Morgunblaðið - 21.06.1975, Page 9

Morgunblaðið - 21.06.1975, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. JUNÍ 1975 9 ÍMí ^safíðtónlist STUÐMENN birta manni verkið slaginu; allt efni er skráð eftir „SUMAR Á SÝRLANDI" með þrennu móti. f tónum, tali og myndum. RitmáliS vantar, og er þar kannski einn af göllunum viS útgáfuna, sem annars er yfirleitt stórgóS. ÞaS hefSi stzt veriS til skaða að hafa alla texta og hlut- verkaskipti meS á sér blaSi. Þessa plötu heyrSi ég fyrst fyrir 2—3 vikum, nánast fyrir tilviljun. Ég hafði gert mér ákveðnar hug- myndir um Stuðmenn eftir tvær litlar plötur, sem ÁÁ-hljómplötur gáfu út — „HONEY WILL YOU MARRY ME" og „GJUGG f BORG" (það er athyglisvert, að sú síðarnefnda hefur Ittið selzt), en góðir hálsar, „SUMAR Á SÝR- LANDI" er allt öðruvtsi. Að minu viti er hún með merkilegri rokk- tónlistarplötum, sem út hafa komið á þessu landi allt frá upphafi, og Ifkiega hafa Stuðmenn rétt fyrir sér f þvf, að þeirra músik sé sérfsfenzkt rokk. Aftur á móti lýsi ég mig f algerri óvissu um hvort þessi plata höfðar til ein- hvers verulegs fjölda. Að hluta kann það að vera fyrir það, að platan er soðin upp úr rótsterkri blöndu af Lýsergíð og THC. Slík efni eru bönnuð, skv. fslenzkum lögum. „SUMAR Á SÝRLANDI" er meira og minna samfellt verk af tónum, tali og myndum, eins og áður segir. Þó er eins og verkið sé ekki nægilega vel tengt, einkum tónlistarlega, fyrst þetta form var notað. Segir frá Reykjavfkur- töffara á leið á sveitaball. Hann er með „kollu" og hittir „skrflinn". Svo er farið á ball, fullt af pfum, dúndrandi fyllirf, gubbað, þuklað og „fílað f botn", mikið stuð. En svo allt f einu býður einhver upp á STUO. Og þá hefst ferðalagið til Sýrlands með viðkomu á Spáni, í Týröl og e.t.v. viðar. Þaðan er farið til Sýrlands og þar upplifað sumar. Eftir fremur misheppnað andaglas kemur til sögunnar sýrlenzki guðinn Lýsergfð En eins og Mannssonurinn, þá er komið niður úr hæðunum. Og þá er sviðið sama stoppistöðin og f upphafi. Sumri á Sýrlandi er lokið. Og þó, hvað er þetta á plötunni? Óskráð aukalag, sem heyrist ekki nema maður færi arminn á fónin- um sjálfur. Það er kannski „flash back" fundarins við guðinn Lýser- gfð. Textarnir eru margir mjög ein- faldir og svo lúmskt f þeim háðið, að maður má stórvara sig. (Kannski er ÞAÐ svo háðið og þá liggur maður laglega f þvf!) Aðeins einn er á ensku — og einn á dönsku, „Gi mig et billede". (Þar er raunar á ferðinni Box Tops-lagið „The Letter", þó þess sjáist hvergi getið á plötunni eða um- Stuðmenn. Hmmm. Alvarlegt mál.) Mikill fjöldi hljóðfæraleikara og aðstoðarfólks kom við sögu er platan var hljóðrituð f Lundúnum f vetur. Þar eru m.a. nokkrir þekktir brezkir hljóðfæraleikarar eins og Chris Spedding, John Baldry, Bill Bruford og Derek Wadsworth. Einnig Steinunn Bjarnadóttir, Björgvin Halldórsson(á skfnandi góða munnhörpu) og Jakob Magnússon — a.m.k. er hann skráður stjórnandi upptöku og höfundur mynda á umslagi ásamt einhverjum Livingstone. Hand- bragðið er frábært og öll höfum við einhversstaðar séð myndir eft- ir Livingstone áður, þó við kannski komum ekki fyrir okkur hvar f augnablikinu. Þannig er þvf með mig farið. Allt þetta fólk á að vera f Stuð- mönnum, að sögn þeirra. Aðal- stuðmennirnir eru þó fjórir — kannski fimm, ef bassaieikarinn frábæri er talinn með. Þessi stóri, þessi með dökku skeggrótina og sá minnsti, þeir eru allir skfnandi góðir söngvarar og Ifklega frumlegustu hljóðfæra- leikararnir líka. Ég hef jafnvel á tilfinningunni, að þeir séu alvar- legustu músfkantarnir — og sem betur fer eru þeir rétt að koma fram f dagsljósið þessa dagana. Gleðilegra er þó, að móttökur al- mennings hafa verið góðar. Landanum er Ifklega 'ekki alls varnað! Sá Ijóshærði er greinilega snjall hljóðfæraleikari og öll fram- leiðni er með slfkum ágætum, að hér fer ekkert á milli mála: við eigum vel þjálfaðan stúdíómann. Lögin eru misjafnlega góð, sum skfnandi eins og t.d. titillagið „Sumar á Sýrlandi" eftir þennan stóra, að ég held. Þá er Ifka áber- andi gott „i bláum skugga" eftir þennan litla. Þriðja lagið. sem verulega er hægt að hafa gaman af — og lendir einna helzt f óska- lagaþáttabransanum — er „Söng- ur dýranna f Týról". (Svo að allir séu jafnir, þá held ég að það sé eftir þennan með dökku skeggrót- ina). „Sumar á Sýrlandi" kemur mjög þægilega á óvart — en mað- ur þarf að hlusta á hana nokkrum sinnum. Hún er svo sannarlega þess virði. Og allir geta haft gaman Ifka. Meira að segja þeir, sem eru hrifnastir af þjóðarher- ópinu „Short og fáð'ér kondara". Þetta er góð plata og kostar 1 780 krónur út úr búð. Sfðast þegar ég keypti mér plötu, f kringum jólin minnir mig, kostaði hún rúmar 1100 krónur. Aðeins ein spurning: Hvernig ætli Páli H. þyki að gefa út fs- lenzka lýsergfðtónlist? —ó.vald. g ylfi Ægisson eða Change Samkvæml þeim tregnum, er Muttsíð- unni hafa borizt frá London, þá vinna liðsmenn „CHANGE“ um þessar mundir að gerð breiðplötu, sem þeir gera sér vonir um að eitthvert hinna stærri hljómplötufyrirtækja vilji kaupa og gefa út á alþjóðamarkaói. Mjög erfiðlega hefur gengið að fá staðfestar fregnir af hljómsveitinni og má telja skynsamlegt af Change að draga aðeins úr fullyrð- ingunum um velgengni sína þar ytra. Breiðplatan, sem út kom fyrir sfðustu jól. náði aldrei að komast á erlendan markað, þrátt fyrir liðsinni hins banda- rfska H.S. Barnums. Eins og Stuttsfðan greindi frá f sfðustu viku, þá er nú sam- starfi Change og Barnums endanlega lokið og mun hafa verið heldur fátt um kveðjur. Sigurður Karlsson, trommuleik- ari, er kom heim í stutt leyfi í vor. heyrðist meira að segja hvfsla á veitinga- stað, að Barnuni væri ekki annað en „skúrkur“. Stuttsfðan hefur fyrir satt, að er Change fóru á milli hljómplötufyrir- tækja f Bretlandi f vetur og vor, þá hafi þeir m.a. gefið forstjóruni og stórum- boðsmönnum kost á að heyra lag GYLFA ÆGISSONAR, „I SÓL OG SUMARYL“. með enskum texta eftir þá félaga. Vakti lagið áberandi mesta hrifningu af þeim lögum, sem hljómsveitin var með á efnis- skránni. Það skyldi þó aldrei verða Gylfi Ægisson, en ekki Change, sem ná heims- frægð. Það er fullur vilji og ásetningur Slutt- sfðunnar að grafast fyrir um hvað það er, sem RAUNVERULEGA er að gerast í málefnum fslenzkra rokktónlistarmanna á erlendri grund, og greina í þvf skyni matinn frá moð- inu. Lesendum verður hald- ið við efnið. —óv. SÍMIMER 24300 Til sölu og sýnis 21. 4ra herb. íbúð um 100 fm. á 1. hæð i járn- vörðu timburhúsi i eldri borgar- hlutanum. Hæðin er með harð- viðarinnréttingum og vönduð að öllum frágangi. Bilskúr fylgir. Steinhús um 75 fm. kjallari og hæð, ásamt rúmgóðum bilskúr i Vest- urborginni. Æskileg skipti á 3ja herb. ibúðarhæð í Vesturborg- inni eða þar i grennd. Steinhús 3ja herb. ibúð í Kópavogskaup- stað. Laust strax, ef óskað er. Útb. 1—116 millj., sem má skipta. 1, 2ja, 3ja og 4ra herb. ibúðir í eldri borgarhlutanum o.m.fl. IVjja fasteipasalan Laugaveg 1 f2 Simi 24300 utan skrifstofutíma 18546 Vallartröð Raðhús á tveimur hæðum, 3 svefnherb., bilskúr. Fasteignir óskast EIGIMA VIÐSKIPTI S 85518 ALLA DAGA ÖLL KVÖLD EINAR JÓNSSON lögfr. óskar eftir starfsfólki: SEYÐISFJÖRÐUR HVERAGERÐI INNRI NJARÐVÍK ÓLAFSVÍK Umboðsmenn óskast til að sjá um dreifingu og innheimtu. Mbl. uppl. hjá umboðsmönnum og á afgr. í síma 10100. Hafnfirðingar Hjón úti á landi óska að taka 2ja—4ra herb. íbúð á leigu frá 1 5—20 ágúst. Helzt á rólegum stað. Tilboð sendist Mbl. merkt: „Hafnarfjörður — 2660" fyrir 1. júlí. Til sölu fiskbúð Ein af bestu fiskbúðum bæjarins er til sölu. Fiskbúðin er í eigin húsnæði. Bifreið getur fylgt. Tilboð sendist Mbl. merkt: Fiskbúð — 4431. Aftur fáanleg íslenzk oröabók Menningarsjóös * Omissandi grundvallarrit. Veröur send í bókaverzlanir næstu daga. Takmarkaö upplag. Bókaútgáfa Menningarsjóös. VANTAR ÞIG VENNU (nj VANTAR ÞIG FÓLK í ÞÍ AUGLÝSIR UM ALI.T LAND ÞUGAR Þlí AUG- LÝSIR í MORGUNBLAÐINU

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.