Morgunblaðið - 14.08.1975, Page 12
\ 2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. AGUST 1975
hf. Árvakur. Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6, simi 10 100.
Aðalstræti 6, sími 22 4 80.
Áskriftargjald 700,00 kr. á mánuði innanlands.
í lausasölu 40,00 kr. eintakið
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjórn og afgreiðsla
Auglýsingar
Stjórnmál spanna alla
þæfti pjóðlífsins, þá er
varða heill og velferð
landsmanna, bæði sem
heildar og einstaklinga.
Áhugi almennings á fram-
vindu þjóðmála og þátttaka
í stjórnmálum er engu að
síður í algjöru lágmarki
þess, sem eðlilegt og heil-
brigt getur talizt í lýð-
frjálsu landi. Þó er það
nærtæk staðreynd, að á-
hrifa- og samtakamáttur al-
mennings getur haft úr-
slitaáhrif á þróun mála og
stefnumörkun.
Þetta kom einkar skýrt í
ljós í undirskriftasöfnun
þeirri, sem kennd var við
Varið land. Þá tók meiri-
hluti íslenzkra kjósenda af
skarið í öryggis- og varnar-
málum þjóðarinnar. Þessi
fjöldahreyfing, sem var
óháð stjórnmálaflokkum,
markaði skýra og skýlausa
stefnu, svipti burt óvissu
og skóp hreinar línur.
Fram hjá svo augljósum
þjóðarvilja varð ekki geng-
ið.
Hávær minnihjuti jós að
vísu forystumenn Varins
lands persónulegum
óhróðri í máttvana bræði.
Þessar hjáróma raddir
höfðu þó engin áhrif á
framvindu þessa máls.
Engu að síður er þessi tal-
kór persónulegs rógs var-
hugaverður. Hann er ein af
samverkandi orsökum
þess, að margur maðurinn,
sem bæði hefur áhuga á
þjóðmálum og hæfileika til
stjórnmálastarfs, veigrar
sér við þátttöku í þeim. Það
er þjóðarnauðsyn að al-
menningsálitið í landinu
einangri með öllu þann hóp
manna, sem kappkostar að
draga þjóðmálaumræðu
niður í svað persónulegs
aurkasts.
Til skamms tíma var Al-
þingi nánast spegilmynd af
þjóðinni sjálfri. Þingmenn
komu úr flestum starfs-
stéttum þjóðarinnar og
höfðu náin tengsl við at-
vinnugreinar þjóðarbús-
ins, enda virkir þátttakend-
ur í atvinnulífinu. Þá sátu
bændur á þingi, sjómenn,
iðnaðarmenn, verzlunar-
menn og embættismenn.
Nú virðist þróunin
stefna í aðra átt. Stjórn-
málamenn eru að verða
einangruð atvinnustétt, án
þeirra lífrænu tengsla við
atvinnuvegi þjóðarinnar
og almenning í landinu,
sem þeir höfðu til skamms
tíma og hafa raunar enn
sumir hverjir. Þessi þróun
hefur margar neikvæðar
hliðar og stuðlar síður en
svo að almennum stjórn-
málaáhuga.
Tengsl þingmanna og
umbjóðenda þeirra voru og
nánari meðan kjör þing-
manna var persónubundn-
ara en nú er. Hér skal ekki
gert lítið úr þeim þegn-
rétti, að hafa aðstöðu til að
velja á milli flokka og meg-
insjónarmiða í þjóðmálum.
Þvert á móti er rík ástæða
til að hvetja fólk til að
standa trúan vörð um
þennan undirstöðurétt lýð-
ræðis og þingræðis. Þessi
réttur höfðaði hinsvegar
sterkar til þjóðfélagsþegn-
anna meðan þeir gátu í rík-
ara mæli en nú er valið á
milli manna samhliða því
að velja milli flokka. Að
þessu leyti höfðu einmenn-
ingskjördæmi meiri kosti
en núverandi kjördæma-
skipan.
Samstarf flokka í íslenzk-
um stjórnmálum er
nauðsynlegt og óhjá-
kvæmilegt, eins og styrk-
leikahlutföll þeirra eru.
Það er beinlínis forsenda
þess, að Alþingi gegni
þeirri frumskyldu sinni, að
mynda þingmeirihluta og
ríkisstjórn. Þannig hafa
þeir fjórir stjórnmála-
flokkar, sem eiga sér
nokkra starfsævi, allir
starfað með öllum hinum
að stjórn þjóðarskútunnar
einhvern tíma sögu sinnar.
Þetta hefur leitt til þess að
flokkamörk eru ekki jafn
skýr og áður, þó að grund-
vallarsjónarmiðin séu í
meginatriðum ólík. Þetta
hefur jafnframt leitt til
þess, að hinn almenni kjós-
andi veit ekki fyrirfram, er
hann gengur að kjörborð-
inu, a.m.k. ekki skýrt og
ótvírætt, hvers konar ríkis-
stjórn eða flokkasamstarf
hann kýs yfir sig. Það hlýt-
ur að vera vilji hins al-
menna kjósanda, að flokka-
skil verði skýrari gerð, og
þeir valkostir, sem um er
deilt og kosið, liggi ljósari
fyrir á kjördegi. Að öðrum
kosti er hætt við, að al-
mennur stjórnmálaáhugi
réni fremur en vaxi.
Lýðræðið stendur víða
höllum fæti í heiminum.
Það er engu að síður það
þjóðfélagsform, sem hent-
ar og hæfir bezt mennt-
uðum, frjálshuga þjóðum.
Höfuðkostur þess er e.t.v.
sá, að hægt er að þróa það á
friðsaman og farsælan hátt
í átt til meiri fullkomnunar
og réttlætis,. sníða af því
vankanta, án þeirra hörm-
unga, sem fylgja þjóð-
félagshræringum, þar sem
aðrir stjórnarhættir ríkja.
Við þurfum hinsvegar að
vera vökumenn og á varð-
bergi um þegnréttindi
okkar. Þegar stjórnmála-
áhugi almennings rénar,
þarf að leita orsakaþess og
gera nauðsynlegar bragar-
bætur. Það er ekki nóg að
standa vörð um lýðræðið út
á við, í samstarfi við lýð-
frjálsar þjóðir, þó að það sé
bæði skylt og sjálfsagt. Það
þarf jafnframt og ekki
síður að vera á varðbergi
inn á við, treysta innviði og
undirstöðu lýðræðis og
þegnréttinda í landinu
sjálfu.
Þegnréttindi
Morgunblaðið hafði í gær
samband við tvo islenzka
námsmenn í Þýzkalandi og
Bretlandi og spurði þá frétta.
„Gamlar konur, sem búa í
sama húsi og ég," sagði Elías
Gunnarsson, sem er að læra
vélaverkfræði í Vestur-
Berlin," segja mér að þetta sé
heitasta sumar síðan 1907.
Hitinn er búinn að vera á
milli 30 og 33ja gráða að
undanförnu. Það er eiginlega
fyrst í dag, sem hitinn fer
undir 28 stig. Þetta er alveg
ómögulegt fyrir okkur ís-
lendingana. Við erum að
reyna að lesa en gengur frek-
ar illa."
Elias. „Annars eru eldar hér
víða og síðast þegar ég vissi
höfðu sjö manns farizt i
eldunum á Luneborgar-
heiði."
FugladauSi
Valgerður Andrésdóttir,
sem nemur líffræði i Edin-
borg, sagði að Bretar upp-
lifðu nú heitasta sumar í
Bretlandi frá því að mælingar
hófust.
„Það er ómögulegt að fara
í bæinn fyrir hitanum og
reyndar er ekki hægt að
hreyfa sig án þess að vera í
svitakófi. Og inni í verzlunum
Elias sagði að fólk væri
almennt nokkuð ánægt með
að fá svona hita: „Það er allt
fullt á öllum sundstöðum og
Og sjálfu Ijóninu frá Afrlku or hœtt a8 Iftast á blikuna.
„Þetta er ómögulegt fyr-
ir okkur „Islendingana,”
segir íslenzkur námsmaður í Berlín um hitabylgjuna
Eins og fram hefur komið i
fréttum hafa miklir hitar ríkt í
Evrópu undanfarnar vikur. Er
talað um að þetta sé heitasta
sumar í Evrópu ef ekki i aldir
þá i áratugi. Mannmergð er á
baðströndum og í al-
menningsgörðum, gos-
drykkjabirgðir verzlana renna
út eins og heitar lummur og
dagblöðin eru með leiðbein-
ingar fyrir fólk um það hvern-
ig eigi að verjast hitanum.
það flýja allir úr miðbænum,
sem geta. Gamalt 'fólk þolir
þetta híns vegar illa og
gamla fólkið i húsinu hjá mér
talar mikið um það. Ég veit
hins vegar ekki til þess að
hitinn hafi riðið neinum að
fullu eða að fólk hafi fallið i
yfirlið. Ég fór þó á völlinn á
laugardag og þá, var þar 42
stiga hiti i sólinni og menn fá
sér gjarnan bjór, þannig að
það var stöðugt verið að kalla
á lækna til að sinna fólki ."
Ekki sagðist Elías vita
hvernig hljóðið væri í bænd-
um, nema það að vínyrkju-
bændur væru ánægðir.
„Þetta verður liklega bezta
vínár í langan tíma," sagði
er ekki verandi. Ég veit þó
ekki til þess að til vandræða
hafi leitt nema hjá bændum.
Annars veit ég ekki hvernig
hljóðið er í þeim núna nema
hvað það var metuppskera á
jarðarberjum. Hins vegar
hefur verið mikið um fugla-
dauða, sem stafar af því að
vötn hafa þornað upp og
rotnun myndast og eiturefni,
þannig að fuglarnir hafa
hrunið niður svo hundruðum
skiptir," sagði Valgerður.
Og frá London bárust þær
fréttir frá AP-fréttastofunni
að rjúpnaveiðitlminn sé nú
hafinn, en veiðimenn í York-
shire og Skotlandi hafi ennþá
lítið borið úr býtum. Stafar
það af því að rjúpan hefur
verið of máttfarin til að fljúga
og liggur því á jörðinni og
mókir.
Og það er sama hvert litið
er, alls staðar er hitinn sá
sami. Veðurstofan sænska
segir að hitinn þar i landi sé
sá mesti sem komið hefur
síðustu 200 ár og og í Hol-
landi og Belgíu áforma
bæodur kröfugöngur til að
vekja athygli stjórnvalda á
óhjákvæmilegri fjárþröng
þeirra með komandi hausti
vegna uppskerubrests.
Frönsk blöð tala mikið um
uppskerubrest hjá sínum
bændum, en hlakka í aðra
röndina yfir góðu vínári, auk
þess, sem þau gefa lesend-
um sínum góð ráð I hitanum
— allt frá því skvetta yfir sig
köldu vatni í það að geyma
að elskast þar til hitinn er
kominn niður fyrir 30 stig.