Morgunblaðið - 23.07.1975, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. JULl 1975 3
Iðnaður á Islandi 1975-1985:
6300 endurnýjaða og nýja
vinnustaði þarf fram til 1980
19.600 manns vinna við iðnaðinn 1985
„EFLING iðnaðar á lslandi
1975—1985“ nefnist mikil
skýrsla sem Iðnþróunarnefnd
kynnti í gær, Skýrsla þessi er
álitsgerð Iðnþróunarnefndar
og er tilgangur hennar annars
vegar að setja fram mat
nefndarinnar á forsendum og
tillögum sérfræðinga Samein-
uðu þjóðanna um iðnþróun á
Islandi og hins vegar að skýra
frá tillögum nefndarinnar um
aðgerðir f þeim efnum. 1 ágripi
af skýrslunni segir:
Það er álit nefndarinnar að
sérfræðingar UNIDO ofáætli
svo verulega nemi þær breyt-
ingar og endurnýjun vinnu-
staða, sem verða þurfi í iðnaði
til að halda fullri atvinnu í
landinu, annars vegar vegna
aukins mannafla og hinsvegar
vegna breyttra samkeppnisað-
stæðna í iðnaði. Þar sem áætl-
un UNIDO gerir ráð fyrir
endurnýjun og nýmyndun
11.000 vinnustaða í iðnaði fram
til 1980,gerir iðnþróunarnefnd
ráð fyrir að sama tala sé um
6.300 vinnustaðir og að heildar-
mannafli i iðnaði verði um
18.000 manns árið 1980 og
19.600 árið 1985, i stað allt að
21.000 manns árið 1980 sam-
kvæmt UNIDO-skýrslunni.
Haldi hagvöxtur áfram svo sem
verið hefur síðustu tvo áratugi
telur nefndin að þjónustustarf-
semi muni taka við stærri hluta
mannaflans en gert er ráð fyrir
í skýrslu UNIDO.
Nefndin telur, að meginverk-
efni iðnþróunaraðgerða mótist
af eftirfarandi aðstæðum:
1. Markmið iðnþróunar er
aukning þjóðarframleiðslu og
þjóðarauðs til að bæta lifskjör
þjóðarinnar og um leið skapa
vaxandi mannafla starfstæki-
færi, sem hæfa hinum fjöl-
breyttu áhugamálum fólks í nú-
tíma þjóðfélagi, þar sem vax-
andi fjöldi hlýtur einhvers
konar framhaldsmenntun. Þá
er markmiðið jafnframt að efla
stöðugleika efnahagslífsins
með breikkun á grundvelli þess
og eflingu iðnaðar til að mæta
harðnandi samkeppni, en jafn-
framt að stuðla að dreifingu
atvinnutækifæra um landið
með hliðsjón af hagkvæmri nýt-
ingu fjármagns.
2. Iðnaður á Islandi verður að
geta greitt há laun í samkeppni
við fiskveiðar og fiskiðnað, sem
þegar til lengri tíma er litið
mun geta aukið afköst sín og
arðsemi við full yfirráð
landsins yfir sjávarauðlindum
sínum og við batnandi markaðs-
aðstæður.
3. Lfklegt er, að vaxandi er-
lend samkeppni á heimamark-
aði leiði til nokkurs samdráttar
í einstökum greinum, sem
valdið getur fækkunum allt að
1000 starfstækifæra í heimaiðn-
aði frá u.þ.b. 9.600 árið 1972 í
u.þ.b. 8.600 árið 1985.
3. Byggja þarf upp útflutn-
ingsiðnað til að taka við nokkr-
um hluta mannaflaaukningar
og fækkunar í heimamarkaðs-
iðnaði, þannig að mannafli i
útflutningsiðnaði vaxi úr u.þ.b.
1.600 1972 upp í 4.600 1985.
Líklegt er, að þar af geti allt að
2000 ný starfstækifæri orðið til
i ýmiss konar nýiðnaði á þessu
timabili.
5. Þjónustuiðnaður, sem árið
1972 veitti a.m.k. 4.500 manns
atvinnu, mun væn'tanlega vaxa
hliðstætt annarri þjónustu-
starfsemi og geta tekið viö allt
að 6.400 manns árið 1985. Gæta
þarf að framleiðniþróun i þjón-
ustugreinum og sjá til þess að
þær fylgi með i eðlilegri hag-
þróun.
Miðað við þessar breyttu for-
sendur iðnþróunaraðgerða tel-
ur nefndin, að minni áherslu
þurfi að leggja á beinar opin-
berar aðgerðir til eflingar iðn-
aði með opinberum fjárfesting-
um í iðnaðarmiðstöðvum eða
beinum skipulagsaðgerðum á
sviði hráefnis- og tækjakaupa
eða sameiningu fyrirtækja og
framleiðslustarfsemi, heldur
en sérfræðingur UNIDO gerir
ráð fyrir. Hins vegar telur
nefndin, að leggja þurfi mikla
áherslu á aðbúnaðarmál
iðnaðarins á sviði tolla- gengis-,
skatta- og verðlagsmála, svo og
lánamála með það fyrir augum
að skapa honum eðlileg
rekstrarskilyrði i samkeppni
við erlendan iðnað á heima-
markaði og í útflutningi, og
gera honum jafnhátt undir
höfði og öðrum framleiðsluat-
vinnuvegum um opinbera fyrir-
greiðslu og tillitsemi við töku
ákvarðana um hagstjórnarað-
gerðir.
Ennfremur telur nefndin, að
efla þurfi markaðsþjónustu,
rannsókna- og tækniþjónustu í
þágu iðnaðarins, með það fyrir
augum að flýta og auðvelda
rekstrartæknilega og stjórn-
unarlega þróun fyrirtækja og
aðlaga þau breyttum markaðs-
aðstæðum með aukinni áherslu
á útflutning. Er lagt til, að opin-
Framhald á bls. 23
Iðnþróunarnefnd á fundi ásamt ritara talið frá vinstri, Sigurgeir Jónsson, aðstoðarbankastjóri
Seðlabankans, Sigurður Markússon, framkvæmdastjóri Sjávarafurðadeiidar SlS, Guðmundur Ágústs-
son, ritari nefndarinnar, Vilhjálmur Lúðvíksson, formaður iðnþróunarnefndar, Davfð Scheving
Thorsteinsson, formaður Félags fslenzkra iðnrekenda, Þröstur Ólafsson hagfræðingur, en hann lét af
störfum f nefndinni á s.l. ári og Bjarni Bragi Jónsson, forstöðumaður áætlunardeildar Framkvæmda-
stofnunarinnar.
Fannst látinn í
Svarfaðardalsá
FJÖRUTlU og eins árs gamall
bóndi, Agnar Auðunn Þorsteins-
son, frá Hofi f Svarfaðardal
fannst látinn I Svarfaðardalsá á
föstudagskvöld. Agnars hafði þá
verið saknað frá þvf á föstudags-
morgun.
Þegar heimilisfólkið á Hofi
gekk til náða á fimmtudagskvöld
hélt Agnar áfram að vinna úti-
verk, en hann ætlaði að koma inn
skömmu siðar. En þegar eigin-
kona hans vaknaði morguninn
eftir, var Agnar ekki enn kominn
og var þá farið að svipast um eftir
honum. Leitað var allan föstudag-
inn. Ferðafólk sem var á leið yfir
Árgerðisbrú kom auga á Agnar
heitinn, þar sem hann lá í ánni
við brúna og var hann þá látinn.
Agnar var kvæntur og þriggja
barna faðir.
Sigurður á heimleið
Landaði 30% af því sem
Norglobal tók á móti
BRÆÐSLUSKIPIÐ Norglobal er
nú farið af Nýfundnalandsmiðum
til Noregs, og þau skip sem
stunduðu loðnuveiðar við Ný-
fundnaland munu ennfremur
vera farin þaðan. Sigurður RE
sem stundaði veiðar á þessum
flóðum og landaði f Norglobal er
nú á leið til Islands og ætti að
vera komin I heimahöfn fyrir
helgi.
Sigurður Einarsson hjá Isfelli
h.f. sagði f samtali við Morgun-
blaðið í gær, að ekki væri vitað
með vissu hvenær Sigurður
kæmi, en vonast væri til að eitt-
hvað heyrðist frá skipinu f dag
eða á morgun.
Sem kunnugt er gengu veiðar
Sigurðar miklu betur en bjart- 1
sýnustu menn höfðu vonast til, og
fékk skipið um 15 þús. lestir af
loðnu á röskum mánuði, en á s.l.
loðnuvertíð fékk skipið rúmlega
14 þús. lestir af loðnu og f lokin
trónaði Sigurður sem aflahæsta
loðnuskipið. Það sama gerði
Sigurður við Nýfundnaland, og
eftir þeim fréttum, sem borizt
hafa frá Norglobal, landaði
Sigurður 30% af þeirri loðnu,
sem skipið fékk, en alls lönduðu
átta skip að staðaldri i Norglobal,
að Sigurði meðtöldum.
FERÐALANGAR FRÁ AKUR-
EYRI — Þessum akureysku
ferðalöngum mættu blaðamaður
og ljósmyndari Morgunblaðsins f
Reykjavík í gær. Það sem vakti
furðu blaðamannsins var útlit
fararskjóta þeirra. Við nánari
athugun kom f Ijós að fólksbfll-
inn var af gerðinni Volkswagen
1302, árgerð 1971, en útlit hans
hefur tekið töluverðum breyt-
ingum. Eigandinn, Sigurjón
Magni Sigurjónsson, 18 ára Akur-
eyringur, hefur meðal annars sett
á hann grill af Benz og breytt
lögun vélarhlffarinnar f samræmi
við það. Jeppinn, sem er Willys,
árgerð 1946, er eign Sigursteins
Þórssonar. Auk þess, sem útlit
hans hefur tekið nokkrum breyt-
ingum hefur verið sett f hann 8
cyl. vél. Allar þessar breytingar
hafa þeir gert sjálfir en Sigurjón
starfar við bflasprautun en Sigur-
steinn er rafvirki. Til Reykjavík-
ur komu ferðalangarnir s.I.
laugardag og ætla nú að skoða sig
um f nágrenni Réykjavíkur.
Ferðin að norðan gekk vel nema
hvað þau urðu að bfða þrjá tfma
eftir að fá bensfn afgreitt í
Staðarskála, þvf þau gerðu ráð
fyrir að þar væri enn nætursaia á
bensfni, svo var þó ekki.
Sigurjón var að vfsu nokkuð
svefnlftill við upphaf ferðar-
innar, en hann hafði ekki sofið f
tvo sólarhringa þvf að mörgú
þurfti að huga f bflunum og hann
var svolftið seinn með sumar
breytingarnar. Ferðalangarnir
eru t.f.v.: Sigurjón Magni Sigur-
jónsson, Agnes Kristinsdóttir,
Sigursteinn Þórsson og Monika
Björg Steingrfmsdóttir. Þau eru
öll frá Akureyri.