Morgunblaðið - 20.06.1975, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. JÚNl 1975
7
r
Að fara í gegn
um sjálfa sig
ÞEGAR þeir taka á
honum stóra sínum,
Þjóðviljamenn, og á þá
rennur berserksgangur,
eru fáir fimari þeim að
fara í gegn um sjálfa sig,
rökfræðilega séð. Þetta
kemur einkar skýrt I Ijós
I skagtingi þeirra þessa
dagana í garð sjávarút-
vegsráðherra. Þeir
leggja á það höfuð-
áherzlu að halda því að
lesendum sínum, að ráð-
herrann sé sérstakur
talsmaður undanláts-
semi og samninga við
erlendar f iskveiðiþjóðir
um fiskveiðar á íslands-
miðum. Með þessum
skrifum sfnum varpa
þeir kastljósi
almenningsálitsins ótvf-
rætt að afstöðu þing-
manna Alþýðubanda-
lagsins til þeirra
samninga, sem síðastir
voru gerðir á þessum
vettvangi, samningun-
um við Breta í lok
þorskastrlðsins svo-
kallaða.
Allir þingmenn
Alþýðubandalagsins,
greiddu atkvæði á
Alþingi með þessum
samningum og þeim
veiðiheimildum, er þeir
fólu f sér. Núverandi
sjávarútvegsráðherra
greiddi hinsvegar at-
kvæði gegn þeim.
Matthias Bjarnason
sýnist þvi vilja meiri var
færni i samningum við
útlendinga um veiði-
heimildir, en forystu-
menn Alþýðubandalags-
ins, t.d. þáverandi sjá-
varútvegsráðherra þess,
Lúðvík Jósepsson. er
þessi mál heyrðu undir,
er fyrrnefndir samningar
vóru gerðir. Helftin af
höggum þeirra Þjóðvilja-
manna nú hittir því for-
ystumenn Alþýðubanda-
lagsins, sem að visu eru
ekki óvanir asnaspörk-
um úr þessari áttinni.
Hinsvegar er flestum
Ijóst að heilbrigt sam-
starf við aðrar þjóðir,
t.d. um eðlilegar
friðunaraðgerðir gagn-
vart ofveiddum fisk-
stofnum, og samningar
er brytu niður tollmúra á
æskilegum mörkuðum
Fslenzkra sjávarafurða.
geta verið ef rétt er
á málum haldið,
Islenzkum málstað og
hagsmunum jákvæðir.
Víxlsöngur
og tvíhyggja
Hitt árásarefnið á
sjávarútvegsráðherra er
álika mótsagnakennt.
Hann er sakaður um að
gripa ekki tafarlaust inn
F togaradeiluna svoköll-
uðu með stjórnaraðgerð-
um. í þessu efni er
skemmst að minnast
gagnstæðrar afstöðu
Þjóðviljans til stjórnar-
aðgerða af þessu tagi er
sett vóru bráðabirgðalög
til lausnar vinnudeilu F
verksmiðjum rFkisins
(áburðarverksmiðju,
kFsilgúrverksmiðju og
sementsverksmiðju). Þá
átti Þjóðviljinn ekki til
nógu sterk orð til að for-
dæma þá gjörð. til að
hafna þvF sem nú er
heimtað. Þannig er vFxl-
söngurinn og tvíhyggjan
F Þjóðviljanum. Skoð-
anaskipti eru skriffinn-
um blaðsins jafn auð-
veld og fataskipti. Af-
staða þeirra jafn ótrygg
og Fslenzk veðrátta. En
hætt er við að mál-
flutningur af þessu tagi
missi marks og verði
léttvægur fundinn á
vogarskálum lesenda
blaðsins.
Vonbrigði Þjóðviljans
yfir gjörðum samningum
á almennum vinnumark-
aði hafa komið í Ijós
með margvFslegum
hætti. Við erfiðar að-
stæður tókst að miðla
málum á þann veg, að
flestir geta vel við unað,
og þjóðin IFtur þvF bjart-
ari augum fram á veginn
en ella. Vonandi ber sú
viðleitni. sem nú er við
höfð til lausnar togara-
deilunni, tilætlaðan
árangur.Og vFst er að
bæði sjávarútvegsráð-
herra og ríkisstjórnin
hafa sýnt einlæga við-
leitni í þá átt. Hitt er svo
annað mál hvort Þjóð-
viljinn muni heilshugar
fagna útþurrkun þessa
eina dæmis um óleysta
deilu á islenzkum vinnu-
markaði. ÞvF blaði lætur
betur að þykjast en vera
í raun.
Ómaklegar árásir
Þjóðviljans á sjávarút-
vegsráðherra nú, er að-
stæður kalla á þjóðar-
einingu og samstöðu
vegna væntanlegrar út-
færslu fiskveiðilögsög-
unnar ! 200 sjómílur,
hafa þá hlið alvarlegasta
að vera tilraun til að
rjúfa skarð i þá einingu,
sem erforsenda farsælla
lykta F þessu stærsta
hagsmunamáli þjóðar
innar i dag.
Vélskornar túnþökur til sölu
Heimkeyrðar ef óskað er.
Upplýsingar í síma 2084 Akranesi.
Rowenfa.
Djúpsteikingar-
pottur.
IKrómaður eða
I matt ál.
Heildsólubirgðir:
Halldór Eiriksson & Co
SFmi 83422 *
DUNLOP
Lyftaradekk
Isabel
Perón
- forseti
óstýr-
látrar
þjóðar
Maria Estela Martinez er upp-
runnin i La Rioja, fögru, en bláfá-
tæku fjallahéraði F vesturhluta
ArgentFnu, og þar sá hún fyrst
dagsins Ijós fyrir 44 árum. Nú
gengur hún undir nafninu Isabel
Perón og gegnir forsetaembætti F
Argentínu. f engu öðru landi Róm-
önsku Ameríku situr kona F æðsta
embætti. Þar er meiri velmegun
en annars staðar ! þessum heims-
hluta, en sviptingar eru þar lika
tiðari.
Fyrir 9 mánuðum tók hún við
forsetaembætti við lát eiginmanns
sFns, Juan Perón, sem orðinn var
þjóðsagnapersóna i lifanda IFfi. Æ
sFðan hafa tröllauknir erfiðleikar
blasað við henni. Starfsemi rót-
tækra skæruliðahópa færist i vöxt.
Pólitisk morð hafa verið framin
svo að hundruðum skiptir, hættu-
legur klofningur er orðinn I hreyf-
ingu Perónista og orðasveimur
um, að herinn muni brátt hrifsa á
ný til sín völdin, sem hann afsal-
aði sér fyrir tveimur árum, fer
vaxandi.
Ekkert i fortið hennar bendir til
þess, að hún hafi hugað á stjórn-
málaaframa i heimalandi sFnu.
Það var ekki fyrr en hún kynntist
Juan Perón árið 1956, að sú braut
hennar var ráðin.
Hún var i dansflokki, sem kall
aði sig „Joe Heralds Ballet" og
skemmti I skuggalegum nætur-
klúbbi F Panamaborg, þegar kunn-
ingi hennar að nafni José López
Rega kynnti hana fyrir Perón, sem
nýlega hafði verið hrakinn frá ein-
ræðisvöldum F Argenttnu og lifði
nú góðu IFfi F útlegð. Honum leizt
vel á þessa smávöxnu dansmey og
með þeim tókst ástarsamband,
sem endaði með hjónabandi.
Isabel Perón ávarpar verkalýð
Argentfnu.
Hann var sextugur, en hún 25 ára.
Maria Estela hafði tekið upp
nafnið Isabel, þegar hún hóf dans-
feril sinn. Hún var dóttir banka-
starfsmanns i borg, þar sem hvit-
flibbastörf eru mjög lágt launuð,
en þess hins vegar krafizt, að
menn i slikum stöðum beri sig
rikmannlega. Hún lauk aldrei
skólanámi heldur lá leið hennar til
höfuðborgarinnar Buenoz Aires i
von um skjótan frama á sviði
skemmtanalifsins, eins og tFtt er
um unglingsstúlkur utan af landi.
Þar sem hún var góður dansari
tókst henni að hasla sér völl F
skemmtanaiðnaði landsins, þar
sem siðferði er á lágu stigi, og
takmark ungra stúlkna er að næla
sér t ríkan eiginmann. Þvi marki
hafði hún svo sannarlega náð,
þegar hún giftist Perón.
En ekki var hún komin i neina
friðarhöfn með þessu hjónabandi.
Fyrst bar raunar litið á henni. Að
eðlisfari er hún feimin og hlédræg
og sér fyllilega meðvitandi um
menntunarskort sinn og óglæsi-
lega fortið. Hún virtist vel til þess
fallin að lifa óbreyttu IFfi sem
eiginkona auðugs einræðisherra !
útlegð. Sviptingarnar F argentisk-
um stjórnmálum urðu hins vegar
til þess að ýta henni fram á sjónar-
sviðið.
Hver ríkisstjórnin af annarri
hrökklaðist frá völdum I Argentinu
og að sama skapi magnaðist eftir-
sjá verkalýðsins eftir hinum blóm-
legu valdadögum Peróns. Hann sá
sér leik á borði og tók að gera
áætlanir um að snúa heim. Sjálf-
um var honum óheimilt að koma
til landsins, og þv( greip hann til
þess ráðs að senda Isabel til Buen-
os Aires F október 1965 til að
freista þess að bræða saman hinar
sundurleitu fylkingar stuðnings-
manna hans.
Þetta var sannkölluð eldskírn.
Hópar yfirstéttarfólks flykktist að
l)ótelinu. þar sem hún bjó i mið-
borginni, og æpui: „Hóra.
Skepna. Norn" Ennfremur var
steinum kastað að húsinu. Isabel
beit á jaxlinn, brosti og sat undir
svFvirðingunum. Þetta var per-
sónulegur sigur fyrir hana ! erfiðri
aðstöðu, en ekki var laust við að
hún mætti fyrirlitningu hjá Perón-
istum sjálfum.
Eftir þvi sem skuggi Peróns
færðist yfir ArgentFnu og heim-
komudagurinn, 20. júnF 1973,
nálgaðist, tók að reyna á þolrifin i
Isabel. í fyrstu reyndu hún að likja
eftir fyrri konu Peróns, Evitu, sem
átt hafði óskipta hylli fjöldans, þar
til hún lézt úr krabbameini árið
1952. Hún tók upp sömu hár-
greiðslu og Evita, og reyndi að
tala til fólks á sama hátt og hún.
En þetta tókst ekki, svo að hún
sneri við blaðinu og tók að koma
fram á þann hátt, sem henni var
eiginlegur. Hún gerði sér grein
fyrir, að hún myndi aldrei öðlast
þann sess F hugum ArgentFnu-
manna, sem Evita hafði átt, og ef
hún reyndi það, myndi það verða
til þess eins að ýfa upp gömul sár.
Eftir heimkomuna tilnefndi
Perón hana aðstoðarforseta og
smám saman fór hún að falla bet-
ur að hlutverkinu, sem henni hafði
- T^F!-----
THE OBSERVER
(
~C
Eftir James Neilson
verið valið. Undir handleiðslu Per-
óns tók hún að skeggræða við
ýmsa leiðtoga, svo sem Páfann,
Francisco Franco og Mao Tse
tung. Hrukkurnar i andliti hennar
skerptust og fas hennar mótaðist
æ meir af virðuleikablæ. Glottið á
andliti fólksins stirðnaði og tvi-
ræðar sögur urðu æ fáheyrðari.
Smám saman öðlaðist hún þegn-
rétt, ef svo má segja.
Nú hefur hún engan til að styðj-
ast við. Hún aerir sér grein fyrir
Framhald á bls. 35
23x5 650x10
25x6 750x10
27x6 825x10
18x7 27x10-12
29x7 700x12
500x18 600x15
21x8-9 700x15
600x9 750x15
700x9 825x15
AUSTURBAKKI
TSÍMi: 38944
Djúpbrenndir
(underglaze)
Gefnir verða út m.a. 2000 tölusettir plattar í
tilefni 100 ára búsetu íslendinga í Manitoba,
helmingur upplagsins verður sendur vestur um
haf. Verð kr: 2.500 -
Plattarnir eru til sölu í verzlununni eftir því, sem
þeir koma úr framleiðslu.
Pantanir óskast sóttar.
Sendum í póstkröfu.
Gler & Postulín
Hafnarstræti 1 6 — sími 24338.