Morgunblaðið - 21.06.1975, Síða 29

Morgunblaðið - 21.06.1975, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. JUNÍ 1975 29 VELVAKAIMDi Þessa mynd birti færeyska blaðið Dimmalætting nýlega ásamt grein um grænlenzka söngflokkinn MIK, sem þar var á ferð nýlega og flutti Færeying- um söng og þjóðleg skemmtiatriði frá Grænlandi. Velvakandi svarar I síma 1.0-100 kl 1 0.30 — 11.30, frá mánudegi til föstudags. % Kettir og stjúpublóm Asta Jðnsdóttir skrifar: „Velvakandi minn. Maður (eða kona) á pistil i dálkum þínum í dag. Hann kvart- ar undan ágangi katta í Vestur- bænum og segir smáfuglana engan frið hafa fyrir þessum kvikindum. Þá get ég sagt honum og öðrum, sem áhuga kunna að hafa, að ég á lika heima í Vesturbænum. Hér i hverfinu átti þröstur hreiður með fimm ungum, sem börnin í hverf- inu báru fyrir brjósti og fylgdust með af áhuga. Nú í vikunni gerðist sá atburður að heimilis- köttur fann hjá sér hvöt til að drepa og hálféta tvo þeirra. Hinun; var þyrmt i bili. En kettirnir eru aðgangsharðir við fleira en þrastarunga. í byrjun mánaðarins setti ég niður stjúpublóm í garðinn minn. Ekki hafði ég fyrr Iokið við þetta verk en búið var að rífa mörg blóm upp og þeyta þeim út fyrir beðið. Þar voru hvorki fuglar né börn að verki — það er ég viss um — því að varla leið nema örskotsstund frá þvi að ég kom inn og ætlaði að líta handverk mitt með velþókn- un út um gluggann, að ég sá hvernig komið var. Engin börn voru í nágrenninu, en hins vegar sá ég á eftir kattarafmáninni með sinn ólundarlega baksvip út úr garðinum mlnum. Það er ekki einleikið hvernig látið er með þessa ketti. Hér i næsta nágrenni við mig eru að minnsta kosti þrjár fjölskyldur með ketti, auk þess sem sumir vorkenna svo villiköttunum, að þeir eru óþreytandi við að hæna þá að sér og þar með hverfinu hér í kring. Þessir kettir vaða um allt eftirlitslausir, koma á himili sin og fara þaðan eins og þeim sýnist, enda mun það vera eðli kattarins að fara sinna eigin ferða. Ef eigendur þeirra vildu aðeins reyna að hafa meira eftirlit með þeim, alla vega meðan ungar eru að skríða úr eggjum, þá væri kattarfarganið þolanlegra en nú er. Ég legg ekki þessi ræfils stjúpublóm min og blessaða þrastarungana að jöfnu en ég lít það illu auga þegar annarra manna kvikindi eru að þvælast inni I minum garði. Ásta Jónsdóttir." Það fer að verða athugandi fyr- ir borgarstjórnina okkar hér I Reykjavík, hvort ekki sé kominn tími til að taka til endurmats reglur um kattahald, alveg eins og hundahald. 0 islenzkir Blefkenar Haraldur Blöndal skrifar: Á dögum Arngríms lærða var það útbreidd skoðun meðal Evrópubúa, að tslendingar væru skrælingjar eða eskimóar. Vin- sælar bækur fluttu mönnum þessi fræði og varð Blefken einna frægastur blekiðnaðarmaðurinn. Þá settist Arngrímur lærði niður og skrifaði hvert verkið á fætur öðru til þess að hrekja þessi ósannindi og sýna hvaða fólk byggi hér. Þrátt fyrir þessi skrif Arngríms og þrátt fyrir mun vinsamlegri skrif annarra útlendinga en Blef- kens, er það furðu útbreitt enn, að tslendingar séu eskimóar. Er illt að una því, enda uppruni ts- lendinga allur annar. Þó held ég, að upp á síðkastið hafi þeir verið orðnir anzi fáir, sem enn héldu að eskimóar byggðu tsland. En sann- leikurinn fékk ekki lengi að vera I friði. t vetur er leið, finna nokkrir tslendingar upp á því að velta sér upp úr vandamálum eskimóa i stað þess að leysa sin eigin. Samið er leikrit eða eitt- hvað sllkt, sem sýna á eskimóa, og rokið með þetta út í lönd. Vitan- lega verða allir yfir sig hrifnir: En hvað villimennirnir eru sætir og likir venjulegum mönnum, — ég sem hélt að eskimóarnir væru eins og kínverjar I framan. Og þar með er nærri fjögur hundruð ára barátta runnin út I sandinn vegna þessára íslenzku Blefkena. 0 Skandinavískar patentlausnir handa Grænlendingum Það er ekki verið að kasta rýrð á eskimóa, þótt bent sé á þessi sannindi. tslendingar hafa sjáífir alltaf tekið það óstinnt upp ef útlendir mannfræðingar og inntressufólk ætlar að velta sér upp úr íslenzkum vandamálum. Þau vandamál eru I augum ís- lendinga fyrir þá eina og koma öðrum ekki við. Vitanlega eiga eskimóar við sfn vandamál að etja. Mest eru þau þó vegna þeirra hjálpsömu asna, sem sffellt og ævinlega eru með skandi- navískar patentlausnir um til- veruna handa þeim. Var þó full- reynt af íslendingum á sinni tíð, að mannlff að skandinavískum hætti lánast ekki á Grænlandi nema I góðri tíð. Islenzk yfirstétt menntamanna má vitanlega leika sér eins og hún vill. Hún má meira að segja setja upp Buffalóbillsýningar um eski- móa á Grænlandi fyrir almanna- fé, ef henni sýnist svo. Hún móðgar að vfsu Grænlendinga með þessum hroka sínum, að hún ein skyldi þeirra vandamál, en Grænlendingar eru ýmsu vanir af stjórn Dana. Það er hins vegar óþolandi, að Þjóðleikhúsið skuli fara með þessa sýningu um alla Evrópu og gera þar með bæði íslendinga og Grænlendinga að aðhlátursefni f álfunni. Haraldur Blöndal." slaðar telur fólk sig hafa séð glæpamanninn. Maigret sneri sér við og sá að Ernst Miehoux hélt sig eins nálægt honum og hrætt barn. — Ég bið yður að hafa það hug- fast að það voru lögregluþjónar héðan, sem handtóku manninn, á meðan þér.... — Hafið þér enn áhuga á að ég handtaki einhvern? — Hvað eigið þér við? Ætlið þér að halda því fram að þér getið fundið flóttamanninn? — I gær báðuð þér mig að handtaka einhvern, alveg sama hvcrn. Blaðamennirnir voru allir farn- ir út og voru að aðstoða við ieitina að manninum. Veitingastofan var mannlaus að kalla og þar var allt á rúi og stúi, því að enginn tfmi hafði unnizt að gera hreint. Inni- byrgð tókakslykt fór illa í háisinn á lögregluforingjanum. Hann sté á sfgarettustubba hvar seni hann fór. Og hann tók nú handtökueyðu- blað upp úr veskinu sfnu. — Eitt orð, bæjarstjóri og þá skal ég .... — Ég cr öneitanlega forvitinn að sjá, hvern þér ætlið að handtaka. • • * HOGNI HREKKVISI Amma hefurðu séð myndasögubókina mfna? Til sölu sökklar undir 1 30 fm. einbýlishús í Fossvogi. Lóð undir bílskúr fylgir. Tilboð sendist á afgr. Morgun- blaðsins fyrir 28. þ.m. merkt: Sökklar — 6986". Húsmæðraskóli kirkjunnar, Löngumýri, Skagafirði 5 mánaða námskeið í hússtjórnar- og handíða- greinum hefst eftir áramót. Umsóknir óskast sendar sem fyrst til skóla- stjóra, sem gefur nánari upplýsingar. fpÚTBOÐ Tilboð óskast í að byggja spennagryfjur fyrir Rafmagnsveitu Reykjavík- ur, við Aðveitustöð 9 á Reykjum í Mosfellssveit. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frikirkjuvegi 3, gegn 5.000,— króna skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað, fimmtudaginn 3. júli 1975, kl. 1 1,00 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800 ' AUGLYSING Kennaranámskeið í sjóvinnu Ákveðin hafa verið tvö námskeið í sjóvinnu- brögðum fyrir kennara og aðra þá sem taka vilja að sér kennslu í sjóvinnubrögðum í gagn- fræðaskólum. Námskeiðið fyrir byrjendur verður haldið í Stýri- mannaskólanum í Reykjavík dagana 18.—30. ágúst og framhaldsnámskeið fyrir þá sem sóttu námskeið í fyrra, dagana 18. ágúst til 5. september. Umsóknir sendist ráðuneytinu eigi síðar en 1. ágúst. Menntamálaráðuneytið. Skemmtiferð: Starfsstúlknafélagið Sókn gengst fyrir skemmtiferð — að Skaftafelli í Öræfum — fyrir félagskonur og gesti þeirra dagana 11 —13. júlí 1975. Lagt verður af stað frá Umferðamiðstöðinni kl. 18.00 föstudaginn 11. júlí — ekið verður beint að Skógum og gist þar á laugardagsnótt og snæddur morgunverð- ur. Á laugardagsmorgun verður ekið í Skaftafell og degin- um eytt þar. Um kvöldið verður ekið aftur að Skógum og gist þar á sunnudagsnótt og borðaður morgunverð- ur. Á sunnudag verður ekið til Reykjavíkur og skoðaðir merkisstaðir á leiðinni eftir því sem föng verða á. Fargjald í ferðalagið, þar með talin gisting í Skógum, í svefnpokaplássi, morgunverður báða dagana svo og leiðsögumaður verður kr. 4.000.00 til kr. 4.200.00. Þær konur, sem vilja taka þátt í þessari ferð geri svo vel að skrifa sig á lista, sem liggja frammi hjá trúnaðarmönnum á vinnustað eða hafa samband við skrifstofu Sóknar. Kostur er á þvi að fá heitan mat í Skógum laugardags- kvöldið 12. júlí. Þær konur, sem vildu nota sér það eru beðnar að tilkynna það um leið og farseðill er pantaður. Þátttöku i ferð þessa þarf að tilkynna fyrir 1. júli. Reykjavik, 18. júni 1975, Starfsstúlknafélagið Sókn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.