Morgunblaðið - 21.06.1975, Síða 15

Morgunblaðið - 21.06.1975, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. JÚNI 1975 15 Chicago, 20. júní. AP Reuter. SAM „Momo“ Giancana, foringi f glæpasamtökum í Chicago er ný- lega voru bendluð við meintar tilraunir leyniþjónustunnar CIA til að myrða Fidel Castro, forsæt- isráðherra Kúbu, fannst skotinn til bana á heimili sfnu f nótt. Giancana var handtekinn 70 sinnum um ævina. Hann flýði til Mexíkó fyrir tveimur árum til að komast hjá þvi að mæta fyrir rétti og skýra frá skipulagðri glæpa- starfsemi í Chicago. Honum skaut aftur upp i Chicago í október í fyrra og þá samþykkti hann að gefa skýrslu gegn því að hann yrði ekki ákærður. Þegar Giancana var myrtur voru aðeins húsvörður Giancana og kona húsvarðarins í húsinu. Giancana fannst liggjandi á grúfu í eldhúsi í kjallaranum. Húsvörð- urinn og kona hans horfðu á sjón- varp annars staðar i húsinu og sögðust ekki hafa heyrt skothrið. Giancana og annar Chicago- bófi, John Roselli, voru viðriðnir áætlanir sem CIA gerði um að ráða Castro af dögum á árunum eftir 1960 samkvæmt nýlegum yf- irlýsingum yfirmanns einnar deildar leyniþjónustunnar, Richard Bissel. Giancana átti miklar eignir í spilavitum á Kúbu áður en Castro komst til valda. Robert F. Kennedy komst á snoðir um að Giancana og Rosselli kynnu að hafa verið viðriðnir CIA-samsæri um að myrða Castro samkvæmt heimildum i leyni- þjónustunni i síðasta mánuði. Kennedy „hreyfði engum mótbár- um“ að sögn heimildamannsins en sagði honum að „koma til sin fyrst þegar hann ætti næst skipti við Mafíuna". Símamynd AP Fastaráð Norður-Atlantshafsbandalagsins á fundi með Ford forseta í Hvíta húsinu í Washington í fyrradag. Tómas Tómasson, fastafulltrúi íslands, er lengst til vinstri. Ford forseti situr handan borðsins ög við hlið honum James Schlesinger landvarnaráðherra en gegnt forsetanum situr Joseph Luns, framkvæmdastjóri bandalagsins. Kissinger vill útskýra málin Washington, 20. júní — AP. UTANRlKISRÁÐHERRA Banda- ríkjanna, dr. Henry Kissinger, ætlar að senda tvo menn til Kinshasa, höfuðborgar Zaires, til að ræða við Sese Seko Mobuto forseta til „að reyna að útskýra málið,“ eftir að Mobuto rak sendi- herra Bandarfkjanna úr landi. Kissinger bað Mobuto um að taka á móti Sheldon B. Vance, sem var sendiherra í Zaire 1969—74 og Walter Cutler, sem annast málefni Mið-Afriku i bandariska utanríkisráðuneytinu. Zaire lýsti bandaríska sendi- herrann Deane R. Hinton persona non grata á fimmtudag og var honum skipað að fara úr landi í síðasta lagi á laugardag. Ástæðan er sú að stjórn Zaire álitur, að CIA, leyniþjónusta Bandaríkjanna, hafi staðið að baki misheppnaðri byltingartil- raun í landinu. Launum heitið Bonn 20. júní — Reuter Vestur-þýzka stjórnin bauð i dag 50.000 mörk (3,3 milljónir isl. kr.) að launum fyrir upplýsingar, sem leitt gætu til handtöku þeirra, sem hleruðu símtal tveggja leiðtoga stjórnarandstöð- unnar. Tilkynning um þetta kom í kjöl- far fordæmingar samtaka vestur- þýzkra blaðamanna á vikublaðinu Framhald á bls. 18 Kissinger hefur neitað þessum ásökunum og segir þær enga stoð eiga í veruleikanum. Karpov Samsæri segir Indira Gandhi Nýju-Delhi, 20. júni — Reuter. INDIRA Gandhi, forsætisráð- herra Indlands, hélt þvf fram á föstudag að hópur manna hefði bundizt samtökum um að bola henni burt úr stjórnmálum, og jafnvel ráða hana af dögum. Sagði hún þetta á fundi þar sem henni var fagnað ákaft af urn 100.000 stuðningsmönnum. Lögmenn frú Gandhi vinna nú að þvi að undirbúa málflutning hennar fyrir hæstarétti Indlands, þar sem hún ætlar að reyna að fá dómi, sem kveðinn var upp yfir( henni fyrir kosningasvik, hrund- ið. Dómstóll í Allahabad dæmdi hana frá þátttöku í stjórnmálum næstu 6 ár, en gaf henni 20 daga frest til að áfrýja. Karpov er sigurviss Ljubljana. 20. júní. Reuter. ANATOLY Karpov frá Sov- étríkjunum er sama sem viss um sigur á fyrstaskák- mótinu sem hann hefur tekið þátt í síðan hann var lýstur heimsmeistari í apríl þar sem hann gerði jafntefli við Svetozar Gligoric frá Júgóslavíu í næstsíðustu umferð skák- mótsins í Ljubljana. Karpov hefur einum vinningi betur en Gligoric fyrir síðustu umferðina sem verður tefld á laugardag. Öliklegt er talið að Karpov tapi í síðustu umferðinni þar sem hann mætir þá lægsta manninum á mótinu, Marjan Karmar frá Júgóslaviu. Spánn hótar USA hörðu FRETTIR Madrid, 20. júni. NTB. Reuter. SPANVERJAR hafa sagt banda- risku stjórninni að Bandaríkja- mönnum verði ekki leyft að nota herstöðvar á spænskri grund ef til nýrrar styrjaldar komi milli Israelsmanna og Araba. Spænska fréttastofan EFE skýrði frá þessu að loknum sjötta viðræðufundi Spánverja og Símamynd AP Fyrstu olíu Breta úr Norðursjó dælt úr olíuskipinu Theogennitor, sem siglir undir Líberíufána, í Isle of Grain. Olían kom frá Argyll-svæðinu sem'er 225 mílur undan strönd Skotlands. Magnið var 13.000 lestir. Bandaríkjamanna í Washington um afnot Bandaríkjamanna af herstöðvum áSpáni. Viðræðurnar verða teknar upp að nýju 30. júní og þeim verður haldið áfram þar til núgildandi samningur rennur út í september samkvæmt áreiðanlegum heimildum. Spánverjar munu setja það skilyrði fyrir framlengingu samn- ingsins að Bandarikjamenn stuðli að nánari tengslum Spánar og NATO að sögn opinbers tals- manns í Washington. Ef Bandarikjamönnum tekst það ekki er hugsanlegt að Spán- verjar krefjist þess að Banda- ríkjamenn fækki í herliði sínu á Spáni að sögn talsmannsins. í Washington er sagt að reynt sé að komast að samkomulagi sem skuldbindi Bandaríkin ekki form- lega til að ábyrgjast öryggi Spánar. Embættismenn segja að þingið samþykki aldrei að Bandarikin bindi sig samkvæmt samningi til að verja Spán eins og þeir eru skuldbundnir til að verja aðildar- riki NATO. Bandaríkjamenn hafa allfjöl- mennt lið i Torrejon-flugstöðinni skammt frá Madrid, hafa afnot af Saragossa-flugstöðinni þar sem þeir stunda skotæfingar og hafa 4.000 sjóliða í kjarnorkukafbáta- stöðinni i Rota. Spánverjar vilja að Bandaríkja- menn taki á sig sams konar skuld- bindingar gagnvart Spáni og NATO. Bandaríkjamenn styðja aðild Spánar að NATO en ýmis aðildarriki vilja ekki Spán í bandalagið. Ef svo ólíklega vill til að Karpov tapar og Gligoric sigrar Vlastimil Hort frá Tékkóslóvakíu í siðustu umferðinni verða Karpov og Gligoric efstir og jafnir á mótinu og skipta á milli sín fyrstu verðlaunum sem eru 2.000 dollarar. Karpov og Gligoric sömdu um jafntefli eftir 28 leiki. „Staðan var jöfn og ég bauð jafntefli,“ sagði Gligoric. „Mig langaði ekk- ert til að reyna að ná sömu stöðu og Karpov á mótinu." Alls hafa verið tefldar fjórtán skákir á mótinu og Karpov hefur sjö sinnum unnið og gert jafn- tefli. Aðstoðarmaður hans, Semyon Furman, sigraði Rudi Osterman í fjórtándu umferðinni og er í þriðja sæti ásamt Hort sem . gerði jafntefli við ungverska meistarann Zoltan Ribli. Staðan fyrir síðustp umferð: Karpov er með 10)4 vinning, Gligoric 9)4, Hort og Furman 9, Ribli 8)4, Ljubojevic 8, Parma 7)4 og biðskák, Portish 7 og biðskák, Velimirovic og Barle 7, Planinc 6'á, Mariotti 6, Garcia 5, Musil 4)4, Osterman 3)4 og Karnar 2)4 vinn- ing. Fundir ganga vel í Kenya Nakuru, Kenya, 20. júní — Reuter. ÞRJAR andstæðar frelsishreyf- ingar Angóla hafa í dag reynt að koma sér saman um áætlun um kosningar áður en að landið fær sjálfstæði frá Portúgal. Bendir allt til þess að hreyfingarnar verði búnar að ná samkomulagi á morgun. Leiðtogar hreyfinganna áttu fimm klukkustunda fund í morgun en siðan var ætlunin að hittast aftur í kvöld. Allar sendinefndirnar, sem i Framhald á bls. 18 Töpuðu fyrir Dönum Hönefoss, 20. júni. NTB. ISLENDINGAR töpuðu fyrir Dönum 0—20 í níundu umferð Norðurlandamótsins f bridge í Hönefoss í Noregi og eru neðstir í karlaflokki. íslendingar töpuðu einnig fyrir Dönum í unglingaflokki, 19—1, en þar eru þeir i þriðja sæti. Staðan i karlaflokki er þessi: Noregur 112 stig, Finnland 108, Danmörk 104, Sviþjóð 83 og Island 58 stig. í unglingaflokki er staðan þessi: Noregur 126, Danmörk 125, ísland 92, Svíþjóð 90 og Finnland 28 stig. Mafíu-vinur CIA skotinn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.