Morgunblaðið - 20.06.1975, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.06.1975, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. JÚNI 1975 Ekkert nýtt í kapalmálinu — UTGERÐ Bjarts hefur ekki farirt fram á rannsókn í kapalmál- inu svo mér sé kunnugt um, sagði Asgeir Lárusson fréttaritari Mbl. í Ncskaupstað í gær. Gústaf Arn- ar, yfirverkfræðingur hjá Lands- sfmanum, sagði að Landssfminn hefði ekki vcrið bcðinn að gera neitt f málinu og gerði ekki nema dómsmálaráðuneytið eða annar skyldur aðili færi fram á það. Þá reyndi Morgunblaðið að ná tali af talsmönnum Varnarliðsins á Keflavfkurflugvelli, en án ár- angurs. Gunnar E. Kvaran látinn GUNNAR E. Kvaran stórkaup- maður andaðist á Borgarsjúkra- húsinu 17. júnf s.l. 79 ára að aldri. Hann lenti f umferðarslysi á mót- um Skúlagötu og Barónsstfgs á föstudaginn og slasaðist mjög mikið. Lézt hann af völdum meiðslanna án þcss að komast til meðvitundar. Gunnar E. Kvaran fæddist 11. nóvember 1895 í Reykjavík. Hann var sonur Einars H. Kvaran rit- höfundar og konu hans Gfslfnu Gísladóttur Kvaran. Hann var við nám og skrifstofustörf í Skotlandi árin 1916—’20 og stofnandi og annar eigandi fyrirtækisins I. Brynjólfssonar og Kvaran frá stofnun 1921. bá var hann einnig um 15 ára skeið formaður og framkvæmdastjóri Innflytjenda- sambandsins. Hann var í stjórn- um ýmissa samtaka, þar á meðal ritari i stjórn Félags fslenzkra stórkaupmanna 1929—’44 og í stjórn Verzlunarráðs Islands 1936—'49. bá sat hann i mörgum nefndum sem gerðu viðskipta- samninga við erlend rfki. Kona Gunnars var Guðmunda Guðmundsdóttir frá Eyrarbakka. Hún lézt árið 1953. Svartsengi: Málin ættu að skýr- ast í næstu viku — segir Jóhann Einvarðsson — Ég hef enga tölu heyrt um hvað landeigend- ur Svartsengis vilja fá fyrir landið, sagói Jóhann Einvarðsson stjórnarfor- maður Hitaveitu Suður- nesja í samtali við Morgun- blaðið í gær. Að sögn Jóhanns var haldinn stjórnarfundur í Hitaveitu Suðurnesja í fyrradag og á fundinum var ákveðið að fara þess á leit við landeigendur að þeir kæmu á fund á mánu- dag í næstu viku og úr því ættu málin að fara að skýrast. Jóhann sagði, að undan- farið hefði stjórn Hitaveit- unnar skoðað ýmis sjónar- mið landeigenda, en engar tölur um verð hefðu enn komið fram, og þær tölur sem heyrzt hefðu nefndar síðustu daga eins og 800 millj. kr. væru eftir því sem hann vissi bezt sögu- sagnir. Jón Þorsteinsson prest- ur í Setbergsprestakalli TALIN voru atkvæði á skrifstofu biskups í gær frá prestkosningu f Setbergsprestakalli (Grundar- fjörður) f Snæfellsnes- og Dala- prófastdæmi, sem fram fór 15. júní s.l. Einn umsækjandi gaf sig fram, séra Jón borsteinsson, sett- ur sóknarprestur þar. Á kjörskrá voru 384, atkvæði greiddu 280. Umsækjandi hlaut 277 atkvæði, 3 seðlar voru auðir. Kosningin er lögmæt. Hér eru saman komnar sex af nfu stúlkum, sem keppa um ýmsa fegurðartitla á næstunni. Stúlkurnar eru taldar f.v. Sigrún Sævarsdóttir, Þórhildur Arnadóttir, Þorbjörg Garðarsdóttir, Anna Björk Eðvarðsdóttir, Guðmunda Hulda Jóhannesdóttir og Halldóra Björk Jónsdóttir. Keppnirnar, sem stúlkurnar nfu taka væntanlega þátt f að lokinni undankeppni, er fram fer á Hótel Sögu n.k. sunnudag, eru: Miss Universe, Miss World, Miss Scandinavia og Miss Europe. Þá er ákveðið að Anna Björk taki þátt f Miss Young International, sem fram fer f Tokyo. Ljósm. Mbl. Br.H: Smyrill: 18 þús. kr. kostar að tryggja 1200 þús. kr. bíl TRYGGINGAIÐGJÖLD bifreiða, sem sendar eru með skipum milli Islands og Evrópu, hafa nokkuð verið rædd nú eftir að bflaferjan Smyrill kom til sögunnar. Morg- unblaðið leitaði f gær til Runólfs Þorgeirssonar hjá Sjóvátrygg- ingafélagi tslands og spurði hann hvað það kostaði að tryggja bfl yfir hafið með Smyrli. Runólfur sagði, að hægt væri að fá svonefnt sjótryggingaiðgjald, sem væri yfirleitt 1V4% af verð- mæti farartækisins og gert væri Ókeypis tannlækn- ingar skólabarna Skólatannlækningarnar f Reykjavfk munu á tfmabilinu 1. júlf til 31. desember 1975 veita Iðgjaldatekjur Sjóvátryggingafé- lagsins jukust um 56% árið 1974 AÐALFUNDUR 56. starfs- árs Sjóvátryggingafélags íslands h.f. var haldinn í húsakynnum félagsins á Suðurlandsbraut 4, hinn 12. júní s.l.. Á fundinum kom fram, aó heildariö- gjaldatekjur félagsins námu 820 millj. kr. á árinu 1974 og höfðu aukizt um 295 millj. kr. þ.e. um 56%. Heildartjón á árinu námu 651 millj. kr. og á tveimur tryggingaflokkum, bif- reiðatryggingum og trygg- ingum fiskiskipa, var mikið tap, en aðrar greinar voru hagstæðar. Hagnaður varð á heildarrekstri félagsins alls um 4 millj. kr. Á fund- inum var ákveðið að greiða 10% arð til hluthafa, alls um 3 millj.kr. Á fundinum kom fram, að Tryggingasjóður félagsins, þ.e. ið- gjaldasjóður, bótasjóður og áhættusjóður, nam í árslok 1974 596 milljónum króna og hafði hækkað um 104 millj. kr. frá ár- inu áður. — Sjóðurinn er fyrst og fremst til að mæta óuppgerðum tjónum frá árinu 1974 og fyrri árum. Fastráðið starfsfólk á skrif- stofum félagsins er nú 68 manns. Stjórn félagsins skipa nú Sveinn Benediktsson, formaður, Ágúst Fjeldsted, varaformaður, Björn Hallgrímssön, Ingvar Vil- hjálmsson og Teitur Finnboga- son. Framkvæmdastjórar félags- ins eru Sigurður Jónsson og Axel Kaaber. Áfengi hefur hækkað um 60% á 5 mánuðum Tvöfaldur Whisky kostar nú 685 kr. UM LEIÐ og útsöluverð á áfengi hækkaði í verzlunum Afengis- og tóbaksverzlunar rfkisins hækkar verð á áfeng- um drykkjum á veitingastöðum borgarinnar að sama skapi. Morgunblaðið hefði samband við Konráð Guðmundsson hót- elstjóra á Sögu f gær, og spurð- ist fyrir um hið nýja verð. Konráð sagði, að nú kostaði tvöfaldur whisky með sóda 685 krónur, tvöfaldur Asni kostar nú 695 krónur, einfaldur Campari, 6 cl, 230 kr., tvöfaldur skammtur af Islenzku brenni- vfni í kók 515 krónur og tvö- faldur romm og kók 725 krón- ur. Sagði Konráð, að mörgum hefði blöskrað verð á áfengum drykkjum áður en nú keyrði um þverbak, þessi hækkun væri kannski góð til að draga úr drykkju innanlands, — en ekki til að auka tekjur ríkisins. Á rösklega 6 mánaða tfmabili hefði verð á áfengum drykkjum hækkað um hvorki meira né minna en 60%. tannlæknaþjónustu skólabörnum á aldrinum 6 — 12 ára f tann- læknastofum skólanna, svo og f húsi Heilsuverndarstöðvarinnar við Barónsstfg. Tannlæknastof- urnar verða opnar kl. 8 — 17 virka daga, aðra en laugardaga. Börnin verða boðuð með sama hætti og verið hefur, og tann- lækningar á vegum skólanna eru án nokkurrar greiðslu af hálfu barnanna. Börn f þeim aldursflokkum, sem samkvæmt ofan sögðu er tryggður aðgangur að skólatann- lækningum, eiga ekki jafnframt aðgang að tannlækningum hjá öðrum tannlæknum á kostnað trygginganna. Má því gera ráð fyrir að reikningar fyrir tann- læknishjálp veittaþessum árgöng um eftir 1. júlí n.k. verði ekki endurgreiddir af Sjúkrasamlagi Reykjavíkur, nema alveg sérstak- lega standi á, t.d. að um aðkall- andi hjálp hafi verið að ræða, en barnið ekki komizt að hjá skóla- tannlækninum í tæka tfð. Skólatannlækningarnar munu Framhald á bls. 20 Vitni vantar MÁNUDAGINN 16. júní klukkan 8.45 um morguninn varð harður árekstur á gatnamótum Hring- brautar og Njarðargötu. Chévro- letjeppi var á leið austur Hring- braut og Chevrolet-fólksbifreið var á leið vestur Hringbrautina og beygði til vinstri. Skullu bíl- arnir saman. Rannsóknarlögregl- una vantar vitni að atburðinum, sem gætu skýrt frá stöðu umferð- arljósanna þegar hann gerðist. ráð fyrir að tryggingataki tæki á sig 10 þús. kr. sjálfsáhættu. Kostar tryggingin þvf 18 þús. kr. fyrir 1200 þús. kr. bfl. Þá sagði hann að þeir sem væru með bifreiðar sínar i húftrygg- ingu (kaskó) gætu fengið við- aukatryggingu, sem kostaði 5820 kr. til 10.920 krónur allt eftir verðmæti bifreiðarinnar. Hér væri .gert ráð fyrir 25 þús. kr. sjálfsáhættu. Hvað varðaði tryggingu bifreiðarinnar þegar komið væri til Evrópu sagði Runólfur, að ef menn hefðu bifreiðina á annað borð kaskótryggða hér heima, þyrfti ekki að tryggja neitt sér- staklega. Kaskótryggingin gilti þar eins og hér heima og sjálfs- áhættan væri sú sama. Þá spurðum við Runólf hvort islenzku tryggingafélögin tækju ekki brátt upp svo nefnd græn tryggingakort (green-card). Hann sagði, að það væri mjög kostn- aðarsamt og þörfin hér hefði verið lítil fram að þessu og hefði hver einstök trygging orðið mjög dýr og því hefði málinu verið skotið á frest. En ef viðhorfin breyttust, þá yrði málið tekið til endurskoðunar. Akranes: Lögbannið tek- ið fyrir í dag HESTAMANNAFÉLAGIÐ Dreyri á Akranesi hefur óskað eftir lögbanni við lendingum flugvéla Vængja hf. á Akranesi, en flugvöllurinn var áður skeiðvöllur og telur hesta- mannafélagið sig eiganda hans. Að sögn Gísla Kjartanssonar, fulltrúa sýslumannsins í Borgar- nesi, verður útkljáð í dag hvort orðið verður við ósk- um um lögbann. Að sögn lögmanns hesta- Framhald á bls. 20

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.