Morgunblaðið - 04.10.1975, Qupperneq 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. OKTÓBER 1975
Hlutavelta
Kvenna-
deildar
Slysavarna-
félagsins
a morgun
KVENNADEILD Slysavarna-
félagsins efnir til sinnar árlegu
hlutaveltu í Iðnaðarmanna-
félagshúsinu við Hallveigarstíg
á morgun, sunnudag 5. október,
og hefst hún klukkan tvö eftir
hádegi. Kvennadeildin átti 45
ára starfsafmæli fyrr á þessu
ári og hefur hlutaveltan löng-
um verið árlegur viðburður i
borgarlífinu.
Stjórn kvennadeildarinnar
bauð blaðamönnum á fund sinn
vegna þessa og Hulda Viktors-
dóttir form. deildarinnar af-
henti þá Gunnari Friðrikssyni
forseta Slysavarnafélagsins, tíu
talstöðvar frá kvennadeildinni
Þrjár eru móðurstöðvar og
verða í Vík I Mýrdal, í Mývatns-
sveit og í Borgarfirði eystri.
Auk þess hefur kvennadeildin
gefið móðurstöð til deildar-
innar í Reykjavfk. Gunnar Frið-
riksson þakkaði stjórninni
þessar góðu gjafir og minntist
Frá afhendingu talstöðvanna. Stjórn kvennadeildar Slysavarna-
félagsins ásamt forseta SVFl, t.f.v. Svala Eggertsdóttir, Ingibjörg
Auðbergsdóttir, Dýrfinna Kristjánsdóttir, Hulda Viktorsd. form,
Gunnár Friðriksson forseti SVFÍ, Sigríður Einarsdóttir, Regfna
Benediktsdóttir og Gróa Ólafsdóttir.
hins mikla fjáröflunarstarfs,
sem deildin hefur unnið frá
stofnun, og að hún hefur verið
eitt sterkasta aflið í öflun pen-
inga til björgunarsveita félags-
ins úti um land. Attatíu
björgunarsveitir eru nú starf-
andi á vegum félagsins og kom-
ið hefur verið upp 94 skýlum,
þar af eru rösklega fimmtfu
búin fjarskiptatækjum og
kappkostað verður að búa hin
einnig slíkum tækjum.
Hulda Viktorsdóttir sagði, að
ágóðinn af hlutaveltunni nú á
sunnudaginn færi allur til
áframhaldandi uppbyggingar
við sveitirnar úti um landið. A
hlutaveltunni er mikið af góð-
um nýjum varningi sem félags-
konur hafa safnað að undan-
förnu, leikföng, bækur,
fatnaður, stólar og margt fleira.
Hver miði verður seldur á 100
krónur og er ekkert núll. Þá
verða seldir lukkupakkar á 50
krónur. Formaður kvenna-
deildarinnar bað Mbl. að flytja
þakkir þeim ótal mörgu, sem
hefðu af rausn gefið á hluta-
veltuna.
Verksmiðjur Sambandsins á Akureyrri halda
ÚTSÖLU ÁRSINS
í húsakynnum Vefarans í
Skeifunni 3A í Reykjavík
Mánudaginn 6. þ.m. kl. 9—18 og næstu daga
Seldar verða lítið gallaðar vörur frá:
GEFJUN IÐUNN
Kvenskór
Kventöfflur
Kvenstígvél
Karlmannaskór
lítil og stór nr.
Karlvinnuskór
lítil og stór nr og m.fl.
HEKLU
Buxur
Peysur
Heilgallar
Skjólfatnaður og m.fl.
EINSTAKT TÆKIFÆRI TIL AÐ KAUPA GÆÐAVÖRU Á GJAFAVERÐI
Teppi
Teppabútar
Terelyn efni
Gluggatjaldaefni
Áklæði
Hespulopi
Loðband
Garn, margar gerðir
Efnisbútar
ýmiskonar
og m.fl.
Ullarverksmiðjan
GEFJUN
SkóverksmiSjan
IÐUNN
Fataverksmiðjan
HEKLA
Skeifunni 3A — Reykjavík
Báðir togarar Esk-
firðinga bilaðir
Eskifirði, 2. október.
ELDBORGIN frá Hafnarfirði
Iandar í dag á Eskifirði 1026
tunnum af saltsfld, sem skipverj-
ar hafa saltað sjálfir um borð.
Áður hafði söltunarstöðin Auð-
björg saltað reknetasfld af Sæ-
bergi, sem hefur landað nokkrum
sinnum en er nú hætt rekneta-
veiðum og tekur nú nótina um
borð. Báðir togararnir hér liggja
nú bilaðir f höfn, en sem kunnugt
er kviknaði í Hólmanesi, en
Hólmatindur hefur legið hér um
skeið vegna bilunar. Vonazt er til
að hann komist á veiðar um helg-
ina.
Þá eru báðir stóru togbátarnir í
viðgerð, Sæljón í Reykjavík og
Hafaldan f Færeyjum, svo það eru
eingöngu smærri bátarnir, með
net og línu og 60 tonna togbátur,
sem afla hráefnis fyrir frystihús-
ið þessa dagana.
Hafin er bygging á nýjum
barnaskóla og rís hann í miðbæn-
um og einnig er hafin bygging
fjölbýlishúss i Bleiksárhlíð á
vegum byggingarsjóðs verka-
manna. Þá er byrjað á fiskverk-
unarhúsi fyrir Hraðfrystihús
Eskifjarðar og áhaldahúsi fyrir
Eskifjarðarbæ og standa þau við
nýja hafnarsvæðið.
Pöntunarfélag Eskfirðinga hef-
ur ennfremur reist vöruskemmu
og er það stálgrindarhús. Mikil
vinna hefur verið bæði við fisk-
verkun og byggingar í sumar og
eru mörg íbúðarhús i smiðum.
Slátrun er hafin hjá Pöntunar-
félagi Eskfirðinga.
Ævar
22 Hólastiftisprestar
við 11 messur á sunnudag
Akureyri 2. okt.
AÐALFUNDUR Prestafélags
Hólastiftis verður haldinn á
Akureyri um næstu helgi og hefst
I minjasafnskirkjunni á laugar-
dag kl. 13,30, en fer annars fram f
kapellu Akureyrarkirkju. Aðal-
efni fundarins verða starfshættir
kirkjunnar. A félagssvæðinu, sem
er hið forna Hólastifti, eru 28
þjónandi prestar f fjórum
prófastsdæmum.
I sambandi við fundinn verða
guðsþjónustur i II kirkjum n.k.
sunnudag, 5. okt., og hefjast þær
allar kl. 14 og munu þjóna tveir
prestar í hverri kirkju. Messun-
um verður hagað sem hér segir:
Grenivík: Séra Björn H. Jónsson
og séra Kristján Valur Ingólfsson,
Svalbarð: séra Pétur Þ. Ingjalds-
son prófastur og séra Bolli
Gústarfsson, Munkaþverá: séra
Árni Sigurðsson og séra Gunnar
Gíslason, Grund: séra Ágúst
Sigurðsson og séra Bjartmar
Kristjánsson, Akureyri: séra
Sigurður Guðmundsson pröfastur
og séra Birgir Snæbjörnsson, Lög-
mannshlíð: séra Friðrik A. Frið-
riksson fyrrverandi prófastur og
séra Pétur Sigurgéirsson vígslu-
biskup, Möðruvellir f Hörgárdal:
séra Sigurpáll Öskarsson og séra
Þórhallur Höskuldsson, Stærri-
Arskógur: séra Jón A. Baldvins-
son og séra Tómas Sveinsson,
Hrfsey: séra Birgir Ásgeirsson og
séra Kári Valsson, Dalvfk: séra
örn Friðriksson og séra Stefán
Snævarr prófastur, Ólafsfjörður:
séra Gfsli Kolbeins og séra Úlfar
Guðmundsson.
—Sv.P.
BOMBUKVÆÐI
Jóhannesar Kjarvals
GUÐGEIR JÖNSSON bókbindari
kom að máli við Dagbókina i gær
út af Bombukvæði Jóhannesar
Kjarval. — Guðgeir sagði: Ég
skrifaði kvæðið upp vorið 1925
eftir Hannesi Guðmundssyni, sem
látinn er fyrir allmörgum árum.
Hann var sjálfur hagyrðingur.
Hann var bróðir tvíburanna Ás-
bjarnar og Guðbjörns Guðmunds-
sonar pressumanns á Morgun-
blaðinu um áratuga skeið. Hannes
sagði mér, sagði Guðgeir, að með
líkingamáli Kjarvals í kvæði
þessu, svo sem skel-fulla, væri átt
við herskip. — (Eina herskipið
sem Islendingar þekktu þá var
FuIIa (danska eftirlitsskipið
Fylla)). Um orðin Skel-móri og
Skelfullu-rum sagði Guðgeir: Hér
á Kjarval við skipherrann á skel-
fullunni (herskipinu).
Þetta vor, sagði Guðgeir, var ég
f símavinnu hér í bænum og vann
Hannes með mér við að grafa
fyrir símaköplum.
Þess skal að lokum getið, að
Guðgeir vissi ekkert um þá útgáfu
á ljóði Kjarvals, sem birtist í Dag-
bókinni í dag, en við samanburð á
þeim kemur f ljós, að á þeim er
verulegur munur. Hér kemur þá
Bombukvæðið eins og Guðgeir
Jónsson bókbindari skrifaði það
fyrir 50 árum:
Ein alsherjar bomba
f gemlingsins gátt
f grallaraleysisins
flæðandi mátt.
I heisi-gemlingsins
hráslaga vind
hrekst hún um náhöfin
skynlaus og blind.
I algleymi skelfullan skrönglast
um nátt,
skelmórinn starir med
glórunum hátt:
Eitt áralegt brak,
Eitt boldangsins slum.
Og burt hverfur gleiddin
af skelfullurum.
Þess er að geta, að Guðgeir
sagði, eftir að kvæðið hafði verið
lesið upp fyrir hann I síma, að
honum hefði Iáðst að geta þess í
sambandi við líkingamál Kjarvals
f kvæði þessu, að með Grallara-
leysisins flæðandi mátt ætti Kjar-
val við veiðislóð þar sem engan
kola væri að fá (grallara eins og
hann stundum væri kallaður á
sjómannamáli) — Heisigemling-
ur væri þorskkenning Kjarvals og
loks: Boldangsins slum: Hér hefði
Kjarval átt við er seelin fóru.
— Ég vil að lokum sagði Guð-
geir aðeins undirstrika að kvæðið
fer ég með eins og ég man það
réttast.
Þá kom Gunnar Arnason fyrr-
um skrifstofustjóri Búnaðarfé-
lagsins einnig að máli við Dagbók-
ina vegna kvæðisins. Hann hafði
lært það af Ragnari Asgeirssyni
suður í Gróðrarstöð árið 1926 og
var hans útgáfa eiginlega alveg
eins og Guðgeirs bókbindara.
Þess skal getið að sá sem átti
Bombukvæðið eins og það birtist í
Dagbókinni f gær er Guðjón Elías
Jónsson, Álheimum 29 R, en hann
Iræði Bombukvæðið vestur á Isa-
firði á árunum 1930—43.