Morgunblaðið - 13.07.1975, Page 37

Morgunblaðið - 13.07.1975, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. JULt 1975. 37 EINLÆG SAMUÐ „Hvað verður tekið til bragðs?" „Innanríkisráðuneytið ákvað að Iáta til skarar skríða. Mörgum skemmtistöðum var lokað án til- lits til leynilegra samninga. Jafn- framt var fjöldi háttsettra emb- ættismanna innan lögreglunnar settur á eftirlaun fyrir tímann. Margir gátu dregið sig í hlé á skemmtisnekkju eða i einbýlishús við Rivieruna. Að hert var á regl- unum gagnvart gleðikonunum, var aðeins hliðarráðstöfun með þessum hreinsunaraðgerðum. Á mörgum stöðum var ákafi varða laganna of mikill — þeir reyndu að vinna sig í álit á æðri stöðum.“ „Og hvernig brugðust mellu- dólgarnir við?“ „Þeir gáfust ekki upp bardaga- laust. Allt bendir til þess, að þeir hafi skipulagt uppreisn skyndi- brúðanna mjög ísmeygilega, svo að þær hlytu samúð almennings, en yfirvöldin kæmust í vandræði. Þeir skákuðu skækjunum fram, án þess að þær tækju eftir því.“ Hafi svo verið, var hér vel teflt, því að hinar burtflæmdu gleði- konur hlutu i fyrsta sinn einlæga samúð alls almennings. Hundruð Frakka sendu þeim matvæli, rúm- teppi og lyf í kirkjurnar, og i skoðanakönnun mæltu 93% hinna spurðu með því, að nýjar reglur yrðu settar þeim til hags- bóta. Þessi alda velvildar varð uppreisnarkonunum hvatning til að halda aðgerðunum áfram. Leidd burtu af lögregl- unni. En uppreisnin held- ur áfram. Nokkrum stundum eftir að þær höfðu verið reknar út úr St. Nizier kirkjunni i Lyon, komu þær saman í kvikmyndahúsinu „Le Canut" og stofnuðu með sér hagsmunasamtök. I París og Marseille réðu gleði- konurnar sér vel metna lögfræð- inga, sem skyldu fylgja eftir kröf- um þeirra gagnvart yfirvöldun- um. Giscard d’Estaing, Frakk- landsforseti, varð þeim fyrri til með þvi að fela háttsettum embættismanni i heilbrigðismála- ráðuneytinu að kanna „hin mann- legu vandamál” hinna ungu kvenna. Samstarfskona heil- brigðismálaráðherrans, Simone Weil, tjáði mér: „Barátta okkar gegn mellu- dólgunum mun halda áfram miskunnarlaust. Lagafrumvarp, sem nú liggur fyrir öldungadeild- inni, gerir ráð fyrir mun strangari refsingu þeirra þorpara, sem auðgast á þvi að féfletta vesalings kvenfólkið." „Margar þessara kvenna sögðu mér, að þær byggju með vinum sínum, sem væru engir alfonsar, alls ekki. Þær sögðu, að þær hefðu sjálfar valið sér lífsföru- nauta og elskuðu þá hreinskilnis- lega. Hvað sem maður kann að hugsa um hvern þann, sem lætur sér í léttu rúmi liggja, með hve mörgum öðrum karlmönnum vin- kona hans er, en hefur hann þá gerzt sekur um afbrot eða mis- gerðir?" „Frumvarp okkar mun taka til- lit til slikra tilfella. Við erum ekki þröngsýn. Við vanmetum heldur ekki viss þjóðfélagsleg vandamál. Aðeins í Goutte d’Or-hverfinu í París búa 300.000 Alsirbúar, sem eru nákvæmlega eins skapaðir og við hinir. Tvimælalaust verður að finna viðeigandi lausn á þeirra vandamálum. Það, sem við eigum i höggi við, eru hinir stóru mellu- dólgshringir, sem eitra þjóðfélag okkar og hafa oft samvinnu við hvíta þrælasala og eiturlyfja- smyglara.” „En hvað um ráðstafanirnar gagnvart gleðikonunum sjálf- um?“ „Það má ekki gleyma því, að þessar konur, hversu mjög sem þær verðskulda umhyggju okkar, hafa aðeins litinn minnihluta íbú- anna með sér. I Lyon til dæmis voru 73% íbúanna á móti götu- vændi. Það er ekki hægt að láta óskir meirihlutans sem vind um eyrun þjóta. Dæmigert tilfelli er Avenue Foch í París, sem þykir ein virðulegasta gata i heimi. Ibúarnir við þá breiðgötu eru þvi andvigir, að á kvöldin sé þar álika mikið líf í tuskunum eins og á hinni alræmdu Via Appia Antica i Róm. Ég hef heyrt, að Gracia, furstynja af Monaco, sé alvarlega að hugsa um að flytja úr íbúð sinni við Avenue Foch af þessum ástæðum." Þá er hin mikla spurning sú, hvar ástargyðjur Frakklands geti ótruflaðar innt af hendi störf sín. Ýmsir ráðherrar hafa gert það að tillögu sinni, að sett yrði á fót ástarmiðstöð eða ástar-hverfi að þýzkri fyrirmynd. Aðrir vilja leyfa gleðikonunum að hafast við — í dagsins önn Framhald af bls. 34 BRAGÐSTERK nautasmAsteik 500 g smátt skorið kjöt (gúllas) 2 laukar 2 gulrætur 30 g smjörlíki 2 hvítlauksrif, 1 tsk *alt 1 peli sjóðandi vatn, 1 súputeningur 2 matsk hveiti, 1 lárviðarlauf, 'á tsk kanili, pipar Kjötið, gulrætur og laukar steikt á pönnu, hvítlaukurinn kreistur í dálítið af saltinu. Súputeningurinn leystur upp. Hveitinu bætt út I ásamt hvít- lauk, soði, lárviðarlaufi, kanil og pipar. Suðan látin koma upp og lok sett á. Látið sjóða hægt í 2—2'á tíma. Borið fram með hrísgrjónum og grænmeti. SPAGHETTI BOLOGNESE fyrir 4. 2 laukar, 1 gulrót, 1 selleristilkur 30 g smjörlíki, 3 bacon-sneiðar 250 g hakkað nautakjöt, 1 rif hvítlauk 1 tsk salt, 1 dós niðursoðnir tómatar 1 lárviðarlauf, 'á tsk sykur, pipar 1 pk spaghetti, rifinn ostur Smjörlíkið brætt, smátt sneidd- ur laukur, gulrætur og selleri steikt I feitinni f 5 mín. Smátt skorið bacon ásamt hökkuðu kjötinu bætt út í, kryddað og látið steikjast I nokkrar mfn. Hvítlaukurinn kreistur bætt út í ásamt tómötunum, lárviðar- laufi, sykri, salti og pipar. Látið sjóða hægt í 30—40 mín. Krydd- að meira eftir smekk. Spaghetti soðið á venjulegan hátt. Sós- unni hellt yfir, þegar borið er fram, rifinn ostur borinn með. f þröngt afmörkuðum borgar- hluta. En vændiskonurnar sjálfar hafa frá upphafi vísað slíkum getto-lausnum á bug. (Getto: gyðingahverfi.) Þær vilja fá að geta sundað störf sin eins og hverjir aðrir atvinnurekendur án þess að þola smán eða skömm, þar sem þær langar til. Þess vegna hefur þróunin í París beinzt æ meir í sömu átt og f New York og London, að stefnumótin eru ákveðin gegnum síma. Það sem gefur vonir um, að hægt verði að koma á frjálslynd- um endurbótum í þessum efnum, er afstaða kirkjunnar. Meðan á þessum deilum hefur gengið, hefur kirkjan af einurð tekíð eftirkomendur Maríu Magdalenu undir sinn verndarvæng. Hinn kaþólski rithöfundur, R^aurice Clavel, > birti grein, sem vakti mikla athygli, f blaðinu „Figaro”, þar sem hann fagnaði því, að „dömur hinnar litlu dyggðar” skyldu ekki hafa snúið sér til full- trúa Marx með vandamál sín, heldur til fulltrúa Jesú. Og traust þeirra reyndist rétt, þvf að enginn sálusorgari kallaði á lögregluna, og Marty, kardínáli, erkibiskup af Paris, minnti söfnuð sinn á það, að Kristur hefði sagt við prest- ana: „Gleðikonurnar verða á undan ykkur f himnarfki." Cr „Welt am Sonntag1* 15. júnfa.l. Höfundur: George W. Ilerald — svá — þýddi. RÍKISSPÍTALARNIR lausar stöður VÍFILSSTAÐASPÍTALI: RAFVIRKI óskast til starfa við spítalann nú þegar eða eftir samkomu- lagi. Upplýsingar veitir umsjónar- maðurinn, sími 42800. KLEPPSSPÍTALINN: HJÚKRUNARKONUR óskast til afleys- inga og í fast starf nú þegar eða eftir samkomulagi. Upplýsingar veitir for- stöðukonan, sími 381 60 FÓSTRA óskast á dagheimili spítalans nú þegar eða eftir samkomulagi. Upplýsingar veitir forstöðukonan, sími 38160. Reykjavík 1 1.7. 1975. SKRIFSTOFA RÍKISSPÍTALANNA EIRlKSGÖTU 5, SllVI111765 Umboð fyrir amerískar, enskar og japanskar bifreiðir. Allt á sama stað er hjá Agli Verdlækkun frá Motors WAGONEER Custom Lúxus útgáfa NU •1575 þús HORNET Lúxus útgáfa NU«B45þús Allt á sama stað Laugavegi 118 - Símar 22240.og 15700 EGILL VILHJÁLMSSON HE

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.