Morgunblaðið - 04.10.1975, Side 2

Morgunblaðið - 04.10.1975, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. OKTÓBER 1975 Sláturfé á gjöf í Mý- vatnssveit vegna slæms tíðarfars Húsavík, 3. október. TÍÐ HEFUR verið frámunalega stirð undanfarin hálfan mánuð, úrfelli mikið, rigning á láglendi en snjókoma til fjalla. Töluverð- ur snjór cr kominn í Bárðardal og Mývatnssveit og fram Reykjadal svo að fé hefur fennt og er f Mývatnssvcit og Bárðardal að mestu á gjöf, því að þar er svo til jarðlaust. Er þvf fjöldi sláturfjár á gjöf, sem mjög er óvanalegt og er nú slátrað frá morgni til miðnættis á Húsavík til að flýta slátrun vegna hins óvanalcga ástands. Sláturfó kom reglulega Kanadiskir tónlista- menn í Reykjavík „THE LYRIC ARTS TRIO“ frá Kanada heldur tónleika á vegum Tónlistarfélags Reykjavíkur, laugardaginn 4. október, kl. 2.30 f Austurbæjarbfói. „THE LYRIC ARTS TRIO“ er skipað þrem ungum kanadiskum tónlistarmönnum — sópransöng- konunni Mary Morrison, flautu- íeikaranum Robert Aitken, og píanóleikaranum Marion Ross. Þetta tríó er líklega einn mikiJ- virkasti tónlistarfulltrúi, sem Kanada á nú á að skipa. Frá 1974 iiafa þau flutt verk eftir kanadísk tónskáld, ekki ejnungis víðsvegar í heimalandinu heldur erlendis, og aflað kan^dfskri tónlist viður- kenningar í mörgum löndum með frábærri túlkun sinni. Þau voru boðin til Japan í sambandi við heimssýninguna 1971. 1973 voru þau fulltrúar heimalands síns á Listahátíðinni í Reykjavík, en þaðan lá leiðin til Parísar. Flest kanadísk tónskáld núlifandi, sem að kveður, hafa Samið éða raddr sett tónverk sérstaklega fyrir þau þrjú, og eru sum þau verk hin nútímalegustu, en önnur í sígild- um stfl. Hvarvetna sem þau þrjú hafa komið fram, hafa þau hlotið hina bestu dóma „og“ eins og þau sjálf segja — „erum við allsstaðar beðin að koma aftur“. Svo vill til að þau eru sitt úr hverju fylki í Kanada; Mary Morrison frá Winnipeg, Robert Aitken frá Nova Scotia og Marion Ross frá Ontario. En fylkin eru fimm, og þau ekki nema þrjú, svo Quebec og breska Kolumbía verða að hugga sig við að tónlistin viður- kennir ekki nein fylkjamörk eða landamæri. A efnisskrá tónleikanna eru verk eftir: Luigi Cortese, Wallingford Riegger, Henry Cowell, Harry Somers, Maurice Ravel og fl. tónskáld. Bamasamkomur Hjálp- ræðidiersins í Breið- hohi að hefjast I DAG hefjast barnasamkomur Hjálpræðishersins í Hólabrekku- skóla í Breiðholti. Samkomurnar verða kl. 2 á hverjum laugardegi í vetur. Þar verða sýndar stuttar kvikmyndir, sögur lesnar og sung- ið mikið. ÖII börn fá kort, sem merkt verða samkvæmt funda- sókn og í hverjum mánuði fer fram happdrætti. Þar taka þátt þeir sem ötullegast mæta, auk þess sem þeir fá gullstjörnur, sem koma á hverjum laugardegi. Leitað eftir samning- um um kaup á Baldri Þórður. EINS OG kunnugt cr af fréttum hefur eigandi skuttogarans Bald- urs boðið hann til sölu til rann- sóknarstarfa. Hefur rfkisstjórnin nú að tillögu Matthlasar Bjarna- sonar, sjávarútvegsráðherra, heimilað sjávarútvegsráðuneyt- inu í samráði við fjármálaráðu- neytið að leita eftir samningum um kaup á skipinu. Hafrannsókn- arstofnunin og fiskifræðingar eru hlynntir þvf að skipið verði keypt. 1 viðtali við Morgurtblaðið í gær, sagði Matthías Bjarnáson, að á þessu stigi væri of snemmt að segja til um, hvort skipið verður keypt en leitað verður eftir samn- ingum næstu daga. Verði af kaup- um verður skipið notað til þess að F ormannafundur sjálfstæðisfélag- anna í dag FUNDUR formanna sjálfstæðis- félaganna í Reykjavík verður haldinn á vegum Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í dag, laugardag kl. 13.30 í Miðbæ v/Máaleitisbraut. Meginviðfangs- efni fundarins verður að ræða um fylgjast með afla togara á uppeld- issvæðum þorsksins og við fiski- leit. Mundi skipið koma að miklu gagni, þar sem Bjarni Sæmunds- son getur ekki nema að litlu leyti fullnægt kröfum og óskum um fiskileit, Þá hentar togskip að þessu tági vel til veiðitilrauna og sem skólaskip. Sjávarútvegsráð- herra sagði, að gera þyrfti breyt- ingar á skipinu ef til kæmi, sem mundu hafa nokkurn kostnað f för með sér. Á næsta leiti bíður ákvörðun um, hvort setja á Haf- þór í 16 ára flokkunarviðgerð, sem yrði mjög kostnaðarsöm. Verði Baldur eða annað slíkt skip keypt verður Hafþór ekki settur í viðgerð og mun þá ekki lengur nótaður við rannsóknarstörf. þau félagslegu og pólitísku við- fangsefni sem framundan eru i starfi félaganna í Reykjavík á næstu mánuðum og að sama skapi stuðla að því að samræma starf- semi félaganna eftir þvf sem tök eru á. Gunnar Helgason formaður Fulltrúaráðsins flytur í upphafi fundarins inngangsorð. Jafn- framt munu formenn félaganna gera í stuttu máli grein fyrir helztu verkefnum í fyrirhugaðri starfsemi þeirra. Anna Jónsson. Frú Anna Jónsson látin FR(j Anna Jónsson, ekkja Einars heitins Jónssonar myndhöggvara, er látin rúmlega nfræð að aldri. Anna Marie Matilde Jónsson eins og hún hét fullu nafni fædd- ist í Horsens á Jótlandi i Dan- mörku hinn 14. apríl 1885. Foreldrar hennar voru Karl Jörgensen vélvirki í Kaupmanna- höfn og kona hans Mathilde Birgitte Jörgensen, fædd Wínk. Frú Anna lærði kjólasaum og starfaði siðan sem saumakona og kjólameistari til 1917, er hún gift- ist Einari Jónssyni. Við lát Einars 1954 tók frú Anna við yfirumsjón í listasafni hans og gegndi hún þvi starfi til dauðadags. Konan, sem lézt Hér hirtist mynd af Steinunni Pálsdóttur Fögrubrekku 1, Kópa- vogi, sem lézt af völdum áverka er hún hlaut f bifreiðaslysi á Kringlumýrarbraut við Ncsti f Fossvogi svo sem getið var í Mbl. í gær. Steinunn var 62ja ára. Getur haft áhrif á fallþunga dilka Fjölbrautarskólinn í Breiðholti settur FJÖLBRAUTASKÓLINN í Breið- holti verður settur- f 1. sinn í dag kl. 14.00. Um 250 nemendur verða f skólanum í vetur. Skólinn er ætlaður ungmennum f Breiðholts- hverfunum þremur á aldrinum frá 16—20 ára og eru það 16 ára ungmenni, sem nú hefja námið. Hér er um að ræða fyrsta skól- ann hér á landi, sem er hannaður og skipulagður frá upphafi sem sameinaður framhaldsskóli. I því felst að skólinn er skipulagður í mismunandi námsbt;autir, sem nemendur gefst kostur á að velja eftir áhuga sínum, hæfni og hugðarefnum. Námsbrautirnar verða mislangar, frá tveggja ára námsbrautum, jafnvel eins árs og til 4 ára námsbrauta. Skóla- meistari fjölbrautaskólans er Guðmundur Sveinsson. vænt af fjalli og leit út fvrir góðan meðalþunga, en þetta tíðar- far getur sett strik í reikninginn. Á sl. ári kom slæmt hret um svipað leyti, en það stóð aðeins nokkra daga. Yfirstandandi hret er aftur á móti búið að standa hálfan mánuð með óvenju mikl- um kuldum. Fréttaritari. Myntuppboð í dag GUÐMUNDUR Axelsson í Klaust- urhólum heldur myntuppboð í Tjarnarbúð í dag 14. 200 númer eru á uppboðinu. Má þar nefna 500 kr. seðil, grænan, en á siðasta uppboði var slfkur seðill sleginn á 62 þús. kr., minnisskjöld um Sigurð Nordal 1886—1966, græn- lenzka myntpeninga, danska ríkisdali, norskar minnis- medalfur, 5 kr. pening frá 1899 (gull) og 10 kr. pening frá 1876 (gull). Einar Þorláksson við eitt verkanna á sýningunni. Einar Þorláksson sýn- ir í Norræna húsinu 1 DAG opnar Einar Þorláksson sýningu á 59 myndum í Norræna húsinu. Myndirnar, sem málaðar eru 1 pastel- og acryllitum, eru langflestar málaðar á þessu ári og 1974, en nokkrar myndir eru eldri. Einar Þorláksson hlaut starfs- laun listamanna árið 1974—75. Var hann eini listamaðurinn það árið, sem hlaut starfslaun til eins árs, sem er lengsta tfmabil í slfkri veitingu, en sýningin er að Iang- mestu leýti árangur þessa starfs- árs. Þetta er fjórða einkasýning Einars Þorlákssonar, en hann hefur tekið þátt f fjölda samsýn- inga, bæði hér og erlendis. Sýningin f Norræna húsinu stendur til 12. október, og er opin kl. 14—22 daglega. Bylting 1 fræöflun á Sauðlauksdalssöndum Bóndi smíðar melsláttuvél upp úr gamalli sláttuvél Vélin afkastar á við 150 manns Látrum, 3. október. ÓLAFI Egilssyni verðandi bónda á Fljóti í Örlygshöfn hefur nú tekist að útbúa sláttuvél, sem slær aðeins efsta hluta Melgrassins, eða fræin. Hefur tæki þetta verið í reynslu und- anfarna daga og gefist mjög vel. Það slær það sem mannshöndin hefur skorið og sallar í poka. Er talið að það vinni á móti 150 manns í melskurði. Egill bóndi á Fljóti, faðir uppfinninga- mannsins, taldi að þeir væru búnir í þessum tilraunaskurði að salla um þremur tonnum af fræj- um. 60 ha. Setordráttarvél með drifi á öllum hjólum drffur vélina upp og niður sandhólana, sem á sléttu væri. Ólafur byrjaði á smiði vélar- innar seinnipartinn í sumar og hefur aðeins unnið að þessu verk- efni í nokkra mánuði í frístund- um. Hin nýja melgrassláttuvél er smíðuð upp úr gamalli sláttuvél. Miðað við niðurstöður tilraun- anna má hiklaust segja að bylting hafi orðið f fræöflun, en vél til slíks skurðar hefur aldrei áður verið til og orðið að handskera allt fræið á haustin með miklum mannafla. Getur þetta orðið til þess að gerbreyta landgræðslu- málum á Islandi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.