Morgunblaðið - 29.08.1975, Blaðsíða 31
MORGUNBLAWÐ, FÖSTUDAGUR 29. AGUST 1975
31
Irska liðið valið
ÞRlR leikmenn frá Manchester
United hafa verið valdir í lands-
liðshóp Norður-írlands, sem leika
á við Sviþjóð f Evrópubikar-
keppni landsliða 3. september
n.k. Eru það þeir Sammy Mcilroy,
Tommy Jackson og Jim Nicholl.
Annars hafa eftirtaldir verið
valdir til leiksins:
Pat Jennings (Tottenham), Ian
Mcfaul (Newcastle), Pat Rice
(Arsenal), Sammy Nelson (Ars-
enal), Peter Scott (Everton),
Nicholl (Manchester United),
Chris Nicholl (Aston Villa), Alan
Hunter (Ipswich), Dave Clem-
ents (Everton), Tommy Jackson
(Manchester United), Brian
Hamilton (Ipswich), Ronnie Blair
(Oldham), Sammy Mcilroy
(Manchester United), Derek
Spence (Bury), Sammy Morgan
(Aston Villa) og Tom Finn-
ey(Sunderland).
STIGAMOT OG AÐMÍRAISKEPPMN
HJÁ GS í I.KIRIAM KM HELGINA
BRIDGESTONE-Camel keppnin,
svo nefnd vegna þess að Rolf
Johansen gefur verðlaunin, er ár-
legur viðburður hjá Golfklúbbi
Suðurnesja og er hún þar á kapp-
leikaskrá um næstu helgi. Leikn-
ar verða 18 holur á laugardag og
18 á sunnudag og keppt bæði með
og án forgjafar. Þetta er opin
keppni og gefur stig til landsliðs.
Aðmiráll Hadden að nafni, vildi
á sínum tima styðja við bakið á
golfinu hér og gaf bikar til sér-
stakrar keppni, sem nefnd hefur
verið Aðmirálskeppni. Sú keppni
verður nú felld inn i þá fyrr-
nefndu og geta menn tekið þátt í
báðum í einu. Form Aðmíráls-
keppninnar hefur verið með þvi
móti, að klúbbarnir hafa tilnefnt
-:—-— ' -- ■' ""
tSLENZKA UNGLINGALANDSLIÐIÐ SEM LÉK t FÆREYJUM — Jón Þorbjörnsson, Guðmundur
Kjartansson, Kristján Halldórsson, Agúst Karlsson, Róbert Agnarsson, Haraldur Haraldsson, Baldur
Hannesson, Þorvaldur 1. Þorvaldsson, Pétur Ormslev, Halldór Arason, Hörður Antonsson, Þorgils Arason,
Stefán Larsen, Börkur Ingvarsson (Ljósm. H. Dan.). ____________
Pétur Ormslev tók af skarið og
tryggði signr UL yfir Færeyingum
tSLENZKA unglinga-
landsiiðið í knattspyrnu
lék við Færeyinga í Þórs-
höfn f Færeyjum f fyrra-
kvöid og lauk leiknum með
sigri fslenzka liðsins,
þremur mörkum gegn
einu, eftir að staðan hafði
verið 2—0 fyrir Island í
hálfleik. Var þarna um
fremur jafnan leik að
ræða, þar sem Færeyingar
voru ölfu sterkari aðilinn
úti á vellinum, en lslend-
ingar áttu hins vegar til
muna hættulegri mark-
tækifæri.
— Það verður ekki
annað sagt en að Færey-
ingar hafi komið okkur
verulega á óvart með getu
sinni, sagði Lárus Lofts-
son, þjálfari fslenzka ungl-
ingalandsliðsins í viðtali
við Morgunblaðið í gær. —
Það háfði lika mikið að
segja, sagði Lárus að um
1800 manns fylgdust með
leiknum og hvöttu óspart
sína menn. Islenzku pilt-
arnir, sem allir að einum
undanteknum voru að
leika sinn fyrsta unglinga-
landsleik, voru óvanir
slíku, og hafði þetta greini-
leg áhrif.
Sem fyrr greinir voru
Færeyingar ekki minna en
íslendingar með knöttinn
úti á vellinum, en gekk illa
að skapa sér marktæki-
færi. Sóknir íslenzka liðs-
ins voru hins vegar flestar
mjög hættulegar og leið
ekki á löngu f leiknum unz
Island náði forystu með
marki hins unga leik-
manns úr Framliðinu, Pét-
urs Ormslev. I fyrri hálf-
leiknum bætti svo Þor-
valdur Þorvaldsson
(Þrótti) öðru marki við.
1 seinni hálfleiknum átti
fslenska liðið oft i vök að
verjast, og um miðjan hálf-
leikinn tókst Lias Mikaels-
sen að skora, eftir að hafa
pressað ákaft á íslenzka
markið. Þar með var stað-
an í leiknum orðin mjög
tvísýn, en Pétur Ormslev
átti hins vegar síðasta orð-
ið með stórglæsilegu marki
sem hann skoraði skömmu
siðar. Fékk Pétur knöttinn
á eigin vallarhelmingi og
lék með hann f gegnum
vörn Færeyinganna og að
siðustu á markvörðinn og
renndi knettinum siðan i
markið. Þar með voru úr-
slit leiksins ráðin og ekki
var mikið um góð tækifæri
undir lokin.
Sem fyrr greinir var
þetta fyrsti unglingalands-
leikur allra íslenzku pilt-
anna nema markvarðarins
Jóns Þorbjörnssonar
(Þrótti), en tveir piltanna
sem þarna léku höfðu áður
verið i unglingalandsliðs-
hópi, án þess þó að fá leiki.
8 manna lið, sem keppir. Þessar
liðsveitir verða ræstar út eftir kl.
13 á laugardag, en þeir sem þess
óska, geta um leið tekið þátt í
Bridgestone-Camel keppninni.
Mikill áhugi
ÞAÐ mun heldur óvenjulegt
að áhorfendur að unglinga-
landsleik f knattspyrnu seu vel
á annað þúsund talsins, en
slfkt gerðist f leik Islands og
Færeyja í Þórshöfn f fyrra-
kvöld. Þeir sem greiddu að-
gangseyri voru um 1300 tals-
ins, en öll börn og skólanem-
endur fengu ókeypis aðgang.
Kostaði aðgöngumiði á leikinn
15,00 kr. færeyskar, eða um
450,00 íslenzkar, þannig að
tekjur Færeyinganna af leikn-
um voru um 600 þúsund krón-
ur.
Gífurlega mikill knatt-
spyrnuáhugi er í Færeyjum
um þessar mundir og má hafa
hinn mikla fjölda áhorfenda til
marks um það, svo og að nær
öllum leiknum var lýst beint í
færeyska útvarpinu.
Golfmót hand-
knattleiksmanna
HIN árlega golfkeppni hand-
knattleiksmanna mun fara fram á
Hvaleyrarvellinum við Hafnar-
fjörð n.k. sunnudag og á keppnin
að hefjast kl. 14. Þátttökurétt f
mótinu hafa allir þeir sem keppt
hafa með liðum í 1. og 2. deild,
ennfremur þjálfarar, dómarar,
liðsstjórar, stjórn IISl og stjórnar-
menn i handknattleiksdeildum
félaganna. Golfmót þessi hafa
jafnan heppnazt vel og mikil þátt-
taka hefur verið í þeim, og má
ætla að svo verði einnig að þessu
sinni.
Afrekaskrá FRI1974
AFREKASKRA FRt fyrir árið
1974 er nýiega komin út, en f
henni er að finna skrá um beztu
frjálsfþróttaafrek Islendinga á
árinu 1974. Magnús Jakobsson,
einn af stjórnarmönnum FRl,
hefur tekið afrekaskrána saman,
en hún tekur til afreka f öllum
aldursflokkum karla og kvenna,
innanhúss og utan, auk þess sem
þar er að finna upplýsingar um
beztu ársafrek ársins 1973 og
bezta meðaltal 10 manna frá upp-
hafi.
Fram kemur f skránni, að bezta
ársmeðaital náðist f fimm grein-
um f karlaflokki árið 1974: I há-
stökki, þar sem meðaltai afreka
10 beztu var 1,878, f stangarstökki
þar sem meðaltaiið var 3,868
metr., f kringiukasti 47,57 metr., f
spjótkasti, 59,93 metr. og f tug-
3 meö 11 rétta
ALLS seldust 11.992 raðir í fyrstu
viku islenzkra getrauna, þannig
að potturinn var um 300 þúsund
krónur. Þrfr höfðu 11 rétta og fá í
sinn hlut 69.500 kr. og 55 voru
með 10 rétta og fá kr. 1.600,00 í
hlut.
þraut þar sem meðalta! 10 beztu
var 6105,5 stig.
Bezta ársmeðaital 10 beztu náð-
ist svo f sex kvennagreinum: 200
metra hlaupi, 26,97 sek., 800
metra hlaupi, 2:30,17 mfn., 4x100
metra boðhlaupi, 52,47 sek., 100
metra grindahlaupi, 16,85 sek.,
hástökki 1,542 metrar og f fimmt-
arþraut 2811,5 stig.
Hörð atlaga Keflvfklnga að markl KR ( blkarlelknum f Keflavfk f fyrrakviild. Þessari hrinu lauk með þvf að dæmd var vftaspyrna á KR, sem
Jðn Ólafur Jónsson skoraði sfðan úr. I.JÓsm. Mbl. RAX
w w
IA sex smniim í úrslitum - IBK einu sinni
SAMKVÆMT leikjabók KSl á úr-
siitaleikurinn f Bikarkeppni KSl
að fara fram á Laugardalsvellin-
um 13. september n.k. Sem kunn-
ugt er hafa Keflvfkingar og Akur-
nesingar tryggt sér rétt til þess að
leika úrslitaieikinn og er þetta f
þriðja sinn f 15 ára sögu bikar-
keppninnar sem tvö utanborgar-
lið leika úrslitaleikinn. Arið 1969
léku Akureyringar og Akurnes-
ingar til úrslita og árið 1972 voru
það FH og Vestmannaeyjar sem
kepptu um bikarmeistaratitilinn.
Segja má að Akurnesingar séu
hagvanir f úrslitum bikarkeppn-
innar, þar sem þeir hafa sex sinn-
um leikið þar útslitaleikinn, en
aldrei hafa þeir samt sigrað i
keppninni. Það var fyrst árið 1961
að Skagamenn voru I úrslitum, en
þá töpuðu þeir fyrir KR 3—4,
1963 töpuðu þeir aftur fyrir KR í
úrslitum 1—4, og árið 1964 léku
enn KR og Akranes til úrslita og
urðu KR-ingar sigurvegarar,
4—3. 1965 var Akranes f úrslitum
þriðja árið f röð og tapaði þá fyrir
Val 3—5 i sögufrægum leik á isi-
lögðum Melavellinum. Næst kom-
ust Akurnesingar svo f úrslit árið
1969 og mættu þá Akureyringum.
Jafntefli varð fyrst 1—1, en siðan
sigruðu Akureyringar 3—2. I
fyrra léku Akurnesingar svo við
Val í úrslitunum og töpuðu 1—4.
Keflvíkingar hafa hins vegar
aðeins einu sinni komizt í úrslit f
bikarnum. Það var árið 1973 og
mættu þeir þá Fram í úrslita-
leiknum. Sigruðu Framarar 2—1,
eftir framlengdan leik.
Leikur markakónganna
I kvöld, föstudaginn 29. ágúst, fer fram einn Ieikur f 2. deildar
keppni Islandsmótsins f knattspyrnu og eru það lið Selfoss og Breiða-
bliks sem eigast við á Selfossi. Er þetta jafnframt sfðasti leikur beggja
liðanna f 2. deildar keppninni f ár, en sem kunnugt er þá hafa
Breiðabliksmenn þegar tryggt sér sigur f deildinni og leika f 1. deild
næsta sumar.
I leiknum á Selfossi f kvöld mun athyglin beinast fyrst og fremst að
tveimur leikmönnum: Markakóngunum f 2. deild, Hinrik Þórhailssyni
úr Breiðabliki og Sumarliða Guðbjartssyni frá Selfossi. Báðir hafa
þeir skorað 13 mörk f 2. deildar keppninni f sumar, og verður þvf
fróðlegt að sjá hvort þeir skora í leiknum f kvöld.
Leikurinn hefst kl. 19.