Morgunblaðið - 12.12.1975, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.12.1975, Blaðsíða 1
BLAÐ II Bls. 33 — 56 ítaiska blaðakonan orlna Fallacl laiar vlð Mario soares. leiðloga portúgalskra sðslallsla Mario Soares, foringi Sósíalistaflokksins. Myndin var tekin er hann skrifadi undir samning þann, sem stjórnmálaflokkarnir féllust á að gera við bvltingarráð hersins. Samkvæmt honum var ákveðið að herinn færi með öll völd í landinu næstu 3—5 ár. Allir fulltrúar stærstu flokkanna undirrituðu þennan samning fyrir kosningarnar í vor, nema öfgaflokkar til hægri og vinstri. Haft vai fyrir satt að Soares hefði tregðazt við lengi áður en hann féllst á að undirrita samninginn. „Samkeppni verður aldrei mllll mfn 09 Cunhals - har sem ég Um stjórnlagaþingið, sem er ávöxtur kosninganna og starfar enn, talar enginn. Hvaða gagn er að því? Hver á að virða ákvarðanir þess? Ekki þarf nema að huga að þvi að Otelo de Carvalho hefur sleppt úr fangelsi nokkrum hættulegum öfga- mönnum eftir að hafa áður sjálfur látið handtaka þá og nú vitjar, hann þeirra á laun til að nema fræði Marx. Realismi er dauður, súrrealisminn rikir. Það gerðist dálitið í þessu landi fyrir rösku ári, sem varð þess valdandi að sagan breyttist og snerist upp í súrrealisma. Eða það varð að farsa, uppákomu? Skyndilega reistu mennirnir sem höfðu myndað bakhjarl fasismans fána á stöng og urðu útverðir frelsisins. Eins og frelsið gæti ekki sprott- ið af kúvendingu. Og í bezta falli mátti ætla að kúvendingin yrði ekki ósvipuð Pinochetkúppinu. Nafn Pinochets er á margra vörum. Margir líta í kringum sig og spyrja hver verði Piochetinn hér? Ásamt líkum á borgarastyrjöld er einnig fyrir hendi hætta á fasistasnúningi. Spinola er ekki langt undan. Frá Brasilíu er hann kominn til Parísar og kveðst hafa komið þar á fót frelsissamtökum. Og frá París hefur hann haldið áfram til Madrid. Velbúnar sveitir eru í grennd við landamæri Spánar og Portúgals. Er það ekki alltaf hægri stefn- an sem hagnast á heimskunni? Það er Mario Soares að reyna að tjá sig f við- talinu. Viðtalið fór fram meðan Goncalves riðaði til falls. Það liggur í augum uppi að nýja stjórnin muni koma Soares meira til góða en Cunhal og Soares er ánægður. En það sem mig Iangar til að fá að vita hjá honum er hvort hann lítur svo á að sigur- inn sem hann hefur unnið er endanlegur eða hvort hann er bráðabirgðasigur og vegna þessa byrja ég með þvi að minna hann á sögu sem hann sagði mér f júní- mánuði. Þannig byrjaði þetta. I. Orina Fallaci: Soares, munið þér eftir sögunni, sem þér sögðuð mér í Napolí þremur dögum fyrir kosningarnar á Italíu? Mario Soares: Hvaða saga var það? Fallaci: Það var sagan um Englending- trúl á lýðræðiö - annað er van- vírða gagnvart pjóð mlnnl” VIÐTALIÐ sem hér fer á eftir við Mario Soares, leiðtoga portúgalska Sósíalista- flokksins, er eftir itölsku blaðakonuna Orina Fallaci og birtist fyrir nokkru i „The New York Times Review". Þess skal getið að viðtalið er tekið siðla september- mánaðar, siðan hafa ýmsir atburðir gerzt í Portúgal, m.a. reyndu ákveðnir hópar vinstri manna að gera tilraun til að hrifsa völdin í sínar hendur í Lissabon. I viðtalinu ræðir Soares opinskátt um ástandið í Portúgal og afstöðu sína til ýmissa manna og mála, talar hreinskilnis- lega um Alvaro Cunhal, leiðtoga kommúnista, Azevedo, núverandi for- sætisráðherra, Costa Gomes og fleiri. Síðari hluti viðtalsins verður birtur í sunnudagsblaði Mbl. Vegna þess hve við- talið er langt er það birt nokkuð stytt, og sumir kaflar þess ekki þýddir, heldur endursagðir f stórum dráttum. BORGARASTYRJÖLD við bæjardyrnar. Hún er að setja Portúgal í umsátursástand sem gæti varað í nokkrar vikur, eða nokkra mánuði. Enginn veit hve lengi og varla er hér nokkur lengur sem trúir því að hjá ósköpum verði komizt. Ringulreiðin er algjör, stjórnleysið í algleymi, ráðleysið takmarkalaust. A hverjum degi taka mál- in óvænta stefnu, hver annarri fáránlegri. Eini stöðugleikin felst í raun og veru í allra getuleysi. Opinberlega hvílir valdið þó enn í hönd- um MFA-hreyfingar hersins, sem beitti sér fyrir byltingunni og velti úr sessi fasistastjórninni og hóf þá þróun sem hér gengur undir nafninu byltingin. En MFA sem framan af var sameinuð og föst fyrir hefur veikzt á öllum sviðum og brestirnir koma æ betur i ljós. Herinn virðist varla vera til lengur. Eiginlega er rikið ekki til heldur. Flóttamenn höfuðsitja banka, prestar skipuleggja uppsteyt, hermenn neita að gegna skyldu sinni. Þeir hrópa til dæmis að þeir fari ekki til Angola, nema því aðeins að þeir fái í hendur ábyrgt plagg þar sem þeim er heitið að þeir skuli ekki fá svo mikið sem skeinu þar. Stjórn- málamönnum er í auknum mæli ýtt til hliðar. Til að geta tekið til einhverraráða — og þeir reyna það — verða þeir að treysta á stuðnings hersins, sem sundrað- ur er tvist og bast i hugmyndafræði sinni. Hver stjórnmálamaður á sinn mann í hernum: Cunhal hefur Goncalves, Soares hefur Melo Antunes, maóistarnir hafa Otelo de Carvalho. Hver styður hina hóp- ana veit enginn. Það, sem alþekkt er, er að mesta baráttan er háð milli sósíalista og kommúnista. Þar getur ekki verið um neitt að velja nema blóðsúthellingar. inn og trann. Englendingurinn situr á krá og er að fá sér drykk án þess að abbast upp á einn né neinn. Og írinn er alltaf að áreita hann, slangrar utan í hann og taut- ar svívirðingar i hans garð. Englendingur- inn veitir honum enga athygli og heldur áfram með drykkinn sinn. Þessu fer svo fram um hríð, þangað til írinn verður leiður á þessu og gefst upp. Og það, sem meira er, hann ákveður að bæta fyrir þessa einhliða áreitni og dregur sigarettu upp úr vasa sínum, þokar sér nær Englendingnum og spyr kurteislega: „Gætuð þér gjört svo vel að gefa mér eld.“ Þá bregður Englendingurinn við eins og elding og gefur honum einn á ’ann. Bar- þjónninn er hneykslaður: „Hvað á þetta nú að þýða? Hann var langtímum að hrella þig og þú lyftir ekki fingri. Síðan biður hann þig um eld og þú lemur hann. Gaztu ekki gert upp þinn hug fyrr? Englendingurinn svarar: „Nei, ég gat það ekki. Hann var ekki í réttri stellingu." Segið mér nú Soares, greidduð þér nú Cunhal þetta högg eða gerðuð þér það ekki? Soares: Það er ekki mitt að dæma um hvort ég gerði það. Þér skuluð gera það. Finnst yður ég hafi gert það? O.F: Það held ég. Hljóðlátlega að vísu, Framhald á næstu sfðu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.