Morgunblaðið - 22.05.1975, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 22.05.1975, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 1975 23 Séra Jón Guðna- son — Minning Fæddur 12. júlí 1889. Dáinn 11. maí 1975. Séra Jón Guðnason, fyrrver- andi skjalavörður, varð bráð- kvaddur að heimilisínu, Glað- heimum 18 hér i borg, hinn 11. þessa mánaðar. Utför hans verður gerð frá Dómkirkjunni í dag. Séra Jón átti að baki langan og merkilegan starfsferil á mörgum sviðum mannlífsins. Hann var drengur góður, verkmaður mikill og viðmótsþýður. Skilur hann því eftir hjá samferðamönnum sínum ljúfar endurminningar. Séra Jón var kominn hátt á 86. aldursárið, er hann féll frá. Hann fæddirst á Öspaksstöðum i Hrúta- firði 12. júlí 1889, sonur bænda- hjónanna Guðna Einarssonar, bónda á Valdasteinsstöðum í Bæjarhreppi i Strandasýslu, Guðnasonar, og Guðrúnar Jóns- dóttur, bónda í Hvítuhlíð i Broddaneshreppi í Strandasýslu Jónssonar. Séra Jón var því fædd- ur á vestasta bæ i Húnavatns- sýslu, en átti þó skammt að rekja uppruna sinn til Strandasýslu, sem hann síðar tók svo miklu ást- fóstri við. Leið séra Jóns til æðri mennt- unar lá um Flensborgarskólann i Hafnarfirði eins og fjölmargra annarra ungra efnismanna, sem ólust upp við kröpp kjör á fyrstu áratugum þessarar aldar. Hann lauk svo stúdestsprófi i Reykjavík vorið 1912 og guðfræðiprófi við Háskóla Islands vorið 1915. Hinn 18. október sama ár gekk hann að eiga eftirlifandi eiginkonu sína, Guðlaugu Bjartmarsdóttur frá Neðri-Brunná í Saurbæ i Dala- sýslu, bónda þar Kristjánssonar. Dvaldist séra Jón hér syðra um veturinn og kenni m.a. við Flens- borgarskólann í Hafnarfirði. Hinn 1. júní 1916 vígðist hann til Staðarhólsþinga í Saurbæ. Gegndi hann þar prestsskap um tveggja ára skeið og bjó á Staðarhóli. Vorið 1918 varð hann svo prestur í Suðurdalaþingum með búsetu á Kvennabrekku. Eftir fráfall Bjarna Jónssonar frá Vogi sumar- ið 1926 var séra Jón kjörinn þing- maður Dalamanna, en sat aðeins eitt þing, veturinn 1927. Vorið 1928 varð hann prestur á Prests- bakka í Ilrútafirði og þjónaði því prestakalli um tveggja áratuga skeið. Jafnframt var hann skóla- stjóri á Reykjum i Hrútafirði 1930 — 1932 og kennari við sama skóla 1934 — 1948 að þeim tíma undan- teknum, er skólinn var hernum- inn á árunum 1940 — 1943. Á þessum árum gegndi hann auk þess ýmsum trúnaðarstörfum, var formaður sáttanefndar öll prests- skaparár sín og sýslunefndarmað- ur í Strandasýslu um fimmtán ára skeið. Hann átti sæti í stjórn- skipaðri kirkjumálanefnd 1929 — 1930. Árið 1948 verður svo örlagarík breyting á högum séra Jóns. Þá lætur hann af prestsskap og gerist skjalavörður við Þjóð- skjalasafn Islands. Gegndi hann því starfi fram á árið 1959, er hann varð sjötugur. En vinnudegi hans var þó ekki þar með lokið, eins og brátt verður vikið að. Á unga aldri hafði hugur séra Jóns hneigzt mjög að ættvisi og mannfræði. Hefur hann vafalaust fundið til þess á prestsskapar- árum sínum, að bagalegt var að vera búsettur víðs fjarri heimildargögnum, sem geyntd eru á söfnum í höfuðborginni. Vandi hann því mjög komur sínar i Þjóðskjalasafnið, þegar hann átti þess kost að dveljast í Reykja- vík um stundarsakir. Er enginn vafi á því, að fyrir séra Jóni hefur vakað, er hann gerðist skjalavörð- ur, að fá betri aðstöðu til fræði- iðkana og ritstarfa. Séra Jón hafði nokkuð sinnt ritstörfum áður ’en hann gerðist skjalavörður. Fyrir utan tímarits- greinar má þar einkum nefna út- gáfu á þjóðháttum og ævisögum Finns Jónssonar á Kjörseyri, Akureyri 1945, Strandamanna sögu Gisla Konráðssonar, Reykja- vík 1947. Eftir að séra Jón flyzt til Reykjavíkur, færist hann þó allur i aukana með ritstörfin. Hinu mikla og þarfa ritverki lslenzkum æviskrám, sem Páll E. Ólason tók saman, lauk með V. bindi 1952. Um það bil helmingur þess bindis er viðauki við fyrri bindin og verkið í heild, saminn af séra Jóni Guðnasyni. Er þar einkum að finna menn, sem létust á árabil- inu 1944 — 1950, en einnig ýmsa merkismenn, sem hefðu að réttu lagi átt að fá sess i fyrri bindun- um. Sjálfsævisögu séra Friðriks Eggerz, (Jr fylgsnum fyrri aldar. gaf séra Jón út á árunum 1950 og 1952. Eins og annars staðar í út- gáfum séra Jóns, er þar að finna mikilvægar mannfræðilegar upp- lýsingar, sem hann hefur aukið við neðanmáls til skýringar efn- inu eða sett i nafnaskrá. Sagna- þætti Fjallkonunnar og Sögur Fjallkonunnar gaf hann út á árunum 1953 og 1954. Arið 1953 gaf Þjóðskjalasafnið út skrá um prestsþjónustubækur og sóknar- mannatöl (Skrár Þjóðskjalasafns II). Hafði séra Jón tekið þá skrá saman og skrifað að henni fróð- legan formála um sögu slikra gagna hér á landi. Er sú skrá enn ómissandi við afgreiðslustörf á safninu. * Þá er komið að einu veigamesta riti sér Jóns, en það eru Stranda- menn, æviskrár 1703 — 1953, Reykjavik 1955. Er ritið hátt á sjöunda hundrað síður, myndum prýtt, og hefur einkum að geyma æviskrár bænda í Strandasýslu á nefndu tímabili, en einnig eru þar fjölmargar æviskrár Stranda- manna utan héraðs, bæði hér á landi og Vesturheimi. Hefur formið á þessu riti séra Jóns orðið fyrirmynd allmargra rita, sem síðan hafa komið út. Síðustu skjalavarðarár séra Jóns varð nokkurt hlé á útgáfum frá hans hendi, en þá vann hann af kappi að útgáfu á ritverkinu Dala- menn. Komu tvö fyrstu bindi þess verks út á árinu 1961, en hið þriðja 1966. Er rit þetta með svip- uðu fyrirkomulagi og Stranda- menn, en allt stærra i sniðum. Verður ekki annað sagt en séra Jóni hafi farizt drengilega við þau byggðarlög, þar sem gegndi prestsskap, þegar hann var í blóma lífsins. Er það trúa min, að ritin Strandamenn og Dalamenn eigi um langan aldur eftir að skipa veglegan sess meðal is- lenzkra mannfræðirita. A árunum 1962 — 1967 sá séra Jón 'um útgáfu á sex binda nýjum flokki af safnritinu Merkum Is- lendingum. Allmörg hin siðustu ár, meðan heilsa og kraftar Ieyfðu, vann séra Jón að samningu tveggja við- bótarbinda við islenzkar ævi- skrár, en sjóndepra, sem á hann sótti og magnaðist hin siðustu ár, kom i veg fyrir, að hann gæti leitt það verk til lykta. Vera má, að hér séu vantalin einhver ritverka séra Jóns, en væntanlega sýnir yfirlitið þó, hví- líkur elju- og afkastamaður hann var, þar sem öll þéssi verk eru unnin ýmist samfara embættis- önnum eða eftir að hann komst á áttræðisaldur, þegar búast hefði mátt við skertu vinnuþreki. En starfsgleði séra Jóns var honum orkulind, sem entist honum alla stund, meðan verkljóst var. Séra Jón kunni lika vel að meta þá menn, sem ótrauðir voru við rit- störfin. Hann hafði mikið dálæti á Páli Eggert Ölasyni og minntist hans virðulega með ævisögu hans i Andvara 1950. Persónuleg kynni min af séra Jóni Guðnasyni hófust fljótlega upp úr 1950, er ég fór að venja komur mínar á Þjóðskjalasafn, sérstaklega eftir að við Arni Böðvarsson fórum að vinna við nýja útgáfu á Þjóðsögum Jóns Árnasonar. Þó að sú vinna færi að mestu fram á Landsbókasafninu, þar sem þjóðsagnahandritin eru geymd, átti ég þó mörg sporin yfir á Þjóðskjalasafn, fyrst til að glöggva mig á rithöndum skrá- setjenda sagnanna, en siðar, eftir að vinna hófst við nafnaskrá verksins, til að leita uppi fólk i prestsþjónustubókum og manntölum. Veróur mér alltaf í niinni, hversu vel séra Jón vékst við marg- vislegu kvabbi mínu á þeim árum. Líklega hafa kynni mín af honum átt sinn þátt í þvi, að ég fékk áhuga á skjaia- vörzlu. Fór svo, að við urðum sam- starfsmenn á Þjóðskjalasafninu einn vetúr, og síðan hafði ég þann heiður að setjast í hans sess, er hann lét af skjalavarðarstarfi vorið 1959. Varð mér samstarfið við séra Jón allt hið ánægjuleg- asta. Séra Jón var fríður maður sýn- um, kvikur i hreyfingum, myndarlegur á velli og höfðing- Iegur í fasi, skýr í hugsun og framsetningu. Hann var manna hressilegastur i bragði, skemmt- inn og gamansamur, og hafði á hraðbergi einkennileg tilsvör manna, hnyttinyrði, vísur og smá- sögur, sem krydduðu hversdags- leikann og brugðu leiftri yfir menn og málefni. Hann var þrek- menni og gat verið fastur fyrir, en gekk að hverju verki glaður og reifur. Hann naut því í senn virð- ingar og vinsælda þeirra fjöl- mörgu, sem umgengust hann eða áttu við hann erindi. Ritverk hans munu vissulega varðveita nafn hans frá gleymsku, en meira er þó verð vitneskjan um hjartahlýjan drengskaparmann, sem að baki þeim bjó. Séra Jón og frú Guðlaug eignuðust sjö börn, sem á legg komust. Þau eru: Guðrún, rithöfundur og kennari, gift Guðmundi Einárs syni kennara, Reykjavik. Ingólfur, rithöfundur og kennari, Reykjavik, kvæntur Margrétu Guðmundsdóttur. Torfi, kennari og lögreglu- þjónn, Reykjavík, kvæntur Ragn- hildi Magnúsdóttur kennara. Eiríkur, lektor við Kennarahá- skólann, kvæntur Guðbjrögu Kristjánsdóttur kennara. Leifur, lögregluþjónn i Reykja- vík, dáinn 1970, kvæntur Ingi- björgu Eyþórsdóttur. Soffia, dáin 1973, gift Jóhanni Hallvarðssyni simvirkja í Reykja- vik. Anna, gift Sveinbirni Markús- syni kennara i Reykjavík. Fyrir hönd Þjóðskjalasafns íslands þakka ég séra Jóni Guðna- syni vel unnin störf i þágu safns- ins og þjóðlegra mennta. Eftir- lifandi konu hans, börnum, barnabörnum og öðrum vanda- mönnum votta ég dýpstu samúð mína. Megi séra Jóni í öðru ljósi hlotnast umbun þeirra mörgu verka, sem hann vann veröld Drottins til þarfa. Bjarni Vilhjálmsson. Hinn 11. þ.m. lést að heimili sínu, Glaðheimum 18 hér í borg, Jón Guðnason, fyrrum prestur og ættfræðingur. Þessa löngu þjóð- kunna merkismanns vil ég af hálfu Félags fyrrverandi söknar- presta minnast með nokkrunt orð- um. Séra Jón var fæddur að Öspaks- stöðum I V-Húnavatnssýslu 12. júlí 1889. Átti hann þvi tæp 86 ár að baki að leiðarlokum. Að loknu embættisprófi i guófræði árið 1915 gekk hann i þjónustu is- lensku þjóðkirkjunnar. Stundaði hann prestþjónustustörf í Staðar- hólsprestakalli, Suður-Dala- þingum ,og Prestbakka i Hrúta- firði árin 1916—1948. Þá gerð- ist hann skjalavörður við" Þjóðskjalasafn Islands og hafði það starf á hendi árin 1948—1959. Jafnframt vann hann að hinum miklu öndvegisritum um Dala- menn og Strandamenn, sem lengi munu geyma nafn hans á spjöld- um sögunnar. Og eftir að hann hætti opinberri þjónustu fyrir aldurs sakir hélt hann áfram að sinna fræðistörfum, meðan höndin var heil og sjónin óbrost- in. Það var ekki fyrr en á siðustu starfsárum séra Jóns, að leiðir okkar lágu saman við Þjóðskjala- safn Islands. Sem prestar höfðum við um áratugi starfað sinn i hvorum iandsfjórðungi og lítið haft hvor af öðrum að segja. Ég mun því ekki rifja nánar upp prestþjónustu hans eða fræðistörf i þessari stuttu grein. Það munu aðrir kunnugri og mér færari gjöra. En árið 1948 gengum vió báðir í Félag fyrrverandi sóknar- presta I Reykjavik. Frá þeim tíma þróuðust með okkur þau vel- vildar- og virðingartengsl, sem entust fram á síðustu stund. Séra Jón varð strax mikilhæfur og mikilvirkur þátttakandi í fyrr- nefndum félagsskap okkar eldri prestanna. Þar sátum við saraan í stjórn urn hart nær 20 ára skeið. Og þar vann hann af þeirri frá- bæru árvekni og samviskusemi, sem einkenndi öll störf hans fyrr og síóar. Á fundum félagsins var hann jafnan hinn létti og glaði þátttakandi, hvetjandi til um- ræóu og athafna. Hann átti sinn ríka þátt i þvi, að i félagi okkar hefir aldrei orðið fundarfall þau 35 ár, sem þaö hefir starfað. Sem formaöur þess árin 1956—1969 mátti segja, að hann bæri þau uppi á einn og annan hátt. Aldrei var sæti hans autt á fundarstaö, Framhald á bls. 20 — Bókaþing Framhald af bls. 13 1974. En gerum ráð fyrir að meðaltalið sé kr. 950.000 sem án efa er frekar lágt reiknað. Þá hefur beinn útgáfukostnaður 300 nýrra bóka numið kr. 285 millj. eða nánast sömu upphæð og kom í hlut útgefenda fyrir seldar nýjar bækur. Mismunurinn er kr. 5 millj. útgefendum í hag. Til við- bótar fengu útgefendur um 75 millj. kr. fyrir eldri bækur. Ger- um ráð fyrir, að allur útgáfu- kostnaður af þeim hafi þegar verið greiddur, sem er afskaplega ólíklegt. Þá hafa útgefendur feng- ið um 80 millj. kr. samtals til greiðslu höfundarlauna, auglýs- inga og alls rekstrarkostnaðar svo sem skrifstofulauna, húsaleigu, dreifingarkostnaðar, vaxta og i opinber gjöld. Aðeins höfundarlaun, þýðingar- kostnaður og prófarkalestur er ekki minni en um 130 þús. að meðaltali á bók, og mun höfund- um ekki þykja það há upphæð sem vonlegt er, en samtals er hún um 40 millj. kr. Auglýsingar- kostnaður ýmisskonar nemur að minnsta kosti 25 millj. og þá hef- ur íslenzk bókaútgáfa átt eftir til greiðslu á öllum rekstrarkostnaði ársins 1974 um 15 millj. kr. Það er því augljóst, aö bókaútgáfan s.l. ár var rekin með mjög miklu tapi. Eg reyni ekki að áætla það, en það nemur mörgum milljónatugum. Hluti af þessum halla er borinn uppi af ríkisfé i beinum styrkjum, ég nefni t.d. Menningarsjóð, með a.m.k. 3—4 millj. kr. Ymis félög hlutu um 5,6 millj. kr. styrk sam- kv. fjárlögum fyrir 1974. Þá á ríkisútgáfa námsbóka drjúgan hlut hér að máli, þótt hér sé að sjálfsögðu sleppt allri þeirri út- gáfu, sem látin er skólanemum í té án endurgjalds. Þá hafa sveitarfélög staðið að nokkurri út- gáfustarfsemi eða stutt hana t.d. hefur Reykjavikurborg stutt Sögufélagið með nokkurri fjár- hæð. En langmestur hluti þessa halla kemur fram i aukinni skuldasöfn- un hinna ýmsu útgefenda og eignarýrnun, sem erfitt mun úr aó bæta. Sjálfsagt hafa sumir útgefend- ur skilað nokkrum rekstrar- hagnaði á s.l. ári, en ég fullyrði, að þeir eru ekki margir og allra sízt eru i þeim hópi útgefendur, sem reyna eftir megni að gefa út annað en það sem kallað hefur verið afþreyingarefni. Sjálfstæó bókaútgáfa fær varla staðizt En þótt slíkar bækur skili ein- hverjum hagnaði getum við ekki horft á það aðgerðalaust, að sjálf- stæð útgáfustarfsemi sæki i það horf að gefa nær eingöngu út slík- ar bækur. Það væri alger uppgjöf og menningu þjóðarinnar og sjálf- stæói stefnt í alvarlegri hættu en menn gera sér almennt grein fyrir. Þótt afþreying og skemmt- un sé haldgóð undankomuleið frá streitu og áhyggjum og eigi því rétt á sér i hófi, er hún þó í raun flótti frá veruleikanum. „Hvíldu þig hvíld er góð“ sagði ókunni maðurinn við bóndann blóðlata i þjóðsögunni og bóndinn sló slöku við sláttinn og átti því aðeins einn heykumbalda i vetrarforða og kenndi ókunna manninum um. Síðar kom sami maður til bónda og sagði, „Latur, lítil hey" og þá þóttist bóndinn vita, að hann hafði farið að ráðum djöfulsins og einskis annars. Vonandi verður það aldrei hlut- skipti islenzkrar bókaútgáfu og íslenzkrar þjóðar að standa í spor- um bóndans með nokkrar afþrey- ingarbækur til menningarneyzlu og kenna síðan öðrum um. Eins og bóndinn á þjóðin aðeins við sjálfa sig að sakast, ef svo hörmuleea tekst til. Ég sagði áðan, að sam- kvæmt öllum venjulegum við- skiptalögmálum ætti sjálfstæð ís- lenzk bókaútgáfa varla að geta staðizt. Hún hefur þó gert það fram til þessa og var því það furðufyrirbæri, sem Sir Stanley Unwin gat ekki skýrt fyrir ensk- um starfsbræðrum sínum. En nú er sjálfstæð bókaútgáfa orðin svo aðþrengd i landi bókaþjóðarinn- ar, að fyrirsjáanlegt er, að nýjar islenzkar bókmenntir eru komnar á vonarvöl, fræðibókaútgáfa að hverfa úr sögunni nema á vegum ríkisins eða sveitarfélaga, góð er- lend skáldverk eða fræðirit á al- varlegu undanhaldi. Það eina, sem eftir stendur sem fjárhags- legur grundvöllur bókaútgáfunn- ar er skemmtibókaútgáfa, útgáfa á umdeildum æviminningum eða frásögn um dulræn fyrirbæri og nokkur hluti af kennslubókaút- gáfu landsmanna. Auk þess er enn nokkur möguleiki að gefa út í glæsiútgáfum nægjanlega þekkt sígild islenzk verk. Á þessari horrim hangir bókaútgáfan í dag, svo menningarleg sem hún er. Og þessi er vandi hennar og þjóðar- innar i heild. Frumástæðan er smæð málsam- félagsins og siminnkandi sala ís- lenzkra bóka, sem orskast urn- fram allt af þeint risastökkum, sem verðlag á bókum hefur tekið. Vandamálin sjaldnast skil- in Á fjórum árum hefur meðalsöluverð nýrra bóka þrefaldast eða úr um 600 kr. 1971 í um 1800 kr. 1974. Eg þori ekki að hugsa til verðlagsins i haust. Þó hafa bækur ekki hækkað meira en nemur almennu verð- lagi i landinu. En af þvi að eldri bækur hækka ekki í verði i sam- ræmi við vorðbólguna og verð- lagsyfirvöld hamla gegn slikri hækkun, þá stingur hátt verð nýrra bóka ávallt i augu kaup- enda og margir þeirra bióa með bókakaupinþar til verðbólgan hefur jafnað metin. Almenningur, og opinber yfir- völd hafa sjaldnast skilið vanda- mál íslenzkrar bókaútgífu. Nú fyrst á siðustu árum hafa rithöf- undar þó áttað sig á, að þeir og bókaútgefendur sitja í sama báti og vonandi bætast fleiri i hópinn. Það tók fjölda mörg ár að fá þvi framgengt að fella tolla niður af pappír og bókagerðarefni og enn et u í lögum háir tollar á innflutt- um bókum með islenzkum texla, en í áratugi hefur ríkt algert toll- frelsi á öllum bókum með erlend- um texta. Og i dag þarf bökaútgefandinn ekki einungis að borga toll af alis- lenzkri bók prentaðri og bundinni erlendis, sem hingað kornin myndi kosta meó tollum um þriój- ungi minna, en ef hún væri unnin hér heima, heldur á hann á hættu alvarlega andstöðu islenzkra bókagerðarmanna fyrir gjaldeyr- issóun og árás á islenzka bókagerð sbr. viðbrögðin við því, þegar til stóð að prenta sálmabókina er- lendis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.