Morgunblaðið - 04.10.1975, Qupperneq 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. OKTÓBER 1975
Landinn hefnr vinninginn
í leikjunwn við Pólland
Hvað fferist í landsleikjum helgarinnar?
Vonbrigði
HÚN ríður ekki við einteyming óheppnin hjá Skagamönnum. í
öll þau skipti sem þeir hafa leikið f Evrópukeppni f knattspvrnu
hafa mótherjar þeirra ævinlega verið þau lið, sem þeir hefðu sízt
óskað að mæta. Þannig var það f gær er dregið var um það hvaða
lið leika saman í 2. umferð Evrópukeppninnar í knattsp.vrnu.
Skagamenn höfðu óskað sér liða eins og Bavern Munchen,
Derby, Glasgow Rangers eða jafnvel Juventus. Allra sfzt vildu
þeir mæta liði frá A-Evrópu. En hvaða lið kom svo upp úr
hattinum sem mótherji Skagamanna, jú, það var Dynamo Kiev,
eða öðru nafni annað af tveimur landsliðum Sovétmanna f
knattspyrnu.
Auk þess eiga Skagamenn svo að leika fvrri leikinn á útivelli
þann 22. október og sfðari leikinn hér á landi þann 5. nóvember.
Skagamenn hafa hug á að fá leikdögum breytt, en það er stór
spurning hvort þeim tekst að semja við Sovétmennina
Að sjálfsögðu eru þó einnig Ijósir punktar f sambandi við
þennan drátt. Mótherjar Skagamanna eru sennilega eitt stcrk-
asta liðið, sem þeir gátu mætt og það er ekki nokkurt vafamál að
Sovétmennirnir munu sýna skemmtilega knattspyrnu. Skaga-
menn eru ákveðnir í að leika hcimalcikinn hér á landi, annað
hvort á Melavellinum eða á Akranesi. Leikirnir munu örugglega
hafa mikinn kostnað f för með sér, þar sem er hin langa og
stranga ferð austur til Kiev. En stuðningsmenn Skagamanna
hafa fylgt þeim í blfðu og strfðu og það munu þeir örugglega
einnig gera í leiknum við Dynamo Kiev.
— Þetta eru að sjálfsögðu gffurleg vonbrigði, sagði einn
Skagamanna f gær, en við verðum að taka þessu með karl-
mennsku.
ÍSLAND og Pólland leika tvo
landsleiki í handknattleik í Laug-
arsdalshöllinni um helgina. Fyrri
leikurinn hefst í dag klukkan 15,
en sá sfðari á morgun klukkan
20.15. Búast má við skemmtileg-
um Ieikjum báða dagana og þó
svo að Pólverjar séu um þessar
mundir taldir eitt af alsterkustu
landsliðum í heimi, þá hefur
landanum yfirleitt gengið vel
með Pólverjana. Af sex lands-
leikjum þjóðanna hefur Island
unnið fjóra, en tveir hafa tapast.
Pólvcrjarnir standa betur að vfgi
að því leytinu að þeir eru komnir
f mjög góða æfingu og stóðu sig
mjög vel í handknattleiksmóti,
sem lauk f fyrradag f Kanada. Þar
unnu Pólverjar alla andstæðinga
sfna, nema Sovétmenn, og höfn-
uðu f 2. sæti keppninnar. Meðal
þeirra liða sem Pólverjarnir
lögðu að velli voru Danir, en Is-
lendingum hefur t.d. gengið mun
verr með Dani en Pólverja undan-
farið.
Islcnzka liðið hefur vinninginn
að því leyti að leikið er á heima-
velli og ætti það ekki að hafa lítið
að segja. Þá eru íslenzku leik-
mennirnir óþreyttir, en Pólverj-
arnir að koma úr erfiðri keppnis-
ferð. I fslenzka landsliðið vantar
nokkra af sterkustu handknatt-
leiksmönnum þjóðarinnar. Ólaf-
ur H. Jónsson, Axel Axelsson og
Einar Magnússon leika allir í v-
þýzka handknattleiknum um
helgina. Geir Hallsteinsson og
Pálmi Pálmason gefa ekki kost á
sér til landsleikjanna og fjarvera
þessara leikmanna veikir lands-
Iiðið óneitanlega. Þá má alltaf
deila um val á einstökum leik-
mönnum, hvers vegna er Bjarni
Jónsson t.d. ekki í landsliðinu.
Vonandi fæst svar við þeirri
spurningu og öðrum, sem á hug-
ann leita í Ieikjunum um helgina.
Lá við
— ÉG get sagt þér alveg eins og
er, mér lá við gráti þegar ég
heyrði að við ættum að mæta
Dynamo Kiev f annarri umferð
Evrópukeppninnar, sagði Gunnar
Sigurðsson formaður Knatt-
spyrnuráðs Akraness, er Morgun-
blaðið hafði samband við hann f
gær. — Þetta verður erfitt bæði
fjárhags- og knattspyrnulega, en
ég hef enga trú á öðru en við
leikum heimaleikinn okkar hér-
lendis. Við verðum að treysta enn
einu sinni á stuðningsmenn
okkar og ég veit að þeir bregðast
gráti
okkur ekki nú frekar en endra-
nær.
— Nú, við getum leyft okkur að
segja að við ætlum að vinna þessa
kalla, eins og Valsmenn og Kefl-
víkingar höfðu uppi stór orð í þá
átt áður en þeir héldu í Evrópu-
keppnina. Leikmennirnir hafa
slappað af þessa viku, en strax á
mánudaginn verður tekið til við
æfingar að nýju og við stefnum að
því að leika fyrri leikinn á Mela-
vellinum 19. október næstkom-
andi. Við verðum bara að vona að
okkur takist að semja við Sovét-
mennina. I fyrsta lagi um að leika
fyrri leikinn hér á landi og í öðru
lagi að leikið verði á sunnudegi.
— Við verðum sennilega að
leika á möl og því verður æft á
malarvelli þar til við sjáum
hvernig um semst um leikdaga og
leikstaði. Rússarnir hafa senni-
lega aldrei leikið á malarvelli,
þannig að það ætti þó að minnsta
kosti að vera okkur í hag, sagði
Gunnar Sigurðsson pð lokum.
Mikla túnsh laup
Armanns
UNDANFARIN þrjú ár hafa Ármenn-
ingar efnt til keppni í hlaupi á Mikla-
túni fyrir börn oq unglinga. Er
keppendum skipt I flokka eftir aldri.
Reglan er sú, að eftir tvö hlaup, fá
þátttakendur viðurkenningu fyrir
keppnina, en þeir, sem keppa þrisvar
eða oftar á vetrinum taka þátt i
keppni um lokaverðlaunin. Er þá
farið eftir meðalárangri þriggja beztu
hlauparanna á timabilinu.
Fyrsta hlaupið á þessum vetri
verður á Miklatúni nú á laugardag-
inn 4. október og hefst kl. 14.00.
10 km hlaup
KL. 13.00 í dag, laugardaginn 4.
október, fer fram keppni í 10.000
metra hlaupi á Melavellinum.
Stórleikir
NOKKUR af frægustu og sterk-
ustu knattspyrnuliðum Evrópu
leika saman 1 2. umferö
Evrópukcppninnar. Þannig má
nefna að Borussia Monch-
engladbach og Juventus mæt-
ast 1 umferðinni og sömuleiðis
Derby County og Real Madrid
en öll þessi lið voru á óskalista
Skagamanna — en það er
önnur saga.
I 2. umferð Evrópumótanna
leika eftirtalin lið saman:
Evrópukeppni
meistaraliða:
St. Etionno —Glasgow Rangors
Borussia — Juvontus
Dinamo Kiov — Akranos
Ruch Chorzow — PSV Eindhovon
Hadjuk Split — Molonbock
Malmö — Bayorn Munchon
Dorby — Roal Madrid
Evrópukeppni
bikarhafa:
Ararat Erovan — Wost Ham
Eintracht Frankfurt —
Atlotico Madrid
Wroxham — Stoal Zroszov
AC Florontina — Sachonring
Boavista Porto — Coltlc
Haladas — Sturm Graz
RSC Andorlocht —
Borac Banja Luka
Lons — FC Haag.
UEFA-keppnin:
Ipswich — Bruggo
Ilorta Borlin — Ajax
Dundoo Utd. — FC Porto
Carl Zoiss Jona — Stal Miolec
Spartak Moskva — Royal Antwerp
Athlono — Milan
San Sobastian —Livorpool
Zozda Bolgrad — HSV Aþena
Sportin Portugal — Vasas
Oostors Vaxjo — AS Roma
Lazio Roma — Barcelona
Duisburg — Lovski Spartak
Torpedo Moskva —
Calarasary
Honvod — Dynamo Drosdon
HF EIMSKIPAFELAG ISLAiMDS
þjóðarfyrirtæki — um 11.600 hluthafar
VIKULEGAR HRAÐFERÐIR
Frá ANTWERPEN mánudaga
- FELIXSTOWE þriájudaga
- KAUPMANNAHÖFN þriájudaga
- ROTTERDAM þriájudaga
- GAUTABORG miðvikudaga
- HAMBORG fimmtudaga
EINNIG REGLUBUNDNAR FERÐIR
Frá NORFOLK
WESTON POINT
KRISTIANSAND
HELSINGBORG
GDYNIA
VENTSPILS
VALKOM
Valkom
o.•
QVðntspils
**"f®$F* •ÖGdynia
• Hamborg
J Rollerdam
••^Antwerpen
mm
HAFNIR SEM SKIP EIMSKIPAFÉLAGSINS SIGLA TIL
—O Feróir vikulega
—O Feróir á tíu daga til hálfsmánaóar fresti
o Feróir á hálfsmánaóar til þriggja vikna fresti
• Feróir eftir flutningsþörf
HF EIMSKIPAFELAG ISLANDS
Sími 27100- Telex nr. 2022 IS
t
Þakka auðsýnda samúð mér
sýnda við fráfall og útför
SVERRE STENGRIMSEN,
Lilja Melsted.
úttaraskreytlngar
blómoual
Gróðurhúsið v/Sigtun simi 36770