Morgunblaðið - 06.09.1975, Síða 17

Morgunblaðið - 06.09.1975, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 1975 17 félk í fréttum ■O Deilur í Bretlandi um drykkjusiði Churchills + DR. JULIUS Merry forstöðu- maður drykkjumannasjúkra- húss f West Park Epsom f Bret- Iandi sagði í ræðu á fundi sam- taka um áfengismál þar f landi, að heimsstyrjöldinni 1939—1945 hefði getað Iyktað tveimur árum fyrr en raun varð á, ef Winston Churchill hefði ekki verið svo vínhneigður. I stuttri ræðu sem vakið hefur umtal og deilur staðhæfði hann að Churchill hefði drukkið að jafnaði tvær viskíflöskur á dag og strfðinu hefði lokið fyrr af ef hann hefði gætt meira hófs. I blaðinu The Daily Tele- graph er frá þessu sagt og tekið fram að harkaleg viðbrögð hafi orðið við þessari yfirlýsingu læknisins. í blaðinu segir með- al annars: „Fráleitt væri að halda því fram að hinn mikil- hæfi stjórnmálamaður hefði ekki notið þess að fá sér drykk. Hann drakk vín með hverri máltfð og hann naut þess að dreypa á viskf og sóda; stund- um byrjaði hann klukkan fjög- ur eftir miðnætti og gat þá haldið sötri áfram þar til klukkan sex eftir hádegi — og honum fannst einkar Ijúft að gæða sér á konfakslögg að máls- verði loknum. Þetta var hans Iffsmáti. Hann var nautnamað- ur á mat og drykk og hann sagðist reykja fjórtán vindla á dag, en aldrei sást hann undir áhrifum áfengis." A.J.P. Taylor sagnfræðingur mun hafa kveðið einna fastast að orði, eftir að hann heyrði ummæli læknisins: „Þetta er bjálfalegasta staðhæfing, sem ég hef heyrt á allri minni lífs- fæddu ævi. Á enga lund bland- ast drykkjuvenjur Churchills inn f framgang og úrslit heims- styrjaldarinnar sfðari ... Ég veit að honum þótti sopinn góð- ur. Honum þótti kampavín með afbrigðum Ijúffengt. En nautn þess skerti aldrei gáfur hans eða dómgreind.“ Og sagnfræðingurinn heldur áfram: „Bismark stjórnaði Þýzkalandi á öldinni sem leið af atorku og hann byrjaði alltaf hvern dag með því að drekka eina kampavínsflösku og að minnsta kosti eina konfaks- flösku yfir daginn.“ Og Duncan-Sandys lávaröur, sem var kvæntur Diönu, dóttur Churchills. á árunum Winston Churchill. 1935—1960 sagði um yfirlýs- ingu dr. Júlfusar Merrys: „Andstyggileg og hlægileg." Blaðamaður Daily Telegraph segir að þekktur og virtur þing- fréttaritari hafi sagt f samtali við sig: „Þeir sem þekktu Churchill munu bregðast illa við þessum ásökunum. Þetta eru meiðyrði um látinn mann. Allir vissu að hann hafði gam- an af þvf að fá sér drykk og var sérstaklega hrifinn af kampa- vfni, en aldrei sá ég hann undir áhrifum víns í Neðri málstof- unni og það er meira en hægt er að segja um ýmsa starfs- bræður hans.“ + Morð og nauðganir eru orðn- ir daglegir viðburðir í Banda- rfkjunum. Það er orðið óhugn- anlegt að dveljast þar. Eg þori varla að fara aftur þangað," sagði norska leikkonan Liv Ull- mann. Liv Ullmann er orðin mjög þekkt leikkona f Holly- wood, en dvelst um þessar mundir f sveitasetri sfnu í Nor- egi. Henni óar við að fara aft- ur til Bandaríkjanna. „Þegar ég var í Bandaríkjunum var mín gætt, bæði af lögreglu- mönnum og leynilög-eglu- mönnum allan sólarhriiíginn. Ég var aldrei ein. Jafnvel þegar ég þurfti að fara f lyftu, var hún rannsökuð hátt og lágt. Lögreglan þorði ekki að taka neina áhættu. Þegar ég var f Philadelphiu var vinkonu minni nauðgað, meðan við hin vorum f næsta herbergi. Hún þorði ekki að öskra, vegna þess að maðurinn hélt hnff að hálsi hennar. Þetta var mikið áfall. Sfðast frétti ég af þessari sömu vinkonu minni, að hún var myrt úti á götu, án þess að það virtist nokkur tilgangur í því. Þetta hefur að sjálfsögðu vakið með mér mikinn ótta, og ég get alls ekki sagt að ég hlakki til að snúa aftur til Hollywood til þess að standa við samninginn minn,“ sagði Liv Ullmann. + Danska söngkonan Gitte Hænning hefur nú neyðst til að taka sér hvfld frá söng- ferðalögum sfnum. Það reyndist of erfitt fyrir hana að fylgjast með í hinni erf- iðu baráttu um vinsældalist- ann í Þýzkalandi. Loks varð álagið of mikið. Gitte dvelst nú í fbúð sinni f Hamborg og hefur neyðst til að afboða hljómleika I Berlín og Leipzig. „Ég hlýði skipun- um læknis míns og reyni að safna kröftum fyrir næsta söngferðalag," sagði Gitta f viðtali við þýzka blaðið „Bild“. Næsta ferðalag hennar verður svosem ekk- ert auðvelt. Þá á hún að syngja f 69 þýzkum borgum ásamt Dieter Thomas Heck. Eina huggun hennar er að söngkonan sem kemur í staðinn fyrir hana, sænsk'a söngkonar Siw Inger hefur sama umboðsmann og Gitta, Joe Geissler, en hann er ekki bara umboðsmaður Gittu, heldur er hann jafn- framt eiginmaður hennar, svo að fjölskyldan ætti ekki að vera með öllu peninga- laus. hafið þér gert yður grein fyrir því... að á íslenzku gæti Sir Winst on Churchill heitið: séra Vindsteinn Kirkjuhvoll? D jŒZBQLLettekÓLÍ BÚPU j<izz(»<illel( Skólinn tekurtil starfa 1 5. sept. 1 3 vikna námskeið. KENNT VERÐUR: JAZZBALLETT MODERN SHOW-DANSAR NÝJUNG LEIKLIST—TJÁNING Leiðbeinandi: Edda Þórarinsdóttir, leikkona. Upplýsingar og innritun í síma 83730 eða 85090 frá kl. 2 — 5 í dag, laugardag. (jQ Ath. framhaldsnemendur hafi samband við skól- D- 1- ann sem allra fyrst. PJazzBaLLöCtskóLi búpuc: Skóli Emils hefst 10. september Hóptímar og einkatímar. — Innritun í síma 16239. Emil Adólfsson, Nýlendugötu 4 1. Gulur, rauður, grænn&blár gerðuraf meistarans S höndum VIÐ HLEMMTORG □ □ □ Jazzbaiiettskdi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.