Morgunblaðið - 04.06.1975, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 04.06.1975, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. JUNl 1975 13 Vinnuskóla Rvíkur í sumar Nýjurig á mjólkurmarkaði: Geymsluþol aBt að 6 mánuðir f DAG kemur á markaðinn á sölu- svæði Mjólkursamsölu Reykja- víkur mjólkurvara, sem hefur allt að sex mánaða geymsluþol í stofu- hita. Er þar um að ræða nýjung hér á landi, en fyrst um sinn verða aðeins rjómi með 12% fitu- magni og mjólk með súkkulaði meðhöndluð með hinni nýju að- ferð. Mjólkurvörurnar öólast þetta mikla geymsluþol með snögg- hitun upp i 100—130 gráður, síðan snöggkælingu, en loks er búið um þær í sérstökum álklædd- um umbúðum. Að hita mjólkina upp í svo hátt hitastig tekur aðeins um 2 sekúndur, en kælingin tekur 15 sekúndur. Við þessa meðhöndlun glatar mjólkin engu af næringar- gildi sinu. Mjólkursamsalan og Mjólkurbú Flóamanna hafa fest kaup á véla- samstæðu sem meðhöndlar mjólk- ina á þennan hátt og skilar henni í 18 pelaumbúðum og verða þær vörur, sem hér um ræðir einungis 70 þús., ekki 17 Prentvilla i blaðinu í gær lækkaði verð á pennateiknineu eftir Ásgrím Jónsson (13x17 sm að stærð) á uppboði á laugardag. Hún seldist á 70 þúsund krónur, ekki 17 þúsund. seldar f svo smáum umbúðum fyrst um sinn en síðar kemur til greina að keypt verði önnur sam- stæða, sem mun skila eins lítra umbúðum en vélasamstæðan, sem nú hefur verið tekin í notkun í Mjólkurbúi Flóamanna kostaði hingað komin og uppsett um 25 millj. króna. Samstæðan er keypt frá Tetra-Pak verksmiðjunum í Svíþjóð en að sögn Grétars Símonarsonar mjólkurbústjóra á Selfossi var um þriðjungur véla, sem verksmiðjan seldi á siðast- liðnu ári, gerður með framleiðslu á mjólkurvörum með miklu geymsluþoli fyrir augum. Þessi framleiðslutækni hefur rutt sér til rúms í suðlægum löndum og afskekktum byggðarlögum, en gæti einnig hentað til útflutnings á mjólk. Að sögn Stefáns Björnssonar, forstjóra Mjólkursamsölunnar, og Grétars Símonarsonar vill koma nokkuð annar keimur af þeirri mjólk, sem er snögghituð á þennan hátt, og verður þess bragðs að sjálfsögðu helzt vart þegar um er að ræða nýmjólk, en þar sem hún hefur verið sett á markað virðast neytendur ekki hafa sett það fyrir sig. Nýja samstæðan afkastar vinnslu 2000 lítra á klukkustund og pökkun 1000 eininga. Það kopi fram hjá talsmönnum samsölunnar og mjólkurbúsins, Heiðursskjöldur afhentur tSLENZKA póst- og símamála- stjórnin veitti í gær viðtöku verð- launum frá Philatelic Press Club í Bandaríkjunum. Afhending verðlaunanna fór fram að við- stöddum mörgum starfsmönnum póst- og símamálastjórnarinnar og eins helZLU forystumönnum i frímerkjamálum hér á landi. Kom formaður þeirrar nefndar PPC, sem úthlutar verðlaunum klúbbs- að þeir telja venjulega gerilsneyð- ingu og vinnslu neyzlumjólkur fullnægja að langmestu leyti þeim kröfum, sem gerðar eru á venjulegum neytendamarkaði, en jafnframt telja þeir, að aðferð þessi komi að notum fyrir sjó- menn,íbúa byggðarlaga, sem ekki eru í daglegu sambandi við út- sölustaði mjólkur, og skóla. Pelaumbúðunum er raðað saman 18 í kassa, og eins og fyrr segir geymist mjólkin allt að sex mánuði við stofuhita, en eftir að umbúðirnar hafa verið opnaðar geymast þær í kæli nokkurn veg- inn jafnlengi og mjólk, sem geril- sneydd er á venjulegan hátt. STARFSEMI Vinnuskóla Reykja- víkurborgar á þessu sumri hófst í gær. Samtals sóttu rúmlega 1200 ungmenni um vinnu hjá Vinnu- skólanum, en í fyrra sóttu um 850 um vinnu. Þeir, sem sóttu um áður en umsóknarfrestur rann út, 23. maí, hafa allir verið ráðnir. Eftir að umsóknarfrestur rann út hafa um 80 sótt um vinnu og er gert ráð fyrir að hægl verði að finna þeim verkefni um miðja næstu viku. I samtali við Erling Tómasson, skólastjóra Vinnuskóla Reykja- víkur, kom fram að verkefni skól- ans eru næg. Til starfa við hefð- bundin verkefni skólans fer stærsti hópurinn til Skógræktar- félags Reykjavíkur og vinnur hann að gróðursetningu í Heið- mörk og víðar. Næst stærsti hóp- urinn vinnur við skrúðgarða og græn svæði borgarinnar og stör hópur vinnur að margs konar hreinsun í borgarlandinu s.s. á skólalóðum og fjörum umhverfis Reykjavík. Við leikvelli í borginni starfar hópur frá Vinnuskólanum við aðstoðarstörf, hreinsun og viðhald. I sumar starfar Vinnuskólinn mánuðina júní og júli eða 9 vinnuvikur. Áður var starfstími skólans lengri, en þar sem gagn- fræðaskólarnir hefjast nú um mánuði fyrr en áður styttist starfstími Vinnuskólans. Stefnl er að því að auka fræðslustarf- semi skólans en innan vel flestra vinnuflokkanna fer fram kennsla, sem að mestu byggir á lifandi sambandi við verkefni viðkom- andi flokks. I sumar er ætlunin að hver flokkur eyði einum degi í Heiðmörk við náttúruskoðun. Erling sagði að gengið heföi sér- staklega vel að koma skólanum af stað i vor og réð þar mestu skiln- ingur hinna ýmsu aðila, sem Vinnuskölinn hefur samstarf við. BIFREIÐ STOLIÐ AÐ KVÖLDI sl. mánudags eða aðfararnótt þriðjudagsins var bif- reiðinni X-2288 stolið frá Borgar- túni 24. Þetta er Daf-fólksbifreið, árgerð 1971, appelsinugul að lit. Það eru tilmæli rannsóknarlög- reglunnar, að þeir sem einhverjar upplýsingar geta gefið um bif- reiðina hafi samband við lögregl- una. Sinfóníu- hljómsveitin á Akranesi Fjórir staðir á Norðurlandi hafa fengið rækjuvinnsluleyfi og þrír aðrir sótt um leyfi Sjávarútvegsráðuneytið hefur nú heimilað sex bátum frá Kópa- skeri, Húsavík og Raufarhöfn að veiða rækju í Axarfirði. Jafn- framt fengu þeir rækjubátar, sem stunduðu veiðaj' áþessum slóðum og ekki eiga heima á þessum stöð- um, ekki framlengt veiðileyfi, en þau runnu út uin mánaðamötin. Fara því þessir bátar að sa;kja á Grímseyjarmið á ný. Jón B. Jónasson I sjávarútvegs- ráðuneytinu sagði í samtali við Morgunblaðið i gær, að af þessum 6 bátum, væru sennilega 2 eða 3 tilbúnir, en verið væri að gera hina klára. Þá hefði verið veitt vinnsluleyfi nýverið til fjögurra staða, Húsavíkur, Grenivíkur, Dalvíkur og Siglufjarðar, en á þessum stöðum risu brátt rækju- verksmiðjur. Ennfremur hefðu borizt umsóknir um vinnslu á rækju frá Kópaskeri, Raufarhöfn og Arskógsströnd og væru þessar umsóknir í athugun. Guðný Guðmundsdöttir Sinfóníuhljómsveit tslands heldur tónleika á vegum Tón- listai'félags Akraness í Bíöhöll- inni á Akranesi fimmtudaginn 5. júní, og hefjast þeir kl. 21.00. sfjórnandi verður Páll Pampiehler Pálsson og einleikari Guðný Guðmundsdótlir konsert- meistari. Á efnisskrá eru verk eftir Rossini, Mozart, Beethoven og Grieg. Frímerki seld út fyrir 46,8 millj. á síðasta ári I skrá yfir útflutningsverðmæti á vörum landsmanna fyrir árið 1974 kemur fram að frímerki eru flutt úl fyrir 46,8 millj. króna eða 0,1% af heildar útflutningsverð- mætinu. Hér er um að ræða frímerki, sem seld eru hjá Frímerkjasölu Pósts og síma til safnara erlendis. Karlakórinn Þrest- ir syngja í Keflavík ins, Ernest A. Kehr, sérstaklega hingað til að afhenda þau. Er þetta stór og fagur skjöldur, sem á er greypl merki klúbbsins ásamt greinargerð fyrir veitingu verðlaunanna. Veitti póst- og símamálastjóri, Jón A. Skúlason, skildinum viðtöku úr hendi Kehr, svo sem sést á meðfylgjandi mynd. KARLAKÖRINN Þrestir í llafn- arfirði heldur samsöng í Félags- bíöi í Kefiavík í kvöld, miðviku- dag, kl. 21.00. Á efnisskránnieru 22 lög eftir íslenzka og erlenda höfunda. Karlakórinn Þrestir er elzti karlakór á landinu, stofnaður árið 1912. Kórfélagar eru 49 og ein- söngvarar með kórnum Inga María Eyjólfsdóttir, Haukur Þórðarson, Helgi S. Þórðarson og Ölafur Eyjólfsson. Söngstjóri er Eiríkur Sigtryggsson en undir- leikari Agnes Löve. I maímánuði hélt kórinn þrjá samsöngva i Bæj- arbíói i Hafnarfirði alltaf fyrir fullu húsi og var kór og einsöngv- urum vel tekið. Kórinn hefur nýverið sungið inn á sína fyrstu hljömplötu, sem kemur á markaðinn i haust. Ein- söngvarar með kórnum á hljóm- plötunni eru Inga María Eyjólfs- dóttir ogHaukur Þórðarson. A skrá hjá Frímerkjasölunni eru um 5000 útlendingar, sem kaupa eintök af þeim frímerkjum, er út eru gefin á tslandi, þö mis- munandi mikið. Meginhluti þess- ara frímerkja er seldur til Evrópu og þá mest til Norðurlanda en íslenzk frímerki fara víðar og má sem dæmi nefna, að menn i Hong Kong, Marokkó, Monakó og S- Kóreu kaupa eintök af íslenzkum frímerkjum. Við þetta má svo bæta því, að margir erlendir ferðamenn kaupa frímerki á hinum einstöku sölu- - stöðum og frímerkjaverzlanir selja einnig töluvert til út- lendinga og koma þessar sölur ekki fram í fyrrgreindri upphæð. Um 1200 ungmenni starfa hjá

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.