Morgunblaðið - 06.09.1975, Side 3

Morgunblaðið - 06.09.1975, Side 3
Sr. Páll Pálsson. Prestkosning TVÆR villur slæddust inn í frétt blaðsins um prestkosn- ingar í gær. Sr. Páll Pálsson var sagður heita Páll S. Páls- son, og í nafni prestakallsins var prentvilla, en þar er auð- vitað um að ræða Bergþórs- hvolsprestakall. Eins og fram kom í fréttinni er sr. Páll Páls- son einn í kjöri í prestkosning- unum sem fram eiga að fara ‘14. september n.k. Kona Páls er Edda Karlsdóttir. Nýtt síldar- verð komið YFIRNEFND Verðlagsráðs sjávarútvegsins ákvað á fundi f gær eftirfarandi lágmarks- verð á síld veiddri í reknet til söltunar frá byrjun rekneta- veiða til 15. september 1975: A) Stór síld (34 cm og stærri), hvert kg kr. 40.50 b) Millistærð (32 cm til 34 cm) hvert kg kr. 30.50 C) Smá síld (undir 32 cm), hvert kg kr. 14.00 Stærðarflokkun framkvæm- ist af Framleiðsluefirliti sjávarafurða. Verðið er miðað við síldina upp til hópa komna á flutningstæki við hlið veiði- skips. í yfirnefndinni áttu sæti: Ólafur Davíðsson, sem var oddamaður nefndarinnar, Guðmundur Jörundsson og Ingólfur Ingólfsson af hálfu seljenda og Dagbjartur Einars- son og Margeir Jónsson af hálfu kaupenda. Lýst eftir fólki á grœnni bifreið UM KLUKKAN 21 s.l. fimmtu- dag voru börn að leik á malbikuðu svæði við Réttar- holtsskólann. Þá kom þar að græn Volkswagenbifreið og settist 8 ára drengur, sem þarna var, á afturstuðara bíls- ins. í bflinn kom farþegi, og þegar hann var steztur inn ók bíllinn af stað. Drengurinn var áfram á stuðaranum, en féll af honum þegar bíllinn var komin út á háhæð Réttarholts- vegar. Skall hann f götuna og hlaut höfuðmeiðsl. Fólkið f bif- reiðinni mun hafa orðið vart við þetta, og farþeginn ætlaði að hafa tal af drengnum, en hann hljóp þá burtu. Eru það tilmæli rannsóknarlögregl- unnar að fólkið í græna Volkswagenbílnum gefi sig fram. Ekkert sumar við Breiðafjörð Stykkishólmi 5. sept SUMARIÐ hefir verið afar vot- viðrasamt hér við Breiðafjörð. Margir hafa sagt að það hafi eiginlega ekkert sumar verið og má það til sanns vegar færa. Sést það bezt á gróðrinum, svo og þvf að ekki sjást nein ber þar sem krökkt hefir verið áður og hefir slíkt ekki gerzt um langan tima. Ber munu vera af skornum skammti nema þá helzt fyrir norðan en þar hefir sólin skinið flesta daga eftir því sem frétzt hefir. —Fréttaritari MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 1975 3 Kvenlæknmgadeild- in tekin til starfa FYRSTA hæð hinnar nýju bygg- ingar fæðingardeildar Land- spítalans var tekin í notkun í gær, en á þessari hæð verður kven- lækningadeildin til húsa. Göngu- deild kvenlækningadeildarinnar, sem er f kjallara nýju bygging- arinnar, var hins vegar tekin f notkun í fyrra. Gert er ráð fyrir, að lokið verði við 2. og 3. hæð byggingarinnar á komandi vetri. 1 frétt frá skrifstofu Ríkisspítal- anna segir, að f hinni nýju deild verði til að byrja með 23 sjúkra- rúm, sem mun fjölga f 26, þegar þriðja hæð byggingarinnar verður tekin í notkun. Sjúkrastof- ur verða alls 10, þar af 2 með einu rúmi, 4 tveggja rúma, 2 þriggja rúma, 1 með fjögur rúm og 1 með sex rúm. I öllum sjúkrastofum eru inni- byggð vatnssalerni auk hand- lauga og fataskápa, og f 7 stofum fylgja innibyggð sturtuböð. 8 sjúkrastofur eru f vesturhlið byggingarinnar, en 2 f austurhlið. 1 austurhlið eru ennfremur skoð- Kaffisala til styrktar fötluðum og lömuðum Kvennadeild Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra heldur kaffi- sölu í Sigtúni á morgun, sunnu- dag, og hefst hún kl. 2 e.h. — Á boðstólum verða m.a. heima- bakaðar kökur og smurt brauð. Einnig verða góð skemmtiatriði. Kvennadeildin hefur á þessu ári gefið æfingatæki og innan- hússsíma í æfingastöðina við Háaleitisbraut og teppi í sumar- kvalarheimilið í Reykjadal. Þá styrkir deildin nú þrjá nemendur í sjúkra- og iðjuþjálfun og ráðstefnunni „List til lækn- inga“ var veittur styrkur. Samtals hefur deildin látið 800—900 þús. kr. af hendi rakna það sem af er þessu ári. Kvennadeildin hefur ætíð mætt miklum góðvilja almennings, þegar hún hefur leitað til hans um styrk til starfseminnar. Vænt- ir hún þess að svo verði enn nú, þar sem hér er um gott og göfugt málefni að ræða. unarstofa, vaktstofa, býtibúr, radiumstofa, 3 skolherbergi, bað- herbergi, skrifstofa, skjala- geymsla, viðtalsherbergi, ræsti- áhaldaherbergi, blómaherbergi, 2 áhalda- og birgðaherbergi og nokkur vatnssalerni fyrir starfs- fólk og gestkomandi. Þá eru á 1. hæð byggingarinnar aðalinn- gangur, fatageymsla, biðstofa og upplýsingar. Enn er ólokið allmikilli bygg- ingarvinnu á 2. og 3. hæð. Frá sumardvalarheimilinu f Reykjadal f Mosfellssveit. Örlítil forvitni gæti komið sér vél Hvers vegna?Vegna þess aö BUFLON hefur leyst af hólmi eldri aöferöir. BUFLON er á hagkvæmara veröi veggfóöursklæðning klæöir baö- herbergiö og eldhúsiö á hagkvæman hátt. Þér eignist fallegt og glæsilegt heimili, eins og. allir óska sér. BUFLON er sterkt vatnsþétt vinyl efni sem ÚTSÖLUSTAÐIR: Málarinn, Grensásvegi, Reykjavík. Norðurfell Akureyri. BUFLON fegrar heimili þitt. BUFLON kemur í staöin fyrir hvers konar flísar og aörar klæöningar, á þeim stööum þar sem er mikil umgengni. Gler og málning Akranesi. Kaupfélagið Stykkishólmi. K.Á. Selfossi. Einkaumboð á íslandi FRANSK-ÍSLENZKA VERZLUNARFÉLAGIÐ og miklu auöveldara í uppsetningu, en hvers konar veggflísar. BUFLON hefur hlotiö marg háttaöa viöurkenn- ingu þeirra sem láta sig varða hag neytenda. Brimnes Vestmannaeyjum. Verzlun Jóns Friðgeirs Einarssonar, Bolimgarvík.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.