Morgunblaðið - 07.08.1975, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 07.08.1975, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. ÁGUST 1975 5 Frá Ólympíukeppni Sovétríkjanna I síðasta þætti var skýrt frá upphafi sovézku Ólympíu- keppninnar. Enn sem komið er hafa ekki borizt úrslit nema úr 1. umferðinni. Þá mættust Lett- land og Moskva f 1. riðli og að lokinni fyrstu setu skákanna höfðu Lettar hlotið 4,5 v., en Moskvumenn 3,5. Ein skák fór í bið. Á 7. borði áttust við A. Vitolins, ungur Letti, sem hefur vakið mikla athygli að undanförnu, og stórmeistarinn D. Bronstein. Viðureign þeirra fer hér á eftir. Hvftt: A. Vitolins Svart: D. Bronstein Frönsk vörn 1. e4 — e6, 2. d4 — d5, 3. Rc3 — Bb4, 4. e5 — b6, 5. Bd2 — Rc6, 6. a3 — Bf8, 7. Rf3 — Rge7, 8. Bb3 — Rf5, 9. Re2 — h5, 10. b4 — Rce7, 11. Rg3 — Rg6, 12. 0-0 — Be7, 13. Rxf5 — exf5, 14. c4 — h4, 15. Da4+ — Kf8, 16. Dc2 — Hh5, 17. cxd5 — h3, 18. Hfcl— hxg2 19. Dc6 — Hb8, 20. Dxc7 — Bb7, 21. Dxd8+ — Bxd8, 22. Bc4 — Re7, 23. Rel — Rxd5, 24. Rxg2 — g5, 25. Bxd5 — Bxd5, 26. Re3 — Be6, 27. d5 — Bd7, 28. f4 — b5, 29. Rg2 — Skák eftir JÓN Þ. ÞÓR Bb6+, 30. Hc5 — Hh3, 31. Be3 — Hc8, 32. Hel — gxf4, 33. Rxf4 — Hh4, 34. e6 — Hg4+, 35. Kf2 — fxe6, 36. dxe6 — Bxc5, 37. Bxc5+ — Kg7, 38. Rh5+ — Kg6, 39. exd7 — Hd8, 40. Rf6 — Hf4+, 41. Kg3 og svartur gafst upp. I keppni Hvítarússlands og Uzbekistan var eftirfarandi skák tefld. Hvftt: A. Kapengut Svart: M. Ruderfer Sikileyjarvörn 1. e4 — c5, 2. Rf3 — e6, 3. d4 — cxd4, 4. Rxd4 — Rc6, 5. Rc3 — a6, 6. Be2 — Dc7, 7. 0-0 — Rf6, 8. Be3 — Bb4, 9. Ra4 — Re7, 10. c4 — Rxe4, 11. Dc2! — Rf6, 12. Rf3 — Red5,13. Bd4 — Be7,14. Hacl — Rf4, 15. Rb6 — Hb8, 16. c5 — d6, 17. Rc4 — Rg6, 18. cxd6 — Bxd6, 19. Bb6 — Bxh2+, 20. Rxh2 — Bd7, 21. Ba7 og svartur gafst upp. Ráðstefna um rannsóknir á sögu kvenna RÁÐSTEFNA um rannsóknir á sögu kvenna (feminologi) var haldin f kaþóiska háskólanum f Nijmegen f Hollandi 8.—11. júnf si. og sóttu hana tveir fulltrúar frá Islandi, þær Helga Kress sendikennari við háskólann f Bergen og Else Mia Einarsdóttir bókasafnsfræðingur við Kvenna- sögusafn tslands. Markmið ráðstefnunnar var að gera fræðimönnum kleift að skiptast á skoðunum, ræða um grundvallarsjónarmið og aðferðir við rannsóknir á sögu kvenna á ýmsum sviðum, svo sem bók- mennta og lista, heimspeki og guðfræði auk þjóðfélagsfræði. A ráðstefnunni var einnig fjallað um möguleika á alþjóðlegri sam- vinnu fræðimanna og stofnana, þeirra á meðal kvennasögusafna, segir f frétt frá Kvennasögusafni Islands um ráðstefnuna. Fyrirlesarar voru fræðimenn frá Norðurlöndum og Hollandi. Vinnuhópar voru fjórir og fjöll- uðu um rannsóknir í sögu kvenna, einkum með tilliti til bókmennta, skjala- og bókasöfn, listasögu og menntun kvenna. Gerð var grein fyrir drögum að norrænu orða- safni á vegum norrænu kvenna- sögusafnanna og er það hugsað sem vísir að samnorrænni bóka- skrá um sögu kvenna. Verður orðasafnið síðan gefið út á öllum Norðurlandamálunum og á ensku. Islenzka kvennasögusafn- ið er þegar byrjað á íslenzku orða- safni i náinni samvinnu við hin söfnin. Ráðstefnan lýsti yfir stuðningi sínum við alla þá aðila sem vinna að því, að rannsóknir á sögu kvenna verði teknar upp f háskól- um, og beinir hún þeim tilmælum til háskólanna, að hlutur kvenna verði ekki sniðgenginn heldur dreginn fram f dagsljósið. Enn- fremur hvatti ráðstefnan ríkis- valdið til að styðja starfsemi kvennasögusafna, þar sem þau eru forsenda þess að hægt sé að rannsaka sögu kvenna, og skoraði ráðstefnan á ríkisvaldið að veita fjárstyrk til þeirra stofnana, hópa og einstaklinga, sem vinna að þessum rannsóknum. Tíðar skipakomur til Siglufjarðar Siglufirði 5. ágúst. OVENJU tfðar skipakomur hafa verið hingað að undanförnu og nú eru hér þrfr Fossar. Hef ég ekki séð þá svo marga hér f einu áður. Þeir eru að losa timbur og lesta freðfisk. Togarinn Stálvík er nýkominn inn með tæpar 100 lestir af fiski. Veðrið er hér eins og bezt verður á kosið. Rólegt var hér í bænum um verzlunarmanna- helgina, en þó var hér mjög mikill fjöldi ferðafólks. Þeir sem veitt hafa silung á stöng úti á Sauðanesi hafa fengið ágætan afla undanfarið. ollum fatnaði verzlun okkar ágúst- mánuði Nú bjóðum við 10% afslátt i IZKUVERZLUN UNGA FOLKSINS KARNABÆR AUSTURSTRÆTI 22 LAUGAVEG 66 LAUGAVEG 20a SÍMI FRA SKIPTIBORÐI 28155 LÆKJARGÖTU 2 SÍMI FRÁ SKIPTIBORÐI 28155 M. J.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.