Morgunblaðið - 04.10.1975, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUft 4. OKTÖBER 1975
3
Sekúndurnar voru heil eilífð
ÆVAR Björnsson flugvirki hjá
Landhelgisgæzlunni var Birni
Jónssyni flugmanni til aðstoðar
um borð f þyrlunni er stélskrúfan
stöðvaðist f Skálafelli í gær. Stóð
Ævar í dyrum þyrlunnar er hún
byrjaði að snúast. — Ég hélt fyrst
að snöggur vindhnútur hefði
komið á vélina, sagði Ævar í við-
tali við Morgunbiaðið f gær. — Ég
komst þó fljótlega að réttri niður-
stöðu og hugsaði þá fyrst um það
að skorða mig af f vélinni, svo ég
kastaðist ekki út úr vélinni á leið-
inni niður hlfðina. Mér tókst það
nokkurn veginn og slapp við öll
meiðsli. Ég þakka það reynslu
flugmannsins og snarræði að við
erum hér til frásagnar. Birni
flugmanni tókst að ná vélinni
aftur upp, þó hún skylli tvisvar
sinnum niður, þangað til komið
var á sæmilega sléttan flöt. Þetta
var óskapleg reynsla og maður
getur eiginlega ekki gert sér
grein fyrir þessu svona eftir á,
sagði Ævar að lokum.
Tveir sjónarvottar voru að
þyrluslysinu, þeir Þór Mcdonald
flugvirki hjá Landhelgisgæzlunni
og Jóhann Vilbergsson stjórnar-
maður f Skfðadeild KR. Sagði Þór
að þær á að gizka 25 sekúndur,
sem vélin var á Ieið niður hlfðina
hefðu verið eins og heil eilffð.
Þegar vélin loks stöðvaðist hent-
ist ég niður hlfðina efst úr skfða-
brekkunni og þessa á að gizka 500
metra að þyrlunni. Ég átti ekki
von á að sjá þá félaga mfna á lífi
en þeir voru þá einmitt að skreið-
ast út úr vélinni þegar ég kom
þangað, báðir ómeiddir, sagði
Þór.
Jóhann Vilbergsson sagði að
hann hefði ekki gert sér grein
fyrir hvað gerðist þegar vélin
byrjaði allt f einu að snúast. Svo
hafi hann séð að afturskrúfan var
stopp og hefði búist við hinu
versta. Jóhann sagði að um 100
metrum neðan við staðinn sem
vélin stöðvaðist á væru háspennu-
lfnur og hann vildi ekki hugsa þá
hugsun til enda, ef vélin hefði
lent á þeim.
Starfsmenn Flugmálastjórnar skoða gfrkassa þann, sem talið er að
hafi bilað, en frá honum fær stélskrúfan kraft.
(Ljósm. Brynjólfur)
Flotholt þyrlunnar og eitt dekkið urðu eftir er þvrlan skall niður I
annað sinn. A miðri mynd lengst til hægri sést sjálf þvrlan og til hægri
sést skíðaskáli Knattspyrnufélags Reykjavfkur.
Þyrlan þar sem hún liggur á slysstað, ónýt að þvf að talið er.
— Verðtrygging
Framhald af bls. 24
átta mánuði 1974 jukust um 3,6
milljarða, en á sama tímabili á
þessu ári nam innlánaaukning 5,6
milljörðum. Aukning spariinn-
lána nam á sama tíma i fyrra um 2
milljörðum en í ár jukust þau um
3.5 milljarða. Fyrstu 8mánuði árs
ins 1974 nam aukningveltiinnlána
1.5 milljarði, en á sama tíma í ár
2,1 milljörðum. Peningamagn í
umferð jókst um 19.1% i janúar-
ágúst 1974, en um 24,2% á sama
tiina í ár. Af þessu er ljóst að
staðan hefur batnað hvað þenslu í
útlánastarfsemi áhrærir, en
reyndin er önnur þegar skoðaðar
eru skuldir ríkisins við Seðla-
bankann.
Fyrstu átta mánuði ársins 1974
var nettóskuld ríkissjóðs og rikis-
stofnana við Seðlabankann tæpir
4 milljarðar, en fyrstu átta
mánuði þessa árs er skuldin 8.6
milljarðar.
Ennfremur kom fram, að út-
lánatakmörkunin hefði verið sett
af illri nauðsyn og hefði vart ver-
ið um aðrar leiðir að ræða til að
halda sjávarútveginum og öðrum
undirstöðuatvinnuvegum gang-
andi. Hins vegar væri tak-
mörkun útláng ekki leið,
senr hægt væri að fara til
langframa, þótt hún gæti
haft mikið gildi um takmarkaðan
tíma. Bankastjórarnir kváðu Ijóst,
að sá bati, sem vonazt var eftir í
efnahagsmálum i ársbyrjun, og
spáð hafði verið i mörgum við-
skiptalöndum okkar, hefði ekki
orðið að raunveruleika, en hins
vegar hefði heldur ekki hallað
enn undan fæti. Það væri mikil-
vægur þáttur í aðhaldsaðgerðum í
efnahagsmálum, að almenningur
gerði sér ljósa grein fyrir tilgangi
þeirra, og hefði komið í ljós, þeg-
ar er útlán voru takmörkuð í byrj-
un, að sá skilningur var fyrir
hendi, enda hefðu útlán minnkað
verulega, sérstaklega í marz og
aprfl á þessu ári.
Gjaldeyrisstaðan var jákvæð
um 2.2 milljarða 31. ágúst 1974 og
hafði þá rýrnað um rúmlega 9
milljarða frá áramótum.
Hinn 31. ágúst s.l. var gjaldeyr-
isstaðan neikvæð um rúmlega 2
milljarða og hafði rýrnað um 4.5
milljarða.
Gengi krónunnar gagnvart
sterlingspundi og meginlands-
mynt hefur styrkzt að undan-
förnu, og er ein helzta ástæðan
fyrir því sú, að Bandarikjadalur-
inn hefur hækkað, en íslenzka
krónan fylgir honum nokkuð, þar
sem Bandarfkin eru helzta við-
skiptaland Islands.
Hvað viðkemur verðtryggingu
útlána, þá kemur hún einkum til
greina hvað snertir innlán og út-
lán til langs tíma, en bankarnir fá
þetta fé að verulegu leyti úr verð-
tryggðum lífeyrissjóðum. Horfur
eru á, að verðtrygging lána geti að
einhverju leyti hafizt upp úr
næstu áramótum.