Morgunblaðið - 04.06.1975, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. JUNl 1975
Konan mín, og móðir okkar,
MAGNEA INGIBJÖRG GlSLADÓTTIR
Holtsgötu 12, Reykjavlk,
andaðist á Landakotsspltala að morgni þriðjudags 3. júni 1 975.
Guðmundur Kr. Slmonarson,
Gyða Guðmundsdóttir,
Hulda GuSmundsdóttir
Adolf Guðmundsson.
t
Eiginmaður minn
ÞORVARÐUR GUÐMUNDSSON
Eskifirði
andaðist í Fjórðungssjúkrahúsinu Neskaupstað 2. júnl. Fyrir mlna hönd
og annarra vandamanna.
Lilja Sverrisdóttir.
t
Eiginmaður minn
TÓMAS MAGNÚSSON
Stórholti 12
sem andaðist 29. mai verður jarðsunginn frá Frlkirkjunni I Reykjavik,
fimmtudaginn 5. júnl kl. 1.30. Fyrir hönd barna okkar, tengdabarna,
barnabarna og barnabarnabarna.
Óllna Eyjólfsdóttir.
+
Hjartanlegar þakkir sendi ég þeim mörgu sem vottuðu mér samúð slna
við fráfall og jarðarför konu minnar
KRISTJÖNU JÓSEFSDÓTTUR
frð Görðum Aðalvlk
Laugarnesvegi 106 Rvk.
Sérstakar þakkir vil ég færa systrum, hjúkrunarfólki og læknum
Landakotsspítala fyrir frábæra umönnun hinnar látnu, slðastliðin 2 ár.
Betúel Jón Betúelsson.
+
Þökkum auðsýnda samúð vegna andláts móðir minnar og systur okkar
AURÓRU HJARTAR
Ruth Hjartar
Hjördls Hall Ingibjörg Hali
Ragnar Hall Garðar Hall
+
Útför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu okkar,
LYDIU S. ÞÓROARDÓTTUR,
Spltalastlg 5, Reykjavlk,
verður gerð frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 5. júnl 1 975 kl. 1 3.30.
Guðmundur Benediktsson
Þórður Guðmundsson, Ruth Ármannsdóttir,
Margrét Þórðardóttir, Halidóra Lydla Þórðardóttir.
+
Kveðjuathöfn um eiginmann minn og fósturföður okkar
ÞÓRARINN GUÐMUNDSSON
skipstjóra
frá Jaðri, Vestmannaeyjum
sem andaðist á Borgarspltalanum þ 30. mal, fer fram frá Dómkirkjunni
miðvikudaginn 4. júnl kl. 3.
Fyrir hönd vandamaníia,
Jónaslna Runólfsdóttir
Erlendur H. Eyjóffsson
Jónas Þ. Dagbjartsson.
YTRI NJARÐVÍK
Umboðsmaður Morgunblaðsins er frú Helga
Sigurðardóttir Hraunsveg 8 sími 2351.
FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR
Umboðsmaður Morgunblaðsins er frú Rann-
veig Bergkvistsdóttir Skólaveg 54 sími 51 62.
Minning:
SigrúnAgnes
Sigurjónsdóttir.
F. 17/11 1968.
D.24/5 1975.
Það er bjargfast
lögmál lífsins,
Ijós og skuggar skiptast á.
Þó að lokum Ijósið sigrar,
ljós Guðstrúar himni frá.
Mer varð hugsað til þessarar
vísu eftirmælaskáldsins frá Krók-
túni í Landsveit, þegar ég heyrði
að hún litla frænka min, Sigrún
Agnes, hefði dáið fyrr um daginn,
laugardaginn 24. maí, á sjúkra-
húsinu í London.
Þegar systir mín og mágur
misstu þarna annað barn sitt, bað
ég og vonaði, að sigurvissan í
síðari vísuhelmingnum mætti enn
einu sinni rætast, sem hún og
gerði.
Áður en Sigrún litla gekk undir
uppskurð á hinum meðfædda
hjartagalla sínum sagði hún við
+
Móðir mln
VALGEROUR J. GlSLADÓTTIR
fré Sölvabakka,
andaðist 3. júnl eftir langa van-
heilsu á Elli og hjúkrunarheim-
ilinu Grund.
HaraldurV. Haraldsson.
foreldra sína. „Hvað verður ef ég
dey? Jú, þá fæ ég að passa hann
litla bróður minn.“
Sigrún Agnes var fædd
sautjánda nóvember 1968, og
hefði því orðið sjö ára í haust
hefði hún lifað. Hún var tvíburi
við Fríðu, sem eftir lifir. Þetta er
stutt æfi í heimi hér, jafnvel á
okkar mælikvarða. En hún er þó
nógu löng til þess að þessi sál
hefir auðgað grasgarð Guðs og
bæst i hann ósnortin, sem meðal-
göngumaður foreldra sinna og
systkina. Hver á betri árnaðar-
mann hjá Guði, en það foreldri er
hefir með sárum söknuði séð á
bak barni sínu. Litlum augasteini,
sem svo margar vonir voru
bundnar við, þó fyrst og fremst
þær, að hún mætti öðlast fulla
heilsu og njóta lífsins á sama hátt
og önnur börn, sér og sínum til
gieði og Guði til dýrðar. Við
vitum, að vegir Guðs eru órann-
sakanlegir, sættum okkur við það.
Við vitum líka að allt hans verk á
sér sinn tilgang. Þess vegna get-
um við á sárustu stundum sífsins
aðeins leitað okkur huggunar í
trú okkar og þeirri vissu að Guð
er góður. Við höfum fyrir okkur
hin ódauðlegu listaverk, sem
mannsandinn hefir skapað hon-
um til dýrðar, í tali, myndum og
tónum. Vitum við þá ekki, að kyn-
slóð fram af kynslóð hefir ort
þennan dýrðaróð hinum eina,
sanna, eilífa Guði. Við vitum, að
trúin er ein og sönn, hversu marg-
ir boðendur, sem upprísa og
reyna að túlka hana á sinn veg,
+
Útför eiginkonu minnar og móður okkar,
SESSELJU MAGNÚSDÓTTUR,
Suðurgötu 5, Hafnarfirði
fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 6. júní kl. 2.
Jón Gestur Vigfússon og börn.
+
Sonur okkar, bróðir og mágur,
STEFÁN RAGNAR GUÐLAUGSSON,
Kaplaskjólsvegi 71,
sem lézt af slysförum 25. april s.l , verður jarðsunginn frá Fossvogs-
kirkju á morgun fimmtudaginn 5. þ.m. kl. 3 e.h. Þeim, sem vildu
minnast hans, er bent á Slysavarnarfélagið.
Ólafla Agústa Jónsdóttir, Guðlaugur Stefénsson
Baldur Guðlaugsson,
Bragi Guðlaugsson Bjarghilour Atladóttir.
+
Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför
eiginmanns mlns, föður okkar, tengdaföður, bróður míns og afa
ODDS G. RÖGNVALDSSONAR,
Vesturgötu 56.
Arndfs Ólafsdóttir,
Ólafur Guðni Oddson, Ragnhildur Gunnarsdóttir,
Þórður Oddsson, Hildur Mariasdóttir,
Klara Rögnvaldsdóttir
og barnabörn hins létna.
eða framflytja hana með nýjum
hætti. Þessi örugga vissa ein, get-
ur gefið okkur styrk til þess að
taka því sem að höndum ber og til
þess að kljúfa þær öldur, sem á
okkur falla á lífsleiðinni án þess
að brotna.
En sóiargeislar gefast líka.
Sigrún litla var ein af þeim.
Þegar sá geisli nú skín sem ljós-
brot demants af hendi Guðsmóður
frá himnum, detta mér í hug orð
bandarísku móðurinnar, June
Tennant.
„Child of mine
You’re a part of me
After years of yearning
and anxiety
Forever grateful I vill be
For the title of Mother
You’ve bestowed on me.“
Með þessu hugarfari, sér trúin
eilíft ljós, I stað skugga og tára-
dals.
Megi þetta ljós skína i hugum
okkar, með hugarfari Sigrúnar,
þegar henni var skömmu fyrir
andlát sitt efst í huga hvað hún
fengi að gera fyrir aðra ef hún
jafnvel dæi.
Við vottum systur, mági og
frændsystkynum djúpa samhygð
í sorg þeirra, helgum málefnum
bænir okkar, og þökkum að fá að
vera hluttakendur þess að sjá
hvernig trú ykkar veitir lífinu
nýtt gildi.
Megi sál Sigrúnar frænku okk-
ar hvíla í friði hjá Kristni bróður
sínum. Guð geymi okkar er eftir
lifum.
Sigga og Siggi.
Afmælis-
og minning-
argreinar
ATHYGLI skal vakin á því, að
afmælis- og minningargreinar
verða að berast blaðinu með
góðum fyrirvara. Þannig
verður grein, sem birtast á I
miðvikudagsblaði, að berast f
sfðasta lagi fyrir hádegi á
mánudag og hliðstætt með
greinar aðra daga. Greinar
mega ekki vera f sendibréfs-
formi eða bundnu máli. Þær
þurfa að vera vélritaðar og
með góðu lfnubili.
Höfum opnað fatamarkað aö Snorrabraut 56.
Allar stærðir
karlmannafata
á mjög
hagstæöu veröi.
Fataverksmiðjan GEFJUN Snorrabraut 56.
SEFJUflflR-
fatamarkaður!