Morgunblaðið - 21.06.1975, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 21.06.1975, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. JÚNÍ 1975 3 Ný hljómplata og afmæl- istónleikar til heiðurs Maríu Markan sjötugri MARlA Markan óperusöngkona á sjötugsafmæli miðvikudaginn 25. júnf. I tilefni afmælisins hafa milli 30 og 40 einstaklingar staðið að útgáfu hijómplötu með söng Mariu. Á plötunni eru 16 lög, og hefur upptaka farið fram á ýms- um tímum. Sú fyrsta er frá árinu 1933, og sú síðasta 1970. Þetta er I fyrsta sinn, sem gefin er út hijómplata með söng Maríu Markan hér á landi, og sumar þær upptökur, sem á hljómplötunni eru, hafa aldrei verið fáanlegar á Marfa Markan. Myndin er tekin er hún var á hátindi frægðar sinn- ar og söng við Metropolitan- óperuna I New York. almennum markaði né heyrzt I útvarpi. Platan er gerð á vegum Fálkans, en fyrirtækið á útgáfu- rétt á flestum upptökunum, en Skartgripa- þjófnaður SKARTGRIPAÞJOFNAÐUR var framinn í gullsmíðavinnustof- unni Aðalstræti 12 í Reykjavík i fyrrinótt. Gat var brotið á sýning- arglugga og síðan hefur þjófurinn smeygt hendinni inn um gatið og tekið tvö verðmæt gullarmbönd, nokkuð breið. Söluverðmæti þeirra er talið vera 150 þúsund krónur. Kona sem býr i húsinu heyrði þegar rúðan var brotin og hringdi til lögreglunnar en þjóf- urinn var á bak og burt þegar hún kom á vettvang. Frímerkjauppboð FRlMERKJASAFNARAR eru minntir á uppboð Félags frf- merkjasafnara, sem haldið verð- ur í dag kl. 14.30 f ráðstefnusal Hótels Loftleiða. Uppboðsefnið verður til sýnis frá kl. 13. 90 þús. kr. stolið BROTIZT var inn f mannlausa fbúð á Melunum í fyrrakvöld. Höfðu þjófarnir á brott með sér 90 þúsund krónur I peningum. Málið er óupplýst, en rannsóknar- lögreglan f Reykjavík vinnur að rannsókn þess. Ekki talinn í Kfshættu KONAN, sem varð fyrir bifreið á Hringbraut, skammt frá Gamla Garði, á fimmtudaginn, liggur nú á gjörgæzludeild Borgarsjúkra- hússins. Hún er mikið slösuð, fót- og lærbrotnaði á hægra fæti og hlaut auk þess höfuðmeiðsl og skrámur. Hún er þó ekki talin vera í lífshættu. Konan er norsk að þjóðerni, 66 ára gömul og var stödd hér f skemmtiferð. ein var fengin frá RCA- fyrirtækinu í Bandarfkjunum. Sigríður Thorlacius ritar umsögn á plötuumslagið, en hún skráði ævisögu Marfu Markan, sem út kom fyrir nokkrum árum. Annar liður í hátíðahöldum vegna sjötugsafmælis Maríu Markan eru hljómleikar, sem verða i Austurbæjarbíói á mið- vikudagskvöldið. Þar koma fram tuttugu einsöngvarar: Inga María Eyjólfsdóttir, Jón Viglundsson, Guðmundur Jónsson, Sigurveig Hjaltested, Snæbjörg Snæ- bjarnardóttir, Hreinn Líndal, Sól- veig Björling, Ólöf Harðardóttir, Garðar Cortes, Sigríður E. Magnúsdóttir, Guðrún Tómasdótt- ir, Þorsteinn Hannesson, Elin Sig- urvinsdóttir, Ragnheiður Guðmundsdóttir, Jón Sigur- björnsson, Svala Nielsen, Krist- inn Hallsson, Rut L. Magnússon, Ingveldur Hjaltested og Magnús Jónsson. Undirljeikarar eru Ölaf- ur Vignir Albertsson, Gústaf Jó- hannesson, Krystyna Cortes og Agnes Löve. Á efnisskránni eru islenzk lög, „lieder“, þjóðlög og öperuaríur. I hljómleikaskránni segir m.a.: „Alltof lítið af söng Maríu hefur geymzt á hljómplötum, en nú um þessar mundir er komin á markað ein hljómplata með úrvali af þvf, sem varðveitt er. Verður það nokkur upprifjun þess unaðar, sem mörg okkar geyma í minni, er hin volduga og blæbrigðarfka rödd söngkonunnar veitti okkur innsýn í dýrðarheim tónlistarinn- ar, heim, sem aðeins opnast fyrir túlkun frábærra listamanna. Fá- tækleg er tjáning skrifaðra orða til að þakka slíkar stundir. Megi þeim listamönnum, sem með þessum hljómleikum hylla óperusöngkonuna Mariu Markan, auðnast að tjá aðdáun og vináttu okkar allra, sem auðgazt hafa af kynnum við hana, hina göfugu konu og frábæra listamann." Eins og fyrr segir verða tónleik- arnir á miðvikudagskvöld og hefj- ast þeir kl. 19. Aðgöngumiðar verðaseldir í Austurbæjarbíói. Ngr útibússtjóri Útvegsbankans í Kópavogi A FUNDI bankaráðs Utvegs- banka Islands 19. júnf 1975 var Loftur J. Guðbjartsson ráðinn úti- bússtjóri bankans f Kópavogi frá 1. ágúst 1975 að telja. Loftur J. Guðbjartsson er fædd- ur 5/6 1923 og hefur verið starfs- maður Utvegsbankans síðan í árs- byrjun 1959. Hann var ráðinn for- stöðumaður hagdeildar bankans 30. marz 1971 og hefur gegnt þvi starfi siðan, að þvi er segir i fréttatilkynningu frá Útvegs- bankanum. Frá aðalfundi Sölusambands fslenzkra fiskframleiðenda. Ljósm. Mbl : Sv. Þorm. AÐALFUNDUR S.Í.F.: Saltfiskur fyrir 6,5 j// W* Tómas Þorvaldsson var m 1 wwt/t/J\M/t Mwm • endurkjörinn formaður. TIL MARKS um það hvað saltfiskur hefur lækkað i verði á síðustu mánuðum má nefna að nýlega var samið um sölu á allt að 900 lestum af smáum fiski til Grikklands fyrir um það bil 35% lægra verð en í aðalsamningnum á sl. ári. Á næstu mánuðum mun S.Í.F. Ijúka við að afhenda saltfisk I samninga að upphæð 6,5 milljarðar kr. Þetta kom m.a. fram á 42. aðalfundi Sölusambands ísl. fiskframleiðenda, sem haldinn var I Reykjavík I gær. Á fundinum var Tómas Þorvaldsson endurkjörinn formaður S.f.F. Á fundinum kom fram, að menn eru mjög óánægðir með að fá ekki breytingu á viðmiðunargjaldi úr verðjöfnunarsjóði og lögð var fram tillaga þess efnis, að kosinn yrði 1 maður úr hverjum landsfjórðungi til að vinna að þessu máli. Þá kom einnig til tals að flytja saltfarma til fslands með sömu skipum og flytja fiskinn út og að Sölusambandið annaðist sjálft innflutning á umbúðum og fleiri vöruflokkum, sem saltfisk- verkendur nota mikið. Yfir 100 fulltrúar voru mættir á fundinn og rlkti mikill einhugur á honum, en þetta er fjölmennasti aðalfundur S.f.F. siðan 1968. ekki farið dult með það, að ég álit að hin stóraukna sókn gefi ekki nálægt því þann árangur, sem skyldi, hvað þá æskilegan. Árið 1970 var vertiðarafli bátaflotans rúmlega 81% meiri heldur en 1975. og ennfremur árið 1970 var vertiðarafli bátaflotans 20% meiri heldur en heildarvertíðarafli báta og togara samanlagt árið 1975. Það þarf ekki að fjölyrða um þessar tölur, þær tala sinu máli, en hið alvarlegasta við þessa þróun er að sjálfsögðu það, að allar líkur benda til þess, að þessi stóraukna sókn, sem ekki nær f skýrslu stjórnar kom fram, að heildarsaltfiskframleiðslan á tima- bilinu janúar-mai 1975 varð alls 94.100 lestir upp úr sjó en í fryst- ingu fóru 113.800 lestir. þannig að saltfiskverkunin hefur sótt mjög á frystinguna, sérstaklega vegna hins háa verðs, sem fékkst fyrir fiskinn í fyrra og hitteðfyrra. f upphafi fundarins minntist Tómas Þorvaldsson förmaður S.f.F. látinna félaga S.f.F. frá þvi að siðast var komið saman og þeirra 19 sjómanna, sem fórust á s.l. ári og þeirra sem fórust i snjó- flóðunum i Neskaupstað þann 20. desember s.l. Siðan sagði Tómas: „Við setningu siðasta aðalfundar fyrir ári ræddi ég þá geysilegu verðbólgu, sem leikið hafði is- lenzku þjóðina grátt siðustu miss- erin þar á undan. Þá nefndu sér- fræðingar rikisstjórnarinnar ástandið hættu-ástand og jafnvel var búizt við þvi, að atvinnulíf þjóðarinnar i öllum greinum biði alvarlegt afhroð. Sem betur fer varð það ekki algjört, en hins veg- ar varð alkunnugt skipbrot I sam- starfi islenzku rikisstjórnarinnar snemma sumars, og verð ég að segja það, að oft hef ég staðið frammi fyrir skipbroti i orðsins fyllstu merkingu. og aldrei upplif- að annað en það, að stjórnendur berðust til hins ýtrasta fyrir fleytu sinni og a.m.k. kæmu ávallt sið- astir i land, eftir að hafa séð öllum sinum skipverjum bjargað á und- an, en i þessu skipbroti urðu sumir stjórnendur fyrstir og einir frá borði og létu öðrum skipverjum eftir að bjarga sér, þ.e.a.s. is- lenzku þjóðinni, og var þvi að loknum kosningum annarri stjórn- arfleytu ýtt úr vör, er var að nokkru leyti smiðuð upp úr hinni fyrri. Hún hefur haldizt á floti, eða a.m.k. marar i hálfu kafi, enda hafa skipverjar staðið ósleitilega við austurinn og er það virðingar- vert." Þá vék Tómas að þeim vanda- málum sem hrönnuðust upp á ár- unum 1971 — 1973, eins og óðaverðbólgu, óeðlilegri út- þenslu rikisins, þjónustugreina og s.frv. Sifellt yrði erfiðara að fá fólk til framleiðslustarfa, þar sem þjónustugreinarnar kölluðu til sín stærri og stærri hluta fólksfram- boðsins og ekki sizt að þær drægju til sin sifellt stærri og stærri hluta af fjármagninu." Þá sagði Tómas: „Á milli vertiðanna 1973 og 1974 urðu allverulegar hækkanir á útflutningsverði saltfisks. Þvi miður verður ekki sagt það sama um vertiðina, sem er nú nýafstað- in. Söluverð vertiðaraflans 1975 varð lægra en árið á undan, og til viðbótar koma svo stórauknar álögur, bæði aukin útflutnings- gjöld og auknar greiðslur i Verð- jöfnunarsjóð fram yfir það, sem öðrum greinum sjávarútvegs er gert að greiða. Það var öllum Ijóst á siðasta ári. að afkoma saltfisk- verkunar yrði nokkuð góð, og varð það til þess. að saltfiskframleiðsl- an á árinu 1974 varð töluvert meiri en hún hafði verið árin á undan. Sú aukning kom mest til á þann veg, að þau fyrirtæki, sem bæði verka i salt og frysta, stór- juku söltun á kostnað frystingar. Sú aukning, sem hér um ræðir, varð langmest i söltun á smáfiski, sem reyndist afar erfitt að selja fyrir viðunandi verð seinni hluta ársins 1974, og er útlitið enn verra nú. Ég hefi áður vikið að þvi opinberlega, i hversu alvarlega átt stefnir með smáfiskadráp okkar (slendinga og annarra hér á islandsmiðum, og ég hef heldur einu sinni að halda sama afla- magni og fyrir 5 árum siðan, sé einnig mjög skaðleg fyrir fisk- stofnana kringum landið, þar sem smáfiskadráp virðist færast mjög i aukana, og er þvt ástæðulaus sá ótti, sem fram hefur komið. a.m.k. i náinni framtið, að þorskfiskurinn verði ellidauður á fslandsmiðum. Þá hafa gæði aflans versnað til muna vegna þess að meðaltals útivistartimi hinna nýju smáfisk- drápstækja er u.þ.b. 12—13 dag- ar og verður því aflinn 2ja til 3ja vikna gamall, þegar hann er unn- inn til útflutnings. Hver hefði trú- að þvi fyrir 5 árum, ef islenzku þjóðinni hefði verið sagt það. Nú má enginn skilja orð mín svo, að mér sé ekki Ijós nauðsyn þess, að viðhalda fullri atvinnu I hinum dreifðu byggðum landsins, en mér er mjög til efs, að hér sé um annað að ræða en fljótfærnislega bráða- birgðalausn, sem þegar hefur orð- ið Islenzku efnahagslifi um megn, og verði þjóðinni dýrkeyptari en e.t.v. nokkurn grunar. Ég itreka enn það, sem ég hef áður sagt, að það væri fróðlegt að gera sér grein fyrir þvi, hvers virði hann væri okkur eftir u.þ.b. þrjú ár sá smá- fiskur, sem er deyddur i ár, að sjálfsögðu að gefnum þeim for- sendum, að við nýtum einir okkar Framhald á bls. 18 Tómas Þorvaldsson í ræðustól á aðalfundi S.Í.F. I gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.