Morgunblaðið - 14.08.1975, Side 16

Morgunblaðið - 14.08.1975, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. ÁGtJST 1975 ^TJCRnmPA Spáin er fyrir daginn I dag Hrúturinn 21. marz — 19. apríl Þú ættir ad láta húmorinn sitja f fyrir- rúmi fyrrihluta dagsins og reyndu í hví- vetna að gera þitt bezta. Það getur farið svo að þú verðir að blanda saman óskyld- um hlutum til að ná þeim árangri, sem þú ætlar þér. Nautið fgwm 20. apríl — 20. maí Þú færð tækifæri til að sýna hæfni þfna, þegar þú aðstoðar einhvern, sem er þér hærra settur f dag. En vertu ekki of gjafmildur. Þú ættir að velta fyrir þér samtölum, sem þú átt við ættingja þfna, þvf ekki er að vita nema þau geti táknað einhverja breytingu fyrir þig. h Tvíburarnir 21. maí — 20. júní Atburðir dagsins verða þér sennilega nokkuð tormeltir en láttu ekkert koma þér á óvart. Vertu hæfilega fráhverfur þfnum fyrri hugmyndum. Þú færð tæki færi, sem þú ættir ekki að láta ónotað. Krabbinn 21. júní — 22. júlf Gcrðu allt sem þú getur til að hylma yfir gömul mistök, þvf nú eru nýir tfmar f vændum. Þú tekur þér ný verkefni fyrir hendur en þér er samt ráðiegast að fara þér varlega f allri fjárfestingu. 1! £ Ljónið 23. júlí- 22. ágúst Þú verður að vera ákveðinn og fast- heldinn á þítt ef þú ætlar að koma þfnum hugmyndum fram. Við nánari skoðun kemstu að því, að þú hefur gert mistök, sem þú verður að leiðrétta til að koma f veg fyrir stórfelldan misskilning. Mærin 23. ágúst — 22. sept. Nýir hlutir kunna að freista þín en þú verður að fara þér varlega svo þú komist ekki f hann krappan.Athugaðu þinn gang vandlega, áður en þú leggur út í fram- kvæmdir. Vogin PTiíra 23. sept. — 22. okt. Þú verður að halda vöku þinni og vera viðhúinn hinum furðulegustu aðstæðum. Láttu sögusagnir ekkí hafa of mikil áhrif á gerðir þfnar, hversu alvarlegar sem þær kunna að vera f fyrstu. Drekinn 23. okt. — 21. nóv. Gamalt heilræði kemur þér til góða við lausn verkefna þinna f dag. Þú hefur beðið þess nokkuð lengi að fá möguleika tii að lyfta þér upp og ailt virðist benda til að kvöldið verði afar hentugt til þeirra hluta. Bogmaðurinn 22. nóv. — 21. dcs. Þú verður að vera fljótur að taka ákvarðanir f dag. Mundu að staðreyndir eru bezta nestið, sem þú getur tekið með þér þegar þú leggur upp f langa ferð og átt von á kappræðum um viðkvæm mál. jSteingeitin 22. des. — 19. jan. Staða þfn tekur litlum breytingum en þó virðist einhver röskun á fjárhag þfnum á næsta leiti. Þú verður þvf að búa þig undir þessa breyttu stöðu þfna. En þér er óhætt að fara þér rólega. Vatnsberinn 20. jan. — 18. feb. Ef þú vinnur skípulega að verkefnum dagsins ætti kvöldið að verða þér ánægju- legt. Gættu þess að láta ekki uppi áætlanir þfnar, þvf það gæti farið svo að þær yrðu notaðar gegn þér. ^ Fiskarnir 19. feb. — 20. marz Þú verður að fara þér varlega f öllum umræðum og gæta þess sérstaklega að koma ekki við neinn með aðfinnslum. Leggðu áherzlu á að aðstoða aðra við lausn vandamála þeirra. TINNI KÓTTURINN FELIX g;Í$ PFANUTS I IU0NDER UJH^ I 5TANP OUT HERE PAY AFTEK 0M L05IN6 ALL THE5E BALL 6AME5 ? UHY 00 1 00 IT ? PR06A5L4' 6ECAU5E IT MAKE5 H'OU HA6PV ‘t'OU ALUJAV5 HAVE TO 6ERI6HT,D0N*TY01)? > Hvers vegna ætli ég sé að þessu... Hvers vegna ætli ég standi hérna dag eftir dag og tapi öllum þessum boltaleikjum? Sennilega vegna þess að þetta gerir þig ánægðan. ÞtJ ÞARFT ALLTAF AÐ HAFA RÉTT FVRIR ÞÉR, ER ÞAÐ EKKI?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.