Morgunblaðið - 20.06.1975, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ 1975 19
iStít THE OBSERVER tStít THE OBSERVER tStít THE OBSERVER tStít THE OBSERVER *Stí± THE OBSERVER ^THEOB
Nágrannaríki Indlands
full grunsemda eftir
innlimun Sikkims
eftir Sunande
Datta-Ray
Kalkútta — Margt bendir til
þess, að með innlimun litla kon-
ungsríkisins Sikkim I
Himalayafjöllum nú fyrir
skömmu, hafi Indverjar kallað
yfir sig tortryggni annarra
grannríkja, svo sem Nepal,
Bhutan, Bangladesh og jafnvel
Sri Lanka. Hætt er við, að í
náinni framtíð muni gæta
stirfni og óvissu í samskiptum
þeirra við þessi ríki. Eigi sam-
bandið að færast í eðlilegt horf
aftur, þurfa Indverjar að sann-
færa stjórnir þessara ríkja um,
að þeir hafi engan hug á að
færa landamæri sín frekar út.
Tvö stærstu grannríki Ind-
lands, Kína og Pakistan, hafa
þegar mótmælt harðlega inn-
limun Sikkims. Þau viðbrögð
voru hins vegar alveg fyrir-
sjáanleg, og voru örlög þessa
smáríkis aðeins átylla fyrir
stjórnirnar í Peking og
Islamabad til að hella úr skál-
um reiði sinnar yfir Indverja,
en grunnt hefur verið á því
góða með ríkjum þessum um
langa hríð.
Tortryggni litlu grannríkj-
anna í garð Indverja er augljós,
og hennar tók verulega að gæta
fyrir tveimur árum eftir upp-
reisn Kongressflokksins í
Sikkim, en honum var stjórnað
frá Indlandi. Jigme Singye
Wangchuck, hinn ungi konung-
ur Bhutan, brást þá þannig við,
að hann lét nema úr gildi lög,
sem kváðu á um, að konungs-
ríkið þyrfti að fá stuðningsyfir-
lýsingu frá þinginu á þriggja
ára fresti. Skömmu síðar skýrði
konungurinn mér frá þvl, að
þingmenn, gæddir takmarkaðri
stjórnvizku, gætu auðveldlega
komizt undir áhrifavald grann-
ríkjanna.
Bhutan er algerlega Iandlukt,
og á hvergi landamæri að Kína.
Ríkið á þvf mikið undir Ind-
verjum og hefur aðeins hern-
aðarlegt bolmagn til ítrustu
varnaraðgerða. Þar í landi
gætir mikils óróa vegna atburð-
anna I Sikkim, en fyrrverandi
konungur þar, Chogyal Palden
Thondup Namgyal, og konung-
ur Bhutans eru náfrændur.
Stjórnin I Bhutan hyggst
styrkja stöðu sína á alþjóðavett-
vangi til að reyna að koma i veg
fyrir, að landið hljóti sömu
örlög og Sikkim. Ætlar hún að
opna sendiráð í London og
Washington og hefja viðskipti
við Tíbet, sem lýtur stjórn Kln-
verja. Árið 1949 gerði Bhutan
samkomulag við Indland, þar
sem kveðið var á um, að Ind-
verjar önnuðust utanríkismál
landsins og eini sendiherra
þess hefði aðsetur I Nýju Delhi.
Allt bendir nú hins vegar til
þess, að samkomulag þetta
verði numið úr gildi.
Dagblöð I Bangladesh hafa
verið mjög harðorð I garð Ind-
verja og sakað þá um yfirgang,
Jón Gunnlaugsson.
honum veður, sjór eða úrtölur, er
hans var vitjað til veikra". Slikur
var starfsdagur hans, þrátt fyrir
að hann veiktist af alvarlegum
sjúkdómi á fyrstu árum sínum I
Nesi og lá oft þungt haldinn.
Hann dó I Nesi 60 ára að aldri 8.
sept. 1779, og hafði þá lengi verið
sárþjáður og búizt við dauða sin-
um.
Við andlát hans voru lærðir
læknar I landinu 5 nemendur
hans.
Ég hef nú I stuttu máli reynt að
draga upp ófullkomna mynd af
starfi og aðstöðu fyrsta íslenzka
læknisins. Það starf einkenndist
af þrotlausri baráttu og mörgum
ósigrum. Þannig er oft þyrnum
stráð ganga hinna fyrstu þeirra,
sem taka að sér það hlutverk að
ryðja brautina og vísa öðrum veg-
inn.
EFTIR DAGA BJARNA
Sjúkravistun I Nesi féll niður
við andlát Bjarna, og nær ein öld
leið, þar til fyrstu sjúkrahúsin
tóku til starfa, I Reykjavlk 1866
og á Akureyri 1873. Skilnings-
leysi yfirvalda, fátækt þjóðar-
innar og samgönguleysi héldu
öllu I járngreipum.
Læknum fjölgaði hægt og veru-
legur skriður komst ekki á fjölg-
un þeirra, fyrr en læknaskólinn
var stofnaður 1876, enda þótt
landlæknar á hverjum tíma hefðu
alltaf hjá sér einn eða fleiri
læknanema ár hvert. Um alda-
mótin 1800 eru læknarnir aðeins
6 I landinu og 1875 eru lækna-
héruð 20 og um aldamótin 1900
eru héraðslæknar 30 talsins.
Ekki þarf að fara marga áratugi
aftur I timann til þess að sann-
reyna að læknar úti á landsbyggð-
inni störfuðu við mikla erfiðleika
og i mörgu ekki mikið frábrugðið
því, sem frumherjar þeirra áttu
við að stríða, flestir við einangrun
og miklar vegleysur. Þetta reyndi
ég, þegar ég fór fyrst til læknis-
starfa út i afskekkt læknishérað
fyrir 27 árum.
En fólkið þar þekkti erfið-
leikana og kunni að takast á við
þá. Harðbýlið hafði agað og rutt
mannlífinu vissan farveg og því
lögmáli laut allt. Þar ríkti hjálp-
semi og gestrisni.
Gamla bændamenningin hélt
um stjórnvölinn, kjalfestan, sem
við áttum og máttum ekki missa.
Heimilin héldu vörð um sina.
Rúm var til fyrir alla, bæði unga
og aldna, jafnvel þótt sjúkir
væru. Flakkarinn átti vist nætur-
skjól og var velkominn á bæina,
og niðursetningurinn undi við
sitt, jafnvel þótt hann væri á
nokkrum bæjum til skiptis. Þeir
tímar gátu ekki boðið betra.
Ég er þakklátur fyri að hafa
kynnzt þessu tímabili og skyggnst
inn fyrir fortjald liðins tíma.
En starf læknisins gat minnt
mig á Færeyingana heima á
Bakkafirði, þegar ég var drengur.
Þeir réru lífróður með netstubb-
ana sina á eftir sildinni, þegar
þeir sáu hana vaða, þvi að þá fyrst
höfðu þeir möguleika á því að
veiða hana.
en aðalandstaðan af opinberri
hálfu hefur komið fram i
Nepal. Biendra konungur bar
fram formleg mótmæli til
indversku stjórnarinnar og lét
það átölulaust þótt kínverska
sendiráðið I Kathamandu hefði
i frammi harða gagnrýni á Ind-
verja. í þokkabót þóttist hann
ekki taka eftir ýmsum mót-
mælaaðgerðum, sem fram fóru
í höfuðborginni og beindust
gegn verzlunum og fyrirtækj-
um i eigu Indverja.
Nepal er einnig landlukt riki
og er mjög háð Indlandi, hvað
snertir viðskipti og flutninga.
Hins vegar getur það státað af
allstyrkri stöðu á alþjóðavett-
vangi, og hefur það stjórnmála-
samband við mörg ríki i Asíu,
Evrópu og víðar. Ennfremur
hefur það náin og vinsamleg
samskipti við Kína, Sovétríkin
og Bandaríkin og hefur því að-
Eins var með störf okkar lækna
I afskekktum héruðum. Við höfð-
um oft fyrst möguleika á þvi að
snúast gegn sjúkdómunum, þegar
hann kom upp á yfirborðið, en á
þvf var lika hægt að læra.
SAMBAND LÆKNA OG
SJUKLINGA
Flestir íslenzkir læknar hafa til
skamms tfma verið heimilis-
læknar, ekki aðeins héraðs-
læknar, heldur einnig langflestir
læknar í Reykjavík og öðrum
kaupstöðum, jafnvel þeir sem
starfað hafa á sjúkrahúsum. Þeir
hafa sinn vissa hóp sjúklinga, sem
hefur leitað til þeirra með öll sin
vandamál. Læknarnir hafa því
kynnzt einstaklingnum vel, ekki
aðeins sjúkdómum hvers ein-
staklings, heldur líka fjölskyld-
unni I heild og öllum félagslegum
vandamálum sem geta verið
margvisleg, ekki sízt í nútima
þjóðfélagi. Það er tvímælalaust
bezt fyrir lækni að þekkja
sjúkling sinn, og ekki síður nauð-
synlegt sjúklingnum að vita,
hverjum hann felur umsjá sína og
umönnun.
SÉRHÆFING
En stórstígar framfarir i lækna-
visindum hafa leitt til þess, að
læknar hafa þurft að sérhæfa sig í
starfi, og þá er svo komið að marg-
ir læknar, sérstaklega í Reykja-
vík, vinna eingöngu á sjúkrahús-
um, og svo sérfræðingar i borg-
inni, sem vinna eingöngu að sér-
grein sinni, svo að þeir annast
ekki aðra sjúklinga daglega, en þá
sem berast til þeirra eftir þeim
leiðum. Þá hafa störf læknanna
hér í Reykjavík á siðustu árum
mótast af þessu, svo að nú er svo
komið, að nokkur fjöldi lækna
sinnir aðeins heimilislækningum
eins og kunnugt er.
En þar er lika breyting á næsta
leyti, sem mun verða rædd af
yngri læknum siðar i þessum
greinaflokki.
stöðu til að láta I ljós þann ugg,
sem rikir þar, sem og í grann-
ríkjunum. Afleiðingin er sú, að
skugga hefur borið á samskipti
Indlands og Nepal. Indverjar
hafa m.a. krafizt þess að Nepal-
búar greiði markaðsverð í
reiðufé fyrir oliu og oliuvörur
frá Indlandi. Og til marks um
vanþóknun sína sendu þeir
aðeins varaforseta sinn til
hátiðahalda, sem fram fóru ný-
lega í Kathamandu i tilefni af
krýningu konungs.
Þessum viðsjám veldur eink-
um tortryggni og vantrú á þá
yfirlýsingu Indverja, að það
hafi einungis verið að óskum
íbúa Sikkims, sem landið var
limað inn í Indland. Þær sjón-
hverfingar, sem Indverjar hafa
haft í frammi til að færa sönnur
á þessa staðhæfingu sína, hafa
ekki borið tilætlaðan árangur.
Menn visa óspart til ummæla
Sardar Swaran Sing, fyrrum
utanrikisráðherra, sem hann
viðhafði á síðasta ári, og voru á
þessa lund: „Við munum virða
sjálfstæði Sikkims. Allt tal um
innlimun og sameiningu er út í
hött.“
Þegar málið er grannt skoðað
kemur í ljós, að unnið hefur
verið að innlimuninni vendi-
lega af hálfu Indverja eftir
þaulundirbúinni áætlun, enda
þótt þeir hafi ævinlega skotið
sér á bak við Landhup Dorji
Kazi. Hann var valdamikill
þingmaður í Sikkim og gekk
með miklum ákafa undir vagn
Indverja. Það var í apríl 1973,
að stjórnin I Nýju Delhi aðstoðr
aði hann við að setja á svið
uppreisn I landinu eftir stórsig-
ur Þjóðarflokks Sikkims, en
Indverjar óttuðust, að flokkur-
inn myndi styðja kröfur
Chogyals um algert sjálfstæði
rikisins.
Þar sem Chogyal hafði eng-
um her á að skipa neyddist
hann til að leita ásjár hjá Ind-
verjum. I stað þess að verða við
beiðni hans um herstyrk, eins
og gert var ráð fyrir í samningi
Indlands og Sikkims frá árinu
1950, veitti fulltrúi Indverja í
Sikkim, Kazi og mönnum hans
leyfi til þess að ráðast inn í
Gangtok, höfuðborg rikisins.
Þegar konungshöllin hafði
verið umkringd var Chogyal
neyddur til aó afsala sér
völdum.
Markmiðið með uppreisn
Kazi var sagt vera að koma á fót
lýðræðislegri stjórnskipan i
Sikkim, en völd konungs voru
færð í hendur indversks stjórn-
anda, sem er algerlega einráð-
ur, i senn þjóðhöfðingi, for-
sætisráðherra og þingforseti.
Það var undir stjórn hans sem
þingið i Sikkim „fór þess á Ieit“
að landið yrði sérstakt ríki í
Indlandi, en „krafðist" siðan
algerrar innlimunar.
Smám saman var Chogyal
einangraður frá þjóð sinni og
stjórn. Þegar hann bar fram
mótmæli, réðust indverskir
hermenn á lifvörð hans 9. april
sl. og afvopnuðu hann, og sjálf-
ur var konungur ásamt fjöl-
skyldu sinni hnepptur í stofu-
fangelsi. Þar var honum haldið
jafnvel án simasambands við
umheiminn, þar til lokaatriði
leiksýningarinnar höfðu verið
til lykta leidd með dæmafáum
flýti.
Með þvi að efna til sýndar-
þjóðaratkvæðagreiðslu töldu
Indverjar, að þeir gætu léð
töku landsins lýðræðislegra
yfirbragð. Atkvæðagreiðsla
þessi fór fram 14. apríl sl. og til
hennar var boðað með aðeins
þriggja sólarhringa fyrirvara.
Þar með var hið 400 ára kon-
ungdæmi úr sögunni og landið
sameinað Indlandi, en einu
mennirnir, sem börðust fyrir
því, voru Indverjar og ungir
stuðningsmenn Kazi.
Nýja tilskipunin, sem þingið í
Nýju Delhi hefur fallizt á, felur
það i sér, að konungsveldi er
afnumið I Sikkim, og landið
verið 22. riki Indlands. Kazi er
ráðherra, en hefur aðeins völd
að nafninu til, og það er ind-
verskur rikisstjóri, sem hefur
bæði töglin og hagldirnar í
rikinu.
Ef til vill mætti réttlæta
þessar aðgerðir vegna hinnar
hernaðarlega mikilvægu legu
Sikkims. Aðalleiðirnar tvær um
Himalayafjöll frá Tibet til
Vestur-Bengal liggja um
Sikkim, og norðurlandamæra
ríkisins er gætt af 25.000 ind-
verskum hermönnum. En sam-
kvæmt sáttmála Sikkims og
Indlands frá 1950 hafði stjórn-
in I Nýju Delhi varnarmál rikis-
ins algerlega í hendi sér, svo og
utanríkis- og samgöngumál.
Ennfremur veitti sáttmáli þessi
henni aðstöðu til að fylgjast
náið með og hafa áhrif á innan-
ríkismál Sikkims, einkum hvað
varðaði lög og rétt i rikinu.
I ljósi þessa hefur Indverjum
aldrei stafað hin minnsta hætta
af Chogyal og hugmyndum
hans um aðild að Sameinuðu
þjóðunum og viðurkenningu
konungdæmisins Sikkims á al-
þjóðavettvangi. Látið hefur
verið í veðri vaka, að Sikkim-
búar hafi verið kúgaðir undir
oki lénsskipulags. Undir því
yfirskini er taka landsins á eng-
an hátt réttlætanleg, þvi að
staðreyndin er sú, að sam-
kvæmt stjórnarskrá frá 1953 er
ráð gert fyrir miklu víðtækari
völdum þingsins en í stjórnar-
skránni frá 1974, sem Indverjar
neyddu upp á þjóðina.
Staðreyndin er hins vegar sú,
að Indverjar, sem haldnir eru i
ríkum mæli þjóðrembingi og
sjálfbyrgingshætti, áttu erfitt
með að þola þetta litla litrika
konungdæmi i næsta nágrenni
við sig, konungsríki, sem hafði
á að skipa gneistandi þjóð-
höfðingja með rætur i jarðvegi
Búddatrúarmanna í Tíbet.
Hann hafði áunnið sér vinsæld-
ir um heim allan, og drottning
hans, var bandarísk stúlka
Hope Cooke, sem dró að sér
athygli hvaðanæva úr heimi.
Framhald á bls. 35