Morgunblaðið - 14.08.1975, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 14.08.1975, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. AGUST 1975 Sonur ekkjunnar fyrra skiptið, en nú þraukaði þó stráksi í viku, áður en hann fór inn í eitt af hinum forboðnu herbergjum. I því sá hann held- ur ekkert, nema hillu yfir dyrunum, og á henni lá stór steinn, og á steininum stóð vatnskrús. — Þetta var nú lítið, sem hann þurfti að vera hræddur við að aðrir sæju, hugsaði piltur. v, Þegar maðurinn kom heim, spuröi ‘ hann snáða, hvort hann hefði ekki farið inn í eitthvert herbergið. Nei, hann hélt nú síður, það hafði hann alls ekki gert. „Ja, ég skal nú brátt komast að þvi“, sagði maðurinn, og þegar hann sá, að strákur hafði ekki skeytt banni hans, sagði hann: ,,Ja, nú hlífi ég þér ekki lengur, nú skaltu missa lífið!“ En strákur fór þá að hágráta, og biðjast vægðar, og aftur slapp hann með hýðingu, en það var nú enginn smávegis skellur, sem hann fékk. En þegar hann var búinn að ná sér aftur, leiö honum jafnvel og áður og samkomulagið var jafngott milli hans og húsbóndans. Nokkru síðar þurfti maðurinn enn að fara í ferðalag og vera að heiman í þrjár vikur, og svo sagði hann við piltinn, að ef hann færi inn í þriðja herbergið, þá þyrfti hann ekki að ímynda sér að sleppa lifandi. Þegar hálfur mánuður var liðinn, gat piltur ekki lengur á sér setið og skautst inn í herbergið, en sá ekkert annað þar, en hlemm í gólfinu. Þegar strákur lyfti upp hlemmnum, sá hann að jarðhús var undir, og stóð niðri í því stór ketill og í honum sauð og vall, en piltur gat engan eld sjéð undir honum. Það væri gaman að vita, hvort þetta er heitt, hugsaði stráksi og stakk fingrinum niður í ketilinn. En þegar hann tók hann upp úr aftur, var hann allur orðinn loga- gyltur. Strákur skóf hann og þvoði, en gyllingin vildi ekki fara af. Þá batt hann á sig fingurtraf, og þegar húsbóndinn kom heim og spurði hvað væri að honum í fingrinum, þá sagði piltur, að hann hefði skorið sig illa. En maðurinn reif af honum fingurtrafið og var þá ekki lengi að sjá, hvað gekk að strák. Fyrst ætlaði hann að drepa strákinn, en þegar hann grét og barmaði sér, þá lét hann sér nægja að kaghýða hann, svo hann lá rúmfastur í þrjá daga. Og að þeim liðn- um, tók maðurinn krús niður af hillu og smurði strák með smyrslum, sem í henni voru, og við það varð hann jafngóður aftur. Eftir nokkurn tíma lagði maðurinn af stað í ferðalag í fjórða skiptið, og ætlaði nú ekki að koma aftur fyrr en að mánuði liðnum. En áður en hann fór, sagði hann stráknum, að ef hann færi inn í fjórða herbergið, þá skyldi hann ekki ímynda sér, að hann héldi lífi. — En eftir tvær eða þrjár vikur gat piltur ekki lengur á sér setið, hann varð að sjá, hvað væri inni í herberginu, og svo fór hann þangað inn. Þar stóð svartur hestur með glóðarker við höfuðið, en heymeis við taglið. Þetta fannst pilti skakt og skipti þessvegna um. Þá sagði hesturinn: „Úr því þú ert svona brjóstgóður, að þú vilt lofa mér að fá mat, þá skal ég bjarga þér í staðinn. Þú skalt fara upp í herbergið, sem hér er beint fyrir ofan og taka þér herklæði, sem hanga þar. En ekki máttu taka þau sem best eru fægð, heldur verður þú að fá þér ryðguð og gömul. Sverð og hnakk af sömu gerð, skaltu einnig fá þér“. Þetta gerði piltur, en þungt varð að bera það allt saman. Þegar hann kom aftur til hestsins, sagði hesturinn, að nú skyldi hann afklæða sig og lauga sig í katlinum, sem var í hinu herberginu. Ljótur verð ég Strákurinn hefur stækkað svo ört, að hann nær mér upp að þessari rönd. Þetta er vinaleg, Iftil fbúð, sem þú hefur náð f. Kvikmyndahandrit aö „morði Eftir Lilfian O'Donnell „ Þýðandi Jóhanna Kristjónsdóttir. 20 — Ég hef ekki hugmynd um það. — Hvað í fjandanum cigið þér við með að segjast ekki hafa hug- mynd um það, hreytti ég út úr mér. — Hættið þessum skrfpa- leik, Brahm. Þessi símhringing hefur þjónað þeim tilgangi ein- um að iáta mig sjá þetta málverk, er það ekki rétt til getið? Veru- lega klókindalega gert — og við skulum gleyma æsingnum í mér áðan. Ég skal kaupa þettamálverk af yður en ég krcfst þtss að sjá stúlkuna fyrst. — Ég hef engan þátt átt í því að gabba yður hingað og málverkið erEKKI tilsölu. Þótt einkennilegt megi virðast trúði ég orðum hans. Þá segjum við það, sagði ég og andvarpaði. — Sögðuð þér að hún héti Marietta Shaw? Skynug- ur kvenmaður verð ég að segja! Látið mig fá heimilisfang hennar. — Ég hef það ekki. Nú, já, svo að þér hafið það ekki! Hvernig býst hún þá við að ég hafi upp á hcnni? Og án þess að bíða eftir svari hans gekk eg sperrtur út úr hús- inu. Þegar ég hafði hugsað málið góða stund og skap mitt stillzt sá ég að svarið hlaut að liggja í augu uppi, fyrst hún var leikkona hlaut hún að vera f ieikarafélaginu. Virðing mfn fyrir stúikunni óx töluvert. Nú er ekki að orðlengja að ég hafði upp á henni og lét mynda hana til reynslu og ég gaf henni mikið og gott tækifæri. Enginn skyldi geta sagt eftir á að ekki hefði verið komið fram við hafa af fullri sanngirni. Reynslumyndin var sýnd f við- urvíst nokkurra hlutlausra en hreinskilinna kvikmyndahúsa- stjóra og nokkurra framleiðenda. Kvikmyndahúsaforstjórarnir voru jákvæðir en framleiðcnd- urnir staðhæfðu að hún hefði ekki til að bera snefil af hæfileik- um og finna mætti kippur af hennar líkum hvarvetna f HoIIy- wood. Þegar við hittumst næst stakk ég engu undir stól. — Þér hafið enga hæfileika sem leikkona, sagði ég. — Það getur vérið að þér getið lært að leika smám saman. Ég hef ekki hugmynd um það. Þér skuluð ekki missa móðinn, kannski tfm- inn vinni með yður ... Viðbrögð hennar voru gerólík því sem ég hafði búizt við. Mér til undrunar og gremju starði hún bara þegjandi á mig, þegar höfð er f huga framkoma hennar gagn- vart mér — hún hafi neytt mig, Jarius Kroneberg,. einn fremsta kvikmyndaframleiðenda í Holly- wood til að leita sig uppi óþekkta manneskju með öllu og hafði á lævísan hátt undirbúið þetta allt og hafði sýnl hugrekki til að láta verða af ællan sinni. Með hliðsjón af þessu voru viðbrögð hennar satt að segja furðuleg. Hafði hún hugsað sér að sýna hroka. Þetta var stórkostlegt! — Jæja, ungfrú Shaw. Hvað segið þér svo um þetta? — Reynslukvikmyndin var af- leit, en þér ráðið mig samt, svar- aði hún hljómlausri röddu og starði fast í augun á mér. Kroneberg þagnaði og andvarp- aði þungan. Það var eins og þetta andvarp breytti honum aftur f gamlan, sjúkan og vonlausan mann. — Svo þckkið þér framhaldið, herrar mfnir, hélt hann áfram drafandi röddu. — A aðeins tveimur árum breyttist Marietta Shaw smátt og smátt f eina af fáum stórstjörnum Ilollywood sfðustu áratugina. Ilún malaði ekki aðeins gull fyrir Crown Pictures heldur lyfti hún kvikmyndaiónaðinum til vegs og virðingar á nýjan leik. Hún var stórstjarna hvernig sem á niálin var litið, ekki aðeins I kvik- myndaverinu heldur ekki sfður utan þ'*ss. Aldrei neitt óþarfa um- tal né einkalífshneyksli, þóttíst aldrei mikil með sig og sýndi hvorki kenjar né dynti. Hún vissi alltaf hvernig hún átti að koma fram við hvert tækifæri — og sýndi alltaf sína beztu hlið. Ég get vissulega ekki annað en áfellst mig fyrir það scm sfðan dundi á henni — ég er ekki að hugsa um bflslysið — hamingjan má vita hver ábyrgðina bar í þvf máli, hcldur á ég við hversu hrapallega sfðustu myndir henn- ar mistókust. Við vorum öll æst í að hún kæmi aftur og færi að leika ... og ég lét hana fá alltof frjálsan taum. Það hefur verið óvani gagnvart henni að láta allt- af að vilja hennar. Ég hefði átt að skilja að ársvist á sjúkrahúsi hlaut að hafa svipt hana bæði dómgreind og viljaþreki. Auk þess gerði hún sér enga grein fyrir þeim kjaftasöguni scm gengu um hana. Við þögðum yfir þeim til að hiffa heniti. Báðar kvikmyndirnar mistók- ust gersamlega og miklu meira en það. Félagið var sjálft í mikilli hættu og ég lenti í útistöðum við stjórn fyrirtækisins, sem krafðist þess ég riftaði samningum við hana. Ég átti engra annarra kosta völ! Ég reiknaði með að geta að minnsta kosti bjargað kvik- myndaf.vrirtækinu, en smám sam- an fór þetta allt til fjandans og

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.