Morgunblaðið - 06.09.1975, Qupperneq 1
24 SIÐUR OG LESBOK
202. tbl. 62. árg.
LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 1975
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
„Þessi maður er
ekki forseti okkar”
hrópaði fylgikona Charles Mansons er hún
reyndi að myrða Ford Bandaríkjaforseta í gær
Sacramento 5. september AP
Reuter
0 „LANDIÐ er allt I óreiðu!
Þessi maður er ekki forseti
okkar!“ Þetta hrópaði ung,
rauðklædd kona með rauðan
túrban á höfðinu er hún
var handjárnuð eftir að
Augnabliks-
byltingartil-
raun í Súdan
Khartoum 5. september AP-
Reuter
BYLTINGARTILRAUNIN f
Súdan gegn stjórn Jafaar EI-
Numairi forseta var barin
niður eftir aðeins 40 mfnútna
bardaga, að þvf er varaforseti
landsins sagði f dag. For-
sprakki hennar, Iftt þekktur
majór, Hassan Hussein
Osman, „var svæfður að
eilífu", eins og varaforsetinn
komst að orði, en ekki var vit-
að um f jölda annarra sem féllu
eða voru handteknir. Sfðar var
tilkynnt að Osman hefði að-
eins særzt og væri f varðhaldi.
Byltingarmennirnir náðu
útvarpsstöð á sitt vald og lýsti
majórinn sig æðsta valdhafa
landsins um dögun f morgun.
Hersveitir stjórnarinnar áttu í
engum erfiðleikum við að
vinna bug á byltingarmönnun-
um. Numairi forseti sagði
sfðar f útvarpsávarpi að hann
skildi ekki þessa „vonlausu
aðgerð", — byltingarmennirn-
Framhald á bls. 12.
hafa miðað silfursleginni
skammbyssu að Gerald Ford
Bandarfkjaforseta f Sacramento-
borg f Kalifornfu. Öryggisverðir j
handsömuðu konuna áður en
henni tókst að hleypa af, og sfðar
var upplýst að f byssunni hefðu
verið fjögur skot. Ford var miður
sfn eftir morðtilræðið en jafnaði |
sig þó fljótt.
0 Konan er sögð heita Lynne
Alice Fromme, 26 ára að aldri, og
hefur verið einn af fylgismönn-
um morðingjans fræga, Charles
Mansons, sem nú afplánar lffs-1
tfðarfangelsisdóm fyrir morð sem '
„hippafjölskylda“ hans framdi •
árið 1971, þ. á m. á leikkonunni1
Sharon Tate, eiginkonu leik-
stjórans Roman Polanski. Konan
var flutt til fangelsisins í Sacra-
mento og yfirvöld þar sögðu að
hún yrði ákærð fyrir morðtilraun.
Ford fór fótgangandi ásamt1
fylgdarmönnum sinum, þ. á m. I
Ron Nessen blaðafulltrúa og líf-
vörðum frá hóteli sfnu i borginni
um kl. 17.00 að ísl. tíma. Hann
ætlaði að ganga hinn stutta spöl
til þinghússins í borginni, þar
sem hann átti að flytja ræðu
um glæpi í Bandaríkjunum. 1
skemmtigarði einum skammt frá
þinghúsinu fór forsetinn að taka í
hendur fólks sem raðað hafði sér
meðfram gangstéttinni. Skyndi-
lega smeygði konan sér milli
tveggja manna sem stóðu við
gangstéttina og miðaði 45
kalfbera skammbyssu að
forsetanum úr innan við
hálfs metra fjarlægð. Skömmu
áður hafði hún spurt lög-
reglumann einn um gönguleið
forsetans. — Einn af lifvörðum
forsetans, Larry Bruendorf, sem
gekk á hæla honum kom auga á
byssuna og fleygði sér á konuna.
Ford virtist hafa séð byssuna
einnig og stökk til hliðar. Á
meðan Bruendorf og fleiri
öryggisverðir afvopnuðu kon-
una, leiddu aðrir lifverðir
Ford með hraði til þing-
hússins, þar %6m hann jafn-
aði sig von bráðar og hélt ræðu
sína éins og ráð var fyrir gert.
Er Bruendorf kastaði sér á
Fromme heyrðist hún kalla: „Það
hljóp ekki af! Það hljóp ekki af!“
Ekki var ljóst hvort konan hafði
þrýst á gikkinn, en ekkert skot
hlaupið af, eða hvort hún hafði
ekki náð að taka f gikkinn.
Lynne Alice Fromme tilheyrði
sem fyrr segir „hippafjölskyldu"
Charles Mansons, sem framdi ein-
hver hryllilegustu morð í sögu
Bandaríkjanna árið 1969. Hún
kom oft fram opinberlega sem
„fjölskyldumeðlimur", og meðan
á réttarhöldunum yfir félögum
hennar stóð, sást hún fyrir
utan réttarsalinn með krúnu-
rakað höfuð, en „X“ skorið
á enni sér. Saksóknarinn i því
máli, Vincent Bugliosi, skrifaði
síðar, að þessi brennimerking
hefði verið einn af helgisiðum
galdra- og fíknilyfjanýlendu
Mansons, og áttu menn að drekka
eigið blóð er það rann niður ennið
úr sárinu. Við yfirheyrslur 1971
kvaðst Fromme vera ein af fyrstu
stúlkunum sem slógust í hóp með
Manson, og hún væri reiðubúin til
að drepa fyrir „bræður hennar og
systur“. Hún hefur sjálf verið
ákærð fyrir morð, og var það í
sambandi við morð á ungum
sjóliða og eiginkonu hans f
Stockton í Kaliforníu árið 1972.
En ákærunni var síðar breytt i
„meðsekt“ og loks látin niður
Framhald á bls. 12.
Goncalves ekki yfir-
maður alls heraflans
Tancos 5. september Reuter AP
0 VASCO Goncalvés hers-
höfðingi fyrrum forsætisráðherra
Portúgals, var f kvöld sviptur sæti
sfnu f hinu 28 manna byltingar-
ráði hersins og mun hann því
ekki veróa yfirmaður alls herafla
landsins en útncfníng hans f það
embætti hafði valdið gffurlegri
ófgu f landinu, og spáðu stjórn-
málafréttaritarar f Lissabon því f
dag að ef Goncalves yrði ekki
rekinn frá öllum völdum bæði f
her og ríkisstjórn, væri borgara-
styrjöld á næstu grösum m.a.
vegna andstöðu land- og flughers
við hann. Ákvörðunin um þetta
var tekin á fundi helztu leiðtoga
landsins seint f kvöld og var yfir-
lýsing fundarins undirrituð af
Framhald á bls. 12.
Símamynd AF
EVRÖPSKIR SÖSÍALISTAR OG PORTtJGAL — Myndin var tekin á fundi evrópskra sósíalistaleiðtoga í
London í gær, en þar samþykktu þeir áætlun í fimm liðum sem ætluð er sem pólitísk og siðferðileg
stuðningsyfirlýsing við portúgalska sósfalistaflokkinn.
Simamynd AP
MORÐTILRÆÐI VIÐ FORD — Þessi mynd var tekin nokkrum sekúnd
um eftir að Lynne Alice Fromme reyndi að skjóta Ford Bandarfkja-
forseta til bana í Sacramento í gær. Öryggisverðir hafa handsamað
stúlkuna.
Tveir fórust —
tugir særðust
í sprengingu í Hilton-hótelinu í London
London 5. september Reuter —
AP
TVEIR menn fórust og 43 særð-
ust er sprengja sprakk um
hádegisbil f dag f anddyri hins
kunna Hilton-hótels í London,
skammt frá Buckingham Palace,
og olli atburðurinn miklu öng-
þveiti og skelfingu. Er sprenging-
in varð, var urmull af erlendum
ferðamönnum og Lundúnabúum
að spóka sig f glampandi haustsól-
inni umhverfis hótelið, sem er 28
hæðir og var fullbókað af um 700
gestum. Örfáum mínútum áður
en sprengjan sprakk f anddyrinu
hringdi ókunnur maður til
Lundúnablaða og tilkynnti um
hana. Maður þessi talaði með
írskum hreim. Lögreglan vildi
ekki skera úr um hverjir hcfðu
staðið fyrir sprengingunni, en
fjórar sprcngingar f London
sfðustu daga hafa verið tengdar
öfgaarmi Irska lýðveldishersins.
Danir eru búnir
með þorskkvóta
Kaupmannahöfn 5. september
— NTB
DANSKIR sjómenn fá ekki að
stunda þorskveiðar fyrr en í októ-
ber, því að búið er að veiða upp í
leyfilegan kvóta fyrir september-
mánuð. Arskvóti Dana er 44.200
lestir og er ákveðinn af NA-
Atlantshafsfiskveiðinefndinni.
Hins vegar voru ýmsir efins um
að IRA hefði komið fyrir
sprengju á Hilton-hótelinu, sem
er mjög vinsælt af bandarískum
ferðamönnum, þar eð IRA hefur
leitað mjög eftir fjárhagsstuðn-
ingi frá bandariskum aðilum.
Lögreglan leitaði lengi fram eftir
degi að fleiri sprengjum á svæð-
inu og fann a.m.k. einn ókennileg-
an hlut. Allir hótelgestirnir höfðu
flúið þaðan, sumir ruddust i ör-
væntingu niður brunastiga. Um
100 manns voru i anddyrinu er
sprengingin varð.
Norska stjórnin
boðar verðstöðvun
og aukna styrki
Osló 5. september — NTB.
NORSKA rfkisstjórnin ákvað f
dag að leggja til að veitt yrði
um tveim milljörðum norskra
króna til sérstakra aðgerða
sem ætlað er að draga úr at-
vinnuleysi f landinu I haust og
vetur. I stjórnarfrumvarpinu
sem lagt verður fyrir stór-
þingið leggur stjórnin til að
útlánsrammar rfkisbankanna
á þessu ári verði rýmkaðir um
682 milljónir króna, auk þess
sem bankarnir fá heimild til
að veita fyrirfram lán sem
Framhald á bls. 12.