Morgunblaðið - 23.07.1975, Side 22

Morgunblaðið - 23.07.1975, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. JULl 1975 Sigurhans E. Vignir — Minningarorð Þórdís Sveinsdóttir frá Eskiholti - Minning í dag verdur kvaddur hinztu kveðju Sigurhans E. Vignir ljós- myndari, en hann lézt að elliheimilinu Grund 16. þ.m. Vignir, eins og hann var ávallt kallaður, fæddist að Hróðnýjar- stöðum í Laxárdal í Dalasýslu 12. maf 1894, sonur Einars Þorkels- sonar bónda þar og konu hans Ingiríðar Hansdóttur. Hann ólst upp í foreldrahúsum í stórum systkinahópi við venjulega sveita- vinnu, en það kom brátt í ljós að hugur hans hneigöist ekki að búskap, listaeðli blundaöi í drengnum, eins og reyndar fleir- um þeim systkinum, og heimtaöi það útrás. Hann hélt ungur til Reykjavíkur og komst í teikninám hjá Ríkharði Jónssyni mynd- skera, einnig aflaði hann sér þekkingar í litameðferð. Hugur hans mun hafa stefnt til listmálaranáms. Eina málverka- sýningu hélt hann í félagi við Olaf Túbals á þessum árum. Honum hefur þó ekki litizt á að gera listmálun að æfistarfi sínu, enda ærið erfitt nú.til dags, hvað þá á öðrum áratug aldarinnar. Hann sneri sér því að Ijósmyndaiöninni og lærði það fag hjá þeim félögun- um Jóni J. Dalmann og Olafi Oddssyni, sem þá ráku Ijósmynda- stofu saman hérna í Reykjavík. Að Ioknu námi hóf hann starf sem ljósmyndari heima á Hróðnýjarstöðum og þar hófst hans eiginlega æfistarf. Nokkru síðar fluttist hann ásamt unnustu sinni Önnu Þorgrímsdóttur til Stykkishólms og þar voru þau gef- in saman í hjónaband 18. nóv. 1922. Þar vann Vignir að iðn sinni i nokkur ár og einnig starfaði hann þar sem listmálari öðrum þræði og eru þar og víöar enn til málverk eftir hann frá þeim tíma. I Stykkishólmi var á þessum árum mikið og fjörugt félags- og leiklistarlíf, sem þau ungu hjónin tóku virkan þátt í og léku bæði í sjónleikjum sem settir voru upp. Ég held að Stykkishólmsárin hafi verið þeim mjög kær og þar skapaðist vinátta við fólk, sem entist alla ævi. Arið 1925 fluttist Vignir ásamt konu sinni og ungri dóttur til Reykjavíkur og hér hefur hann starfað síðan sem ljósmyndari þar til fyrir nokkrum árum að aldur- inn sagði tii sín og heilsan fór að gefa sig. Skömmu eftir komuna til Reykjavikur rak hann ljósmynda- stofu í nokkur ár i félagi við Óskar Gíslason, sem síðar varð þekktur fyrir brautryðjandastörf á kvikmyndasviðinu. Kreppuárin voru Vigni erfið eins og flestum öðrum. Einn var þó sá staður á landinu, þar sem von var um eitt- hvert líf, það var Siglufjörður, þangaö fluttu þau hjónin sig á sumrin á þessum erfiðu árum, hún i síldarvinnu og hann setti upp ljósmyndastofu. Oftast bjarg- aði þetta fjárhagnum, en fyrir kom að einnig það brást. Vignir var mjög fjölhæfur ijös- myndari og ég held ekkert hafi verið þaö til innan fagsins, sem hann ekki gat leyst. Fyrir utan venjulegar mannamyndatökur og annað slikt var honum landslagið mjög hugstætt og átti hann mjög fjölbreytt og fagurt landslags- myndasafn. Þær myndir prýða mörg heimili landsins og munu gera um mörg ókomin ár. Ef til vili hefur Vigni þó orðið hugstæð- ast að starfa við leikhúsmynda- tökur, en við það starfaði hann yfir 20 ár, fyrst hjá Leikfélagi Reykjavíkur frá 1942 til 1950 og síðan fastur ljósmyndari við Þjóð- leikhúsið frá stofnun þess 1950 og næstu 15 árin. Andrúmsloftið inn- an leikhússins átti vel við hann. Þar naut hann sín sem listamaður og í félagi við listamenn. í einkalifi sínu var Vignir ham- ingjusamur maður. Hann lifði í löngu farsælu hjónabandi með þeirri konu, sem hann ungur felldi hug til. Þau hjónin eignuð- ust tvö börn, Ragnar, giftan Haf- disi Guðlaugsdóttur Vigni og íris, gifta Guðmundi Hannessyni. Barna- og barnabörn þeirra eru sjö talsins. Ragnar sonur hans fet- aði í spor föður síns, því eini neminn, sem Vignir kenndi um ævina, var einmitt sonur hans, þótt hann færi inn á önnur svið, þ.e.a.s. rannsöknarlögreglustörf. Vignir var einstaklega dagfars- prúður maður, sem sjaldan skipti skapi. Hann gaf sér tíma til að ígrunda hlutina og flanaði ekki að neinu. Hann var traustur maður og áreiðanlegur, bæði í einkalífi - sínu og starfi. Þannig reyndist hann mér sem tengdafaðir og þannig veit ég að hann hefur einnig reynzt öðrum. Eins og áður sagði ólst Vignir upp í stórum systkinahópi. Þau voru níu systkinin og hann var fjórði í röðinni. Látin eru nú auk hans þau Þorkell, Herdís og Kristján, Á lifi eru systurnar Sal- óme, Sigríður, Guðrún og Hróðný og bróðir hans Helgi, öll búsett hér í borginni. Vignir missti konu sína, Önnu, fyrir rúmu hálfu ári siðan. Heilsu hans var þá tekið að hnigna, en við fráfail hennar var eins og skorið væri á hans eigin lifsþráð og veit ég, að sú hvíld, sem hann nú hefur fengið hefur verið hon- um kærkomin. Við öll, sem næst Vigni stóðum, þökkum honum trausta og ástrika samfylgd I gegnum lífið. Guðm. Hannesson. Hinn 15. þ.m. andaðist hér í Grensásdeild Borgarspltalans Þórdís Sveinsdóttir frá Eskiholti I hárri elli, eftir langa sjúkdóms- legu. Með henni féll ein af þeim traustu stoðum íslenzkrar menn- ingar, sem áttu grundvöll sinn i mannlífi ofanverðrar síðustu ald- ar og þeim menningararfi, sem hélzt óraskaður fram á tíma fyrri heimsstyrjaldar á öðrum áratug þessarar aldar. Þórdis var komin af bernsku- skeiði og fram á þroskaár þegar þessi öld rann upp. Hún fæddist hinn 24. júní 1884, að Háafelli í Miðdölum, og var þvi 91 árs, þeg- ar hún lézt. Foreldrar hennar voru hjónin Sveinn Finnsson og Helga Eysteinsdóttir, sem þar bjuggu, og var hún élzt ellefu barna þeirra. Tveir bræður henn- ar eru látnir fyrir allmörgum ár- um, Eysteinn, sem dó ungur að árum, og Benedikt, sem um skeið var kaupfélagsstjóri í Borgarnesi, en átta þeirra systkina eru enn á lifi, flest háöldruð, og er kunnast- ur þeirra Ásmundur myndlistar- maður, en öll eru þau hið gervi- legasta fólk og mörgum listum búin. Þórdis fluttist kornung með for- eldrum sinum að Kvertnabrekku og þaðan nokkrum árum síðar að Kolstöðum í sömu sveit, næsta bæ við Háafell, og við þann bæ eru systkinin löngum kennd, enda flest þar fædd og öll upp alin. En árið 1925 fluttust foreldrar henn- ar ásamt þeim systkinanna, sem ekki voru horfin til starfa annars staðar, að Eskiholti í Borgar- hreppi í Mýrasýslu, þar sem tveir bræðranna, Finnur og Bjarni, reistu bú, og voru foreldrarnir I þeirra skjóli þar unz þau önduð- ust. Var Þórdís þar og heimilis- föst um allmörg ár, og við þann bæ tengd í hugum Borgfirðinga, sem hennar minnast. En um 1943 fluttist hún til Reykjavíkur, og átti síðan Iengst heimili með Önnu systur sinni. Var jafnan sér- lega kært með þeim systrum, og sýndi Anna Þórdísi sérstaklega mikla nærgætni og fórnarlund, þegar spor hennar tóku að þyngj- ast. Síðasta árið dvaldist hún þó á sjúkrahúsinu, þar sem hún andað- ist, eins og að framan greinir, og naut þar hinnar alúðlegustu hjúkrunar og viðmóts i hverju tilviki, og fyrir það skulu nú flutt- ar kærar þakkir vandamanna hennar. Þórdís hafði lært fatasaum og lagði sérstaklega stund á þá iðn. Þótti hún aufúsugestur til þeirra starfa víða um sveit sína, hagvirk og mikilvirk, og sérstak- iega listræn í öllum sínum verk- um. Og ekki mun þá hafa verið reiknað hátt verkakaup né taldir nákvæmlega vinnutimar, hvað þá eftirvinna eða næturvinna, held ur hafði hún fremur orð á því, að venjan væri að sitja við vinnu sina, frá því komið væri á fætur þangað til lagzt væri til svefns. Hun var einnig eftirsótt til saumastarfa eftir að hún kom hingað til Reykjavikur, og langt fram á elliár. En á siðustu áratug- unum lagði hún í auknum mæli stund á listsaum, og eru nær ótelj- andi þau listaverk, sem eftir hana liggja á þvi sviði. Er nær ótrúlegt, hverju hún afkastaði í sinni háu elli, og smekkur og handbragð lét ekki á sjá, þótt árin færðust yfir. Lengstum var hún líka hraust til heilsu, unz kraftarnir þrutu allra siðustu árin, er hún var að komast á tíunda tug æviára sinna. Þórdís var kona alúðleg I öllu viðmóti, virðuleg og litillát i senn, traust í öllu svo af bar og trygg- lynd við alla ættingja sína og vini. Hennar er minnzt með sökn- uði, þakklæti og virðingu af öll- um, sem til hennar þekktu og nutu verka hennar og vináttu. Gefi henni nú Guð raun Iofi betri. Björn Magnússon. t t Móðir okkar, * Frænka mln, MARGRÉT EYJÓLFSDÓTTIR HILDUR Á. EGGERTSSON frá Geirastöðum, andaðist 1 5. júní s I á elliheimilinu Höfn í Vancouver Canada verður jarðsungin frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 24 þ.m. kl. 1 3.30 Jón Magnússon, Sigurveig Guttormsdóttir. Björgvin Magnússon, Eyþór Magnússon. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu. móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, MARÍU ÓLAFSDÓTTUR RÓSU EINARSDÓTTUR. frá Bakka, Skagaströnd. frá isafirði, Framnesvegi 1. Sérstakar þakkir til Guðjóns Lárussonar læknis og hjúkrunarfólks á - Elfn Skarphóðinsdóttir, Rögnvaldur Þórðarson, Landakotsspítala fyrir góða hjúkrun og umönnun 1 veikindum hennar. Ásdls Skarphéðinsdóttir, Aðalbjörn Sigurlaugsson, Böm, tengdabörn og barnabörn. barnabörn og barnabarnabarn. t Þökkum auðsýnda samúð og vínarhug við andlát og jarðarför móður t Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför móður okkar og systur minnar, BORGHILDAR ODDSDÓTTUR HANNESfNU SIGRÍÐAR HANNESDÓTTUR, Tryggvagötu 8, Selfossi. Þóra Þórðardóttir. Fyrir hönd vandamanna. Guðmunda Ágústsdóttir, Guðmundur R. Oddsson. Sigurður Óskar Sigurðsson. SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM I mörg ár hef ég reynt að vera kristinn. Nítján ára gamall sonur okkar var kallaður fyrir ári til þess að gegna þjónustu i fjarlægu landi. Fyrir fjórum vikum kom hann aftur heim — liðið lík. Hann hafði farizt í styrjaldarátökum. Við erum á barmi örvæntingar. Hvernig gat Guð gert okkur þetta? Ég veit um fólk, sem hefur aldrei reynt að þjóna Guði, en sonum þess var hlíft. Við höfum eiginlega misst alla trú á Guði og á söfnuðinum. Höfum við rangt fyrir okkur? Mér barst annað bréf um leið og ég fékk bréfið frá yður. Þar segir m.a.: „Við misstum son okkar þarna á þakkargjörðardeginum. Dauði sonar okkar hefur dregið okkur nær Guði en nokkuð annað. Það var eins háttað um okkur og marga aðra, að við vorum orðin dauf í trúnni og hirðulaus. Áhugi okkar beind- ist mest að efnislegum gæðum. Eftir lát sonar okkar er eiginmaður minn orðinn hjálpsamur og nærgæt- inn við aðra. Hann biðst fyrir og les Biblíuna. Heimili okkar er orðið eins og það hefur alltaf átt að vera. Við eigum vissu þess, að sonur okkar sé hjá Drottni, og okkur langar til að lifa þannig, að við fáum að sameinast honum á heimilinu á himnum. Nú vitum við, hvað orðin í Rómverjabréfinu 8,28 þýða: „Þeim, sem Guð elska, samverkar allt til góðs“.“ Við ráðum ekki við, hvað okkur ber að höndum. En við getum ráðið því, hvað gerist innra með okkur. Þessum hjónum fór svo, að hörmungarnar urðu til þess, að þau leituðu nánara samfélags við Guð. Ég bið þess, að þér ásakið Guð ekki heldur fyrir þá sorg, sem þér hafið orðið fyrir, heldur verði sorgin upphaf þess, að þér verðið enn meira að notum en áður í hendi Guðs og að gleði yðar í honum aukist.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.