Morgunblaðið - 20.06.1975, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. JÚNI 1975
33
VELVAKAINIDI
Velvakandi svarar I slma 10-100
kl. 1 0.30 — 1 1.30, frá mánudegi
til föstudags.
0 Hvað gerir fólk
á svona stöðum?
Hólmfrfður Bjarnadóttir á
Hvammstanga skrifar og hefur
hún sjálf sett fyrirsögn:
„Laugardaginn 8. maí síðastlið-
inn birtist i Lesbók Morgunblaðs-
ins grein eftir einhverja Stein-
unni Sigurðardóttir undir yfir-
skriftinni „Enginn steig á stól i
Sjallanum". Höfundur hafði farið
með vinkonu sinni, Önnu, til
Akureyrar, nú fyrir síðustu
páska, með áætlunarbifreið frá
Norðurleiðum.
Skrif þessi eru öll í hæsta mát
ósmekkleg og lítt til þess fallin að
auka hróður höfundar.
Þó keyrir um þverbak lýsing á
Hvammstanga. Þar segir. „Sem
dæmi um aimennan óyndisleik
staðarins má nefna bleikt, grænt
og fjólublátt hús, sem hefði þess-
vegna getað'verið hús Hryllings-
ins hroðalega. „Og litlu siðar.
„Það kom mjög óvart, að þarna
yfirgáfu rútuna nokkur falleg
börn og hvernig þau þrífast á
svona stað — get ég aldrei skilið.“
Hver er meiningin með svona
ósvífni?
Hvar á þessi kona heima? Er
þar enginn sem þorir að mála
húsið sitt eins og hann langar til?
Ósköp er hún eitthvað óupplýst.
Veit hún ekki, að „svona staðir"
eins og hún orðar það, eru ein-
hverjar hollustu æskustöðvar sem
Island á í dag?
Hér verða allir að vera virkir, í
starfi og leik, yngri sem eldri.
Hún hefur víst ekki séð félags-
heimilið okkar, glæsilegt.nýbyggt
hús i miðju þorpinu, sem gegnir
mikilvægu hlutverki í öllu félags-
lifi hér? Barnaskólann, sem
ásamt nýjum einbýlishúsum fyrir
starfslið stendur efst i þorpinu?
Sparisjóðinn, sem ávaxtar fé
héraðsbúa og lánar til uppbygg-
ingar heimila og atvinnufyrir-
tækja, bæði til sjós og lands?
Sjúkrahúsið okkar, þar sem
aldraðir og sjúkir njóta aðhlynn-
ingar og nýir íbúar sjá dagsins
ljós í fyrsta sinn? Öll nýju húsin,
sem risið hafa á undanförnum
árum og eru að rísa? Hér er mikið
byggt og hingað vill unga fólkið
flytjast, en þar er húsnæðisskort-
ur eitt helzta vandamálið.
Lifið á „svona stað“ er um
margt fjólbreyttara og ánægju-
legra en t.d. í okkar ágætu höfuð-
borg, að henni ólastaðri. Skyn-
samiegra hefði nú verið fyrir
konu þessa að kynnast staðnum
og íbúum hans, skrifa síðan eða
skrifa hreinlega ekki. Það er ekki
gert á fimm mínútum að kynnast
þorpi á borð við Hvammstanga.
allir að hann hefði ekki getað
dregist eftir jörðinni hvað þá
gengið. Nú var hann horfinn!
Og ekkert fannst í öllum þess-
um glösum!
— Kannski glasið sem Le
Pommeret drakk úr hafi verið
þvegið... Ég veit það ekki... það
var svo mikil ringulreið á öllu,
sagði Emma.
Húsráðandi Le Pommerets
sagði eitthvað I sama dúr. Ilún
hafði þvegið upp nokkur af glös-
unum.
Ernst Miehoux var enn jafn
grænn I framan, en virtist nú
hafa mestar áhyggjur af hunds-
hvarfinu.
— Sá sem hefur sótt hann hefur
komið yfir garðinn... kannski er
inngangur hafnarmegin... Það
verður að læsa honum, lögreglu-
foringi... Annars... Þér verðið
að athuga að það hefur einhver
komið eins og ekkert væri og bor-
ið hundinn burt f fangi sér!
Það leit cinna helzt út fyrir að
hann þyrði ekki að víkja af vett
vangi og hann hélt sig eins langt
frá dyrunum og mögulegt var.
5. kafli
Maðurinn frá Cabelou
Klukkan var átta að morgni.
Það kemur i ljós í greininni, að
höfundur mun vera kunnugur í
Skaftafellssýslu og þykir héraðið
fagurt og mikilfenglegt, er ég
henni þar sammála. Það er vissu-
lega ánægjulegt, að hún kann að
meta landið, þar sem hún þekkir
það. Ef þessa annars óupplýstu
konu langar að koma hingað í
kynnisför (og bjóða vinkonu
sinni með) yrði það áreiðanlega
ánægjulegt fyrir þær báðar.
Skal ég með ánægju vera þeim
til leiðsagnar og opna augu þeirra
fyrir því að þessi „óyndislegi stað-
ur“ er um margt forvitnilegur.
Hér i sýslu eru frægir sögustaðir,
náttúrufegurð viða mikil og
mannlff hér er með ágætum. Við
Húnvetningar unum þvi hinsveg-
ar illa, að þeir sem um veginn
fara, ati okkur auri í opinberum
fjölmiðlum.
Hólmfrfður Bjarnadóttir,
Hvammstanga."
# CIAogKGB
Húsmóðir skrifar:
„Bandarikjamenn eru að láta
rannsaka vinnubrögð leyniþjón-
ustu sinnar, þvi að þeim mislika
vinnubrögð hennar. Vitnazt hef-
ur, að hún hafi njósnað um gerðir
margra í Bandarikjunum sem er
frjáls þjóð og liður ekki slíkt.
Þessu er öðruvisi farið f Rúss-
landi, þar sem leyniþjónustan
gerir annað og meira en að fylgj-
ast með þvi, sem fólkið í landinu
tekur sér fyrir hendur. Þar hefur
leyniþjónustan beinlínis áhrif á
allar gerðir fólksins.
í heimildakvikmynd um KGB,
sem sýnd var hér i sjónvarpi á
dögunum, sá maður þetta allt. I
hverjum einasta skólabekk i öllu
Rússlandi, frá því að barnið kem-
ur fyrst i skóla, er a.m.k. einn i
bekknum, sem vinnur fyrir KGB.
Hann njósnar um bekkjarsystkini
sín og svo auðvitað foreldra sína.
Á öllum vinnustöðum er sama lag-
ið haft. Þetta kom m.a. fram i
sjónvarpinu i fyrra, þar sem i ljós
kom, að það tekur aldrei minna
en þrjá mánuði að fá leyfi til að
ferðast úr landi, og það leyfi fæst
alls ekki ef viðkomandi þykir gott
í staupinu eða ef hann hefur verið
orðaður við einhvers konar laus-
læti.
Mikið mundum við geta sparað i
erlendum gjaldeyri ef þessi hátt-
ur væri hafður á hér á landi.
Ef einhver á vinnustað kvartar
eitthvað um laun eða vinnuaðbún-
að, þá er sá fljótt sendur i ein-
hverjar fangabúðir.
Svona er þetta í kommúnista-
rikjunum og er hræðilegt. En það
er ekki alveg búið með starfsemi
K.G.B. Leyniþjónusta þessi vinn-
ur ekki siður i öðrum löndum en
heima fyrir, og er rétt að fylgjast
svolítið með því.
£ Kvennaþing
Nú i ár er haldið kvenna-
þing I tilefni af kvennaárinu i
Mexió-borg.
Hvaða heimsráðstefnu hefði
verið hægt að halda þar, hefði
rússneska sendiherranum þar
tekizt að koma fram byltingar-
áformum sínum þar árið 1971?
Hann vann að þessu i tvö ár og
var búinn að senda marga læri-
sveina í Lúmúmba-háskólann I
Moskvu og þaðan i þjálfunarbúðir
skæruliða i Norður-Kóreu.
Búið var að velja byltingardag-
inn og var ráðgert að kveikja i á
15 stöðum I Mexíkó-borg sam-
timis. Þetta var stoppað á siðasta
augnabliki. Síðan fréttist lítið frá
Mexíkó þar til nú, að halda á þar
þing, sem vonandi verður merki-
legt. Þær konur, sem það sitja,
hafa gott af því að hugleiða
hvernig ástandið hefði verið þar
nú, hefði KGB tekizt að koma
fyrirætlunum sínuin i fram-
kvæmd þar árið 1971.
Það þýðir litið að vera að tala
um frið, ef fyrirtæki eins og KGB
á að starfa áfram i öllum löndum.
Fyrst er að útrýma kommúnis-
manum, sem engin mannréttindi
leyfir, — og siðan er hægt að
heimta jafnrétti kynjanna.
Húsmóðir."
HOGNI HREKKVISI
BRONCO-eigendur
sem eiga KONI höggdeyfa í pöntun eru beðnir
að hafa samband við okkur sem allra fyrst.
(Heimasími verslunarstjóra 1-1 8-35).
SMYRILL h.f.
Ármúla 7. — Sími 8-44-50.
KSÍ
KRR
I. deild
Laugardalsvöllur
KR — Víkingur
leika í kvöld kl. 20
K.R.
ELTON JOHN — Captain Fantastic.
THREE DEGREES — Take Good Care
PILTON — Second Flight
Z Z TOP — Fandango
BAD COMPANY — Streight Shooter
JAMES GANG — Newborn
CARY SIMON — Playing Possom
JOHN DENVER — Evening with J.D.
og fleiri
KING CRIMSON — USA
KEN HENSLEY —Eager to Please
DR. HOOK — Ballad of Lucy Jordan
RICK DERRINGER — Spring Fever
JOAN BAEZ — Diamonds and Rust
DEEP PURPLE — 24 Carat Purple
IAN HUNTER — lan Hunter
J. LODGE & HAYWARD — Blue Jayes
JANIS JOPLIN — Original Soundrack
BEATLES — allar plöturnar, ensku útg.
Nú hann er farinn að húsvitja?
03^ SIGGA V/GGA £ *í/LVtRAkl
\\VO$r0ÍI ÍG A9 GIYTA0
yallík, )óa m 9imsiGG4?
m xw £KKI
tF7ÍR Wí wm
W L\ST m TÁ,
UVOA Mí'w?
vtyottf £117 ÍG GlVTta
YALLMQA )0XUGGA1