Morgunblaðið - 21.06.1975, Side 12

Morgunblaðið - 21.06.1975, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. JONÍ 1975 Rætt við Adhemar Montagne, sendiherra r „Sjávarútvegurinn er okkur mjög mikilvægur því ha'nn sér okkur fyrir 30 til 35% af út- flutningstekjunum,“ sagði Adhemar Montagne, sendi- herra Perú á Islandi í samtali við Morgunhlaðið. Montagne hefur aðsetur í London og þetta Peru a Islandi Ljósm.MhLSv. I»orm. Adhcmar MonlaKnu, Sundihcrra Pc»rú á Islandi. pany, sem er dótturfyrirtæki Esso, vegna fjársvika þess og spiilingar. Hvað varðar utanrikisvið- skipti þá urðum við mjög háðir Bandaríkjunum i striðinu þar sem markaðarnir i Evrópu lok- uðust. Bandarikin eru enn okk- Stefnum að gerbreyt- inguá vinnslu ansjósu er i þriðja sinn, sem hann kem- ur til Islands. Hann varð sendi- herra á Islandi árið 1970. „Fiskveiðar okkar snúast fyrst og fremst um ansjósur, en nú er unnið að því að gerbreyta vinnslu á þeim fiski í því skyni að draga úr sveiflum, sem undanfarið hafa komið illa við okkur. Á árunum 1972 og 73 hvarf ansjósan að mestu vegna heitra slrauma. sem blönduðust kalda straumnum, sem ansjósan lifir i. Veiðar urðu þess vegna litlar sem engar. Þetta hafði kannski ekki ýkja alvarlegar afleiðingar fyrir efnahag Perú vegna þess hvað verð á fiskimjöli var lágt, en félagslegu áhrifin voru meiri og í sjávarplássunum varð al- varlegt atvinnuleysi sem snerti 150 þúsund manns. Stjórn Perú hefur þess vegna tekið upp breytta stefnu. í fyrsta lagi hafa verið teknar upp víðtækar verndunaraðgerðir og veiðar mjög takmarkaðar. Fyrir nokkrum árum veiddum við 10 milljónir tonna af ansjósu og framleiddum 2 milljónir tonna af mjöli. I ár hafa hins vegar ekki verið leyfðar veiðar nema á 2 milljónum tonna auk ein- hvers magns, sem leyft verður að veiða í haust. I öðru lagi er verið að reyna að auka verðmæti framleiðsl- unnar með meiri fjölbreytni. Mest allur aflinn hefur fram til þessa farið í mjölvinnslu en nú á að auka þann hluta sem fer í neyzluvörur fyrir fólk. I því skyni er verið að byggja nýja stóra höfn fyrir norðan Lima, þar sem verða niðursuðuverk- smiðjur og frystihús." Perú var ein af fyrstu þjóð- um heims til að færa út land- helgi sína í 200 sjómílur, ekki satt? „Jú, við færðum landhelgina í 200 mílur árið 1947 og höfum eins og þið átt í erfiðleikum með vörzlu hennar. Við vorum fyrsta fiskveiðiþjóðin, sem færði út og ástæðurnar fyrir útfærslunni voru eingöngu efnahagslegar en ekki pólitísk- ar. Við urðum að grípa til að- gerða til að vernda okkar fiski- mið,. sem eru óvenju auðug bæði vegna Humbolt- straumsins og vegna þess hvað árnar bera mikið af lífrænum efnum til hafs, en það er vegna þess hvað láglendi er lílið þann- ig að árnar renna ekki nema stutta leið frá fjöllunum í sjó.“ — Perú hefur hafið boranir eftir olíu i Amazonskógunum. Hver hefur árangurinn orðið? „Hann hefur orðið mjög góður. Það hafa fundizt mjög auðugar oliulindir í Amazon, sem nú á að fara að nýta. Mér er þó ekki kunnugt um hvað mikið af olíu kann að finnast þarna. Nú er verið að leggja leiðslu um 800 km vegalengd í gegnum Andesfjöll til Kyrra- hafsstrandar. Sú leiðsla á að vera tilbúin í lok næsta árs. Annars er þetta ekki fyrsta olían, sem við finnum. Við höf- um nú i nokkur ár dælt upp olíu úr lindum, sem eru undir hafsbotni. Reyndar er þetta ekki mikið magn og fullnægir ekki okkar eigin þörfum. Nú er framlciðslan um 65 þúsund tunnur á dag en 1980 á fram- leiðslan að vera komin upp í 1 milljón tunna á dag og þá verð- um við farnir að flytja oliu út,“ — Er olíuframleiðslan í höndum Pcrúmanna sjálfra? „Hún er í umsjá ríkisfyrir- tækis, Petroperú, sem getur gert samninga við erlend oliu- félög. Mörg erlend olíufélög starfa í Perú, bandarisk, brezk, hollenzk, japönsk og frá fleiri ríkjum. Erlend oliufélög geta fengið 7 ár til að leita að olíu og ef þau finna eitthvað fá þau vinnsluréttindi til 35 ára, en þau fela það í sér að helmingur þeirrar hráolíu, sem fyrirtækin dæla upp, fer til Petroperú en hinn helminginn mega þau vinna sjálf. “ — Er Perú efnahagslega háð Bandaríkjunum? „Við höfum veitt mörgum er- lendum fyrirtækjum, ekki sízt bandarískum, sem fjárfesta vilja i Perú, ýmis fríðindi. Þessi fyrirtæki eru mjög mikilvæg. Þau hafa til dæmis fjárfest mikið í oliunni. Yfirleitt höfum við átt góða samvinnu við erlendu fyrirtækin og haft lítið yfir þeim að kvarta. Það hefur þó komið fyrir að við höfum orðið að taka fyrir starfsemi erlendra fyrirtækja, eins ogt.d. International Petroleum Com- ar mesta viðskiptaland, sem ekki er óeðlilegt af landfræði- legum ástæðum, en við höfum reynt að snúa viðskiptum okkar einnig í aðrar áttir og þá sérstaklega til Austur- og Vestur-Evrópu." — Það hafa orðið miklar efnahagslegar og félagslegar breytingar í Perú undanfarin ár. Hvernig er þeim háttað? „Á undanförnum 6 árum hafa verið gerðar miklar endur- bætur, fyrst og fremst á þrem- ur sviðum: i landbúnaði, iðnaði og menntun. Algjör eignaskipti hafa orðið á landbúnaðarjörðum. Ástand- ið var þannig að 2% allra land- eigenda áttu 85% af öllu landi. Sumar jarðirnar voru stærri en Belgía. Nú hefur allt land verið fengið samvinnufélögum þess fólks, sem starfar við land- búnað, en hinir gömlu land- eigendur voru keyptir út. Þeir gátu ráðið því hvort þeir fengju aðeins hluta að greiðslunni í reiðufé og siðan 6% af afgangn- um árlega, eða þá allt féð á einu bretti, en þá voru þeir skuld- bundnir til að Ieggja það í iðn- að. Endurbæturnar í iðnaði miða að þvi að auka þátttöku Perú- manna sjálfra. I því skyni var komið á þvi sem kallað hefur verið „iðnaðarbandalag", en i því felst að fyrirtækin verða að leggja I sjóð á hverju ári 15% af óskattlögðum hagnaði. Þegar sjóðurinn er orðinn jafn eign- um fyrirtækisins, gengur hann til starfsmanna þess í formi hlutabréfa þannig að þeir eignast helming fyrirtækisins. Endurbæturnar á mennta- kerfinu felast í því að komið hefur verið á skólaskyldu til 14 ára aldurs og allir eiga kost á ókeypis menntun." — Hefur ekki stjórn Perú staðið framarlega i mótmælum gegn kjarnorkutilraunum á Kyrrahafi? „Jú, það er rétt, við höfum mótmælt harðlega kjarnorkutil- raunum á því svæði, og erum reyndar á móti öllum kjarn- orkutilraunum, eins og sjá má af þeim sáttmálum, sem við erum aðilar að, „sagði senor Montagne að lokum. —pje Blðm © vikunnar Gullhnappur (Trollius) Framan af sumri er gull- hnappurinn mjög áberandi garðplanta hér á landi. Þar sem á annað borð er um ein- hverja garðrækt að ráeða má hvarvetna sjá þessa vöxtu- legu plöntu með sín fagur- gulu kúlumynduðu blóm blasa við augum og geislar af þeim þegar sólin skín. Gullhnappurinn er af sóleyj- arætt enda sýna blöðin ættarmótið svo ekki verður um villzt. Hann vex villtur víða um lönd og álfur m.a. á Norðurlöndum og í Dan- mörku gegnir hann því ágæta nafni ENGJABLÓMI. Má geta nærri því að í heim- kynnum sinum muni hann vera glæsilegur ásýndum þar sem hann vex á vot- i- ,j lendum engjum og einnig í fjallahlíðum. Einkennilegt er það við blóm gullhnapps- ins að það eru bikarblöðin sem eru svo stór og bera þennan sterka gula lit og gegna því í rauninni hlut- verki krónublaðanna, en þau eru aftur á móti mjög óveruleg og oftastnær inni- lukt í blóminu. Algengast er að blómin séu lukt, þ.e. eins og kúlur í laginu. Sumar tegundir bera þó blóm sem opnast til fulls (trollius chinensis) og enn aðrar opnast aðeins að litlu leyti (trollius asiaticus). Litir gullhnappsins eru mjög breytilegir, þeir dekkstu allt að því rauðgulir en ljósustu rjómagulir og þar á milli öll hugsanleg lit- brigði. Þá fer vaxtarlag allt og blómstærð mjög eftir teg- undum og einnig blómg- unartími, en blómgun hinna ýmsu tegunda stendur yfir frá því í maí og allt fram í ágústmánuð. I ársriti Garð- yrkjufél. Islands 1974 er greinarkorn um gullhnappa eftir Ólaf Björn Guðmunds- son og í niðurlagi hennar lýsir hann ágæti þessarar harðgerðu plöntu með eftir- farandi orðum: „Það er vissulega full ástæða til að gefa gaum þessum ágætu garðjurtum, sem hafa svo marga kosti til brunns að bera: Þær eru fullkomlega harðgerðar hér, dafna og blómstra vel í okkar heldur röku og þungu jörð, þola jafnvel nokkurn skugga, blómstra yfirleitt það snemma að ekki er orðið mikið um lit i garðinum, eru ágætar til afskurðar og eru litt næmar fyrir kvillum og meindýrum. Þær ætti ekki að vanta i nokkurn skrúð- garö. „Engjablómi, balasómi, heyrðu heillin mín! Viltu að ég kærastan verði þín?“ /ÁB. MORGUKBLAÐIÐ fyrir 50 árum VÖXTUR bæjanna er einhver merkasta breytingin í þjóðlífi voru á síðustu tímum. Það þarf ekki annað en að líta á íbúatölu í Reykjavik, til þess að sjá hve stórvaxinn hann hefir verið: Árið 1801 1840 1860 1880 1901 1915 1924 ib. 307 890 1444 2567 6882 14200 rúm 19000 Þ. 23. f.m. voru hátíðahöld mikil í New York í tilefni af því, að þá var búið að ganga frá torgi einu, sem kennt er við Leif Eiriksson. Stytta mikil af Leifi verður þar á torginu. Svo segir í blöðum að 7000 Norðmenn hafi verið viðstaddir athöfnina á hinu nýja torgi. Eigi mun þurfa að leiða getum að því, hverrar þjóðar Leifur Eiríksson hafi verið talinn þann daginn. Messur á morgun Dómkirkjan Messa, ferming og altarisganga kl. 11 árd. — Fermd verða Irene Hildur Norwood og Larry Valtýr Clarck — bæði frá Kali- forníu í Bandaríkjunum — til heimilis hér að Bragagötu 25. Séra Óskar J. Þorláksson. Laugarneskirkja Messa kl. 11 árd. Séra Garðar Svavarsson. Háteigskirkja Lesmessa kl. 10 árd. Séra Arngrímur Jónsson. Messa kl. 2 siðd. Séra Jón Þorvarðsson. Fríkirkjan Reykjavík Messa kl. 2 siðd. Séra Þorsteinn Björnsson. Langholtsprestakall Messa kl. 11 árd. Ræðuefni: Barátta kvenna á kvennaári. Sr. Sigurður Haukur Guðjóns- son. Ásprestakall Messa kl. 11 árd. að Norður- brún 1. Séra Grlmur Grimsson. Óháði söfnuðurinn Aðalsafnaðarfundur verður í safnaðarheimilinu Kirkjubæ miðvikud. 25. júní kl. 20.30. Safnaðarstjórnin. Hallgrlmskirkja Messa kl. 11 árd. Séra Karl Sigurbjörnsson. Árbæjarprestakall Messa í Árbæjarkirkju kl. 11 árd. Séra Guðmundur Þor- steinsson. Fella- og Hólasóknir Guðsþjónusta í Fellaskóla kl. 11 árd. SéraHreinn Hjartarson. Neskirkja Guðsþjónusta kl. 11 árd. Séra Frank M. Halldórsson. Bústaðakirkja Messa kl. 11 árd. Séra Ólafur Skúlason. Elliheimilið Grund Messa kl. 10 árd. Séra Magnús Guðmundsson fyrrv. prófastur. Grensássókn Safnaðarferðin austur I Hreppa og Þjórsárdal með helgistund að Stóra-Núpi hefst frá safnaðarheimilinu kl. 9 árd. á sunnudaginn. Sóknarnefnd. Dómkirkja Krists konungs, Landakoti Lágmessa kl. 8 árd. Hámessa kl, 10.30 árd. Lágmessa kl. 2 siðd. Kópavogskirkja Messa kl. 11 árd. Séra Þor- bergur Kristjánsson. Kirkjuvogskirkja Messa kl. 2 síðd. Séra Jón Árni Sigurðsson. Stokkseyrarkirkja Guðsþjónusta kl. 2 siðd. Sóknarprestur. Akraneskirkja Messa kl. 10.30 árd. Séra Björn Jónsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.