Morgunblaðið - 14.08.1975, Side 10

Morgunblaðið - 14.08.1975, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 1975 KR í vandræðum með Þór en marði þó 2:1 sigur FLESTUM á óvart lenti 1. deildar lið KR í hinum ,estu erfiðleikum með 3. deildar lið Þórs, er liðin maettust i áttaliða úrslitum bikarkeppni KSÍ á Akureyri í gærkvöldi. Með smá- heppni hefðu Þórsararnir átt að ná jafntefli i leiknum, en úrslit urðu þau, að KR-ingar sigruðu með tveim- ur mörkum gegn einu og hafa þar með tryggt sér rétt til þátttöku i undanúrslitunum. Gífurlega mikill áhugi var á leik þessum á Akureyri, svo sem bezt má sjá af þvi að hátt á annað þúsund áhorfendur voru á leiknum, sem fór fram við beztu skilyrði, þar sem hlýtt var i veðri og logn. Svo virtist i fyrstu sem KR-ingar hefðu leikinn i hendi sér, þar sem þeir sóttu nær stanzlaust fyrstu 25 mínúturnar. Þeim gekk þó illa að skapa sér færi, og eina umtalsverða atvikið uppi við mark Þórs á þessum sóknarminútum KR var er Baldvin Elíasson komst i dauðafæri á 25. minútu en skaut þá yfir. En eftir þetta skot Baldvins var sem Þórsarar vöknuðu af dvala, og það sem eftir var hálfleiksins snerist dæmið algjörlega við. Þór sótti stanzlaust og KR-ingar áttu mjög i vök að verjast. Þannig munaði litlu að Þór skoraði á 29. minútu er Árni Gunnarsson átti skot i stöng KR- marksins og á 30. minútu bjargaði Guðjón Hilmarsson á linu skoti frá Aðalsteini Sigurgeirssyni. Á 35. minútu varði Magnús KR- markvörður svo stórglæsilega skot frá Aðalsteini. Á 39. mínútu bar sókn Þórsliðsins loksins árangur. Ólafur Ólafsson var þá með knöttinn og hugðist hreinsa frá. Hitti hann knöttinn illa og Ámi Gunnarsson sem var þarna nær- staddur tókst að ná knettinum og lyfta honum yfir Magnús markvörð. Strax á 2. minútu seinni hálfleiks jafnaði KR. Hálfdán Örlygsson átti þá fallegan stungubolta inn á Atla Þór. sem vann vel úr sendingunni og skoraði. Þar með náði KR aftur tökum á leiknum og sótti af miklum krafti. Hurð skall nærri hælum við Þórsmarkið eitt sinn snemma i hálf- leiknum er Ottó skaut úr aukaspyrnu að markinu og Pétur Sigurðsson Þórsleikmaður skallaði i átt að eigin marki. Stefndi knötturinn í mark- hornið, en Samúel sveif upp í hornið og bjargaði. En upp úr miðjum hálfleiknum endurtók sagan frá fyrri hálfleik sig. Þórsarar fylltust vfgamóð og sóttu mikið. Fengu þeir góð færi, eins og t.d. er Sævar Jónatansson átti hörkuskot rétt fyrir og er Magnús Guðmundsson varði vel skot frá Árna Gunnarssyni. Á 35. minútu hálfleiksins var hins vegar gert út um leikinn er Guðjón Hilmarsson átti sendingu utan af kanti í átt að Þórsmarkinu þar sem Samúel, markvörður, Atli Þór og Baldvin börðust um knöttinn. Af þeim hrökk knötturinn út til Hauks Ottesen sem sendi hann i mannlaust markið. Bezti leikmaður KR-liðsins i þess- um leik var Atli Þór Héðinsson sem ógnaði stöðugt. Þá átti Guðmundur Yngvason góðan leik meðan hann var inná og Ólafur Ólafsson var traustur að venju. Beztu leikmenn Þórsliðsins í leikn- um voru þeir Árni Gunnarsson sem lék bakvörð KR-liðsins oft grátt og Pétur Sigurðsson. Dómari var Hinrik Lárusson og var hann hvergi nógu ákveðinn. Einn leikmaður, Oddur Óskarsson, Þór, fékk að sjá gula spjaldið fyrir gróft brot á Atla Þór —Sigb. G. Ómar Karlsson, markvörður FH-inga ítti góðan leik i gærkvöldi. Myndin sýnir hann góma knöttinn, áður en Teitur Þórðarsson, Akurnesingur nær til hans. Ljósm. Mbl. Friðþjófur. FH VARÐ í A AUÐVELD BRAÐ ÞAÐ LÉK ekki á tveimur tung- um, að það var betri aðilinn sem gekk með sigur af hólmi I leik FH og tA í átta-liða bikarkeppni KSt á Kaplakrikavellinum f gær- kvöldi. 3—0 fyrir Akurnesinga urðu úrslit leiksins og sigur þeirra hefði jafnvel getað orðið stærri. Þótt Skagamenn nái sjaldnast sínu bezta fram þegar þeir leika á mölinni, áttu þeir ágæta ieikkafla f leiknum í gær- kvöldi og tókst bctur en FH- ingum að hemja knöttinn, auk þess sem sendingar þeirra voru f senn nákvæmari og hnitmiðaðri. Þar með hafa Skagamenn tryggt sér sæti f undanúrslitum bikar- keppninnar, og það skyldi þó aldrei verða að nú sé komið að því sem þeim hefur aldrei tekizt áður, — að sigra f bikarkeppn- inni, en oftsinnis hafa Skaga- menn komizt f úrslit, en ævinlega tapað. Leikurinn í Hafnarfirði var fremur jafn framan af, en Akur- nesingar þó frá upphafi betri aðil- inn. Fyrsta mark leiksins kom á 28. mínútu, eftir að dæmd hafði verið hornspyrna á FH-inga. Árni Sveinsson sendi knöttinn vel fyrir markið, þar sem Jón Gunnlaugs- son skallaði hann fyrir fætur nafna sfns Alfreðssonar, sem ekki þurfti að hafa mikið fyrir því að renna honum i netið. Þannig var staðan í hálfleik 1—o fyrir Akurnesinga, og framan af seinni hálfleik börðust FH-ingar af sæmilegum krafti, tókst að stöðva flestar sóknarlotur Akurnesinga í tíma, og einstaka sinnum komast í færi við lA- markið. En þegar á hálfleikinn leið var sem allur vindur væri úr heimamönnum. Skagamenn fengu tíma og frið til þess að leika listir sínar, og þá var ekki að sökum að spyrja. Hvað eftir annað skapaðist hætta við FH- markið, en það var þó ekki fyrr en á 28. mínútu hálfleiksins að þeir Framhald á bls. 23 NIÐDIMM OG LEIK FRESTAÐ EYJAMENN komust ekki til megin- landsins i gærkvöldi til leiksins við Valsmenn í bikarkeppninni. Var leiknum þvi frestað af Mótanefnd KSÍ til klukkan 20.00 i kvöld. Voru Valsmenn mjög óánægðir með að Vestmannaeyingar skyldu ekki koma til leiksins þar sem flogið var til Eyja fram undir klukkan 18 I gærdag. Er ÞOKA I EYJUM ÞEIRRA VIÐ VAL ÞAR TIL í KVÖLD EVROPULEIKUR ÍBK OG DUNDEE í KEFLAVÍK ÞAÐ skýrist væntanlega I vikunni hvað við gerum, sagði Hafsteinn Guðmundsson forma ður jþrótta- bandalags Keflavikur er við ræddum við hann i gær. — Eins og málin standa núna tel ég mestar likur á þvf að við leikum heimaleik okkar i UEFA-keppninni gegn Dundee hér i Keflavík 21. eða 28. september. Til að það verði mögulegt þarf skozka liðið að færa leik sinn i deildarkeppn- inni skozku fram um einn dag, leika 2. deildin gæti orðið dýr fyrir sunnanliðin Það getur orðið dýrt fyrir liðin af Suðurlandi að leika í 2. deild á næsta ári. Svo getur farið að fjögur lið að norðan verði I deildinni og t.d. lið IBI og ef til vill Hauka, Ármann, Selfoss og Þróttur. Verða þá sunnanliðin komin í svipað hlutverk og liðin utan af landi, sem á hverju ári verða að eyða þúsundum króna í langar og strangar keppnisferðir. Frá því var greint í dag hér á síðunni hvaða lið Ieika saman í riðlum úrslitakeppninnar í þriðju deild. Sömuleiðis var sagt frá því að fjölgað yrði I 1. og 2. deild og sagt að lið sem yrði númer 2 i 3. deild léki við botnliðið I 2. deild. Þetta er ekki rétt, þar sem sigurliðið í deildinni fer beint í 2. deild en liðin sem verða númer 2 og 3 í keppninni leika við botnliðið í 2. deild uni 2 sæti. Að sjálfsögðu gætu lið eins og Stjarnan og Fylkir komizt upp f 2. deild og myndi þá kostnaður Reykjavíkurliðanna i deildinni ekki verða eins hár og ef Akureyrarliðin eða Þróttur NK., Isfirðingar eða reyndar hvaða lið annað, sem í úrslitunum er, kæmist upp í 2. deild. Utanbæjarmenn brosa sjálfsagt að þessum bollaleggingum og hugsa með sér: hvað eru þeir að kvarta og kveina þarna fyrir sunnan, þetta höfum við mátt þola ár eftir ár? Leyfum þessum kokhraustu Reykvíkingum einu sinni að kynnast okkar hlið mála af eigin raun! _____________________________— áij á föstudegi i stað laugardags. Ég hef góðar vonir um að það takist og á von á bréfi frá Skotunum I dag eða á morgun. sagði Hafsteinn. Eins og kunnugt er af fréttum áttu Keflvíkingar að leika heimaleik sinn gegn Dundee miðvikudaginn 17. sept- ember Er Valsmenn ákváðu að flýta sínum leik um rúmlega hálfan mánuð og leika þriðjudaginn 16, september, mótmæltu Keflvikingar og töldu það ekki löglegt , að Valsmenn léku sinn leik aðeins degi áður en þeirra leikur átti að fara fram. — Knattspyrnusam- band Islands virti rétt okkar hins vegar að vettugi og við urðum því að finna okkur annan leikdag, sagði for- maður ÍBK í gær — Við í ÍBK höfum ekki áhuga á að gera þátttöku íslenzkra liða i Evrópumótunum að neinum skrípaleik og í stað þess að reyna að leika einum degi fyrr en Valsmenn höfum við reynt að fá leik okkar færðan aftur og höfum hug á að leika hér i Keflavik annan fyrrgreindra sunnu- daga Aðspurður sagði Hafsteinn að það ætti ekki að verða ýkja erfitt að gera völlinn i Keflavík löglegan fyrir leiki i Evrópumótum og á sunnudegi kæmu örugglega margir áhorfendur. Um blaðaskrif sem Valsmenn hafa einkum beint að Hafsteini sagði hann að þau væru tæpast svaraverð. Þar væri farið með rangt mál og auk þess færi greinarhöfundur í kringum sjálfan sig. Vængjavélin sem flytja átti lið ÍBV til Reykjavikur var að komast til Eyja skall á niðdimm þoka, vélin sveimaði yfir Eyjunum f hálftíma en ekkert rofaði til og varð hún að snúa við Hermann Jónasson formaður Knattspyrnuráðs ÍBV sagði i viðtali við Morgunblaðið i gær að þokan hefði skollið á eins og hendi hefði verið veifað og það engin venjuleg þoka, þvi skyggnið hefði ekki verið meira en 50 metrar þegar verst var. — Að sjálfsögðu þykur okkur slæmt að hafa ekki komizt til leiksins, sagði Hermann, en við sem búum á stað eins og Vestmannaeyjum verðum að sætta okkur við hluti eins og þennan. Leikmenn okkar eru eðlilega i fullri vinnu og fyrir okkur er það meira en að taka bara „stræró" upp á Mela- völl að komast til leiksins, sagði Hermann. Ingi Björn Albertsson leikmaður með meistaraflokki Vals og f stjórn Knattspyrnudeildar félagsins sagði. að ef Reykjavikurfélögin tækju ekki fyrstu áætlunarvél til leikja sinna í Eyjum þá yrði allt vitlaust. — Svo geta Vestmanneyingar sleppt niu áætlunarvélum og ekkert er gert, leikurinn bara settur á næsta kvöld. sagði Ingi Björn. Höfðu Valsmenn hug á að fá leik- inn flautaðan á og siðan dæmdan tapaðan Vestmanneyingum. Móta- nefndin tók þá af skarið og sagði að ekki yrði flautað til leiks, þar sem það væri með vitund og vilja KSÍ að Vestmanneyingar notuðu leiguflug. Voru Valsmenn mjög óhressir með þessa ákvörðun og var á þeim að heyra i gærkvöldi að þeir myndu kæra Vestmanneyingana og krefj- ast þess að fá leikinn dæmdan sér I hag. En tæplega verður dæmt i neinni kæru i dag — verði þá af henni — og Valur og ÍBV mætast þvi á Mela- vellinum f kvöld kl. 20 — komist Eyjamenn til lands. — áij. Sveitakeppni unglinga hjá GS GOLFKLÚBBUR Suðurnesja sér um helgina um framkvæmd á FÍ- sveitakeppni unglinga I golfi. Fer keppnin fram á vellinum i Leiru og hefst klukkan 10 f.h. sunnudaginn 1 7. ágúst. Keppnin er öllum golfklúbbum opin og er þeim heimilt að senda eina eða fleiri 5-manna unglingasveitir Þátttaka i mótinu tilkynnist til Helga Hólm í síma 2613 1 Keflavík. Meistararnir í sama riðli íSLANDSMEISTARAR Vikings inn- anhúss og FH utanhúss leika i sama riðli i íslandsmóti karla í handknatt- leik utanhúss, sem hefst við Mýrar- húsaskóla á Seltjarnarnesi i kvöld. Tiu lið verða með i mótinu, sem Grótta sér um alla framkvæmd á. Öll 1. deildar liðin eru með i keppninni að nýliðum Þróttar undanskildum. Úr 2. deild eru tvö lið, ÍR og KR, og úr þriðju deild mætir Afturelding til keppninnar. Leikið verður i tveimur riðlum. í a-riðli leika fR, FH, Afturelding, Vlking- ur og Haukar, en i b-riðli Ármann, Grótta, KR, Valur og Fram. Fyrstu leikirnir verða I kvöld, Ármann mætir Gróttu klukkan 18, en síðan leika ÍR — FH og Afturelding — Víkingur. Leikið verður á hverjum degi fram á þriðjudag, en þá lýkur keppni f riðlun- um Á fimmtudaginn fara úrslitaleikirn- ir um 1. og 3. sætið fram.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.