Morgunblaðið - 22.05.1975, Side 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. MAl 1975
Þorsteinn Ólafsson tekur vftaspyrnu
ÍBK f leiknum f Keflavfk. Knötturinn
fór undir þverslánna f stöng og þaS-
an út.
Texti: Steinar J. Lúðvíksson
Mynd: Friðþjófur Helgason.
til viðbótar í leik ÍBK og Vals
EKKI jókst innistæðan á markareikn-
ingnum hjá 1. deildar liSunum f
knattspyrnu í fyrrakvöld er Keflavfk
og Valur mættust á heimavelli fyrr-
nefnda liðsins. Þar var allt á núlli og
þvf sjóður þessi harla rýr eftir fyrstu
umferð keppninnar — aðeins eitt
mark. Leikurinn f Keflavfk bauð þó
upp á skárri tilþrif en hinir leikirnir,
sennilega fyrst og fremst og ef til vill
aðeins vegna þess að hann fór fram
við sæmileg skilyrði, f góðu veðri og
á nothæfum grasvelli. Mátti samt sjá
töluverð malarknattspyrnutilþrif f
þessum leik, enda tekur það ugg-
laust sinn tfma fyrir knattspyrnu-
mennina að söðla yfir af malar
völlunum á grasið.
Eins og I hinum fyrri leikjum
umferðarinnar var það varnarknatt-
spyrna sem var allsráðandi i Keflavik,
og hún svo, að varla gáfust umtalsverð
tækifæri i leiknum Keflvikingar voru
meira með knöttinn og betri aðilinn i
þessari viðureign, en Valsvörnin með
þá Dýra Guðmundsson og Sigurð
Dagsson sem beztu menn stóðst öll
áhlaup utan eitt, er þeir voru of seinir
að stöðva þá Ólaf Júlíusson og Steinar
Jóhartnsson Það tókst reyndar á þvi
andartaki er Steinar ætlaði að skjóta,
en afleiðingin varð vitaspyrna. sem
Keflvikingar svo misnotuðu.
Megin hluti leiksins fór annars fram
á vallarmiðjunni, þar sem knettinum
var spyrnt sitt á hvað. Valsmenn gerðu
að vísu tilraun til þess að fara upp
kantana, og átti Kristinn Björnsson þar
stundum laglegar „rispur" En sá galli
var á gjöf Njarðar fyrir Valsmenn, að
hann sleppti alls ekki frá sér knettin-
um, heldur lék með hann unz Keflvik-
ingar komu og kræktu honum af hon-
um, og það jafnvel þótt félagar hans
hefðu komið sér fyrir i eyðum á
vellinum í þau fáu skipti sem Kefl-
vikingar sóttu upp kantana, komst
Valsvörnin helzt i erfiðleika, og svolitið
tognaði á henni Tilraunir Keflvlkinga
til sóknar fóru hins vegar nær allar upp
miðjuna, þar sem sterkustu varnarleik-
menn Valsliðsins voru fyrir. Það var
ósjaldan sem Dýri Guðmundsson
stöðvaði þessar tilraunir, eða þá
Magnús Bergs, en þeir báðir áttu
þarna góðan leik, og sá siðarnefndi eitt
af meiri efnum sem maður hefur séð á
knattspyrnuvellinum um nokkurn tlma.
Bezti maður vallarins var hins vegar
Einar Gunnarsson, Keflvikingur, og þá
vegna þess að hann er einn af fáum
íslenzkum knattspyrnumönnum sem
virðist hugsa um annað en að spyrna
hátt og langt, þegar þeir komast 1 færi
við knöttinn. Einar reyndi jafnan að
koma knettinum til samherja og átti
vandaðar sendingar, sem félagar hans
voru drjúgir við að koma beint I Vals-
menn.
Annars er það fásinna að ætla sér að
kveða upp nokkurn dóm yfir liðum
þessum eftir þennan leik. Unnt var þó
að merkja að leikmenn beggja liðanna
virðast i góðri líkamsþjálfun, svo sem
sézt á þvi að mikið lifnaði yfir leiknum
þegar á hann leið, og auðvitað er
úthaldsþjálfun og likamsstyrkur fyrsta
skrefið, hin koma vonandi á eftir.
I STUTTU MÁLI:
íþróttavöllur Keflavikur 20. mai
fslandsmótið 1. deild.
Úrslit: ÍBK — Valur0:0.
Áminning: Engin.
Áhorfendur: 1426.
bezt að vigi I þessum riðli eins og er.
Frammistaða íslands I leiknum í
Magdeburg i A-Þýzkalandi hefur hins
vegar orðið til þess að margir búast við
óvæntum úrslitum hér á sunnudaginn,
og vonandi verða það „góðar" fréttir
sem allur sá herskari fréttamanna sem
fylgjast með leik þessum hefur að
segja af islenzkri knattspyrnu
Þess má og geta, að Frakkar senda
hingað 16 leikmenn, og fylgja þeim
eigi færri en 14 fararstjórar og aðstoð-
armenn, auk margra áhangenda liðs-
ins, sem koma hingað til þess að veita
þvl stuðning I leiknum.
Forsala
Forsala aðgöngumiða á landsleikinn
hefst úr tjaldi við Útvegsbanka íslands
I dag og þar verður einnig selt á
morgun og á laugardaginn og á sunnu-
daginn verður siðan forsala i Laugar-
dalnum frá kl. 9.00. Búast má við
mjög mikilli aðsókn að leiknum, og
því er fólki ráðlagt að notfæra sér
forsöluna. Oft hefur það viljað brenna
við að langar biðraðir hafa myndazt við
aðgöngumiðasöluna I þá mund að leik-
ur er að hefjast, og er slíkt alltaf fremur
hvimleitt.
Undirbúningur
islenzka landsliðið mun nota alla
daga fram til leiksins til æfinga og
undirbúnings. [ gærkvöldi var töflu-
fundur hjá landsliðinu og í kvöld mun
svo liðið æfa, sennilega á grasvellinum
i Keflavik. Á föstudag heldur liðið svo
til Þingvalla, en þar mun það dvelja
fram á sunnudag. Frá Þingvöllum verð-
ur farið á Laugarvatn, þar sem liðið
mun æfa á grasvelli og búa sig undir
átökin.
Dómarar
Dómaratríóið, sem dæmir leikinn á
sunnudaginn, kemur frá Norður-
írlandi. Heitir dómarinn Wright, en
linuverðirnir Wiison og MacFadden.
Munu þeir allir hafa annazt dómgæzlu-
störf hérlendis áður.
LIÐ IBK: Þorsteinn Olafsson 2, Hjörtur Zakaríason 2, Ástráður
Gunnarsson 2, Einar Gunnarsson 3, Gfsli Torfason 2, Grétar
Magnússon 2, Ölafur Júlfusson 2, Karl Hermannsson 2, Steinar
Jóhannsson 1, Hörður Ragnarsson 1, Jón Ólafur Jónsson 1,
Guðjón Guðjónsson (varamaður) 1.
LIÐ VALS: Sigurður Dagsson 3, Vilhjálmur Kjartansson 1,
Grfmur Sæmundsson 1, Magnús Bergs 3, Dýri Guðmundsson 3,
Bergsveinn Alfonsson 2, Alexander Jóhannesson 2, Hörður
Hilmarsson 2, Guðmundur Þorbjörnsson 1, Ingi Björn Alberts-
son 1, Kristinn Björnsson 1, Atli Eðvaldsson (varamaður) 1,
Birgir Einarsson (varamaður) 2.
DÓMARI: Ragnar Magnússon 4.
ft * X*
4 Sá
Svekkjandi að misnota vítaspyrnuna
— Ég var það fyrir þennan leik,
en veit ekki hvað verður, sagði
Þorsteinn Ólafsson, markvörður
Keflavíkurliðsins, þegar hann var
að þvi spurður eftir leikinn i Kefla-
vik, hvort hann væri „vitaspyrnu-
sérf ræðingur" Kef lavikurliðsins
— Það var meira en litið svekkj-
andi að skora ekki úr þessari vita-
spyrnu, sagði Þorsteinn, — þeirri
fyrstu sem ég tek í leik. Ég hef
undanfarið æft að taka vitaspyrn-
ur, og ætlaði mér að skjóta í
hægra hornið uppi. En það munaði
nokkrum sentimetrum — nóg til
þess að knötturinn hrökk út aftur.
Vitaspyrnan var dæmd á Val i
byrjun seinni hálfleiks. Ólafur
Júliusson hafði þá átt góða
sendingu inn á Steinar Jóhanns-
son, sem var rétt utan markteigs-
linunnar í dauðafæri. En Valsmað-
ur var þarna nærri og tókst á
siðustu stundu að hindra Steinar,
en þannig að Ragnar Magnússon
dómari gat ekkert annað en bent á
vitapunktinn.
Urðu menn meira en lltið hissa
þegar Þorsteinn hljóp fram völlinn
til þess að taka spyrnuna.
Áhorfendur þyrptust að markinu
og tók nokkurn tima að „hreinsa"
svo frá að Þorsteinn gæti skotið.
Og skot hans var vissulega mjög
fallegt. Knötturinn virtist stefna i
bláhornið uppi, en hafnáði neðan i
þverslánni, hrökk þaðan I stöng-
ina og út á völlinn. þar sem Vals-
menn voru vel á verði og tókst að
bægja hættunni frá.
— stjl
Einn nýliði
LANDSLIÐSNEFND KSI: Jens Sum-
arliðason, Árni Þorgrimsson og Tony
Knapp tilkynntu i gær val sitt á
islenzka landsliðinu í leiknum gegn
Frakklandi á Laugardalsvellinum
n.k. sunnudag, 25. júní. Í sextán-
manna hópnum er aðeins einn nýliði,
Árni Stefánsson, markvörður úr
Fram, en leikreyndasti maður liðsins
verður Matthías Hallgrimsson, Akur-
nesingur, sem leikur þarna sinn þrit-
ugasta landsleik. Liðið verðurannars
þannig skipað:
Markverðir:
Árni Stefánsson, Fram (0)
Sigurður Dagsson, Val (9)
Aðrir leikmenn:
Jón Pétursson, Fram (4)
Jóhannss Eðvaldsson, Holbæk (10)
Marteinn Geirsson, Fram (19)
Jón Gunnlaugsson, ÍA (1)
VIÐAR SIMONARSON
ráðinn landsliðsþjálfari
VIÐAR Simonarson var í gær ráðinn
landsliðsþjálfari (handknattleik. Við-
ar er iþróttakennari að mennt og
hefur tvö siðustu keppnistimabil
þjálfað lið Hauka I 1. deild. Jafn-
framt hefur Viðar leikið með islenzka
landsliðinu og oftsinnis verið bezti
leikmaður þess og burðarás. sem og
einnig með þeim félagsliðum. sem
hann hefur leikið með, FH og Hauk-
um.
Verkefni Viðars verður að undir-
búa landsliðið fyrst fyrir leiki is-
lenzka liðsins I forkeppni Heims-
meistarakeppninnar, en þar er is-
lenzka liðið m.a. með Júgóslövum í
riðli. Siðan tekur svo undirbúningur-
inn fyrir Ólympíuleikana við, auk
ýmissa vináttulandsleikja, sem eru á
dagskrá hjá handknattleikslandslið-
inu
Handknattleikssambandið hefur I
vetur lagt mikla vinnu i að fá erlend
an toppþjálfara til að sjá um störf
landsliðsþjátfara og hefur einkum
verið borið niður I A-Evrópu. Sam-
bandið austur fyrir „járntjald" hefur
þó verið heldur slæmt og siðustuvik-
urnar hefur handknattleiksforustan
snúið sér að þvi að ráða íslenzkan
þjálfara til að taka við landsliðinu.
Hafa ýmsir verið nefndir i þvi sam-
bandi, t.d. Hilmar Björnsson. Karl
Benediktsson og nú siðast Viðar
Símonarson, sem skrifaði undir
samninga I gær. Viðar tekur við
starfi landsliðsþjálfara af Birgi
Björnssyni.
— áij.
Gisli Torfason, IBK (11)
Björn Lárusson. ÍA (6)
Guðgeir Leifsson, Víkingi (21)
Karl Hermannsson, ÍBK (5)
Grétar Magnússon, ÍBK (6)
Elmar Geirsson, Hertha Zelendrof
(14)
Ólafur Júlíusson. ÍBK (9)
Ásgeir Sigurvinsson, Standard Liege
(10)
Matthias Hallgrimsson, ÍA (29)
Teitur Þórðarson, ÍA (10)
(Talan i sviga er fjöldi landsleikja
viðkomandi leikmanns.)
Mikill áhugi
EINS OG áður hefur verið frá sagt l
Morgunblaðinu verður landsleik is
lands og Frakklands á Laugardalsvell-
inum á sunnudaginn útvarpað beint til
þriggja landa, auk íslands. Eru það
útvarpsstöðvar I Frakklandi, Marokkó
og Luxemburg sem útvarpa lýsingu, og
auk þess sendir a-þýzka útvarpið hing-
að útvarpsmenn, sem munu lýsa
a.m.k. hluta af leiknum. Má því búast
við að milljónir manna muni fylgjast
með leiknum i útvarpsstoðvum þess-
um.
En það eru ekki bara útvarps- og
sjónvarpsstöðvar sem sýna leik þess-
um áhuga. Hingað til lands koma 36
erlendir blaðamenn til að fylgjast með
leiknum, og auk þess hafa svo erlendar
fréttastofnanir sem eru með innlenda
fréttamenn sérstakan viðbúnað, og
hafa t.d. pantað fjölda Ijósmynda frá
leiknum. Svo virðist þvi sem athygli
knattspyrnuáhugamanna I allri Evrópu
beinist til islands á sunnudaginn, enda
leikur þessi mjög mikilvægur. Til þess
að eiga möguleika á að komast i úrslit i
Evrópubikarkeppninni þurfa Frakkarað
vinna, helzt með nokkrum mun, en
sem kunnugt er standa Belgfumenn