni ýmis riki og stofnanir hafa lýst áhuga á slík- um tengslum, en af hálfu háskól- ans munu engar ákvarðanir um þau efni verða teknar fyrr en heildarstefna varðandi starfsemi hans hefur verið mótuð frekar. Varðandi fyrra lið fyrirspurnar- innar skal þetta tekið fram: Af íslenskri hálfu var snemma iýst fylgi við hugmyndina um háskóla Sameinuðu þjóðanna og látinn í ljós áhugi á könnun mögu-. leika á einhvers konar þátttöku íslands í starfsemi hans. Var í því sambandi einkum rætt um rann- sóknir varðandi auðlindir hafsins. Menntamálaráðuneytið taldi nauðsynlegt, að áður en tekin yrði ákvörðun varðandi aðild Islands að starfsemi háskólans færi fram skipuleg athugun málsins í ljósi fáanlegra upplýsinga um fyrir- hugaða uppbyggingu og fjár- mögnun stofnunarinnar. Hefur ráðuneytið gengist fyrir myndun samstarfsnefndar í þessu skyni með fulltrúum þeirra ráðuneyta og stofnana sem málið varða öðrum fremur. Tilnefndir hafa verið fulltrúar í slíka samstarfs- nefnd frá utanrikisráðuneytinu, sjávarútvegsráðuneytinu, Háskóla íslands, Rannsóknaráði ríkisins, Hafrannsóknastofnun- inni og Framkvæmdastofnun ríkisins, en nefndarstörf eru ekki hafin. Þess er hins vegar að geta, að fyrir frumkvæði fastanefndar Is- lands hjá Sameinuðu þjóðunum hefur verið rædd nokkuð hug- mynd um að stofnað yrði af íslenskri hálfu til frekari sam- vinnu við Sameinuðu þjóðirnar á sviði jarðhitafræða og þá hugsan- lega innan vébanda háskóla Sam- einuðu þjóðanna. I framhaldi af því var fulltrúi Islands í auðlinda- nefnd Sameinuðu þjóðanna aðal- flutningsmaður að tillögu, sem borin var fram á fundi nefndar- innar í Tókíó um siðustu mánaða- mót. Var þar bent á mikilvægi jarðhita sem orkugjafa og lagt til að því yrði beint til forráðamanna Háskóla Sameinuðu þjóðanna að kanna möguleika á að sú stofnun beitti sér fyrir rannsóknum og hagnýtri fræðslu á þessu sviði. Tillaga þessi var samþykkt í auð- lindanefndinni, en ákveðið að hún tæki auk jarðhita einnig til sólarorku. I öðrum lið fyrirspurnarinnar er spurt, við hvaða háskóladeildir eða rannsóknastofnanir islenskar samstarf geti helst komið til greina. Af' því sem sagt hefur verið á undan er ljóst, að athugun þess- ara mála er allt of skammt komið til að unnt sé að segja nokkuð ákveðið um þetta atriði. Likur benda þó til, aó eðlilegustu aðila um hugsanlegt samstarf við Háskóla Sameinuðu þjóðanna af íslenskri hálfu, sé að leita meðal vísindastofnana á sviði haf- og fiskifræði og jarðhitarannsókna. Þess skal að lokum getið, að í embættismannanefnd um norr- ænt menningarmálasamstarf þar sem sæti eiga fulltrúar mennta- málaráðuneytanna á Norður- löndunum, hefur verið um það rætt, að æskilegt væri að Norður- landaríkin hefðu samráð sín i milli varðandi hugsanleg framlög til háskóla Sameinuðu þjóðanna og í hverri mynd þau yrði látin í té. Var á þeim vettvangi nýlega skýrt frá því, að sænska ríkis- stjórnin hefði í fjárlagafrumvarpi lagt til, að Svíþjóð legði fram 1 milljón sænskra króna í stofnsjóð háskólans. Að öðru leyti er ekki kunnugt, að Norðurlandarikin hafi tekið ákvörðun varðandi þátttöku sina í starfsemi stofn- unarinnar eða 'framlög til hennar.“ till. um það, að Islendingar beittu sér fyrir auknum samskiptum þessara grannþjóða, en þar var aðeins um orðin ein að ræða. Við höfum ekkert gert raunhæft i því efni. Hins vegar hafa Færeyingar nú i undirbúningi siglingar milli landanna. Þeir vilja leitast við að auka samskiptin við okkur, en við höfum i litlu sem engu sýnt, að við viljum auka samskipti við þessa nánustu frændþjóó okkar. Það má vel vera, að einhverjir agnúar kunni að finnast á því að hafa sameiginleg fiskveiðiréttindi með Færeyjum. Mér hafði raunar dottið i hug, að við gætum hugsanlega einnig haft sameigin- lega fiskveiðilögsögu með Græn- lendingum, þegar tímar liðu, en ef þeir agnúar finnast, þá verða þeir skoðaðir. Ég held, að við eig- um ekki einungis að skoða þetta atriði, að Færeyingar megi veiða i okkar fiskveiðilandhelgi og við í þeirra, heldur jafnvel líka, að um sameiginleg löndunarréttindi yrði að ræða i þessum tveimur Iöndum. Við höfum tekið upp samvinnu við Færeyinga um sölu á þeirra afurðum eins og okkar fiskafurðum á Bandarikja- markaði, t.d., og hygg ég, að slík samvinna sé báðum þjóðunum til góðs. Tilgangur minn hingað í pontuna var að vekja athygli á þessari hugmynd. Ef einhverjir gagnrýna hana nú eða síðar, þá tek ég auðvitað tillit til þeirrar gagnrýni, en mér finnst, að hér á þessum stað þurfi þessi orð að verða sögð, áður en gengið verður til samninga við Færeyinga næst, og kannski líka með hliðsjón af því, aó það verði nokkuð ljóst, þegar 200 mjlurnar hafa verið samþ., að áherzla veróur á það lögð, að fiskstofnar verði fullnýtt- ir, hæfilega nýttir. Og fyrstu árin kann svo að fara, að við Islend- ingar getum ekki, eða það verði ekki talið, að við getum, að fullu einir nýtt öll fiskimið innan 200 mílnanna, og þá liggur auðvitað alveg beint við að mínu mati, að það verði Færeyingar fyrst og fremst, sem þar komi til skjal- anna og fái að hagnýta það, sem afgangs er. Að því er varðar deilu Færeyinga um fiskveiðitakmörk vegna Roekúls, þá eigum við Is- lendingar að sjálfsögðu að styðja þá í baráttunni gegn því, að Bretar geti helgað sér þann klett, ef hann yrói þá að grunnlínu, sem heldur er ekki ljóst. En viö eigum fulla samstöðu einnig í því efni, og ég veit, að þm. allir vilja sem bezt samskipti við Færeyinga og vona þess vegna, að það verði ekki tekið óstinnt upp, að ég hreyfi þessar hugmynd.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.