Morgunblaðið - 21.06.1975, Page 11

Morgunblaðið - 21.06.1975, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. JUNl 1975 11 Islenskir félagsráðgjafar hafa safnað ýmsum upplýsingum um skipulag og uppbyggingu Breið- holtshverfisins f Reykjavík og verða niðurstöður þess eitt við- fangsefni ráðstefnunnar. RÆÐA VANDAMÁL HRAÐRAR UPPBYGGINGAR BREIÐHOLTSHVERFISINS Samtök norrænna félags- ráðgjafa halda dagana 21.—27. júní ráðstefnu hér á landi. Aðalefni ráðstefn- unnar verður fyrirbyggj- andi félagslegt starf, en þetta er fimmta ráðstefna norrænu samtakanna og hin fyrsta, sem haldin er á tsland’i. Þátttakendur í ráðstefnunni verða milli 80 og 90 félagsráðgjafar frá öllum Norðurlöndum auk ýmissa tslendinga annarra, sem sérstaklega hefur verið boðið til hennar vegna tengsla sinna við þá málaflokka, sem fjallað verður um. Eins og fyrr sagði er aðalefni ráðstefnunnar fyrirbyggjandi félagslegt starf en það efni er nú efst á baugi meðal félagsráðgjafa á öllum Norðurlöndum, þvf í starfi sínu verða félagsráðgjafar áþreifanlega varir við hve erfitt er að ná tilætluðum árangri m.a. vegna skilningsskorts stefnumót- andi manna á raunverulegri upp- sprettu félagslegra vandamála og á hvern hátt megi koma í veg fyrir þau. Þessi skoðun kom fram á blaðamannafundi hjá Stéttar- félagi íslenzkra félagsráðgjafa, sem það boðaði til I tilefni ráð- stefnunnar. A fundinum kom einnig fram, að markmið fyrirbyggjandi félagslegs starfs væri að vinna að bættu umhverfi og lífskjörum fólks. Þessu markmiði telja félagsráðgjafar að verði ekki náð nema með að kannað sé, hvað veldur félagslegum vandamálum og hvaða aðgerðir stuðla að endurbótum. I þeim tilgangi verða á þessari ráðstefnu tekin fyrir 6 viðfangsefni, sem öll fjalla um fyrirbyggjandi félagsleg störf. Fulltrúar frá hverju landi leggja fram eitt viðfangsefni nema hvað Norðmenn leggja fram tvö. Fulltrúar Islands leggja fram verkefnið BREIÐHOLT — félagsleg þjónusta í nýju Ibúðar- hverfi. Eins og kunnugt er hefur uppbygging Breiðholtshverfisins verið afar hröð, og ekki tekizt að hafa framboð ýmissar þjónustu í samræmi við þarfir. Af þessum sökum hafa skapazt ýmis vanda- mál innan hverfisins. Félagsráð- gjafar hafa tekið saman upplýs- ingar um skipulag og uppbygg- ingu hverfisins og þá sérstaklega Breiðholts III. Finnskir félagsráð- gjafar leggja fr^pi verkefni, sem fjallar um geðverndarstöðvar fyrir unglinga. Svíar taka til með- ferðar félagslega þjónustu við aldraða. Danir fjalla um samtök skjólstæðinga og hvernig virkja má samborgara til þátttöku i upp- byggingarstarfi. Norðmenn leggja fram tvö viðfangsefni. Fjallar hið fyrra um fyrirbyggj- andi æskulýðsstarfsemi en hið siðara um áfengisvarnir í at- vinnulífinu. öll þessi viðfangs- efni verða tekin fyrir í starfshóp- um, sem skila munu niðursiöðum. A ráðstefnunni verða flutt þrjú erindi. Gunnar Thoroddsen, Samnorrænn sjón- varpshnöttur innan 5 ára? Danska blaðið Berlingske Tidende skýrði nýlega frá þvf, að innan 5 ára væri tæknilega mögulegt að koma upp sam- eiginlegum gervihnetti til sjónvarpsútsendinga fyrir öll Norðurlöndin, þannig að f hverju landi væri á sama tima hægt að ná sjónvarpssending- um frá hinum Norðurlöndun- um, en þó með þeim hætti að sérstakur móttakari yrði að vera tengdur hverju tæki. Er verð á slíkum móttakara áætl- að um 40 þúsund fsl. kr. Skv. sænskri könnun á mál- inu mundi kostnaður við slfk- an gervihnött verða um 700 milljónir danskra króna, eða um 2 mifljarðar fsl. króna. Segir í niðurstöðum konnunar- innar að mögulegt sé að koma kerfinu upp fyrir lok þessa áratugs og mundi þetta kerfi auk þess að senda milli landa tryggja góð sjónvarpsskilyrði á ýmsum stöðum á Norður- löndum, sem erfitt hefur verið að ná til, einkum f N-Noregi. Mbl. bar þessa frétt undir Jón Skúlason póst- og sfmamála- stjóra og sagði hann að um- rædd könnun hefði ekki verið lögð fyrir íslenzka aðila til álitsgerðar, en hins vegar væri unnið að margháttuðum og vfðtækum könnunum f sam- bandi við gervihnött fyrir Evrópu, sem þá gæti bæði séð um sjónvarpssendingar og önnur alþjóðleg fjarskipti. Slfkt væri þó ennþá aðeins á rannsóknarstigi og engin ákvörðun verið tekin um fram- kvæmdir. félagsmálaráðherra, fjallar um þróun félagsmálalöggjafar á Is- landi, Páll Sigurðsson, ráðu- neytisstjóri, ræðir um heilbrigðis- mál á Islandi I ljósi nýrrar lög- gjafar, sem samþykkt var á sið- asta ári, og Jón Tynes, félagsráð- gjafi, fjallar um fyrirbyggjandi starf í heilbrigðismálum. Stéttarfélag félagsráðgjafa á Is- landi var stofnað árið 1964 og voru stofnfélagar þess 4. Starf- andi félagsráðgjafar hér á landi eru nú 16 og þar af starfa 6 hjá Reykjavíkurborg og fjórir hjá ríkisstofnunum. Aðeins einn félagsráðgjafi starfar utan Stór- Reykjavíkursvæðisins en það er á Akureyri. Formaður félagsins er Guðrún Kristinsdóttir. íslenskir félagsráðgjafar eru fámenn stétt. Hér á myndinni sést helmingur þeirra, sem starfandi eru. Talið frá v. Karl Marinósson, Jón Tynes, Sigrún Júliusdóttir, Margrét Margeirsdóttir, Sævar Guðbergs- son, Svava Stefánsdóttir, Sigrún Karlsdóttir og María Þorgeirsdóttir. Ibuð óskast Tæknifr. óskar að taka á leigu 3ja—4ra herb. íbúð. — Breiðholtshverfi væri æskilegt. Uppl. í símum 36251 og 32848. FlUðIR brimkló kvöld Munið tjaldstæðin. Sætaferðir frá B.S.Í. J Júdas Hvoií? Kiddi sýnir íkvöld járnhendina „Kungfu" Stórkostlegt stuð að Hvoli í kvöld. Munið sætaferðir BSÍ verður allt brjálað því Júdas mun?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.