Morgunblaðið - 04.06.1975, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 04.06.1975, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. JUNl 19r?5 17 fólk í fréttum + „Hvern fj ... eru „gervikon- ur“ að gera I mínu rúmi,“ sagði Cornelis Vreeswijk í réttar- höldum í Stokkhólmi, áður en hann var dæmdur f mánaðar fangelsi fyrir að hafa stungið kynvilling í íbúð sinni. Vreeswijk áfrýjaði dómnum þegar til hæstaréttar. Eflir réttarhöldin sagði þetta þekkta skáld og söngvaiá: „Eg kem ekki til með að þola mánaðar- dvöl í fangelsi. Það brýtur mig alveg niður. Ef að hæstiréttur náðar mig ekki ætla ég að biðja kónginn um náðun.“ Dómurinn var kveðinn upp einmitl þegar Cornelius hafði ákveðið að byrja nýtt líf í Danmörku, hann er um þessar mundir að flytja til dönsku skáidkon- unnar Kedda Madsen. Hnff- stungumálið skeði í íbúð Corneliusar í Stokkhólmi I febrúar. Það var seint um kvöld að vísnasöngvai-inn hitti tvær bráðhuggulegar dömur og bauð hann þeim heim með sér. Þegar þau höfðu setið góða stund að sumbli, uppgötvaði hann sér til mikillar undrunar og reiði að þetta voru kynvillingar. Hann varð öskurciður og honum rókst að reka annan kynvilling- inn út. Hinn lá hálfnakinn í rúmi hans. Þá greip Cornelius hníf til að reyna að ógna hinum til að fara. KynviIIingurinn flúði loks íbúðina með skurðsár í andliti og á líkama. Hann kærði málið til lögreglunnar. + Nú er Betty Ford, eiginkona Ford, forseta Bandaríkjanna, byrjuð að minna fólk á að kjósa eiginmann sinn í næslu fprseta- kosningum. t öllum ræðum sem forsetafrúin heldur um þessar mundir er þetta aðaiuppislaðan ásamt því að minna konur á jafnrétti og hvetja þær í „bar- áttu“ sinni. + Henry Fonda, en hann var flokksforingi í síðari lieims- styrjöldinni, verður nú flota- foringi. t næstu kvikmynd sem hann leikur í, „Midway" leikur hann Nimitz flotaforingja. Meðleikarar hans verða þeir Robert Mitchum og Charlton Heston. + S.l. sunnudag 25. maí heim- sótti skáksveit úr Taflfélagi Vestmannaeyja skákmenn Flugleiða í Reykjavík og háðu sveitirnar keppni. Fyrir Taflfé- lag Vestmannaeyja kepptu Gústaf Finnbogason, Össur Kristinsson, Magnús Jónsson, Friðrik Guðlaugsson, Arnar Sigurmundsson, Pétur Bjarna- son, Einar Guðlaugsson, Jón Hermannsson og Steinar Osk- arsson. Fyrir Flugleiðir kepptu Björn Theódórsson, Andri Hrólfsson, Hörður Jónsson, Hálfdán Hermannsson, Birgir Ólafsson, Sigurður Gíslason, Sverrir Þórölfsson, Trausti Tómasson og Aðalsteinn Magnússon. Keppnin fór fram í félagsheimili starfsmannafél. Flugfélags tslands að Síðumúla 11. Tefldar voru 144 skákir og fóru leikar þannig að Flug- leiðamenn sigruðu með 85,5 vinningum á móti 58,5. Frekari samskipti skák- manna frá þessum aðilum eru fyrirhuguð og munu Flugleiða- menn heimsækja Vestmanna- eyinga l haust. Meðfylgjandi mynd var tekin við upphaf skákkeppninnar s.I. sunnudag. Beztu þakkir sendi ég ættingjum, vinum og kunningjum fyrir sýndan vinarhug á sjötugs afmæh mínu 2. maí s. I. Lifið heil. Þorgrímur St. Eyjólfsson. dP , - . auglYSir Teppi fyrir stigahús og skrifstofur. Rýateppi á baðherbergi frá Sommer 100% vatnsþol. 100% litekta. Fúna ekki. Líttu við í LITAVER það borgar sig. sólbolir Auglýsingadeildin frá: Marks & Spencer úrval lita og geróa GEFJUN Vöruhus KEA DOMUS Kaupfélögin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.