Morgunblaðið - 06.09.1975, Side 12

Morgunblaðið - 06.09.1975, Side 12
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 1975 12 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulitrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sími 10 100. Aðalstræti 6, sími 22 4 80. Áskriftargjald 800.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 40,00 kr. eintakið Vegurinn að brúnni Verðbólgan íslenzka virðist við dágóða heilsu, þrátt fyrir andbyr í orði, og fitnar eins og púkinn á fjósbit- anum við fjölmæli leikra og lærðra. Miðað við vísitölu fram- færslukostnaðar varð vöxtur hennar á tímabilinu 1. ágúst 1974 til jafnlengdar 1975 54,5% en var 41,2% á sama tímabili áranna 1 973 til 1 974. Þessi samanburður þarf þó nánari skoðun, ef raunhæf nið- urstaða á að fást. Á tímabilinu 1.. maí til 1. ágúst 1 974 hækk- aði framfærsluvísitala aðeins um 2%, vegna aukinna niður- greiðslna en 7,5% á sama tíma 1975. Hinsvegar nam þessi hækkun á tímabilinu 1. ágúst til 1. nóvember 1974 15,2% en fyrirsjáanlegt er, að þessi hækkun verður verulega minni á sama tíma i ár. Þannig varð vísitöluhækkunin á 12 mánaða tímabili I. nóvember 1973 til 1. nóvember 1974, 51.2%, en Ijóst þykir að hún verði eilítið minni á ársgrund- velli, miðað við sama tíma 1974 til 1975. Þó að verð- bólguvöxturinn hafi þannig ekki aukizt frá því sem var á árinu 1 974, er þó sýnt, að ekki hefur tekizt að snúa hjólinu við svo neinu nemi. Þetta hefur þó tekizt í ýmsum löndum, s.s. Bandaríkjunum, Vestur- Þýzkalandi, Austurríki og i minna mæli á Norðurlöndum. Hinsvegar hefur sá árangur, sem þar hefur náðst, m.a. komið fram í samdráttarstefnu, sem fætt hefur af sér annað hrikalegt vandamál, víðtækt at- vinnuleysi. Öllum er Ijóst, að vandamál verðbólgunnar eru erfitt við- fangsefni, sem hægara er um að tala en úr að leysa. Verðbólguvöxturinn hefur hinsvegar verið svo stórstígur hérlendis, að einsdæmi er í Evrópu. í tvö ár hefur hann verið um eða yfir 50%. Þannig getur það ekki gengið til lengdar. Hvorki einstakar at- vinnugreinar né efnahagslíf okkar í heild þola slíka þróun nema mjög takmarkaðan tíma. Samkvæmt skýrslum í maí 1975 var verðbólguvöxtur I nokkrum Evrópulöndum (meðalársvöxtur) sem hér segir: V-Þýzkaland 6.1%, Svíþjóð 10.8%, Noregur 12,4%,Finn- land 18.1%, Danmörk 12%, Holland 10.4%. Næstir okkur í verðbplguvexti voru írar með 24,5% og Bretar með 25%. Verðbólguvöxturinn hér var þannig meir en helmingi örari en hjá þeim þjóðum, sem næstar okkur koma í því efni. Mál er því að linni og því fyrr því betra. Fjárlagagerð og sú stefnu- mörkun, sem fjárlög móta hverju sinni, hafa mikilsverð áhrif og geta raunar ráðið úr- slitum um þóunina í þessum efnum. Það veltur því á miklu, hvern veg þau fjárlög verða úr garði gerð, sem nú er að unnið, og væntanlega verða lögð fyrir Alþingi ! næsta mánuði. Morgunblaðið hefur ekki að- stöðu til að spá í fjárlaga- gerðina, en leggur áherzlu á að hún taki mið af nauðsynlegum viðbrögðum gegn verðbólgu- vexti. í þessu sambandi er og ástæða til að vekja athygli á jákvæðum viðbrögðum og árangri í peningastjórn banka- kerfisins. Heildarútlán við- skiptabankanna í júlílok sl. námu samtals 45.120 milljón- um og höfðu aukizt um 4.187 m. kr. á móti 9.234 m. kr. á fyrstu 7 mánuðum ársins 1 974. Innstæðuaukning varð á sama tírria 5.658 m kr. í ár en 4.325 m. kr. I fyrra, m. ö. o. innlánsaukning það sem af er árinu er meiri útlánsaukning Dæminu hefur verið snúið við. Enginn vafi er á að hér er stefnt að því að draga úr þensluáhrif- um í efnahagslífi þjóðarinnar og rétt að málum staðið við núverandi aðstæður. Vísitala framfærslukostnaðar náði 459 stigum hinn 1. ágúst sl. og er þá réttum 18 stigum neðan við svokallað rautt strik, sem um var samið ! síðustu almennum kjarasamningum, en það miðaðist við 477 stig. Að visu spannar rauða strikið í raun allt að 488 stigum, þar sem jafnframt var um samið að hækkun á áfengi og tóbaki og hækkun á launalið bóndans væri undanskildar í umræddu viðmiðunarmarki. Engu að siður eru hættumerki í augsýn á þessum vettvangi sem taka verður tillit til. íslenzkir atvinnuvegir og íslenzkt efnahagslif þolir ekki til frambúðar þá óðaverðbólgu, sem hér hefur geisað undanfar- in tvö ár. Tvöföld verðbólgu- aukning hér, miðað við þá Evrópuþjóð, sem þó er næst okkur í verðbólguvexti, og átt- föld miðað við Vestur- Þýzkaland, hlýtur fyrr en siðar að segja til sín með mjög alvar- legum hætti fyrir rekstraröryggi atvinnuveganna og afkomu- öryggi almennings. Hinsvegar þarf almannaskilning og stuðning við raunhæfar mótað- gerðir ef þær eiga að bera tilætlaðan árangur. Tilgangurinn að efla verðskyn almennings — segir Georg Ólafsson verðlagsstjóri VERÐLAGSSTJÓRI gaf nýlega út tilkynningu, þar sem segir, að seljendur vöru og þjónustu skuli verðmerkja vörur á svo áberandi hátt á sölustaðnum, að auðvelt sé fyrir viðskiptavin- ina að lesa vöruverðið, og eigi þetta undantekningarlaust við um vörur, sem séu til sýnis f gluggum verzlana og I sýn- ingarkössum. 1 framhaldi af þessari til- kynningu kom önnur, þar sem öllum þeim, sem stunda hótel- og veitingarekstur var gert skylt að festa upp á áberandi stað framan við inngöngustað iista, þar sem tilgreint er verð tiltekinna veitinga með sölu- skatti og þjónustugjaldi, auk annarra gjalda, sem innheimt eru af gestum. í tilefni af þessu sneri Mbl. sér til Georgs Ólafssonar verð- lagsstjóra og lagði fyrir hann nokkrar spurningar: — Hver er tilgangurinn með þvf að skylda þessa aðila til að verðmerkja vörur sfnar? — Hann er fyrst og fremst sá að efla verðskyn almennings og stuðla að því, að fólk hafi betri aðstöðu til að fylgjast með verð- lagi, en það hefur verið býsna erfitt á undanförnum árum, sérstaklega með tilliti til þess, að verðlag hér á landi breytist í sífellu. Þá teljum við það for- sendu þess, að verðsamkeppni geti átt sér stað, að fólk geri sér grein fyrir verðlagi almennt. í sambandi við auglýst hámarksverð á tiltekinni vöru- tegund er rétt að taka fram sérstaklega, að hverjum sem er er að sjálfsögðu heimilt að selja vöru eða þjónustu lægra verði en þessar ákvarðanir segja til um. Georg Ólafsson — Hver er skýringin á þvf, að kaupmönnum hefur ekki fyrr en nú verið gert skylt að verð- merkja vörur? — Áður hafa verið gerðar til- raunir til að koma á þeirri reglu að vörur væru verð- merktar, síðast árið 1966, en þessar tilraunir hafa ekki borið tilætlaðan árangur. Að mfnu mati er ein ástæðan fyrir þessu sú, að kaupmenn vilja ekki fæla viðskiptavini frá með ákveðn- um yfirlýsingum um verð, áður en fólkið kemur inn í verzlan- irnar. Þeim er mikið í mun að fá viðskiptavinina inn f verzlan- irnar til þess að geta gefið þeim völ á fleiri möguleikum. — En hvað með auglýsingar? Hefur ekki komið til greina að skylda seljendur vöru og þjón- ustu til að taka fram verð á vörum í auglýsingum, þar sem verðið hlýtur að teljast til grundvallarupplýsinga um vör- una? — Jú, ég tel þetta mjög æski- legt, og við munum taka til athugunar mjög fljótlega hvort ekki sé tímabært að skylda aug- lýsendur til að láta í té upp- lýsingar um verð f auglýs- ingum. — Hvernig verður þeim fyrirmælum, sem gefin hafa verið, framfylgt? — Það fyrsta, sem við gerum, er að dreifa þessum upplýs- ingum til allra, sem selja vöru eða þjónustu, og siðan munu eftirlitsmenn okkar á hverjum stað fylgjast með því, að fyrir- mælum þessum sé hlítt. Verði misbrestur á því, þá mun við- komandi fá aðvörunarbréf, en ef það gagnar ekki, þá munum við kæramálið. — Má ekki búast við því, að slfk mál taki langan tfma fyrir dómstólum, eins og önnur mál? — Ég á von á því, að dómstól- ar láti hugsanleg mál af þessu tagi hafa ákveðinn forgang. — Óskið þið eftir samstarfi við almenning, þannig til dæm- is að fólk láti ykkur vita ef það verður vart við að fyrirmæl- unum er ekki hlftt? — Já, að sjálfsögðu munum við taka öllum slfkum ábend- ingum með þökkum. — Nýlega kom það fram f Morgunblaðinu, að verð á brauði er hærra á Eskifirði en leyfilegt hámarksverð sam- kvæmt ákvörðun verðlags- stjóra. Hver er skýringin á þessu? — Hér er sennilega um það að ræða, að verðmismunur Iiggur í flutningskostnaði á hrá- efni. Hins vegar hefur aldrei verið ákveðið að brauðverð megi vera hærra á einstökum stöðum en ákveðið hámarks- verð segir til um, en þetta mál verður tekið fyrir á fundi verð- lagsnefndar á næstunni, sagði Georg Ólafsson að lokum. — Norska Framhald af bls. 1 nemur 10% af lánakvóta næsta árs. Þessi heimild til forskots þýðir um 800 millj- ónir króna til viðbótarútlána. 1 frumvarpinu er nánar til- greint hvernig styrkirnir skiptast á einstök svið. Þá sam- þykkti stjórnin í dag, að setja á verðstöðvun til bráðabirgða sem gilda á út árið og virkar aftur fyrir sig til 1. september. Verðstöðvunin mun koma til framkvæmda er viðræðum milli bændasamtakanna og rfkisins um vísitöluuppgjör lýkur. ____t t -t _ — Súdan Framhald af bls. 1 ir hefðu verið of fáir til að hafa stjórn á Iitlu þorpi. Allt var með kyrrum kjörum f Khartoum eftir að þúsundir manna fóru f göngu um götur borgarinnar forsetanum til stuðnings. Numairi sagði f ávarpi sfnu að samsærismenn- irnir hefðu verið á kaupi hjá erlendum njósnara en skýrði málið ekki nánar. — Portúgal Framhald af bls. 1 Franeisco da Costa Gomesjorseta Goncalves var sagður hafa „hafn- að“ embættinu. # Einnig voru sviptir sætum sfnum f byltingarráðinu sem er æðsta stefnumótandi stofnun her- hreyfingarinnar, þrfr af helztu stuðningsmönnum Goncalves, Eurico Corvacho yfirmaður hers- ins f Norður-Portúgal Manuel Ferreira de Sousa kafteinn og Luis Macedo kafteinn. En einn af hægfara foringjunum nfu, sem harðast börðust gegn Goncalves, Vitor Crespo yfirforingi var lfka sviptur sæti sfnu í ráðinu. Þá kom ekki síður á óvart að f yfirlýsingu fundarins f kvöld segir að hið nýja byltingarráð verði að skera úr um hvort þrfr aðrir áhrifa- miklir foringjar muni halda sæt- um sfnum, þ.e. Ernesto Melo Antunes majór og fyrrum utan- rfkisráðherra, Vitor Alves majór en þeir eru báðir úr hópi for- ingjanna níu, og Jose Costa Martins majór sem hlynntur var kommúnistum. Listinn yfir hið nýja byltingarráð geymdi ekki nöfn þessara þriggja manna. Þessi óvæntu úrslit mála, sem þó virðast hafa rutt brautina fyrir lausn á stjórnmálakreppunni I landinu voru gerð kunn af aflokn- um fundi Costa Gomes forsetq, Goncalves, Otelo, Sariva de Carvalho yfirmanns COPCON- öryggissveitanna, yfirmanna hinna þriggja deilda hersins, um 50 sjóliðsforingjq,um 50 landhers- foringja og um 8 flughersfor- ingja. Fundurinn tók við hlutverki allsherjarfundar þings herhreyf- inarinnar, þar sem sitja eiga 240 manns. Sá fundur rann úr í sand- inn þegar sérstakir fundir full- trúa landhers og flughers ákváðu að virða allsherjarfundinn að vettugi vegna yfirburðastöðu kommúnsta þar. Hinir 9 fulltrúar landhersins I byltingarráðinu eru nú næstum allir hægfara og and- stæðingar Goncalves. Lítil breyt- ing varð á fulltrúum flughersins, en fulltrúar sjóhersins hneigjast nú meir að kommúnistum en áður. Líklegastur yfirmaður hers- ins er nú talinn vera Carlos Fabiao hershöfðingi. Gífurleg átök urðu á fundi leið- toganna í dag. Fóru þau að nokkru fram fyrir opnum tjöld- um, og urðu innlendir sem er- lendir fréttamenn vitni að þvf er leiðtogarnir æptu hver á annan og toguðu í ermar og hálsmál hvers annars i mikilli æsingu. Sást þetta gegnum glugga á fundarsalnum, en ekki heyrðust orðaskil. Enginn virtist reiðari en Costa Gomes for- seti. Hann, Goncalve^ hinn nýi forsætisráðherra Jose Pinheiro de Azevedo, Fabiao og fleiri steyttu hnefann og öskruðu sví- virðingar. Náðust ljósmyndir af látunum. — Ford Framhald af bls. 1 falla með öllu, — að þvi er virtist vegna skorts á sönnunargögnum. Embættismenn sögðu í dag, að Fromme hefði undanfarna 18 mánuði búið í Sacramento ásamt annarri stúlku úr Mansonklík- unni, Sandra Good, og hefði hún m.a. sótt framhaldsskóla í fcorg- inni. I júlí s.l. átti AP-fréttastofan viðtal við Fromme, sem gengur undir nafninu „Squeaky", og þar lýsti hún vanþóknun sinni á Ford. Hún sagði að Manson hefði haft þungar áhyggjur af stefnu Nixons í félags- og efnahagsmálum. „Ef Nixon er í r,auninni kominn með nýtt Fordandlit og heldur áfram að stjórna landinu í andstöðu við lögin, munu heimili okkar verða blóðugri en hús Tate og LaBianca og My Lai samtals“, sagðí hún í viðtaíinu. Morðtilræðið við Ford í dag kemur í kjölfar tveggja frétta um hótanir gegn forsetanum í fyrri viku, en stjórnvöld tóku hvorugt alvarlega. Nessen blaðafulltrúi sagði f kvöld að Ford mundi ekki breyta neinu varðandi dvöl sfna í Sacramento.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.