Alþýðublaðið - 07.09.1958, Qupperneq 5
Su.nnudagur 7. sept. 1958
5
'A 1 þ ý 8 u b 1 a 8 | 8
Vigur í ísafjarðardjúpi. — Ljósm.: Ragnar Guðmundsson.
ERÁ RAUÐASAN'DI héldum
við ti) Patreksfjarðar og síð-
an til Breiðuvíkur og Hvallátra-
Þaðan var gengið á Látrabjarg.
Við gengum á bjargið, þar sem
það er hæst (441 m.), sam-
kvæmt kortum virðist þar heita
Kritsnakinn. Bjargið er þver-
hhípt að kalla niður í sjó, en
víða gróið, enda fuglalíf mikið
í bjarginu. Svo kveður Jón
Helgason í kvæðinu Áfangar:
• ;« * ,
,,A)votur stendur upp að knjám
öldubrjóturinn kargi
kagandi fram á kalda röst
kvikur af fuglaþvargi;
býsn eru meðan brothætt jörð
brestur ekki undir fargi
þar sem, á hennar holu skurn
Maðið var Látrabjargi“.
Innar með bjarginu er strand
staðurinn, þar sem ,,björgunar-
afrekið við Látrabjarg“ var
unnið við hin erfiðustu skil-
yrði, sem margir kannast við
af frásögn og úr kvikmynd, og
lengi mun í minnum haft. —
Bjargtangar á Látrabjargi er
vestasti oddi landsins, Hval-
látur vestasti bærinn. I baka-
leiðinni komum við í Breiðu-
vík og fengum þar hinar ágæt-
ustu viðtökur. Um kvöldið var
haldið til Sauðlauksdals og
tjaldað við dálítið vatn inni í
dalnum. Morguninn eftir, 7.
ágúst, skoðuðum við staðinn.
Svo einkennilega vildi til, að þá
Úr sumarleyfinu. III.
voru liðin nákvæmlega 199 ár
siðan fyrst var gróðursett kart-
afla í íslenzkri mold, en. það
gerði sr. Björn Halldórsson,
bóndi í Sauðlauksdal 7. ágúst
1759 ,að því er talið hefur ver-
ið. Síðan hafa Islendingar verið
kartöfluætur og geta nú varla
kartöflulausir lifað, þótt ekki
sé nema nokkra daga- Sr. Björn
Halldórsson var mikill búnaðar
frömuður og framkvæmdamað
ur. Hann lét byggja heljarmik-
inn varnargarð niður við sjó-
inn, til að hefta sandfok og upp
blástur. Var garðurinn nefnd-
ur Ranglátur. Munu bændur
hafa verið ófúsir til verksins.
Sér enn greinilega merki garðs
ins.
Frá Sauðlauksdai var hald-
ið inn fyrir botn fjarðarins og
til Vatneyrar við Patreksfjörð.
Allt í einu stóðum við í „þorp.
inu“ hans Jóns úr Vör, sem nú
mun að vísu mikið breyt.t frá
því, er hann stóð þar í fjöru
með fóstru sinni og horfði eftir
litlum báti. Ég geng niður á
malarkambinn við sjóinn og
rifja upp erindi úr ,,Þorpinu“:
„Enginn slítur þau bönd,
sem hann er bundinn
heimahögum sínum.
Móðir þín
fylgir þér á götu, er þú leggur
af stað út í heíminn,
en þorpið fer með þér alla leið.“
Reykháfurinn á Hesteyri. —^ Ljósm.: Ragnar GuSmuntlsson,
Eftir örstutta viðdvöl kveðj-
um við „þorpið“ og höldum
ferðinni áfram yfir til Tálkna-
fjarðar og um Tunguheiði til
Bíldudals.
Á Bddudal var meiningin að
fá bat og ferju með fólkið og
bílinn yfir Arnarfjörð. Meðan
beðið var eftir ferjunni, var
ekið inn í Suðurfirði, Fossfiörft,
Reykjarfjörð og Trostansfjörð.
í Trostansfirði fórum við í
skeljafjöru, og höfðu ýmsir
á brott með sér ígulker og
hörpudiska og fleiri góða gripi.
Þarna setti Ragnar fararstjóri
á flot gúmbát, sem hann hafði
meðferðis ,og reri á haf út, en
fiskarnir hoppuðu og dönsuðu í
kringum hann og undruðust
stórlega þessa skrýtnu sjókind,
sem komin var mitt á meðal
þeirra. Um kvöldið var bíllinn
ferjaður yfir fjörðinn og sung-
ið svo hátt, að undir tók í öll-
um fjöllum Arnarfjarðar. Við
lentum að Auðkúlu, næsta bæ
við Rafnseyri, fæðingarstað
Jóns Sigurðssonar. Síðan var
búið upp á „klárinn“ í skvndi
og ekið inn að Dynjandi og
tjaldað þar seint um kvöldið
— til tveggja nátta.
—o—
Næsti dagur var notaður til
að skoða umhverfið. Fyrst var
haldið að Mjólká, sem fellur í
Börgarfjörð í Arnaitftirði, og
Mjólkárvirkjunin skoðuð. —
Mjólkárvirkjunin á að nægja
fyrir Vestfirði alla að undan-
skildum ísafirði. Er virkjunin
langt komin, verður væntan-
lega lokið einhverntíma í sept-
ember í haust. Var þegar lok-
ið tengingu við Þingeyri. Er
þetta hið myndarlegasta mann-
virki. Seinni part dagsns skoð-
uðum við Fjallfoss eða Ðynj-
andi,. eins og hann er oftast
nefndur í daglegu tali, og aðra
fossa í Dynjandiá. Dynjandi
þykir einn fegursti foss lands ■
ins. Hann er um 100 m. hár og
30 m. breiður, þar sem hann
fellur fram af brúninnl, en
helmingi breiðari neðst. Neðan
við Dynjandi eru fimm minni
fossar, sumir hin mesta meist-
arasmíði. Vonandi verður þess
langt að bíða, að nauðsynlegt
verði að taka þessa fögru fossa
tii virkjunar.
- Eftir tveggja nátta dvö) í Arn
aríirði var búizt til brottferð-
ar. Nokkrir fóru með bílum
þjóðveginn t'l Dýrafjarðar. —
En flestir hugðust ganga á
Glámiu og þaðan nið.ur í
botn Dýrafjarðar. — Gang-
an á Glámu var ákaflega
létt og auðveld, enda er þetta
ekki mikið fjall, aðeins 920 m.
á hæð. En útsýni af hæsta
tindi hennar, Sjónfríð, er
meira pn margur mundi ætla
að! óreyndu. Þeir, se.m lengst
sáu og vildu gera hlut Glámu
sem stærstan og beztan, töldu
sig sjá í níu eða tíu sýslur
landsins en þá var líka öilum
klókindum beitt í útreikningi.
En hvað sem þv líður, þá hygg
ég, að enginn verði fvrir von-
brigðum, sem gengur á Glámu
og nýtur útsýnis þar, í björtu
veðri og góðu skvggni. Jónas
Hallgrímsson skrifar árið 1840:
„Illur vegur á Vesturlandi og
Gláma skást, því þar fer maður
á blessuðum jökli.“ Nú er þetta
mikið breytt. Vegirnir á Vest-
urlandi eru nú yfirieitt góðir
og jökullinn á Glámu farinn
veg allrar veraldar fyrir löngu.
Efti eru aðeins nokkrir snjó-
skaflar hér og þar í lautum og
brekkum.
Um kvöldið reistum yið tjöld
í Dýrafjarðarbotni.
—o—
Morguninn eftir var ekið að
Núpi í Dýrafirði. Það var bjart
yfir staðnum. Hópur fallegra
barna lék sér í grænu túni. —
Allir, sem að Núpi koma, skoða
garðinn Skrúð, sem þau hafa
ræktað og prýtt sr. Sigtryggur
Guðlaugsson og kona hans,
enda er garðurinn mikil staðar-
prýði. Þar hefur margt gott
urskilyrði og í íslenzkri mojtí.
Að lokinni heimsókn að Núpi,
'viir haldið yfir Gemlufjallsdal
og niður í Bjarnadal í Önundar
firði. Þar er Kirkjuból Guð-
mundar Inga:
, Eg treysti þér máttuga rnold
Ég er maður, ,sem gekk út
að sá“.
Síðan var ekið til Flateyrar.
Þar var að hefjast samkoma eða
hátíð Framsóknarmanna. Við
leituðum uppi veitingasölu og
fengum okkur kaffi og með því.
Ég held það búi gott fólk á Flat
eyri. Jólakökusneiðarnar voru
tveggja tommu þykkar. Nú var
ha Idið norður yfir Breiðadals-
heiði til ísafjarðar, en í leiðinni
var skotizt vestur yfir Botns-
heiði, svo að séð varð ofan í
Súgandafjörð. Hann er ekki
^ikill fyrir fjörð að sjá, en ber
þó sinn persónulega svip, ekki
ósnotran -Á ísafirði gistum við
tvær nætur og skruppum það-
an til Súðavíkur, Hnífsdals og
Bolungavíkur. Ekki v)i;rðuir
sagt, að það sé neinn nýtízku-
svipur á Súðavík eða Hnífsdal,
þó að sjálfsagf búi þar duglegt
og gott fólk, eins og anoars-
staðar á Vestfjörðum. Ef til vilt
eru atvinnuskilyrði þar miður
l'góð Bolungarvík er hins vegar
þokkalegt og myndarlegt kaup
tún og staðurinn sérlega við-
kunnanlegur.
■—o—
Á ísafirði var fenginn bátur
inn í Jökulfirði, allt norður til
Hesteyrar. Jökulfirðir eru nú
allir í eyði og sömuleiðis víkurn
ar þar fyrir norðan allt austor
til Reykjarfjarðar á Ströndum.
Áður var mikil byggð á þessu
Dynjandi í Arnarfirði. — Ljósm.: Helga Kristinsdóttir.
handtak verið unnið. Yfir dyr.
um garðsins stendur: „Maður-
inn sáir og plantar, Guð gefur
uppskeruna". En þó að garður-
inn sjálfur sé mikil staðarprýði,
þa eru þó kannski meira virði
þau áhrif, sem hann hefur haft
á þá, sem sótt hafa staðinn
heim og séð með eigin augum,
hve „fagran jarðargróða“ er
únnt að rækta við íslenzk veð-
svæði öllu, þó að afskekkt vaeri
og víða langt á milli bæja. A
Hesteyri er heldur óvirðule-gt
um að lítast. Af síldarverk-
smiðjunni stendur nú lítið eft-
ir annað en reykháfurinn. Sagt
er, að eigendurnir hafi afhent
ríkissjóði verksmiðjuna upp í
skatta, og virðist það ekki ó-
skynsamlega ráðið, Því næst
Framhalcí á 7. síðu.