Morgunblaðið - 14.08.1975, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 14.08.1975, Qupperneq 1
24 SÍÐUR 182. tbl. 62. árg. FIMMTUDAGUR 14. AGÍIST 1975 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Skógarbruninn í V-Þýzkalandi: Reyksúlan 25 km í loft upp Árangurslaust slökkvistarf Bonn, 13. ágúst. AP — NTB. EKKERT lát er á hinum gffur- legu lyng- og skógarbrunum f Neðra-Saxlandi í V-Þýzkalandi og berjast nú 11000 slökkviliðs- menn, lögreglumenn, hermenn og sjálfboðaliðar örvæntingar- fullri baráttu við eldinn, sem þeg- ar hefur valdið milljarða krðna tjóni og hrakið á 4. þúsund manns á brott frá heimilum sfnum úr 8 þorpum. Eldarnir geisuðu f dag á 45 ferkflómetra svæði og gerði það slökkv iliðsmönnum starfið nær óvinnandi, er hvassir vind- sveipir feyktu upp gífurlegu eld- hafi. Sex slökkviliðsmenn hafa látið lífið í eldunum, og var það á sunnudaginn, er snarpur vind- sveipur feykti eldhafinu yfir þá án þess að þeir gætu gert tilraun til að forða sér. Eldhafið náði um tíma í morgun að sleikja útjaðar borgarinnar Celle, sem 57 þúsund manns búa í og brunnu tvö hús til ösku, en slökkviliðsmönnum tókst að verja önnur hús unz vindátt breyttist og bægði hættunni frá um stundarsakir að minnsta kosti. Milli 15 og 20 flugvélar taka þátt í slökkvistarfinu og várpa hundr- uðum lesta af vatnssprengjum á bálið á hverjum degi og í dag var byrjað að varpa niður sérstökum bandarískum kvoðusprengjum, sem gefið hafa góða raun í bar- Bretar vilja viðræður við íslendinga sem allra fyrst Ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins bað um sérstakan fund með íslenzka sendiherranum mikilvægt að samningavið- ræður um landhelgismál hæfust sem allra fyrst. Fundurinn var haldinn að beiðni Hattersleys, sem hefur nú tekið við land- helgismálum af David Ennals, aðstoðarutanríkis- ráðherra, sem einbeitir sér nú að málefnum Rhódesfu og öðrum alþjóðlegum málefnum. Frétt þessi er höfð eftir áreiðanlegum heimildum í utanríkis- ráðuneytinu og er sagt að íslenzki sendiherrann hafi lofað að gera íslenzkum stjórnvöldum grein fyrir viðræðunum hið fyrsta. Höfuötilgangurinn með fundin- um var aö gefa Hatterley tæki- færi til aö kynna sér landhelgis- málin. Heimildirnar herma að Hattersley sé þeirrar skoðunar, að íslenzk stjórnvöld viðurkenni sérstöðu Breta og nauðsyn þess að brezk fiskiskip fái að stunda veið- ar undan ströndum íslands. Sam- komulag Breta og Islendinga, sem batt enda á „þorskastríðið 1973“ rennur út 13. nóvember nk., en Islendingar hafa lýst því yfir að þeir muni færa fiskveiðilögsögu sína út 1200 mílur 15. október nk. Undirbúa Bandaríkja- menn og Rússar stórfefld- an vöruskiptasamning? Washington 13. ágúst Reuter. ORÐRÓMUR var á kreiki I Washington f dag um að samn- ingaviðræður stæðu nú yfir f Helsingfors milli Bandarfkja- manna og Rússa um stórfelldan vöruskiptasamning, þannig að Bandaríkjamenn myndu selja Rússum kornvörur f staðinn fyrir olfu. Talsmenn Fords forseta hafa neitað að staðfesta þennan orð- róm, segja að hugmyndinni um slfkan samning hafi aðeins verið varpað lauslega fram, og að þeim Otelo Carvalho seilist til valda í Portúgal Lissabon 13. ágúst AP—RE UTER—NTB. OTELO Saravia de Carvalho hers- höfðingi, einn af þremur f þrfeyk- isstjórninni, sem fer með völd f Portúgal, gerði í dag tilraun til að ná valdataumunum f sfnar hend- ur, er hann kvaddi á sinn fund 100 af æðstu herforingjum lands- ins til að leggja fyrir þá drög að nýrri áætlun um framkvæmd byltingarinnar f landinu. Drög þessi eru talin mótleikur gegn tillögum hinna 9 hægfara herfor- ingja, sem nú er verið að safna undirskriftum undir innan hers- ins. Talið er að tillögur herfor- ingjanna 9 njóti stuðnings allt að 85% herafla Portúgals, en þar er gert ráð fyrir að um hægfara þró- un til sósfalisma í landinu verði aö ræða vegna stjórnmálalegrar og landfræðilegrar stöðu Portú- gals í Evrópu. Herforingjarnir 9 hafa einnig krafizt þess að Goncalves forsæt- isráðherra víki úr embætti og herma heimildir að það sé eina atriðið sem Carvalho sé sammála þeim um. I drögum Carvalhos, sem er yfirmaður öryggissveita landsins, eru endurtekin flest atr- iðin úr yfirlýsingu herráðsins í sl. mánuði, þar sem lagt er til að byltingarráð verði sett upp i öll- um borgarhverfum og héruðum landsins, sem myndu brjóta alger- lega niður stjórnmálaflokkana í landinu. sé ^alls ekki kunnugt um að samningaviðræður standi yfir. Bandarfskir sérfræðingar hafa áætlað að uppskerubrestur í Sovétrlkjunum muni neyða sovézk stjórnvöld til að reyna að kaupa um 25 milljónir lesta af kornvöru erlendis frá á þessu ári og hafa Rússar þegar keypt 10 milljónir lesta frá Bandarikjun- um og 4 milljónir lesta frá Kanada. Kissinger bað Solzhenitsyn griða Vail, Colorado 13. ágúst Reuter. HENRY Kissinger utanríkisráð- herra Bandaríkjanna skýrði frá því í gær, að hann hefði eindregið ráðið sovézkum yfirvöldum frá þvi að setja Alexanðer Solzhenit- syn í fangelsi á sl. ári, er herferð yfirvaldanna stóð sem hæst gegn honum og lauk með þvi að honum var vísað úr landi. Hins vegar neitaði Kissinger því ákveðið að hann hefði gert nokkurn samning við Sovétmenn um að Solzhenit- syn yrði neitað um að fá að heim- sækja Ford forseta f Hvita húsið. Sem kunnugt er neitaði forsetinn að hitta Solzhenitsyn, er hann var I Washington fyrir skömmu. For- setanum snerist þó hugur siðar og bauð hann þá Solzhenitsyn til sín, en skáldið afþakkaði þá boðið. London 13. ágúst. Reuter. ROY Hattersley, ráðu- neytisstjóri í brezka utan- ríkisráðuneytinu, átt í dag 35 mfnútna fund með Nf- els P. Sigurðssyni sendi- herra fslands f London um landhelgismálið þar sem hann lýsti því yfir við sendiherrann, að brezka stjórnin teldi það mjög Kissinger til Miðaust- urlanda 1 næstu viku? Jerúsalem 13. ágúst. Reuter —AP. tSRAELSKA stjórnin bað I dag um frekari skýringu á sfðasta samningstilboði Egypta f sáttatil- raunum þeim, sem Bandarfkja- menn beita sér fyrir. Tilboð Egypta barst Rabin forsætisráð- herra f gærkvöldi frá Simcha Dinitz, sendiherra tsraela í Washington, sem fékk tilboðið af- hent hjá Henry Kissinger utan- rfkisráðherra Bandarfkjanna. Ekki er vitað hvaða atriði það eru, sem Israelar vilja fá skýr- ingu á, en þeir gera sér vonir um að fá svar fyrir nk. sunnudag, er fsraelska stjórnin kemur saman til fundar. Areiðanlegar heimildir I Washington, Kairó og Jerúsalem herma, að nær öruggt megi telja að deiluaðilar hafi nálgazt hvor annan það mikið að Henry Kissinger geti lagt upp i ferð sina til Miðausturlanda þegar í byrjun næstu viku, en Kissinger hefur lýst því yfir, að hann muni ekki leggja upp í aðra sáttatilraunaför fyrr en það liggi ljóst fyrir að 80—90% líkur séu á að samkomu- lag náist. Heimildir í Kaíró herma að egypzkir ráðamenn gangi nú út frá þvf að nýtt bráðabirgðasam- komulag verði undirritað fyrir lok ágústsmánaðar og að slfkt samkomulag muni m.a. fela I sér að Israelar dragi herlið sitt langt inn í Sinai-eyðimörkina og af- hendi Egyptum á ný olfulindirnar í Abu Rudeis. áttu við skógarelda i Bandarikj- unum. Brezkir og v-þýzkir hermenn fluttu f dag á brott í miklum flýti vopn úr birgðageymslum hersins á Luneborgarheiði. Sem fyrr seg- ir er það veðrið, sem veldur slökkviliðsmönnum mestum erf- iðleikum og einkum að vindáttin breytist stöðugt. Reyksúlan frá eldunum nær nú upp í 25 km hæð að því er upplýsingar frá sovézk- um gervihnetti benda til. Mikill viðbúnaður er í nærliggjandi borgum og þorpum til að taka við flóttafólki og I dag var gefið fri í öllum skólum í Celle til að undir- búa móttöku flóttamanna. 6 dagar eru nú liðnir frá þvi að eldurinn kom upp, en mikil hitabylgja og þurrkar hafa gengið yfir Evrópu eins og kunnugt er af fréttum. Slökkviliðsmenn f baráttu við eldinn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.