Morgunblaðið - 04.10.1975, Síða 24

Morgunblaðið - 04.10.1975, Síða 24
LAUGARDAGUR 4. OKTÓBER 1975 Ævar Björnsson Björn Jónsson (Ljósm. Mbl. Brynjólfur). „Þakka reynslu flugmannsins og snar- ræði að við erum hér til frásagnar” TF GNA talin ónýt eftir að hún hrapaði í Skálafelli í gær [Sjáábls. 3.] — ÉG TEL það reynslu Björns Jðnssonar flugmanns og snarræði hans að þakka að við erum hér til frásagnar. Það var Ævar Björns- son flugvirki hjá Landhelgisgæzl- unni, sem mælti þessi orð við fréttamann Morgunblaðsins í gær, en bæði Ævar og Björn gengu ómeiddir út úr flaki þyrlu Landhelgisgæzlunnar, TF GNÁ, Banaslys á sjó BANASLYS varð um borð í tog- bátnum Ársæli Sigurðssyni II HF 12 f fyrrakvöld er skipverjar voru að hffa trollið. 25 ára gamall háseti, Rúnar Björgvinsson, til heimilis að Hraunbrún 2 f Hafnarfirði, varð milli toghlerans og rúllu f gálga og mun hafa beðið bana samstundis. Slysið varð um kl. 18.45 í fyrra- kvöld og bað skipstjóri bátsins þegar um aðstoð hjá Slysavarna- félaginu. Þyrla frá Keflavfkur- flugvelli fór á staðinn og flutti líkið til Reykjavíkur. Báturinn var að veiðum um 25 sjómílur og Rúnar Björgvinsson 260 gráður frá Garðskaga er slysið varð. Kom hann til Hafnarfjarðar seint i nótt og fara sjópróf þar fram. Rúnar Björgvinsson var ókvæntur, en lætur eftir sig barn, foreldra og systkini. sem talin er ónýt eftir að hún hrapaði til jarðar f Skálafelli f gær. TF GNÁ var í gær fengin til þess að flytja þrjá ljósastaura fyr- ir Skíðadeild Knattspyrnufélags Reykjavfkur í Skálafelli. Var lokið við að flytja fyrsta staurinn og beið þyrlan í um fjögurra metra hæð eftir því að annar staur yrði festur í vírana frá þyrl- unni. Stöðvaðist stélskrúfa vélar- innar þá skyndilega og vélin tók að snúast í hringi í gagnstæða átt við hreyfla hennar. Barst vélin um 500 metra niður með fjalls- hlíðinni, skall tvisvar eða þrisvar sinnum í jörðina áður en hún stöðvaðist á hvolfi um 100 metra frá Skíðaskála KR. Varð þetta um klukkan 14.10 í gær og var gott veður i Skálafelli þegar atburðurinn átti sér stað. Birni Jónssyni tókst að ná vélinni upp aftur þó hún skylli í jörðina, þar til komið var niður á sæmi- lega sléttan flöt f hlíðinni. Hefði vélin farið um 100 metrum lengra hefði hún sennilega lent á há- spennulfnum. Er þyrlan skall niður í annað skiptið brotnaði undan henni dekk og flotholt. Spaðar þyrl- unnar brotnuðu af er hún valt áður en hún stöðvaðist endanlega. Er vélin talin ónýt. I gærkvöldi var unnið að því að flytja vélina til Reykjavíkur, þar sem kanna átti nákvæmlega hvað orsakaði það að stélskrúfan stöðv- Þyrla Landhelgisgæzlunnar, TF GNÁ, þar sem hún liggur á hvolfi skammt frá Skfðaskála KR f Skálafelli. Þyrlan er talin ónýt, hún er meira og minna brotin eins og sjá má á mynd- inni og spaðarnir eru brotnir af henni. f horninu hægra megin er mynd af Birni Jóns- syni, flugmanni vélarinnar, og fyrir neðan hann af Ævari Björnssyni flugvirkja. Þeir voru um borð f vélinni þegar hún hrapaði, en hvorugan þeirra sakaði. aðist. Var talið að drifskaft eða gírkassi, sem flytur kraft í stél- skrúfuna hefði bilað. TF GNÁ var smiðuð árið 1964 í Bandarfkjunum og er af Shikorsky gerð. Vélin var keypt hingað til lands af bandarísku strandgæzlunni fyrir þremur árum og hefur siðan verið i ýms- um störfum fyrir Landhelgisgæzl- una, nefna má fólks- og birgða- flutninga, hjálparstörf og land- helgisgæzlustörf. Útlánatakmörkun áfram: Verðtrygging inn- lána og útlána í undirbúningi TAKMÖRKIJN útlána sem verið hefur í gildi frá því snemma á þessu ári hefur nú verið fram- .lengd til áramóta. Þetta á ekki við um endurkaupanleg afurða- og birgðalán, einkum til sjávarút- vegs, iðnaðar og landbúnaðar, svo og reglubundin viðbótarlán til sömu greina. Þannig munu bankarnir aðeins hafa til ráðstöf- unar það fé, sem endurgreiðist af eldri lánum til áramóta, og verða nauðsynlegustu rekstrarlán til at- vinnuveganna látin ganga fyrir um ráðstöfun þess fjár. Þessar ráðstafanir hafa orðið að samkomulagi milli Seðlabankans og viðskiptabankanna, en jafn- framt hefur Seðlabankinn mælzt til þess við sparisjóði, að þeir hagi útlánum sfnum f samræmi við þessa stefnu. I framhaldi af þessu segir í frétt frá bönkunum, að vegna áframhaldandi þenslu í efnahags- málum, halla í utanríkisviðskipt- um og þröngrar lausafjárstöðu bankanna sé óhjákvæmilegt að halda þeirri stefnu í útlána- málum, sem fylgt hefur verið frá febrúarlokum á þessu ári. Þá kemur fram, að enda þótt stöðvun á útlánaaukningu viðskipta- bankanna sé árangursrfk aðferð til að ná jafnvægi i þjóðar- búskapnum geti aðgerðir bankanna í þessu efni ekki náð árangri, nema sömu stefnu sé fylgt hvað snertir útgjöld ríkisins og útlán fjárfestingarlánasjóða, og sé þetta samkomulag gert í trausti þess, að sú verði raunin. Þá kemur fram sú skoðun, að betur þurfi að búa að sparifjár- eigendum en hingað til, og hafi Seðlabankinn og viðskipta- bankarnir því hafið undirbúning þess að verðtryggja innlán og út- lán innlánsstofnana að vissu marki. A fundi, sem bankastjórar Seðlabankans og viðskipta- bankanna héldu með fréttamönn- um í gær, kom fram, að reýnslan af takmörkun útlána væri mjög góð, og hefði m.a. minnkað eftir- spurn eftir Iánum. Fyrstu 8 mánuði ársins 1974 nam útlána- aukning banka og sparisjóða 10,7 milljörðum króna, en til ágúst- loka á þessu ári var útlána- aukning sömu stofnana 6,9 milljarðar. Heildarinnlán fyrstu Framhald á bls. 3.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.