Morgunblaðið - 06.09.1975, Side 11

Morgunblaðið - 06.09.1975, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 1975 11 Staðan könnnð Þessi Stuttsiða er hin síðasta, sem birtist að sinni og í umsjón okkar, sem að henni höfum staðið undanfarnar fimmtán vikur. Við hverfum nú að öðrum störfum og kveðjum Stuttsiðuna, sem fyrst núna er að koma almennilega fyrir sig fótunum, með sorg og sökn- uði, en við það verður ekki ráðið. Það er von okkar, að Stuttsiðan hafi á sfnu stutta æviskeiði haft einhver jákvæð áhrif i íslenzku popptónlistarlífi, sem þvi miður er allt of fábreyti- og fátæklegt, þrátt fyrir góðan vilja einstaka manna. Það hefur komið fram i skrifum okkar, að við teljum illa að is- lenzkri popptónlist búið og því miður er það svo, að mikið af þvi, sem reynt er að byggja upp með góðum ásetningi. er jafnóðum rifið niður og eyðilagt. Þannig mun vera gangur lifsins. Við þökkum þær góðu undir- tektir, som Stuttsiðan hefur fengið. Við þökkum einnig — og ekki siður — ýmislega gagnrýni, sem Siðan hefur fengið, oftar jákvæða en hitt. Það er sérstaklega sárt að hætta nú, þegar svo virðist, sem grundvöllur sé að skapast fyrir málefnalegri umræðu um íslenzkt popp/rokk, stöðu þess og stefnu. [ raun og veru má segja, að rokk sé stefna í sjálfu sér, enda er rokk miklu meira en tónlist ein og sér, en samt sem áður hefur stefnan hérlendis verið heldur reikul og óákveðin; lif og starf íslenzkra popptónlistarmanna miðast þvi miður allt of mikið við þetta laugardagskvöld og það næsta. En þannig er að rokkinu búið. Nokkur jákvæð teikn hafa birzt i sumar og er þar sérstaklega ástæða til að nefna stúdió Hljóðrita h/f, þau tækifæri sem islenzkir tónlistar- menn hafa fengið og eru um það bil að fá erlendis og nokkrum ánægjulegum heimsóknum, sem við höfum fengið á þessu sumri. Þó er ástæða til að vara við þvi, að með tilkomu stúdiósins i Hafnarfirði kann svo að fara, eins og gerðist með HB-stúdió á sinum tima. að ALLIR vilja taka upp og komast á plötu. Staðreyndin er nefnilega sú, að ekki nærri allir eiga ERINDI á plötu. Hljómplata er ekki einungis fyrir flytjandann sjálfan, heldur og þá, sem flytj- andinn ætlast til að kaupi sina plötu og þegar er nóg komið af plötum með tónlist, sem einungis eru til að hafa skemmandi áhrif á tónlistarsmekk almennings. Það hlýtur einnig að vera hlutverk tón- listarmannanna — sem og vett- vangs eins og Stuttsiðunni var ætlað að vera — að hafa bætandi áhrif, bæði tónlistarlega og menn- ingarlega. Hvort einhverjum hefur tekizt það á eftir að koma i Ijós. Á meðan það liggur ekki Ijóst fyrir sakar ekki að minnast orða Pauls McCartneys: „Rock On Lovers Everywhere, Because That's Basi- cally It." Kær kveðja, Sveinn Guðjónsson, Ómar Valdimarsson. I I ■ I myndi mæta andspyrnu — og jafn- vel fjandskap — í fyrstu. Megas hefur gert sér grein fyrir því, að hann nær ekki til breiðari áheyrendahóps en hann hefur haft fram að þessu með kassagítarnum. I dag vill fólk rokk með trukki Þá er bezt að gefa þvi rokk með trukki Júdas er góð trukkhljómsveit og Júdas er meira að segja svo góð hljómsveit, að hvergi á þessari plötu gefa þeir sig fram; ef maður ekki vissi að þarna væri Júdas á ferðinni, þá væri maður engu nær eftir að hafa hlustað á plötuna alla. Textarnir skipta mestu máli hjá Megasi og við þá hefur hann gert níu lög. Flest eru stolin og stæld að einhverju leyti, það gerði Dylan lika á sínum tíma (hversu margir vita til dæmis, að „Don't Think Twice. . ." er upphaflega komið frá Appalasíu og hét „WhoTI Buy Your Chickens When l'm Gone"). Bezta dæmið er „Ég á mig sjálf (söngurinn hennar Diddu)", sem stolið er úr lagi, er Þuríður Sigurðardóttir gerði sæmi- lega vinsælt hérlendis fyrir nokkrum árum. Megas afbakar lagið og skrum- skælir snilldarlega en Megas meinar töluvert annað en Þuríður þegar hann hreytir út úr sér, „Ég á mig sjálf en mammaboba starfrækir mig." Annað sérlega athyglisvert lag er „sennilega það síðasta (sem viking- urinn mælti um & eftir fráfall sitt)". Þar er Megas hvað mest absúrd og maður getur aldrei almennilega áttað sig á hvort maður er að hlusta á Megas eða Dylan fara með kostu- lega samsetningu á „Desolation Row" af „Highway 61" og „Lady Of the Lowlands" af „Blonde On Blonde" Megas hefur meinmgar og þær yfirleitt ekki duldar. Það getur t.d ekki farið fram hjá mörgum hvað hann meinar með þvi að ópna plötuna með laginu „jónas ólafur jóhannesson frá hriflu" Og í næsta lagi, „súlnareki", segir Megas um „Ingólf Arnarson": „ingólfur gegndi borgmeistara- embættisverkum en eiginhags- munamál hans einatt máttu þau víkja um set. Spurðu þvi eigi: Hvað getur borgin greitt fyrir mér? heldur: gjöri ég allt það fyrir borg- ina mina það sem ég get?" Megas hefur látið þau orð falia, að „Millilending" sé rökrétt framhald af fyrri plötunni bg að næsta plata verði rökrétt framhald af þessari Þaðan komi heitið „Millilending". En víða I Ijóðunum virðist Megas sjálfur alls ekkert viss um að önnur plata komi í „erfðaskrá" segir hann að lokum „ég uunandi hluta afhendi líkum þau kjör að endurhefja mitt auma merki eg ýti nú senn úr vör" . Við svipaðan tón kveður i „silfur- skotturnar hafa sungið fyrir mig" og þar leyfir hann sér að efast stórlega um eigið gagn og ágæti: „vísað hef ég mörgum manni veg um myrkvað tóm & djúpt & dautt míns lífs sem hvorki á til skeiðar eða hnffs?" Hvað um það, það er mikill feng- ur í þessari plötu Megasar og þá ef til vill ekki sizt fyrir það, að Megas hefur orðið (slendinga fyrstur til að nota þessa tegund tónlistar til að koma Ijóðum sínum á framfæri. Hann er jafnframt fyrstur mörlanda til að geta notað ylhýra móðurmálið í rokki og það svo að unun er að Sé þessi plata aðeins millilend- ing, þá skulum við vona, að tekizt hafi að yfirfara fararskjótann það vel, að hann komist á leiðarenda og aftur ti| baka. Þá er að lokum ástæða til að geta þess, að á Slagslðunni á morgun birtist ýtarlegt viðtal við Megas, sem Sveinn Guðjónsson hefur átt við hann, og þar útskýrir Megas sjálfur ýmis viðhorf sín., bæði innhverf og úthverf. — ó. vald. Ibúð til sölu í Vestmannaeyjum 5 herb. íbúð 1 20 fm á góðum stað í bænum. Sælgætisverzlun til leigu. Kvöldsöluleyfi. Tæki viðvíkjandi rekstrinum til sölu Góð kjör. Upplýsingar í síma 1 978 og 301, Vestmanna- eyjum kl. 7—8 á kvöldin. Skemmtilegu skólafotin emkomin © MÍ Laugavegi 53 og 58 Heimilistrygging SJÓVÁ bœtir tjón ó innbúi af völdum eldsvoóa, vatns, innbrota og sótfalls, einnig óbyrgóar- skyld tjón - svo nokkuó sé nef nt.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.