Morgunblaðið - 12.12.1975, Blaðsíða 22
54
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 1975
Finnbjörn Hjartarson prentari:
Trú er aðeins fyrir
börn ogheimskingja
Vegna greinar Heimis Steins-
sonar í Kirkjuritinu, þar sem
hann segir að lífið endi með
dauðanum og ekkert sé öruggt
nema dauðinn einn, hefir farið
um fjölmiðla landsins bylgja
trúardeilna, þar sem svokallaðir
„bókstafatrúarmenn" eru annars-
vegar en ,,frjálslyndir“ og
„spftitistar" hins vegar.
Eg hefi ekki lesið grein Heitiii.-.
og veit ekki hvort hann rökstuddi
þessa vitneskju sína, og ég tek
lítið mark á andstæðingum hans.
Því þegar menn deila eru þeir
gjarnir á að slíta úr samhengi
málsgreinar og fá því oft aðra
merkingu úr sömu setningu en
höfundur. Stundum er það vilj-
andi, stundum óviljandi eða getu-
leysi.
Það er nú einu sinni svo, þrátt
fyrir allt jafnréttistal, að menn
eru misjafnir að allri gerð. Það
sést t.d. ágætlega á íþróttavöllum,
þar sem afreksmenn keppa en
síðvambar horfa á úr hægindum
áhorfendapalla. Þar er djúp gjá
milli manna, öllum sjáanleg.
Hitt er erfiðara að koma auga á,
hvílík hyldýpisgjá getur verið
milli manna í andlegum efnum.
Sumir geta verið svo langt sokkn-
ir, að fátt skilur þá frá dýrum
nema ytra útlit. En margir, sem
góðum gáfum eru gæddir og
þroskast af andlegum þrekraun-
um og viðfangsefnum, sem þeir
setja sér að leysa. Þeir einir eru
oft færir að fjalla um hina mestu
speki. Mér kemur í hug Tolstoy og
vesalings kona sú, sem nú gætir
safns hans í Rússlandi. Hún sagði
veikleika Tolstoys vera trú hans á
Guð.
Milii þessara andstæðna er all-
ur almenningur, og hverju vill
hann trúa? Heimskingjanum, sem
talar um „frjálsar ástir" i tíma og
ótíma eða hinum, sem segir að
„frjálsar ástir“ séu mesta ófrelsi?
Bæði fyrir og eftir fæðingu
Frelsarans, hafa komið fram and-
leg stórmenni, sem lýst hafa í
gegnum aldirnar. Stórmenni, sem
fólkið tók trúanleg og bar gæfu til
að hlusta á. Vegna þessara
manna, og vegna vitneskju þeirra
um Guð og vilja hans, hefur
mannkynið, þrátt fyrir allt, verði
á þroskaleið. Og íslenzka kirkjan
átt mörg stórmenn, sem fólk hefir
borið gæfu til að fylgja.
En hvernig er Guð? Er hann
það heimskur, að hver sem er geti
nálgazt hann við hvert fótmál? Að
hvaða heimskingi sem er komist
nær honum með fíflalátum,
gjammi um klám og lesti? Eða er
ekki Guð slíkur, að hann verði
aðeins skilinn af ýtrustu hugsun
færustu manna? Og þó aldrei
skilinn af dauðlegum mönnum.
Um Jóhannes skírara sagði Jesú
Kristur: „Sannlega segi ég yður,
eigi hefir fram komið meðal
þeirra, er af konum eru fæddir,
meiri maður en Jóhannes skírari.
En hinn minnsti í Himnaríki er
honum meiri.“
Þetta var nú útúrdúr, og talið
um „fjálsar ástir“ í tízku.
Eg er alveg á sama máli og séra
Heimir Steinsson um, að ekkert
sé öruggt nema dauðinn. Hvernig
svo framhaldið verður er í hendi
Guðs. Um það vitum við nákvæm-
lega ekki neitt. Þess vegna er
fyllilega rökrétt að segja: „Það
eitt, sem við vitum að er öruggt,
það er dauðinn."
Ég sagði að framan, að ég vissi
ekki hvort séra Heimir hefði rök-
stutt fullyrðingu sina. En mig
langar til að varpa fram nokkrum
spurningum til spíritista. Ég geri
það vegna þess, að mín skoðun er,
að spíritisminn afvegaleiði fólk
hroðalega. Vel getur verið að
þeim sé vorkunn. Þó efast ég um
það. Eflaust er hægt að sjá mis-
mun í störfum þeirra, en það
skiptir ekki öllu máli, heldur hitt,
að spíritisminn sem slíkur, er að
almenningi, snýr, hefur afvega-
leitt mikinn fjölda fólks.
Spíritisminn gefur vonir um
framhaldslíf, þar sem á næsta til-
verustigi séu möguleikar á meiri
þroska. Þá geti menn tekið sig
betur á en gert var 1 lifanda lífi.
Hvað ætla spfritistar að gera,
þegar þeir standa frammi fyrir
Kristi, en hann sjálfur segir
endurkomuna: „Þannig mun
verða koma mannssonarins. Þá
munu tveir vera á akri, annar er
tekinn og hinn skilinn eftir. Tvær
munu mæla í kvörn, önnur er
tekin og hin skilin eftir.“
Ætlar þá spíritistinn á akrinum
að segja: „Hér er ekkert að dæma.
Eg ætla að taka mig á i næsta Iífi,
og þeir sem eru dánir eru orðnir
til „Ellífra sólarlanda". Hér er
því, Jesú minn, ekkert fyrir þig
að gera nema hafa þig á burt. Ég
held við „Stínu stuð“ eitthvað
lengur, meðan heilsa og kraftar
leyfa. En þetta kemur allt saman f
næsta framhaldslífi. Nóg eru um
tilverustigin. Ég segi nú ekki að
mér líki aðfarirnar hans Manga,
sem skar sig á háls, þegar getan
var búin, til þess eins að komast í
kvennastuð sem fyrst. Ég hefi
haft samband við hann á fundun-
um og líkar honum lífið með af-
brigðum vel. Er með tvær og
þrjár i takinu í einu.“
Ég skammast mín dálítið fyrir
að búa til svona lagað, en svona
virkar spíritisminn á allt of
marga. Og „ástin" er tízkuum-
ræðuefni, eins og ég sagði að
framan. Það er hægt að heimfæra
þessa „þroskaleið" upp á allt, sem
miður er f fari manna. Og þrosk-
inn verði aldrei neinn.
Þessi heimsmynd spíritista
fellur eðlilega mörgum í geð. Hún
er svo þægileg. Þeir eru ekki einir
um það að dæma menn til fram-
haldslífs. Það er sagt: „Hann er
farinn heim til Guðs — hann er
farinn til eilífs lífs.“
En ég spyr, hvernig á manns-
sonurinn að dæma hina dánu, ef
þeir eru engir til. Allir komnir i
Himnaríki fyrir löngu eða á
önnur tilverustig. Er ekki lík-
legra, að hinir dánu bfði dóms í
gröf sinni? Jesús sagði um stúlk-
una „Hún er ekki dáin, hún
sefur.“
Þegar menn eru lagðir á spítala
og eru svæfðir, vita þeir ekki
hvort þeir hafa sofið f einn tfma
eða marga. Þeir vakna kannski
eftir átta tíma svefn og halda að
þeir hafi rétt blundað. Tímaskyn
er allt horfið um leið og svefninn
lokar augunum.
Og til hvers segir Jesú: „En ef
hönd þín eða fótur hneykslar þig,
þá sníð hann af og hentu frá þér.
Því betra er þér handvana eða
höltum að ganga í himnaríki, en
að hafa tyær hendur eða tvo fæt-
ur og verða kastað á hinn eilífa
eld. Getur verið, að mönnum sé
jafnvel hjálpað við það, sem Jesú
talar um? Eða er Guð ekki almátt-
Fyrri hluti
Finnbjörn Hjartarson
ugur? Sagði ekki spámaðurinn, að
Guð gæti búið til mann úr hnefa-
fylli af leirnum á árbakkanum?
Eflaust hrópa einhverjir: „Lfk-
ingar, líkingar." Þetta eru lík-
ingar, en ég segi. Verið ekki of
vissir um það, við vitum ekki
framhaldið. Til hvers þarf svo
harkalegar aðgerðir, ef nægur
tími er til stefnu? Já, mörg líf ?
Nei, spfritistar. Guðsríki er ekki
á öðrum tilverustigum. „Guðsríki
er innra með yður.“
Sálarrannsóknir spíritista hafa
afvegaleitt mikinn fjölda fólks.
Hitt getur verið, að spíritisminn
hafi gefið fáeinum mönnum
trúna á Jesú. En þeir mega þá
ekki láta staðar numið og halda
áfram að horfa á spíritismann
sem lífsbjörg, heldur á Krist sjálf-
an. Þeir verða að halda huga
sfnum frjálsum og opnum, en tak-
marka hann ekki við spíritism-
ann. '
Eitt einkenni er, að margir trú-
og guðleysingjar, sósíalistar og
kommúnistar aðhyllast spíritism-
ann vegna þess, að þeim finnst
eitthvað skynsamlegt og rökrétt
við rannsóknir spíritista og hægt
sé að tala um þær af skynsemi. Úr
þessum hópi eru margir trúleys-
ingjar, sem hafa komist til nokk-
urs þroska og ekki nema gott eitt
um það að segja. En það breytir
því ekki, að spíritisminn hefur
afvegaleitt marga þá, sem ekki
voru trúlausir og áttu sinn Guð.
Af sömu ástæðu færðust þeir
niður til spíritismans og sósíal-
istar upp. Vegna þess, eins og
áður segir, að þeim finnst hægt að
ræða sálarrannsóknir spíritista af
„viti“, sem öllum meginþorra
manna er gefið. Ekki skemmir
heldur að geta hnýtt vísindunum
aftan við.
Eflaust hafa margir furðað sig á
þeirri fyrirsögn sem ég hefi að
ofan. Hún er aðallega sprottin af
þvf, að það er svo margt, sem börn
verða að trúa og átta sig ekki á
fyrr en seinna á lífsleiðinni. T.d.
tilganginn með skólagöngu. Þau
skilja ekki öll, að það er þeim
fyrir beztu, að foreldrar þeirra
haldi þeim að lærdómi. Sfðan í
beinu framhaldi afla þau sér
þekkingar og lesa sér til um þau
störf, sem þau velja sér. Þá hafa
þau séð gagnsemi iærdómsins.
Læknar hér læra utanbókar
þykka uppsláttardoðranta til að
afla sér þekkingar á mannslíkam-
anum. Bifvélavirkjar hafa þykkar
bækur um samsetningu og gerð
bifreiða. Lögfræðingar hafa laga-
söfn og dóma í metravis til sinna
verka. En þurfum við ekkert að
hafa fyrir þvf að reyna að skilja
Guð? Stendur þetta daglaunafólk
eitthvað betur að vígi í andlegum
efnum, sem tekið var sem dæmi
hér áður? Þó það hafi lagt á sig
utanbókarlærdóm, hvort sem sá
lærdómur var um bílaparta eða
mannsparta? Ósköp lftið, held ég.
Það væri þá helzt Iögfræðingar.
En þeir verða, vinnu sinnar
vegna, að temja sér rökvfsan
þankagang, sem oft leiðir til meiri
þroska en oft vill verða með öðr-
um stéttum almennt. Það hefir
aldrei verið lögð nein afgerandi
rækt við það, að kenna börnum að
hugsa rökrétt, reyna að leiða þau
á braut sannleikans (Krists), sem
þó er lögbundin átrúnaður á.
Er hægt að búast við því, að
daglaunamenn eða utanbókarlær-
dómsmenn geti náð því flu-gi
átakalaust sem þau andlegu stór-
menni, er að framan er vikið að,
gátu aðeins náð með áratuga lær-
dómi og íhugun? Þess vegna
verða þeir, sem ekki gefa sér tíma
til íhugunar í dagsins önn, að trúa
því, sem þeir telja farsælast. Og
það síast inn í mannfólkið, e.t.v. á
áratugum, að það gerði rétt f því
að fylgja þessum mönnum.
Enginn efi er á því, að les-
endum komi f hug, að greinarhöf-
undur dæmi ótæpilega milli
gáfna og þroska manna, í því jafn-
aðarandrúmslofti, sem nú ríkir.
Það sem ég vildi leggja til mál-
anna er einungis það, að fólk, sem
vill þroska barnatrú sfna, verður
að taka niður úr hillunum upp-
sláttarrit eða lærdómsrit Guðs —
Biblíuna. Ef fólk stundaði þann
lærdóm af kappi, gæti það að lok-
um lagt niður barnatrú sína og
við tæki vitneskjan um Guð, mátt
hans og vizku, sem oft leiðir til
Guðsótta. Þá gæti mannkynið
verið á leið til Guðsríkis, ef það
óttast Guð sinn Herra og gerir
vilja hans. Þessi leið er þroska-
vænlegri en sú, sem menn geta
nokkru sinni öðlazt á kvöldstund í
myrkvuðu samkomuhúsi. Þar er
veðjað á létta og 1 júfa leið.
örugglega hafa aldrei í sögu
kristninnar komið fram jafn
sterkar hreyfingar, þó ólikar séu,
sem leitast við að afvegaleiða
kristna menn eins og spíritism-
inn, og svo kommúnisminn og
sósfalisminn sem hafa það að
lokatakmarki að ganga af kirkj-
unni dauðri.
Áður varð fólk að trúa lærdóms-
mönnunum. Nú er tími til kom-
inn, að fólk brynjist sjálft
vitneskjunni um Guð og leiti
sannleikans, og láti ekki afvega-
leiðast.
Þá væri ekki langt í þá bylt-
ingu, sem mannkynið þarf á að
halda. Því svo að aftur sé vitnað í
orð Frelsarans: „Guðsríki er
innra með yður.“
Ég læt svo einn af þeim andans
mönnum, sem er rætt um í upp-
hafi greinarinnar, eiga síðasta
orðið. Það er Eysteinn munkur
Asgrímsson, og erindið er úr Lilju
hans:
„Finn ég, allt að mannvit manna
mæðist, þegar að um skal ræða
máttinn þinn, inn mildi drottin,
meiri er hann en gervallt annað.
Sé þér dýrð með sanni prýði,
sungin heiðr af öllum tungum
eilíflega með sigri og sælu,
sæmd og vald þitt minnkast
aldrei.“
Úrvalsvörurnar frá Marks & Spencer -
FÁST HJÁ OKKUR
Fatnaóur á alla fjölskylduna.
Vörurnar, sem eru þekktar og rómaöar
um víöa veröld.
Framleiddar undir strangasta gæöaeftirliti.
GEFJIIIM Austurstræti KEA Vöruhús
DOIVHJS Laugavcgi 91 Kaupfélögin
Grindavík
Aðalfundur
Aðalfundur sjálfstæðisfélags Grindavíkur verður
haldinn í félagsheimilinu Festi, i Grindavik, laug-
ardaginn 1 3. des. n.k. og hefst hann kl. 14.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Ávarp Oddur Ólafsson, alþingismaður.
Kaffiveitingar.
Stjórnin.