Morgunblaðið - 21.06.1975, Síða 5

Morgunblaðið - 21.06.1975, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. JUNI 1975 5 Samtök fót- og munnmálara kynna starfsemi sína: Láta bœklun ekki aftra sér frá listsköpun HER á landi er staddur forseti samtaka myndlistarmanna, sem vinna ýmist með fótum eða munni vegna lfkamlegrar bækl- unar. Dr. Stegmann stofnaði sam- tökin árið 1956 og eru nú í þeim 84 listamenn í 29 löndum, auk aukafélaga. Dr. Stegmann lamaðist þegar hann var þriggja ára að aldri, en fékk mátt í fætur og lærði að ganga síðar. Hann hefur hins veg- ar aldrei getað notað hendur sín- ar. Hann segist eiga foreldrum sinum mikið að þakka, því að þau hafi ekki umgengizt sig sem ósjálfbjarga einstakling í upp- vextinum, heldur hafi þeir látið hann bjarga sér sem mest sjálfur. Dr. Stegmann fékk snemma BHM gagnrýnir ráð- herra og kjaradóm Launamálaráð Bandalags há- skólamanna hefuy sent frá sér yfirlýsingu þar sem lýst er yfir óánægju með úrskurð Kjaradóms 4. júní s.l. Ennfremur segir, að svo virðist sem Kjaradómur hafi hagað störfum sínum skv. fyrir- framákveðnum forsendum, sem ætlaðar hefðu verið til að hafa áhrif á gang mála á almennum vinnumarkaði. Þá gagnrýnir launamálaráðið fjármálaráðherra, sem það telur ekki hirða um, hvort starfsmenn ríkisins njóti kjara, sem sambæri- leg séu við kjör viðmiðunarhópa. Hreint É tí^land I fagurt I Innd I LANDVERND áhuga á myndlist og stundaði tré- skurð fram eftir aldri. Hann gekk í myndlistarskóla með heilbrigð- um nemendum og náði þar ótrú- legum árangri, og sfðar vaknaði hjá honum áhugi á að stuðla að því, að þeir, sem væru líkt settir og hann, nýttu hæfileika sina og þroskuðu þá eftir föngum með það fyrir augum að hafa list sína sér til lífsviðurværis. Samtök fót- og munnmálara, eins og nafnið útleggst, hafa að- setur sitt í Sviss. Félagar halda þing á þriggja ára fresti. Þeir hafa nána samvinnu með sér, styrkja félaga til myndlistarnáms og hafa samvinnu um sölu á lista- verkum sinum. Tilgangur samtakanna er fjór- þættur: Að leita fatlaðra, sem hafa listræna hæfileika, selja framleiðslu félaganna, tryggja velferð þeirra á allan hugsan- legan hátt og sýna umheiminum, að enginn þarf að gefast upp í lífsbaráttunni þótt hann geti ekki unnið með höndunum. Samtök félaga eru starfandi i hverju aðildarlandi, en samtökin hafa haldið sýningar um víða veröld. Þá er gefið út upplýsinga- rit á tveggja mánaða fresti. Að sögn dr. Stegmann eru inntökuskilyrði í samtökin ströng og fjallar dómnefnd, skipuð vel- metnum og alheilbrigðum lista- mönnum, um hverja umsókn. Samtökin hafa áhuga á að vita hvort hér á landi eru ekki einstak- Iingar, sem áhuga hefðu á inn- göngu, og fer nú fram kynning starfseminnar hér á landi. I því skyni heldur dr. Stegmann sýningu fyrir vistmenn og starfs- fólk að Reykjalundi í kvöld, en á þriðjudaginn verður hún endur- tekin i húsi Sjálfsbjargar i Reykjavik. Þar mun dr. Stegmann mála og sýna kvikmynd, sem gerð hefur verið um þessa sérstæðu listsköpun. Óttar Halldórsson starfar fyrir samtökin hér á landi. Nýlega voru send út kort með eftirprentunum eftir listamenn í samtökum fót- og munnmálara, en sala kortanna er liður í starfseminni. Dr. Stegmann kynnti áhugafólki og blaöamönnum list sína aó Hótel Loftleiðum í fyrradag. Meðal þeirra, sem við- staddir voru, var Vilhjálmur Hjálmarsson menntamálaráð- herra og herra Sigurbjörn Einarsson biskup, og gerði dr. Steg- mann andlits- mynd af biskupi. Breidd 2,54 cm X lertgd 1,93 cm. Breidd 2,54 cm X lengd 2,54 cm. Breidd 2,54 cm X Iengd3,16cm. Breidd 2,54 cm X lengd 3,78 cm. Blómaval, garðgróðurhúsið Eigum ennbá til allar stærðir af vinsælu ál-gróðurhúsunum. STÆRÐIR. Góðir greiðsluskilmálar. blómouol _*■_r* - Gróðurhúsið v/Sigtún Símar 36770 — 86340 Félagsgarður Kjós Haukar, Laukar, Sparibaukar Dúndurhressir eftir túrinn Norður Sætaferðir frá BSÍ, Hafnarfirði, Borgarnesi og-Keflavík. Sérstök kynning: Hin bráðefnilega hljómsveit Gugga Sveins

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.