Morgunblaðið - 23.07.1975, Síða 2

Morgunblaðið - 23.07.1975, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLl 1975 Skattskráin lögð fram á föstudag — SKATTSKRA Reykjavíkur verrtur lögrt fram á föstudags- morgun og mun hún liggja frammi í 2 vikur eins og venju- lega, sagði Halidór Sigfússon skattstjóri þegar Morgunblaóió ræddi vió hann í gær. Utburóur skattseóla er nú hafinn og gengur vel, en alls voru framteljendur f Keykjavík 44 þúsund aó þessu sinni. Skattskráin kom öllu úr sambandi Krían — Noröur á Melrakkasléttu er mikið kríuvarp og um þessar mundir á kriari annríkt við að bera fæöu í ungana, eins og sést bezt á þessari mynd, sem Hermann Stefánsson tók fyrir skömmu. BÆJARFOGETINN í Kópavogi birti augiysingu i dagblöóunum í gær, þar sem kaupgreióendur sem hafa starfsmenn búsetta í Kópavogi, eru beónir um aó taka af launum starfsmanna upp í þinggjiild svo sent verió hefur, þó krafa hafi ekki bori/.l frá skrif- stofu fógeta. Morgunblaóió hafói samband vió Leó Löwe, fulltrúa bæjar- fógeta, í gær og spurói hverju þetta sætti. Hann sagói, aó ástæóan fyrir þvi, aó farió væri fram á þetta væri einfaldlega, aó skattskráin hefói verió aó berast nú um helgina, og embættinu myndi vart endast tími til aó senda út kröfur á alla starfsmenn búsetta í Kópavogi i tæka tíð fyr- ir útborgun. Aó sjálfsögóu myndi þetta siöan breytast er aó næstu útborgun kæmi. AlvaroCunhal í NewYorkTimes SAMTAL ítölsku blaóakon- unnar Oriana Fallaei viö leió- toga portúgalska kommúnista- flokksins Aivaro Cunhal, sem birtist í Morgunblaóinu sl. sunnudag, hefur sýnilega vak- iö mikla athygli. Morgunblaö- inu þykir rétt að geta þess að samtalió birtist I New York Times Magazine, en eins og kunnugt er hefur Morgunblað- iö einkale.vfi á Islandi á efni úr NeW York Times. Hringvegurinn lokaður: Jökulhlaup í Kolgrímu HRINGVEGURINN lokaöist I árlegur vióburóur, en þau standa Ain næði alltaf að renna báðum gærkvöldi, er áin Kolgráma á mörkum Suðursveitar og Mýra byrjaði að flæða yfir veginn. Hlaup kom í Kolgrímu I gær- morgun og óx það mjög hratt. Hiaup I Kolgrfmu eru nú orðin aldrei mjög lengi, oftast í 1—2 sólarhringa að því er Arnkell Einarsson vegaeftirlitsmaður upplýsti við Morgunblaðið í gær. Arnkeli sagði, að þessi hlaup yllu venjulega ekki miklu tjóni. 3 læknar hæstu skattgreið- endur Suðurlandskjördæmis SKATTSKRAIN i Suðurlands- kjördæmi var lögó fram í gær. Alls eru heildargjöld í kjör- dæminu nú 951.893.364 kr. þar af tekjuskattur 454.145.743 kr. Er þetta 68% hækkun frá þvi í fyrra, en nú á eftir aö draga frá barna- lífeyri, sem áætlaður er 184,1 Stal frá sof- andi fólki RANNSOKNARLÖGREGLAN í Kópavogi hefur undanfarió haft til yfirheyrslu menn nokkra sem teknir voru drukknir á bfl fyrir utan efnagerðina Val þar í bæ. Þóttu ferðir þeirra grunsamlegar við fyrirtækið um hánótt og reyndist ekki vanþörf á að ræða við kumpánana. Játuöu þeir á sig nokkur inn- brot, þar á meðal í íbúóarhús og fyrirtæki. Var einn þeirra svo bíræfinn að fara inn um svefn- herbergisglugga að nóttu til og hafa á brott með sér 12 þúsund krónur. Varð enginn í húsinu var við ferðir mannsins og var fólk þó sofandi í svefnherberginu. Sá hefur áður brotið af sér og afplánar hann nú fyrri dóma. millj. kr. í Suðurlandskjördæmi. Alls eru gjaldendur í kjördæminu 7315, einstaklingar og félög. Eins og víðar á landinu eru læknar hæstu gjaldendur og þrír hæstu skattgreiðendurnir eru allir læknar. Þeir eru Heimir Bjarnason, læknir á Hellu, sem er með 1.364.065 kr. í tekjuskatt og 505.400 kr. í útsvar. Magnús Sig- urðsson, læknir á Eyrarbakka greiöir 1.326.493 í tekjuskatt og 502.400 kr. í útsvar, og Kristján Baldvinsson, læknir á Selfossi, er með 1.309.121 í tekjuskatt og 480.100 f útsvar. Af félögum er Mjólkurbú Flóa- manna með langhæstu gjöldin, en það á að greiða 13.162.652 kr. f tekjuskatt. megin við brúna og væri hún þvi í engri hættu. Þá væri fljótlegt að gera við veginn á þessum stað. Sagði Arnkell að hann vonaðist til að hægt yrði að opna hringveginn á ný á morgún. Hálfdán Björnsson f Kviskerj- um sagöi þegar Morgunblaðið ræddi við hann, að hlaup f Kol- grímu kæmu úr jökullóni í Vatns- dal við Heinabergsjökul. Þessi hlaup væru orðin mjög tið, en það stór að þau lokuðu alltaf veginum um stundarsakir. Forsetahjónin til Kanada Forsetahjónin dr. Kristján og Halldóra Eldjárn, munu fara á Islendingahátíðina i Kanada i byrjun ágústmánaðar. Með í för- inni verður Einar Ágústsson utanríkisráðherra. Sérstakar óskir komu til forseta íslands frá þjóðræknisfélögunum um að forsetah.iónin yrðu við- stödd hátiðahöld Islendinga í Vesturheimi, sem fram fara á næstunni til að minnast 100 ára landnáms Islendinga i Kanada. Frá Evrópumótinu í bridge. ítalir gerðu út um leikirm ífymhálfleik Brighton, frá Jakobi R. Möllor. VIÐ spiluðum í gær við núver- andi heimsmeistara og töpuðum 1:19. Aðeins einn spilaranna úr Bláu sveitinni er í ítalska liðinu Gat kom á brezkan togara þegar hann sigldi á ísjaka Siglufirði, 22. júlf. UM kl. 7 í morgun kom hingað til hafnar í Siglufirði brezki tog- arinn Real Madrid frá Grimsby, en hann varð að leita hér hafnar vegna leka er kom að honum úti á Skagagrunni f nótt er íeið. Hafði togarinn sem var nýlega kominn á miðin rekizt á hafísjaka, sem reif gat á bóg togarans stjórn- borðsmegin. Hafði þetta gerzt milli kl. 4 og 5 um nóttina. All- mikill sjór var í netalestinni og togarinn nokkuð siginn. Áhiifn- inni hafði þó tekizt að minnka lekann um rifuna með því að koma þar fyrir húðum. Strax og togarinn kom að bryggju voru menn frá slökkvilið- inu komnir með öflugar dælur um borð og i morgun fór kafari niður til þess að athuga skemmdir. Tog- arinn hafði sigið um ein 4—6 fet en þegar hann fór að léttast var hann tekinn upp norðan við hafnargarðinn og þar átti að reyna að gera við hann til bráða- birgða. Ekki var talið að það verk tækist í gærkvöldi, þar sem stærsta dælan stöðvaðist um tíma og því ekki hægt að tæma neta- lestina. Hins vegar gera menn sér vonir um, að hægt verði að ljúka við bráðabirgðaviðgerð í dag. — mj. en það er Garozzo sem hefur ekki neinn sérstakan meðspilara held- ur spilar við aðra meðlimi sveitar- innar til skiptis. Garozzo hefur ekki spilað mjög vel á þessu móti og á það til að segja of hátt. Á móti okkur borgaði sú áhætta sig mjög vel og græddu Italir 21 punkt á tveimur spilum. Annað spilið var slemma sem var um 40% og hitt úttektarsögn með ennþá minni vinningsmöguleika. Italir höfðu yfir í hálfleik 5:45 en sfðari hálfleikur var nokkuð jafn 22:26 fyrir Itali. Þórir og Hallur, Símon og Stefán spiluðu allan leikinn. I gærkvöldi áttum við að spila við nágranna okkar Dani og Símon og Stefán, Jón og Jaob áttu að hefja leikinn. Staðan eftir 16 umferðir: Italía 246, Frakkland 212, Pól- land 208, Noregur 203, Bretland 201, Israel 197, Danmörk 181, Is- lendingar eru í 17. sæti ásamt Belgum. Er storkur- inn floginn til himna? Borgareyrum, 22. júlí. GRÓÐUR hefur tekið verulega við sér f rigningunum að und- anförnu og eru menn nú að byrja að slá. Hafa rigning- arnar undanfarið tafið fyrir mönnum við siáttinn. Nokkrir bændur voru búnir að slá hluta þegar byrjaði að rigna og er heyið orðið bleikt hjá þeim. I dag er norðanátt og hálf skýjað og hiti 16 stig. Sem sagt fyrirtaks veður og margir hafa byrjað að slá i dag. Spretta er víða orðin ágæt og grasið gott en annars láta menn misjafn- lega af sprettunni. Storkurinn hefur ekki sést hér um slóðir í margar vikur og við höfum engar spurnir haft af honum annars staðar frá. Þykir flestum Hklegt að hann hafi ekki lifað af þetta kalda vor og sé kominn til himna. — Markús. „Lœðast um í lággír,, Egilsstöðum 22. júlí. VEGIRNIR hér f nágrenni Egilsstaða eru f afleitu ástandi eftir þurrkakaflann um daginn og þrátt fyrir stór- rigningar undanfarna daga hafa þeir ekki verið heflaðir og eru menn mjög óánægðir með það. Vegirnir eru nánast ókeyrandi, ósléttir eins og þvottabretti og maður verður að læðast um í lággfr, jafnvel á beinu köflunum. Sláttur er almennt að hefjast. Gróðurinn tók veru- lega við sér í rigningunni og er spretta að ég held orðin bæri- leg, en hún var lengi vel mjög léleg vegna hinna miklu þurrka. Ýmsar rannsóknir eru í sumar stundaðar í Fljótsdal vegna hugsanlegra virkjana og vonast menn að sjálfsögðu eft- ir góðum árangri þar. Mikið hefur verið af ferða- mönnum hér í sumar og óvenju mikið af bílum með er- lendum númerum. Á færeyska ferjan Smyrill þar drýgstan þátt að sjálfsögðu. Ekki veit ég betur en þessir erlendu ferða- menn séu ánægðir með dvölina hér nema hvað þeir eru ekki hrifnir af vegunum og finnst víst engum skrftið. — Steinþór. Mkiðbyggt á Súðavík Súðavík 22. júli SKUTTOGARINN Bessi kom hingað í morgun með 85 lestir af þorski eftir viku útivist. Afli togarans hefur verið treg- ari að undanförnu en hann var fyrr f sumar. Mikið er byggt á Súðavfk í sumar, meðal annars er verið að stækka frystihúsið mikið og þessa dagana er verið að steypa upp nýja móttöku. Steypan kemur frá ísafirði, en þar var nýlega opnuð steypu- stöð og kom strax í ljós, er fyrsti steypubíllinn kom í dag, hvilikur hægðarauki er af þessu fyrirtæki. S.Þ.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.