Morgunblaðið - 20.06.1975, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.06.1975, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. JUNl 1J97J Viðtal við Þórð Þorbjarnar- son, borgar- verkfræðing Farið að líta á sorp sem verðmæta uppsprettu hráefna Þessi nýja skolphreinsistöð ( Seattle er svo hreinleg og falleg að sjá að engum óviðkomandi gæti komið til hugar hvað þar fer fram. KITT af erfiðuslu og (Ivruslu viðfangsefnum horga er að losna með viðunandi hall i við sorp og skolp, þólt það liggi ekki ( augum uppi nema þar sem þclla verk- efni er ekki loysl sa-milega af liemli. I Keykjavík iögðusl l. d. IiI um 5(i þúsund lonn af sorpi á árinu 1974 eða um GGO kg. á fbúa. Þcgar slofnunin „Independence Foundation", sem hefur aðselur í Phila- delphiu í Bandarfkjunum bauð Þ(>rði Þ. Þorbjarnarsyni borg- arverkfræðingi að koma lil Bandaríkjanna á sfðaslliðnu hausli og kynna sér eillhvað, sem snerti starf hans, þá bað hann um að fá að kynna sér moðforð á sorpi og mögulcika á cndurvinnslu úr því. f öðru lagi að fá að sjá hvað Bandaríkja- menn gera við sill skolp, en nú eru þeir farnir að hreinsa upp ár og völn svo sem kunnugl er. Af pcrsónulcgum áhuga bað hann þar að auki um að fá að kynna sér ra’ktun á fiski IiI álu, og ennfremur að kynnast þvf með hvaða hætli Bandarfkja- menn nýla sér jarðhila til raf- orkufranileiðslu. — Ástæöan til þess, að ég valdi þessi viðfangsefni var m. a. sú, að við hér í Reykjavík stöhdum andspænis þeiin vanda, að sorphaugarnir í Gufunesi endast ekki að eilífu og möguleikar á landfyllingu eru takmarkaðir, ef litið er fram í tímann, sagði Þórður til skýringar, er blaðamaður tók að spyrja hann urn ferðina, og hvað hann hefði séð gagnlegt. Meðferð og hreinsun á skolpi vildi ég kynnast af gefnu tilefni vegna áforma Reykjavíkur- borgar og nágrannasveitarfél- aganna um úrbætur á holræsa kerfi höfuðborgarsvæðisins. Þótl vandi okkar hér á þessu sviði sé ekkert í likingu við vandamál Bandaríkjamanna hvað þetta snertir, þá er altént fróðlegt að sjá, hvað þeir eru að gera. Mjög mikil vakning hefur orðið í Bandaríkjunum á und- anförnum árum hvað snertir mengun umhverfisins, enda hafa þeir í því landi mörg sorg- leg dæmi þess, hvernig um- gengni mannskepnunnar og sambúð er við móður jörð. — Á árinu 1972 settu Banda- ríkjamenn löggjöf um hreinsun á ám og vötnum, og til þessa verkefnis var gert ráð fyrir niestu fjárveitingu, sem þá hafði verið veitt til eins mála- flokks. Þetta var rammalöggjöf um það, er þeir vilja stefna að i þessum málum, en að visu hafa efnahagserfiðleikar þar í landi skorið niður fjárveitingar til þessara mála eins og annars staðar. Umhverfismálastofnun Bandaríkjana EPA setur staðla og hefur eftirlit með mengun í öllum Bandaríkjunum, hvort sem það er nú á láði eða legi eða i lofti. ffún hefur 11 höfuð- stöðvar í landinu og 9000 manna starfslið, heldur Þórður áfram útskýringum sfnum. EPA veitir fé til tilrauna af ýmsu tagi með nýjar aðferðir vegna meðferðar og ekki sfzt endurvinnslu á sorpi. Banda- ríkjamenn eru sú þjóð jarðar, sem eyðir mestu hráefni og orku, en sú kollsteypa, sem hefur oröið nú á seinustu tim- um í verölagi orku og hráefna, hefur orðið þess valdandi, að menn beina nú augum sínum að sorpi þannig, að það er farið að líta á það sem verðmæta uppsprettu hráefna. — I þessum efnum sá ég þarna fyrst slika tilraun í Dela- wareríki. Þar er tilraunaverk- smiðja, sem tekur við húsa- sorpi, iðnaðarsorpi og bolnfalli úr skolphreinsistöð í nágrenn- inu. Vinnsla þess er í stuttu máli í því fólgin, aö sorpið er malað og tætt í vélum og síðan er greint i þar til gerðum vél- um, en aðferðin byggist á loft- greiningu. Þá skiljast hin iétt- ari, lífrænu efni frá því, sem þyngra er, þ.e. málmum, grjóti, gleri, sandi o.s.frv. Þá er tínt út stái með rafseglum, en málmar, aðrir en járn, eru flokkaðir með fyrrnefndri blástursgreiningu, og gieri er síðan hægt að nú sérslaklega út í vélum sem byggjast á lögmálum ljós- fræðinnar. Tæknilega er jafn- vel hægt að greina gler eftir lit í þessum vélum, ef nauðsynlegt reynist, og fer það eftir því hvers konar vöru menn vilja búa til úr þessu gleri. Banda- rikin eru markaðsþjóðfélag, og því er leitað eftir því að greina sorpið í ýmiss konar sölu- varning. I Delaware er t.d. skarni veruleg söluvara. Stafar þetta af því, að í Delaware eru ræktuð um 80% af öllum svepp- um, sem framleiddir eru í Bandaríkjunum. Hin hefð- bundna ræktunaraðferð fer fram i hrossaskit og hálmi, en þar sem hrossum fer nú fækkandi er þessi aðferð ekki lengur fyrir hendi. Skarninn, sem þarna er framleiddur, hefur reynzt svo vel, að hann gefur 30% vaxtaraukningu miðað við hefðbundnar að- ferðir. Skarninn, sem fæst úr þessum lífrænu hráefnum, er alveg Iaus við bakteríur. Vandi flestra stórborga er nú orðinn svipaður og vandi Reykjavíkur verður innan skamms, þ.e. að ekki er fyrir hendi land til að grafa í sorp. Delawareríki hefur ennfremur sérstöðu að því leyti, að landið er flatt og grunnvatnsborð ekki nema 2 fet undir yfirborði, og því er útilokað að grafa þar sorp, nema þá með geysilega dýrum ráðstöfunum, þ.e. að gera vatns- þétt lag undir sorphauginn áður en fylling hefst i hann. Með því að vinna sorpið á þann hátt sem gert er í þessari til- raunaverksmiðju þarna suður í Delaware fæst markaðsvara úr 76% þess þunga, sem inn í verksmiðjuna fer. Verksmiðjan tekur daglega við 406 tonnum og nýtir þar af 310 tonn. Fram- leiðslan skiptist þannig, að skarni er 156 tonn, stál 34 tonn, ál og kopar 4‘A tonn, kolefna- sambönd 20 tonn, pappír 5 tonn, gler 36 tonn og eldfimt gas 54 tonn, og fyrir allt þetta er markaður þarna á svæðinu. — Gætum við hugsanlega fengið markað fyrir slík efni hér f Reykjavfk? — Eins og kunnugt er starf- rækir Reykjavíkurborg sorp- eyðingarstöð, sem nú er orðin alltof litil og tekur aðeins við um 7700 tonnum á ári. Skarni frá verksmiðjunni hefur verið markaðsvara f Reykjavik. Areiðanlega mætti endurbæta stöðina eða e.t.v. byggja nýja, og skilja þar málmana úr sorp- inu, og ef vió fáum málm- bræðslu, þá eru þeir ágætt hrá- efni. I okkar sorpi virðist vera mjög mikið af timbri, og úr því mætti örugglega búa til þilplöt- ur og því um líkt, svarar Þórð- ur. — Frá Philadelphiu hélt ég til Washington og fékk þar tækifæri til að ræða við starfs- menn EPA, en þaðan hélt ég til Ohio, lítiis bæjar að nafni Franklin. Þar er önnur verk- smiðja sem að hluta er byggð fyrir atbeina EPA, en byggir á öðrum forsendum en verk- smiðjan í Delaware. Þar' er allur pappir greindur úr sorp- inu á þann hátt, að allt sorp- magnið er sett malað í stóra geyma, blandað rækilega með vatni og síðan er hrært í öllu saman með kröftugri skrúfu. Flýtur þá pappírinn upp í grautnum sem settur er á síu og pappírstrefjarnar flokkaðar eftir lengd i tvo flokka. Þá er pappírsgrautnum dælt áfram í leiðslu yfir götuna, en þar er verksmiðja, sem býr til þak- pappa. A þessum slóðum er ekki markaður fyrir skarna, og þvf er afganginum af lifrænu efnunum brennt ásamt botn- falli úr skolphreinsistöð, sem líka er þarna á næstu grösum. Lifræni úrgangurinn hefur mikið hitagildi, og hitinn er nýttur til að brenna botnfallinu úr skolphreinsistöðinni. — Gætum við hugsanlcga nýtt sorp á þennan hátt I pappfrsvinnslu? — Endurvinnslu á pappír er þannig háttað, að hráefnið nýt- ist yfirleitt í næsta gæðaflokk pappirs fyrir neðan gæðaflokk hráefnisins. T.d. myndi dag- blaðapappír væntanlega nýtast til framleiðslu á umbúðapappa. Eins og ég tók fram áður þurfa ætið að vera sérstakar forsend- ur fyrir hendi, þegar meta skal endurvinnslugildi sorps. Alltaf er þetta spurning um, hvað er ódýrast, svarar Þórður þessari innskotsspurningu, en heldur svo áfram: Á grundvelli þeirrar reynslu, sem fæst þarna i Franklin, hefur verið ákveðið að reisa verksmiðju í Hamp- stead á Long Island, sem er milljón manna bær. Líklegt er, að sorpið þar hafi svipaða sam- setningu og í Reykjavík, þvi að þar er ekki mikið um iðnað, mest íbúðarhverfi. Sú verk- smiðja á að byggja á því, að öllu lífrænu sé brennt og með því framleidd gufa til raforku- vinnslu, og er áætlað að þar fáist nægilega mikil orka til þess að fullnægja um 15% af raforkuþörf bæjarins. Ur verk- smiðjunni munu auk þess fást um 40 þúsund tonn af stáli á ári, 20 tonn af gleri og 5 þúsund tonn af áli, sem sent verður í málmbræðslur og glerverk- smiðjur. Það, sem skiptir hér máli, eins og annars staðar, er nálægð við markað fyrir hrá- efnin. Hér hefðum við áreiðan- lega ekki markað fyrir gler, en sennilega fyrir stál og aðra málma. — Nú verðum við að finna lausn á sorpeyðingarmálum hér á höfuðborgarsvæðinu. Hvað getum við gert? — Góð lausn væri, ef við gæt- um aukið framleiðslu á skarna og fundið markað fyrir hann. Hreinsitjarnir f hinni nýtfzkulegu skolphreinsistöð f Seattle. Þarna fer fram svokölluð fyrsta hreinsun, sem tekur um 70% af Iffrænum efnum úr skolpinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.