Morgunblaðið - 21.06.1975, Page 13

Morgunblaðið - 21.06.1975, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. JÚNl 1975 13 Hannesi Péturssyni afhent Henrik-Steffens verðlaunin Síðdegis í gær afhenti prófessor Kaltefleiter, varaforseti háskólans í Kiel, íslenzka rithöfund- inum Hannesi Péturs- syni Henrik-Steffens verðlaunin fyrir þetta ár, en þau nema 25 þúsund mörkum. Við þetta hátíó- lega tækifæri, þar Skáld lífs- nautnarínnar sem strengjakvartett kammerhljómsveitarinn- ar í Kiel lék, var íslenzka stúdentinum Árna Óskarssyni jafnframt af- hentur námsstyrkur, sem er i tengslum við þessi verðlaun. Norrænufræó- ingurinn dr. Otto Ober- holzer prófessor, sem sæti á í úthlutunarnefnd- inni flutti afhendingar ræðuna, sem Jón Friö- jónsson lektor við norrænu deild háskólans í Kiel hafði samið. Hannes Pétursson er nú 43 ára gamall. 1 20 ár hefur hann unnið að bókmenntastörfum í heimalandi sfnu og þá fyrst og fremst sem Ijóðskáld. Þegar hafa komið út eftir hann sjö ljóðabækur. En hann hefur einnig ritað sögubækur, ferða- sögur og ævisögur, auk þess sem hann er háskólalærður i íslenzkum málvisindum. Hann hefur skrifað fjölmargar greinar í blöð og tímarit, samið bókmenntalegt alfræðirit, tekið saman íslenzkt skáldatal og rit- að ævisögu skáldsins Stein- grims Thorsteinssonar, sem er mjög vinsæll i heimalandi sinu, en hann var uppi á 19. öld. Ekkert hefur enn verið þýtt af verkum hans á þýzku. Hannes Pétursson fæddist á Sauðárkróki, sem er smábær á Norður-lslandi, þar sem hann hafði náin kynni af hinum mikilvægu atvinnugreinum ís- lendinga, fiskiveiðum og land- búnaði, og þar öðlaðist hann einnig hlutdeild i hinum að- dáunarverða bókmenntalega menningararfi Islendinga, sem gagntekur alla þjóðina: vísna- kveðskap, fornsögum og þjóð- sögum, en þangað sótti hann síðar margar hugmyndir, yrkis- efni og form sem skáld og rit- höfundur. 14 ára að aldri kom Hannes Pétursson til Reykjavikur. Þeg- ar hann var tvftugur, hófst hjá honum timi ferðalaga, náms og yrkinga. Hinn þýzki menn- ingarheimur dró hann til sin, og hann nam germönsk fræði í Köln og Heidelberg. Hánn sökkti sér þá niður í verk Georges og Hesses, en þó mest í rit Rainer Maria Rilkes. Frá árinu 1959, er hann hafði lokið háskólaprófi sínu, hefur verð- launahafinn unnið við islenzkt bókaútgáfufyrirtæki. Hannes Pétursson átti snemma miklum vinsældum að fagna meðal allra bókmennta- unnenda i heimalandi sínu og þá jafnframt bókmenntagagn- rýnenda og hlaut margs konar verðlaun. Hann hefur til dæmis lengi hlotið árlegan ríkisstyrk fyrir listsköpun sína (það er fyrirbæri, sem væri algerlega óhugsandi i Vestur-Þýzkalandi í dag). Meðal íslenzkra skáld- bræðra sinna hefur hann frá upphafi haft algera sérstöðu. Aðal listar Hannesar Péturs- sonar er framúrskarahdi fjöl- breytni yrkisefna hans og hið vandaða form, sem lýtur stöð- ugum breytingum. Hann yrkir um gleði og sorg, og meðal verka hans — segir Jón Frið- jónsson í verðskuldunarræð- unni — eru sum hinna fegurstu islenzku ástarljóða 20. aldar, og þau vekja til lifsins þráða, liðna tíð. Hann snýst gegn vígbúnaði og sérhverri lítilsvirðingu á fyllingu hins jarðneska lífs. Hann leitar óþreytandi, en full- ur sjálfsgagnrýni, að sannleika og gildi i tilverunni og i skáld- fkap eins og „Sögum af himna- föður", sem hann hefur þýtt á móðurmál sitt sem og „Ham- skiptin" eftir Kafka. Mörg „spakmæla" hans minna á hina sígildu vizkuleit hinna fslenzku fornbókmennta. í ljóðagerð sinni reynir hann að fara meðalveginn milli hinnar æva- fornu, ströngu bragfræði ásamt rími og hinnar nýrri, frjálslegri umgerðar hinna svonefndu „atómskálda". Menn telja sig þegar geta skýrt greint þrjú eða fjögur þróunarstig skáldskapar hans, og hvert þeirra einkenn- ist af nýjum tjáningarmögu- leikum, en stöðnunar hefur aldrei orðið vart fram að þessu. Verðlaunahafinn lagði áherzlu á það í sambandi við verk sín, að skáldskapur sinn væri tilraun til íslenzkrar túlk- unar á evrópskri nútímahugsun i ljóðum. Hann væri tákn um andlegan og félagslegan um- þóttunartima á íslandi, við- leitni til málamiðlunar milli borgarlegrar menningar og menningar timanna fyrir iðn- byltinguna, en þó skirrðist hann ekki við að mæla gegn neikvæðum fyrirbærum vorra tfma. En án þekkingar á sér- kennum hinnar „sibreytilegu og skapandi“ náttúru Islands væri þó ekki hægt að skilja skáldskap sinn til neinnar hlit- ar. (tJr „Kieler Nachriehten" 14. júni s.l. — svá þýddi) Falleg húð Það er draumur flestra kvenna að hafa fallega húð. Ýmsar frægar konur gera nú meira en að láta sig dreyma um það, þær gera eitt og annað til þess. Leikkonur og fyrirsætur þurfa atvinnu sinnar vegna að huga vel að húðinni, og flestar hafa reynt alls kyns aðferðir þar til þær hafa fundið það, sem bezt á við þær, og þá lætur árangurinn ekki á sér standa. Hér á eftir eru umsagnir þekktra bandarískra kvenna, sem við hinar gætum ef til vill lært nokkuð af um hirðingu húðarinnar.. 1. Alleen Mehle, „Suzy“, blaðakona. Hún fer alls ekki i sólbað. Hún segist hafa verið mikill sóldýrkandi áður fyrr, en húðin þoldi það ekki, svo að hún varð blettótt. Hún hefur feita húð, og að hennar mati eru konur heppnar, sem hafa feita húð, minni hætta á hrukk- um, þegar konur eldast. Raka- krem notar hún alltaf á næt- urnar og undir „make-up“. Á morgnana þvær hún sér úr vatni og sápu, og reykingar og áfenga drykki telur hún hafa vond áhrif á húðina. 2. Maude Adams, fyrirsæta og leikkona. Hún telur hreins- un húðarinnar aðalatriðið, þvær sér fyrst úr vatni og sápu, og setur alltaf augnkrem kring- um augun. Tvisvar á ári fer hún í andlitssnyrtingu, annars fer hún oft heima í andlits- gufu. Stundar leikfimi þrisvar i viku. 3. Serena Rhinelander, fyrir- sæta. Hennar ráð er að húðin eigi að vera sem eðlilegust, notar vatn og sápu, hefur feita húð, og segist ekki nota raka- krem nema mjög kalt sé f veðri, og þá notar hún einnig nætur- krem. 4. Dollie Cole, segist nota allt, sem hún haldi að fegri húðina. Hún segir, að góður nætursvefn og gott skap sé bezta fegrunarlyf nokkurrar konu, sem komin sé af léttasta skeiði. 5. Dinah Shore, leikkona: Þegar hún var ung, fannst henni hún ekki fríð, svo að hún notaði þá mikið „make-up“. Það gerir hún ekki lengur. Hún ver andlitið með barðastórum höttum. Hreinsun húðarinnar er mikilvægust fyrir konu eins og hana, sem vegna atvinnu sinnar þarf að nota mikinn farða. Hún marghreinsar húðina og á milli þvær hún hana upp úr völgu vatni. A eftir notar hún rakakrem. 6. Carol Burnett, leikkona. Hreinsun húðarinnar er mikil- vægust. 1 það minnsta þrisvar í viku hreinsar hún húðina með oliu og þvær hana síðan úr volgu vatni og sápu. Síðan notar hún gufu á andlitið, hreinsar aftur og setur á sig andlits-maska. Lætur hann harðna, þvær aftur úr volgu vatni og köldu á vixl. 7. Cristina Ford. Hún telur hreinsunina mikilvægasta, tekur „make-up“ af með hreins- unarkremi, notar siðan andlits- vatn. Rakakrem á næturnar. Rétt mataræði kemur næst, úti- vera og æfingar og hvild, og að hafa húðina ófarðaða eins oft og hægt er, svo að húðin geti andað. 8. Abra Rockefeller And- erson, útgefandi í Chicago. A morgana notar hún hreins- unarkrem og andlitsvatn og rakakrem. Á kvöldin tekur hún farðann af með hreinsunar- kremi og þvær siðan andlitið með vatni og sápu. Og þegar hún man eftir því, notar hún næturkrem. Hún hefur afar þurra húð og notar alltaf mjög mikið krem á andlitið þegar hún fer i bað, og setur alltaf baðoliu í baðvatnið. Svefn telur hún mikilvægastan fyrir góða húð. 9. Diahann Carroll leikkona Hún hefur mjög þurra húð og notar mjólk til þess að hreinsa húðina með, fitan i mjólkinni hjálpar mikið. Hreinsun húðar- innar telur hún mikilvægasta, og leikfimi sem kemur blóðrás- inni af stað og eykur vellíðan. 10. Pat Loud, rithöfundur. Þvær sér úr sápuvatni tvisvar á dag, notar rakakrem, borðar reglulega og sefur átta stundir. ALLT MEÐ EIMSKIP Á næstunni ferma skip vor til íslands, sem hér segir: Antwerpen: Urriðafoss 23. júni Grundarfoss 30. júni Tungufoss 7. júli Urriðafoss 14. júli Rotterdam: Urriðafoss 24. júni Grundarfoss 1. júli Tungufoss 8. júli Urriðafoss 1 5. júli Felixtowe: Dettifoss 24. júni Mánafoss 1. júli Dettifoss 8. júlí Mánafoss 1 5. júlí Hamborg: Dettifoss 26. júni Mánafoss 3. júli Dettifoss 10. júli Mánafoss 1 7. júlí Norfolk: Fjallfoss 26. júni Selfoss 8. júli Fjallfoss 23. júli Goðafoss 25. júlí Weston Point: Askja 3. júli Askja 1 7. júli Kaupmannahöfn: Múlafoss 24. júni írafoss 1. júli Mútafoss 8. júlí írafoss 1 5. júli Helsingborg: Álafoss 7. júli Álafoss 21. júlí. Gautaborg: Múlafoss 25. júni írafoss 2. júli Múlafoss 9. júli írafoss 1 6. júli Kristiansand: Álafoss 24. júni Álafoss 8. júli Álafoss 22. júli Gdynia/Gdansk: Múlafoss 21. júni Laxfoss 1. júlí Bakkafoss 14. júlí Valkom: Laxfoss 27. júni Bakkafoss 10. júli Ventspils: Laxfoss 30. júni Bakkafoss 1 2. júli Bretland M inni vörusendingar í ( gámum frá Birming- [ ham, Leeds og Lond- [ on um Felixstowe. Upplýsingar á skrif- stofunni, sími 27100. [ | Reglubundnar} vikulegar ! hraðferðir frá: ANTWERPEN, FELIXSTOWE, GAUTABORG, HAMBORG, KAUPMANNAHÖFN ROTTERDAM l^GEYMÍÐ TjJ auglýsinguna EIMSKIF SLiLzaZLl

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.