Morgunblaðið - 21.06.1975, Side 31

Morgunblaðið - 21.06.1975, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. JUNl 1975 31 Fyrstu mörk KR-inganna gáfu sigur gegn Víkingi 0 I MIKLUM baráttuleik sigr- uðu KR-ingar lið Vfkings á Laugardalsvellinum I gærkvöld með tveimur mörkum gegn engu. Voru það eftir atvikum sanngjörn úrslit, þar sem þeir áttu mun meira f leiknum, en réttlátt hefði þó verið að Vfkingar skoruðu Texti: Á^úst I. Jónsson. Mynd: Friðþjófur Helgason. einnig f Ieiknum, sem bauð upp á mörg spennandi augnablik og góð marktækifæri. 0 Það var Atli Þór Héðinsson, sem skoraði bæði mörk KR- inganna. Voru það fyrstu mörkin, sem KR-Iiðið skorar f 1. deildinni í ár. Fyrra mark sitt skoraði Atli með skoti frá markteig á 9. mín- útu leiksins og það sfðara er 9 mínútur voru til loka leiksins úr vftaspyrnu, sem dæmd var er Dið- rik braut á Atla f dauðafæri. ■ 0 Það var mikil harka í leiknum og fjórum sinnum lyfti Einar Hjartarson dómari gulu spjöldun- um sfnum leikmönnum til viðvör- unar. Voru það Vfkingarnir Helgi Helgason, Róbert Agnarsson og Kári Kaaber og KR-ingurinn Baldvin Eliasson, sem fengu að líta gulu spjöldin. Leyfði Einar of mikla hörku í leiknum og er það hæpin leið til að stöðva hörkuna að nota til þess gulu spjöldin. Þá léku KR-ingarnir ekki síður fast í leiknum, en sluppu mun oftar en Vfkingarnir þö brotin væru samskonar. Hvað þessi dans heitir vitum við Ragnar Gfslason, Jóhann Torfason, 0 Það verður ekki sagt Um þennan leik að hann hafi verið vel leikinn. Hins vegar verður því ekki, en dansararnir eru þeir Baldvin Elfasson, Hafliði Pétursson, Helgi Helgason og Atli Þór Héðinsson. LIÐ KR.: Magnús Guðmundsson 2, Guðmundur Ingvason 2, Sigurður Indriðason 1, Ottó Guðmundsson 3, Ólafur Ólafsson 2, Hálfdán örlygsson 1, Haukur Ottesen 2, Baldvin Elfasson 1, Halldór Björnsson 3, Jóhann Torfason 3, Atli Þór Héðinsson 4. LIÐ VlKINGS: Diðrik Ólafsson 2, Ragnar Gíslason 3, Magnús Þorvaldsson 1, Róbert Agnarsson 2, Helgi Helgason 2, Gunnar Örn Kristjánsson 1, Guðgeir Leifsson 2, Jóhannes Bárðarson 3, Öskar Tómasson 1, Stefán Halldórsson 2, Ilafliði Pétursson 1, Kári Kaaber 1 (varam.), Gunnlaugur Kristfinnsson 1 (varam.). Dómari: Einar Hjartarson 1. ekki neitað að lagleg tilþrif sáust annað slagið og þá einkum frá KR-ingunum, sem voru mjög frískir i leiknum og börðust eins og ljón. Víkingarnir börðust sömuleiðis sæmilega í leiknum en hjá þeim tókst fátt og leikur þeirra í gærkvöldi var mun lakari en gegn IBK um síðustu helgi. 0 Eru KR-ingarnir nú komnir með 4 stig eins og Vfkingarnir, sömuleiðis hafa Skagamenn 4 stig, en þeir hafa leikið einum Ieik minna en KR og Víkingur. Framhald á bls. 18 Metaðsókn I FRÁSÖGN af leik Vals og IBV í fyrrakvöld féll niður áhorfenda- talan. Hún var 1346 og er það mesta aðsókn að deildarleik það sem af er sumrinu. Þá féll niður I þriðjudagsblaði áhorfendatalan í leik IBV og IA í Vestmannaeyj- um, en þann leik sáu 660 áhorf- endur. Tekur Tony Jacklin sér til fyrirmyndar UNDANFARNAR vikur hefur írski golfkennarinn Tony Bacon dvalizt hér á landi á vegum Golf- sambands Islands og kennt golf. Forsaga málsins var sú, að Golf- klúbbur Reykjavíkur hafði áhuga á að fá erlendan kennara og mun hafa snúið sér til GSI sem síðan samdi við Bacon. Þegar hér er komið sögu, hefur hann kennt um tveggja vikna skeið hjá Keili á Hvaleyrarvelli, tvær vikur hjá Golfklúbbi Reykjavfkur f Grafar- holti og síðan hefur hann verið viku í Vestmannaeyjum. Tony Bacon er frá Portrush i Irlandi og fæddur þar 1953. Einn af meiri háttar golfvöllum Irlands er einmitt þar og Bacon var innan vfð 10 ára aldur, þegar hann gerð- ist kylfusveinn þar. En sjálfur byrjaði hann ekki að leika golf fyrr en hann var orðinn 15 ára. Um þær mundir var bróðir hans orðinn golfkennari og starfaði f Vatnahéraðinu i Englandi. Tony fluttist til hans og starfaði i golf- búðinni, en fór jafnframt að leika golf. Eftir fyrsta árið hafði hann 9 í forgjöf, 4 eftir annað, 2 eftir það þriðja og eftir fjórða árið var hann kominn í núllið. En hversu oft verður hann að leika á núlli til þess að halda þeirri virðulegu einkunn að heita „scratchplay- er“? — Þegar um venjulegan áhuga- mann er að ræða, segir Tony, verður hann að leika 6 sinnum á ári á núllinu til þess að halda forgjöf sinni. Öðru máli gegnir með kennara. Við erum atvinnu- menn og leikum ekki undir nein- um kringumstæðum með forgjöf. — Hvernig atvikaðist það svo, að þú gerðist kennari? — Ég hafði starfað um tima með bróður mfnum og hann sótti um aðild að PGA, sambandi at- vinnumanna f golfi. Sú umsókn felur i sér, að maður vilji verða atvinnumaður f golfi. Sú úmsókn felur í sér, að maður vilji verða atvinnumaður við kennslu í golfi. Umsækjandi verður að hafa 7 í forgjöf, eða betra og kennslufer- illinn byrjar með því að um- sækjandi vinnur með vönum kennara í tvö ár. Eftir þann tíma gengur maður undir próf hjá at- vinnumannasambandinu. Stand- ist maður prófið, er haldið áfram að kenna undir umsjá útskrifaðs kennara í þrjú ár til viðbótar. Fyrir prófið er golfskóli í ákveðinn tfma, en eftir 5 ár fær maður svo full réttindi. — En ræður þú alveg, hvernig þú kennir golf, þegar réttindum er náð; t.d. hvort þú kennir eitt- hvað sem kallað er „Square- to-square,“ eða skozkt úlnliða- golf? — Þetta hefur breytzt og verið samræmt. Nú er kennslan alls- staðar mjög svipuð, og má kannski segja, að yngri mennirnir kenni svo til alveg eins. En það er ekki þarmeð sagt, að þeir séu allir góðir kennarar. Því miður fara sumir I þetta starf vegna þess að þeir vilja umfram allt vera úti á golfvelli og eitthvað að dunda f kringum golf. Og eldri kennarar halda ugglaust tryggð við sfnar gömlu kennsluaðferðir. En gamla brezka aðferðin að halda kylfunni laflausri og sletta henni f boltann með úlnliðunum er ekki kennd meir. Ég kenni — og vildi helzt leika — það golf, sem Tony Jrckl.in og fleiri I fremstu röð leika: allt sólíd og öruggt. — Fyrir nokkrum árum átti ég viðtal við Norman Wood, sem þá kenndi hér, og ég man að hann fann það helzt að íslenzkum golf- leikurum, að þeir væru of stífir. Hvað finnst þér? — Ég get ekki sagt að menn séu stifari hér en annarsstaðar. En þið hafið flestir sameiginlega galla: Of losaralegt grip og þess- vegna fer kylfuhausinn ekki nógu nákvæmlega f sama farið í bak- sveiflunni. Þið standið of nærri boltanum og það leiðir yfirleitt til þess að þið iyftið kylfunni beint upp og fáið ekki nauðsynlegan herðasnúning. Önnur afleiðing er svo sú, að hægri öxlin fer út i stað þess að koma undir. Margir þeirra, sem ég hef kennt hér slæsa mikið og ná ekki fullri lengd og það orsakast af því sem ég hef lýst hér að framan. Ef menn ætla að ná einhverri lengd f högg, verður að vinda vel uppá bolinn og komast innan á boltann. — Þú varst búinn að vera kennari i Lúxemburg. Var svipað að kenna þar og hér? — Já, ég var þar í sex mánuði, en það var nokkuð ólikt. Þeir eru svo innilokaðir þar og erfitt að kynnast þeim, nema Ameríkön- um, sem komu talsvert. En beztu viðskiptavinirnir voru þó islenzku flugmennirnir. Annars virtist þetta vera yfir- stéttarklúbbur þarna í Lúxem- burg. Þar voru finir karlar með frumstætt golf. Þeir vildu ekki að ég færi að breyta miklu; aðeins að ég reyndi að gera gott úr því sem fyrir var. Unga fólkið var yfirleitt synir eða dætur einhverra fínna manna. Sá bezti var með 3 i for- gjöf og nokkrir góðir golfleikarar voru þar. En ég verð að segja, að standardinn er hærri hér. Ég hef rekizt á nokkuð marga hér með ágæta sveiflu; þeir eru „good strikers“ eins og við segjum á ensku; hitta boltann vel, en skora kannski ekki að sama skapi vel. Það er eins og þeir leggi svo miklu minni áherzlu á smáspilið. Gott dæmi er einn af landsliðs- mönnunum ykkar; ungur piltur með ágæta sveiflu og löngu högg- in þar eftir góð. En innáskot hafði hann varla hugmynd um, hvernig hann ætti að útfæra. — Hvað tekur svo við hjá þér eftir Islandsferðina? — Fyrst fer ég til bróður mins i Englandi, æfi þar og tek siðan þátt í Opna hollenzka mótinu: Dutch Open, sem fram fer I Hilversum í ágúst. Síðan fer ég væntanlega að leita mér að vinnu á nýjan leik. GS. Tony Bacon við kennslu á Grafarholtsvelli. Nemandi hans hér er Hallgrfmur Hallgrfmsson, fyrrum forstjóri Skeljungs. Hann var lið- tækur golfleikari á gamla golfvellinum við Öskjuhlíð.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.