Morgunblaðið - 06.09.1975, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 06.09.1975, Blaðsíða 22
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 1975 22 Minning: Oddur Valdimar Hallbjörnsson Fæddur 16. júní 1892 Dáinn 29. ásúst 1975 Oddur var fæddur að Ytra- Bakka í Tálknafirði, sonur hjón- anna Sigrúnar Sigurðardóttur, Jónssonar bónda að Hofstöðum, Barðastrandarsýslu, og Ilallbjarn- ar Eðvarðs Oddssonar bónda og síðar barnakennara. Oddur faðir Hallbjarnar var prestur í Skarðs- þingum og síðar í Gufudal. Hann var sonur séra Ilallgríms prests að Görðum á Akranesi. Kona séra Odds var Valgerður Benjamíns- dóttir, ættuð frá Dagverðarnesi á Fellsslrönd. Oddur var eitt af tólf börnum þeirra Sigrúnar og Ilallbjarnar, það þriðja í röðinni að ofan, af sex drengjum og sex stúlkum. Af þessum systkinahóp eru nú eftir fimm á lífi. Oddur var snemma kartinn og dugmikill, þéttur á velli og einnig í lund. Ilann var feitlaginn á unga aldri og hélt sér þannig um alla ævidagana. Þó var hann kattlipur og mjúkur i hreyfingum, enda um tima afbragðs fimleikamaður og glíminn vel. Þcssa eiginleika sýndi Oddur, er hann og flciri ungir menn frá íþróttafélaginu Stefni á Suðureyri sýndu leikfimi og glímur opinberlega á Vest- fjörðum. Hann var vel meðal- maður á hæð og allur hinn gervi- legasti í framgöngu. Ytri-Bakki var ekki mikil bújörð. Stórt átak hefur það þvi verið fyrir foreldrana að koma á legg þessum stóra barnahóp, án nokkurra styrkja. Börn þeirra hjóna þurftu því snemma ævi- dagsins að axla pokann og ganga út í vinnulífið til að létta undir með pabba sfnum og mömmu. Oddur var kornungur, aðeins á tólfta ári, þegar hann byrjaði róðra á áraskipum, er gerð voru út til fiskveiða frá verstöðvum í Tálknafirði. Hann var i skjóli föður síns, er hafði hann á borði með sér, en frá útgerðinni fékk svo faðir hans hálfan hlut fyrir stráksa. Á þessum árum kynntist þessi ungi drengur sjómennsk- unni og ránardætrum, sem hann síðar átti eftir að sigla um og á mestan hluta ævinnar; sfðar var hann á seglskútum (kútterum) frá Bíldudal, unz hann 1910 fór til Súgandafjarðar, þar sem hann stofnsetti heimiii sitt og bjó í 19 ár. Oddur kvæntist 4. apríl 1915 Guðbjörgu Bjarnadóttur frá Kvia- nesi í Súgandafirði. Þau hjón eignuðust tiu börn, — nú lifa sjö þeirra. Guðbjörgu konu sína missti hann 15. okt. 1974. Þá höfðu þau búið saman í tæp 60 ár. Á Suðureyri stundaði Oddur alfarið sjóinn, enda að engu öðru að snúa sér þar. Það var árið 1913, að þeir feðg- ar Oddur og faðir okkar keyptu m/b „Mumma", 4 tonna bát. Þetta litla skip áttu þeir í fjögur ár og gerðu út vetur, sumar, vor og haust. Síðar lærði Oddur sjó- mannafræði á Isafirði og tók skip- stjórapróf minni skipa. Með tímanum urðu svq bátarnir stærri og stærri, unz komið var timabil svonefndra „stórubáta". Oddur var alltaf skipstjóri á þessum stóru og smáu bátum, bæði vestra og hér syðra, og hlekktist aldrei á á sinni skipstjórnartíð. Árið 1929 fluttist Oddur og fjöl- skylda hans búferlum til Akra- ness. Þar starfaði hann áfram sem útgerðarmaður og skipstjóri um árabil. Oddur var mjög félagslyndur, prýðilega greindur og þó nokkuð lesinn. Menntunarundirstaða var auðvitað ekki mikil frá æsku- dögunum, því að barnaskóla hafði hann ekki komið á frekar en aðrir unglingar á hans reki. í sveitinni var þá enginn barnaskóli til. En faðirinn, Hallbjörn, var nokkuð menntaður, á þeirra tíma vísu og var laginn við að miðla börnum sínum af því er hann kunni. En tíminn var stundum svo raumur frá eilifu stritinu, að erfitt reynd- ist að ná til sin þeirri tilsögn og fróðleik, sem i boði var, því vist varð maður að hlaupa sprettinn á eftir rollunum eða vera í hálfkafi í slorhrúgunni, en þó á meðan að nema sem bezt það, sem til manns var talað. Þegar Oddur hætti við sjóinn 1947, varð hann fljótlega fastur starfsmaður hjá Sements- verksmiðjunni á Akranesi og vann þar fullan vinnudag til þess er hann var 80 ára að aldri. Síðar var hann við léttari vinnu þar til í byrjun árs 1974. Nú er þessi bróðir minn allur. Þau hjón Guðbjörg og Oddur hafa bæði skilað þjóð sinni góðu og nýtu ævistarfi og gefið henni 95 afkomendur. Börn þeirra hafa reynzt góðir þegnar og starfsamt fólk og bera þeim fagurt vitni um að þau hafi séð fyrir sér í uppvextinum atorku þeirra og notið leiðbeininga góðra foreldra. Ég þekkti Odd mæta vel, ekki einasta sem bróður, heldur vegna þess, að ég var lengi með honum á sjónum. Ég byrjaði hjá honum á „Mumraa'' litla, þá tæplega fjórtán ára og vissi þvi, að hann var forkur duglegur, kraftakarl, sem jafnan sigldi ótrauður um ægisdjúpin. Guð blessi minningu þessara mætu hjóna. — Við Sólveig vott- um börnum þeirra og afkom- endum, hinum mörgu frænkum og frændum, innilega samúð og sendum kærar kveðjur okkar. Páll Hallbjörnsson. Afmælis- og minningar- greinar ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verð- ur grein, sem birtast á f mið- vikudagsblaði, að berast f sfð- asta lagi fyrir hádegi á mánu- dag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu línubili. Júdas í Festi í kvöld Sætaferðir frá B.S.I. og Keflavik (Torgi) Síðasta sinn Hlégarður - Whitebackman Tríó - Stuðmenn - Laufið - Steinunn - Svartálfar - Hlégarður Stemmning að Hlégarði Stórhátíð laugardagskvöld í allra síðasta skipti að Hlégarði WHITEBACKMAN TRÍÓ OG SVARTÁLFAR SÆTAFERÐIR FRÁ B.S.Í. OG HAFNARFIRÐI Plús Stuömenn og Steinunn Bjarnadóttir PLÚS LAUFIÐ Skemmtum okkur í stórgóðu húsi með stórskemmtilegum listamönnum HLÉGARÐUR — STEMMNING OG STÓRHÁTÍÐ Á SUÐURLANDI — ALLIR í HELGARÐ — FJÖR í GLÉGARÐI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.